Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
I
íslensku konurnar töpuðu seinni leik sínum gegn Englandi
Fjölskyldu-
kvöld
Sigurganga Dortmund
heldur áfram
Borussia Dortmund hefur eins
stigs forystu á Werder Bremen eft-
ir ellefu umferðir í þýsku Bundesli-
gunni. Liðið vann góðan útisigur á
Dynamo Dresden með marki
Andreas Möller. Werder Bremen
vann Eintracht Frankfurt og skor-
aði Beschastnykh bæði mörk
Bremen. Leikmenn VFB Stuttgart
voru klaufar að vinna ekki Bayern
Munchen. Þegar 25 mínútur voru
eftir af leiknum var Stuttgart tveim
mörkum yfir og stefndi allt í ör-
uggan sigur þeirra. En Bayern
tókst að minnka muninn um
miðjan seinni hálfleik og það var
síðan landsliðsmaðurinn Lothar
Mattheus sem jafnaði Ieikinn tíu
mínútum fyrir leikslok.
Úrslit í Bundesligunni
Karlsruhe - Bayer Uerdingen 2:1
Bochum - Kaiserslautern 0:2
Dynamo Dresden - B.Dortmund 0:1
Bayern Munchen - VFB Stuttgart 2:2
B.Mönchengladbach -1860 Munchen 2:0
Freiburg - Köln 4:2
Werder Bremen - Eintr.Frankfurt 2:0
Bayer Leverkusen - Schalke 2:2
Duisburg - Hamburg 0:5
Staðan
B.Dortmund 11 27:10 18
Werder Bremen 11 21:12 17
Hamborg 11 21:12 14
B.Leverkusen 11 23:15 14
B.Mönchengladb. 11 21:13 14
Freiburg 11 23:17 14
Kaiserslautern 11 19:13 14
Bayern Munchen 11 22:17 13
VFB Stuttgart 11 23:19 13
Karlsruhe 11 21:19 13
Bochum 11 11:28 5
Duisburg 11 7:27 2
Falla úrlelk með sæmd
íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu féll úr leik í átta liða
úrslitum EM í gærdag. Liðið lék þá
seinni leik sinn gegn enska lands-
liðinu í Brighton og beið lægri hlut
þrátt fyrir að hafa verið betri aðil-
inn í leiknum. Mikill munur var á
frammistöðu þeirra í seinni leikn-
um samanborið við þann fyrri, sem
einnig tapaðist. Islensku stúlkurnar
pressuðu þær ensku framar á vell-
inum og spiluðu grimma rang-
stöðutaktík sem gafst mjög vel. Það
kom því þeim íslensku í opna
skjöldu þegar England komst yfir
snemma í leiknum með rnarki
beint úr aukaspyrnu. íslensku
stúlkurnar lögðu ekki árar í bát og
áður en flautað var til leikhlés var
Ásta B. Gunnlaugsdóttir búin að
jafna metin. Stelpurnar komu síðan
ákveðnar til seinni hálfleiks og
fengu dauðafæri er Ásta B. skaut í
stöng. Þar voru þær svo sannarlega
óheppnar að skora ekki og það er
ekki laust við að leikurinn hefði
þróast á annan veg. Það var síðan
gegn gangi leiksins að Englendingar
skoruðu sigurmark og tryggðu sér
þar með áframhaldandi þátttöku í
Evrópukeppninni.
Allt annað var að sjá til íslenska
liðsins í þessum leik en í fyrri leik-
inuni hér heima. Leikmenn börð-
ust betur og höfðu meiri trú á sjálf-
um sér, og spiluðu virkilega vel en
voru óheppnar upp við markið og
hefðu með smáheppni getað unnið
leikinn og komist áfram. En burt-
séð frá því þá er árangur liðsins og
Loga Olafssonar þjálfara frábær
og við geturn státað af því að eiga
eitt besta kvennaknattspyrnulið
heims. RM
Mark 1' síðasta leiknum.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir gerði
mark íslands gegn Englend-
ingum í gær. Þetta var líklega
síðasta markið sem hún gerir
fyrir landsliðið þar sem hún
hefur nú lagt skóna á hilluna.
Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari
Töpuðum þessu
heima
á Pizza Hut
mánudags- og þriðjudagskvöld
kl. 18:30-21:00
„Við tókum þær framar á vell-
inum, pressuðum þær og spiluð-
um grinrma rangstöðutaktík. Það
gekk vel, við vorum betri aðilinn
í leiknum að mínu mati, og vor-
um óheppin að tapa þessu. Liðið
vann sem ein sterk liðsheild og
hefði með smá heppni getað unn-
ið leikinn. Ég held því fram að
við höfunr tapað þessu heima. Þá
voru stúlkurnar hræddar og voru
ekki að spila af eðlilegri getu.
Taugaspennan tók of nrikinn toll.
Nú var sjálfstraustið í lagi og þær
komu afslappaðar til leiks, stað-
ráðnar í að gera sitt besta. Það
sem vegur líka þungt í þessu er sú
staðreynd að við höfum ekki gert
þetta áður. Reynslan af því að
fara í gegnum svona keppni er
stór og rnikill póstur í þessu. Því
miður tókst þetta ekki núna en
þess er ekki langt að bíða að við
förum alla leið. Það er aðeins
tímaspursmál hvenær við sláurn í
gegn. Ef við hefðum náð hag-
stæðari úrslitum heima hefðum
við komist áfram. Islensku stúlk-
urnar eiga heiður skilinn fyrir
frábæran leik.“ ■
Logi Ólafsson
Tennis
Andreas Möller skoraði sigur-
mark Borussia Dortmund, sem
hefur eins stigs forskot á Werder
Bremen í þýsku Bundesligunni.
Sniðnar að þínum þörfum
GULU
S I Ð U R N A R
Becker vann í
Stokkhólmi
þjóðverjinn
Boris Becker
sigraði Goran Iv-
anisevic á Stokk-
hólmsmótinu í
tennis sem lauk í
gær. Úrslitaleikur-
inn var skemmti-
legur á að horfa og
eftir slaka byrjun
Beckers náði hann
undirtökunum.
„Ég hef verið
lengi í tennis en
man ekki eftir
betri frammistöðu
á ferlinum,“ sagði
Becker ánægður
eftir úrslitaleikinn.
„Það hefur aldrei _ . _
gerst áður að ég Bor,s Becker
sigri þrjá bestu Vann 1 9ær °9 er allur að koma
tennisleikara
heims á aðeins þremur dögum.“
Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, sem er lang-
efstur á heimsafrekalistanum, sagði eftir mótið að staða
sín á toppnum væri í verulegri hættu. „Becker virðist
vera kominn á skrið og þá er erfitt að eiga við hann.“
... tóMli
fno.%-2 6Z24
...«*>*?» 37
-----14Í3J
. UW25255
KíWIL
Hlaðborð með tveimur
tegundum af pizzum,
heitum pastarétti,
brauðstöngum
og salatbar.
Verð kr. 790
Þýskaland
...í símaskránni
PÓSTUR
OG SlMI