Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Góðir búningar Elínar Eddu Árnadóttur bœta leikmyndina upp og eru í raun leikmynd sýn- ingarinnar. 12 safarík kirsuber Frú Emilía - Leikhús Kirsuberjagarðurinn EFTIR ANTON TSJEKHOV Hin ofurnæma en jafnframt skýra persónusköpun Tsjekhovs heldur verkum hans á sviði um ævi og ald- ur. Honum tekst að lyfta fólki sínu uppúr hversdagsleikanum um leið og hann heldur öllum hversdags- einkennum þess. í þessu síðasta, og kannski besta, verki hans birtast okkur tólf ólíkar persónur sem maður kannast allar við úr samtím- anum. Það er ekki að sjá að níutíu ár séu liðin frá því þær stigu fýrst á fjal- ir. Það er alltaf gaman að sjá Tsjek- hov, en sjaldan hefur það verið skemmtilegra en nú, í þessari upp- færslu Emilíufrúarinnar á Kirsu- berjagarðinum. Þetta er afar vel heppnuð sýning. Leikstjórinn, Guðjón Pedersen, lætur verkið njóta sín og þrýstir ekki inn í það landskunnum vörumerkj- um sínum: Amerískum dægurlög- um og míkrófónum. Karaoke- stemmningin er hér góðu heilli fjarri. Guðjón setur Tsjekhov upp eins og beinast liggur við, á klassísk- an og kómískan hátt. Tónlistarvið- bót er vel við hæfi og sannarlega „- Skárri en ekkert“. Engu að síður er uppfærslan öll „á langveginn“ eins og oft áður hjá þeim félögum í Frú Emilíu. Gretar Reynisson gerir leikmynd og hún er kannski það eina sem ég er ekki sáttur við. Hún er hvorki mínímal né natúral, einhvers konar mála- miðlun skreytt smámunum úr dótakassa. Góðir búningar Elínar Eddu Árnadóttur bæta hana upp og ERU í raun leikmynd sýningar- innar. Leikaraval hefur heppnast vel og stjörnur sýningarinnar eru jafn margar persónum. Það er ekki lítil ánægja áhorfanda að sjá hverja stór- stjörnu íslensks leikhúss birtast fram á steingólfið í Héðinshúsinu; gamlir þjóðleikhúsmenn virðast ganga í endurnýjun lífdaga í nýju, fersku og sjálfstæðu leikhúsi. Kristbjörg Kjeld er stórfengleg í „aðalhlutverkinu“, aðalskona á helj- arþröm með vonbrigði lífs síns innifalin í hverri gleðiroku. Árni Tryggvason hefur sjaldan verið betri og stelur jafnvel senunni þegar hann dottar. Eggert Þorleifsson eignar sér salinn með því einu að láta braka í skónum. Ingvar E. Sig- urðsson er sannfærandi sem nýrík- ur „uppi“ af bændaættum. Þröstur Guðbjartsson dásamlegur draum- hugi... Það er í raun óþarfi að halda áfram en samt... Helga Braga Jónsdóttir er nú komin með einkarétt á hlutverkum rússneskra þjónustustúlkna. Edda Heiðrún Backman kemur enn á óvart og sýnir vel sína miklu breidd. Styrkur sýningarinnar magnast upp fyrir manni í augnaráði hennar þar sem hún stendur í bakgrunni fjöl- menntrar senu og mænir á sinn Lopakin. Hér eru margar sögur í gangi í einu. Hver persóna er heilt leikrit útaf fýrir sig og hin fræga nýj- ung Tsjekhovs til leikbókmennt- anna, „utansviðsaksjónin“, kemst hér mjög vel til skila og fer jafnvel inná sviðið. Hver leikari er að allan tímann, þó hann sé utan díalógs. Kjartan Bjargmundsson er óborganlegur, Jóna Guðrún Jóns- dóttir perfekt, Valgeir Skagfjörð flottur, Steinn Ármann Magnús- son góður, þó nördalúkkið sé kannski fullnotað. Þá er snjöll hugmynd leikstjórans að láta Hörpu Arnardóttur leika ýkt og gera úr henni týpu; andstæðu við hinar og „opnari“ persónurnar. Hún gerir það frábærlega vel og frumlega. ■ Kirsuberjagarðurínn: Frábær leikur, góð lýsing, falleg tónlist, djúsi búningar og snjöll upp- setning: Stórskemmtiieg sýning sem missir eina stjörnu vegna leikmyndar. Gíó er góður ef hann heldur stælunum i lágmarki og leyfir leikurunum að blómstra. Hallgrímur Helgason Mjög sannur vestri FrjAlsi leikhópurinn, Tjarnarbíó Sannur vestri eftir Sam Shepard Um leið og ljósin kvikna er mað- ur kominn til Ameríku, staddur í millistéttareldhúsi í Kaliforníu og engisprettuhljóðin í bakgrunni kalla svita fram á ennið. „Sannur vestri" er frábært verk eftir Sam Shepard og tíu ára gam- alt þegar orðið klassískt. Uppgjör ólíkra bræðra: Annar er streit og há- skólagenginn á uppleið í kvik- CjyLFl GRöNDALhefur undanfarin ár unnið við að setja saman nokkuð viðhafnarlegar ævisögur íslenskra forseta. Fyrst skráði hann sögu Kristjáns Eldjárns, þvínæst lífs- hlaup ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR Og nú kemur út eftir Gylfa ævisaga Sveins Björnssonar forseta, ríkisstjóra, sendiherra, lögmanns og forystu- manns um stofnun Eimskipafélags- ins. Bókin er öll hin kurteislegasta eins og Gylfa er von og vísa, enda skrifar hann í eftirmála: „Nú á dög- um þykja gagnrýnar ævisögur svo- kallaðar girnilegastar, jafnvel í aug- um virtra fræðimanna. Svo áköf og einsýn er sú krafa tímans, að með öliu gleymist hve gagnrýni er hægt að láta í ljós með margvíslegum hætti. Hún felst ekki eingöngu í stóryrðum, afhjúpun og offorsi, eins og margir vilja halda“... lt bendir til þess að samkeppn- in á jólabókamarkaðnum verði grimmúðleg, þvi þrátt fyrir mikið kvart og kveinan undan virðisauka- skatti virðist útgáfa ætla að vera með líflegra móti fyrir jólin. Sér- staklega eru íslenskir skáldsagna- höfundar iðnir við kolann og í raun er einfaldara að nefna þá sem gefa ekki út bækur en þá sem verða með í kapphlaupinu um hylli bókakaup- Handan góðs og ills, eitt höfuðrita Nietzsche, er að koma út í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar og Þrastar Ásmundssonar. Nietzsche dúkkar reglulega upp og hefur líklega aldrei verið heitari en einmitt núna. Þar sem ástríðurnar ólmast í hamslaus- um tryllingi Nietzsche er líklega umdeildasti heimspekingur allra tíma, ýmist hataður eða dáður. Hann tók ein- hver hæstu próf sem nokkur maður hefur tekið, var menntaður í forn- fræðum en fátt var honum óvið- komandi, sjálfur vildi hann titla sig sem sálfræðing eða sálkönnuð. Að- eins 24 ára gamall er hann sökum einstakra gáfna gerður að prófessor við háskólann í Basel í Sviss. „Hann var náttúrlega séní,“ segir Arthúr Björgvin, en það hefur tekið langan tíma að koma þýðingunni í útgáfu. Síðasta töfin kom til vegna ritteppu hjá Arthúri sem skrifar ítarlegan inngang að verkinu. „Síðan skrifaði ég í hamslausum tryllingi, á sjö dögum og sjö nóttum, 60 síðna inngang úti í Þýskalandi, heima- landi Nietzsche, núna í vor og þá fóru hjólin að rúlla.“ Handan góðs og ills kom út árið 1886 og er bókin sem Nietzsche skrifaði næst á eftir Also sprach Zarathustra. Hún er ein af hans voldugustu bókum og allsherjar inngangur að hans ffæðum. En hvað erþað sem gerir Nietzsche að þessu „fenómeni“? „Hann er einn af þessum heim- spekingum og gagnrýnendum sem talar tæpitungulaust og fékk nátt- úrlega bágt fyrir. Hann er róttækur í bestu merkingu þess orðs, er ekk- ert að gutla í yfirborðinu heldur þegar hann gagnrýnir leitast hann við að komast að rótunum.“ myndabransanum en hinn sukku- andi lúser á endalausri niðurleið í brennsanum. Hin ólíku viðhorf þeirra takast á og tvinnast blóð- böndum, spennan eykst um leið og hlutverk þeirra riðlast... Uppsetning Frjálsa leikhópsins í Tjarnarbíói er beinskeytt og kraft- mikil. Leikstjórinn, Halldór E. Lax- ness, gengur hreint til verks, beint að efninu og leikverkið fær að njóta sín til fulls. Halldór hefur og þýtt verkið í samvinnu við bróður sinn, Einar E. Laxness, á sama hátt. Textinn hljómar hæfilega hrár og eðlilegur. Leikstjórinn hefúr einnig gert leikmynd sem er afar sannfær- andi, ásamt bakgrunnshljóðum Steingríms Árnasonar og lýsingu Sveins Benediktssonar. Halldór þekkir greinilega vel þennan amer- íska veruleika og það sést. Sýningin gengur fullkomlega upp. Er þétt, hröð, með áherslum úr öllum tónskalanum; á háum og lág- um nótum, frá trúnaðarstigi til átaka sem eru óhuggulega sannfær- andi. Val á leikurum er eins og hugsað úr höfði höfundarins. Það er ekki hægt að ímynda sér betri bræður en þá Valdimar Örn Flygenring og Súsanna Svavars síns tíma? (Nei, égsegi nú bara svona.) „Hann á það sameiginlegt með Súsönnu að hann skrifar af mikilli ástríðu en er kannski vitsmuna- legri. Það er með Nietzsche að hann er einn af fáum höfundum þar sem stíll og innihald bræðist saman. Hann sagði einu sinni að það væri ekki nóg að skilja það sem er skrif- að, menn verði að skynja textann líka. Menn verða að finna þann eld sem býr undir, ef ekki þá eru þeir ómögulegir lesendur. Þetta atriði gerir hann alltaf mjög heillandi fýr- ir nýjar og nýjar kynslóðir. Svo er það náttúrlega það sem hann tekur fyrir. Hann steypir hverju goðinu af stalli á fætur öðru. Hann ræðst á alla heimspekihefð- ina, gagnrýnir hugspekina og vill að Magnús Ragnarsson. Þeir eru svo hæfilega líkir og ólíkir í senn, snilld- arlega pússaðir saman af leikstjóra. Valdimar á hér glæsilega „endur- komu“ ef svo má segja. Það er langt síðan leikarinn hefiir fengið slíkt óskahlutverk og fer hreinlega á kostum. Valdimar Örn er í essinu sínu sem hinn sídrekkandi og, í upphafi, ruddalegi Lee, en nær einnig glæsilega að leika á viðkvæm- ari strengi í persónu hans: Með smæstu munnkiprum heldur hann salnum á nálum: Leiksigur. í skugga þessarar ógnvekjandi frammistöðu virðast gagnrýnendur ekki hafa komið auga á góðan mót- leik Magnúsar Ragnarssonar í hlut- verki hins góða bróður, Austins. Þetta er kannski erfiðara hlutverk og ekki lítið afrek Magnúsar að skila því svo vel sem hann gerir. Magnús kemur hér fram sem geysigóður leikari og er fullkominn sem streit- arinn í byrjun en tekst þó enn betur upp þegar „uppinn“ heldur niður á leið. Það er ekki það auðveldasta í heimi að leika edrú-týpu á fýlliríi þó Magnús láti mann halda það. Harald G. Haralds og Guðrún Stephensen eiga góðar innkomur í aukahlutverkum. heimspekin taki á lífinu sjálfu. Ni- etzsche vill upphefja skilningarvit- in, ástríður og tilfinningar. Þó mót- aðist hann sjálfur lítt af þeim hlut- um í sínu einkalífi. Hann var varla við kvenmann kenndur alla sína tíð. Hann gerði eina heiðarlega til- raun til að krækja sér í konu en sú tilraun brást mjög illilega. Það er kapítuli sem er frægur í hans ævi, samskipti hans við Lou Salomé. Hún var samkvæmisdama sem var talsvert utan í menningarvitum þess tíma. Var um tíma ástkona Rilkes, þýska skáldsins, og endaði sem vinkona Freuds, en það sam- band var líklega mest á andlegu nótunum. Hún hitti Nietzsche mjög ung og hann hélt að hún væri skotin í sér. Það var á misskilningi byggt hjá honum, hann var mjög 1 heild er því um að ræða ff ábæra leiksýningu og góða skemmtun sem Frjálsi leikhópurinn býður upp á í Tjarnarbíói. Og þrátt fýrir mikið framboð á fólk ekki að láta framhjá sér fara bestu sýninguna í bænum. ■ Engispretturnar suða í Tjarn- arbíói. Skiljið veturinn og mokkajakkann eftir í anddyrinu. Heit sýning. Hallgrímur Helgason Rcekt Asgerður Búadöttir, Listasafn íslands, Okt. -? ‘94. Stofnun eins og Listasafni fslands er ekki ætlað að hafa neina stefnu varðandi sýningar fram yfir það að sýna þá eða þann sem „sem komið er að“ samkvæmt almannarómi og dómi hæfustu manna eða stemmn- ingunni í listaheiminum hverju sinni. Eitt af gullnum boðorðum safnsins er að „vernda hefðina“ sem kemur svo aftur þannig út í sýning- arstefnu safnsins að sýna/vernda einungis það sem ekki þarf lengur neinnar verndar við; — enda orðið frægur orðinn þá, og henni þótti gaman að umgangast fræga menn. Þegar Nietzsche ætlaði að fara að holdgera þetta samband kom á daginn að fýrir henni var þetta allt mjög andlegt. Sagan segir að hann hafi sent vin sinn, sálfræðinginn Paul Rée, til að bera fram bónorð en Rée hafi sjálfur verið svo gagn- tekinn af konunni að hann úthúð- aði Nietzsche og bað hennar sjálfur. Nietzsche var ekkert mikill láns- maður í sínu lífi auk þess sem hann var alltaf mjög lasinn og það er nú einu sinni þannig að þegar maður er krankur þá hugsar maður ekki mikið um lífsins lystisemdir. Ekki er vitað með vissu hvað að honum gekk en menn hafa leitt að því lík- um að hann hafi verið með sífilis.“ Það gœtir kvenfyrirlitningar í verkum Nietzsche. „Já, það er mjög þekkt hjá Nietz- sche. Þessar klausur um konur þar sem hann segir að þær sem reyni að vera gáfulegar verði að margföld- um ösnum og því um líkt. Kona sem vinni gegn eigin eðli er kona sem stundar vísindi. Meðan hann er að skrifa þetta er hann i vinfengi við margar snjallar konur. Mín per- sónulega skoðun, þó að ég hafi ekki fundið marga sem hallast að henni, er sú að þetta hafi verið prakkara- skapur fremur en annað — að hann hafi hreinlega verið að atast í þessum vinkonum sínum.“ En er ekki varasamt að rugla sam- hluti af hefðinni þegar almanna- rómur og stemmningin í listaheim- inum segir einum rómi „nú hlýtur að vera komið að því“. Að stjórna Listasafhi Islands samkvæmt þessari starfsreglu gengur því fyrst og ffemst út á það að sýna virðulega þolinmæði og sjá hvort hlutirnir renni nú ekki sitt skeið eftir teinum hefðarinnar þar sem stjórn safnsins bíður á brautarstöðinni með „gjörið svo vel að ganga í bæinn“ á vörum. En tímaleysið og biðlundin getur líka leitt til þess að fólkið í stofnun- inni sofni á verðinum; þannig virð- ist hafa gleymst að Ijúka þeirri ágætu sýningu „I deiglunni“, sem byrjaði í vor á Listahátíð og stendur enn að hluta til á neðri hæð safns- ins. Af þessu virðist þá vera dreginn sá lærdómur að öruggast sé, eins og nú, að geta geta ekkert um það, hvorki á boðskorti né sýningarskrá, hvenær sýningu Ásgerðar Búa- dóttur ljúki. En svo er þar til að taka að vel fer um teppi Ásgerðar í aust- urstofunni á effi hæð Listasafns Is- lands. Hvert og eitt verk fær að njóta sín en mynda þau þó öll sam- stæða og smekklega heild. Helsta einkenni 20. aldarinnar má lýsa með einu orði: abstraksjón. Nietzsche heggur í allar áttir, þolir ekki fræðimenn sem þora engu og leggja ekki í neitt. í þessu Ijóðbroti, sem er í Handan góðs og ills, má finna andúð hans á Wagner, gagnrýni á allt sem þýskt er og árás á trúarlega hræsni. - Á þetta að heita þýskt? Er þýska hjartað þrúgað af slíku gargi, hiðþýska hold svo tætt af eigin vargi? Þýskar hinar klökku guðsmannsgeiflur, guðrækni hjúpaðar lostans sveiflur? Er þýskt að hika og hökta og falla, hlusta í angist á klukkur gjalla? ÞessiAve-söngur, nunna sem gírug gónir, glýjukennt tuðið um það sem á himnum trónir — á þetta að heita þýskt?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.