Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 24
»*onr a
MORGUNFÓSTURINN MENNING
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
Lista
„Heimsfrœgðin hefst í Kópavogi
„Það er ágætt að byrja ferilinn í okk-
ar heimabæ, það má segja að heims-
frægðin heíjist í Kópavogi,“ sögðu
þær Harpa Harðardóttir og Ágústa
Sigrún ÁgCstsdóttir söngkonur
sem á morgun, þriðjudag, kl. 20.30
ætla að halda söngtónleika í Lista-
safni Kópavogs, Gerðarsafni. Þetta
eru þeirra fyrstu opinberu tónleikar
en þær luku söngkennaraprófi úr
Söngskólanum í Reykjavíksíðastlið-
ið vor. Meðleikari þeirra á tónleik-
unum er Koi.brún Sæmundsdóttir.
Efnisskráin samanstendur að mestu
leyti af dúettum en þær hafa báðar
sungið mikið í kórum til þessa.
Harpa í Kór Langholtskirkju og Kór
íslensku óperunnar ásamt þvi að
koma fram sem einsöngvari við ýmis
tækifæri. Ágústa Sigrún hefur sungið
með Mótettukór Hallgrímskirkju og
Kór íslensku óperunnar ásamt því að
taka þátt í tveimur uppfærslum
Óperusmiðjunnar.
Deildar meining-
ar um ályktun
trúnaðarmanna-
ráðs leikara
skilgreina eins og það dregur leð-
urdressið niður úr skáp. Það er auð-
heyrt að Maus hafa heyrt í Jesus liz-
ard og öðrum amerískum rokk-
pönkurum. En Mausarar hafa líka
náð að skapa sér eigin stíl sem er
ekki síður áhugaverður á plötunni
en á tónleikum sveitarinnar. Þegar
Maus vann „Músík T“ var það í
þriðja skiptið í röð sem sigurinn féll
í skaut hljómsveitar sem taldist
dæmd til þess ánamaðkalífernis sem
kallast „íslenskt neðanjarðartónlist-
arlíf‘. Þessi plata sannar að Maus á
fullt erindi upp á yfirborðið og það
þó ekki væri nema fyrir umslagið
sem hlýtur að fá evrópsku umslaga-
verðlaunin í ár. Piltar, svona umslög
selja bílfarma.
■ Maus sýna það og sanna að
íslendingar geta rokkað í þrusu
og það án þess að herma eftir
Pearl Jam. Ein af bestu plötum
ársins.
Óttarr Proppé
Þriðji heimurinn
____________ogþú_______________
BUBBI: 3 HEIMAR
Þegar það fréttist í blöðunum að
nreistari Bubbi Morthens sé á leið-
inni í hljóðver með enn einum snill-
ingahópnum, hugsar maður ósjálfr-
átt með sjálfum sér; „hvurn djöful-
inn er kóngurinn að bralla núna.“
Það er nefnilega þannig með Bubba
að hann hefur náð því að gefa út
ólíka plötu á árs fresti, ef ekki oftar,
án þess að hætta nokkurn tímann
að vera gamli, góði Bubbi og það
sem meira er; án þess að tapa vin-
sældurn. 3 heimar er unnin í sam-
vinnu við sænska töfratröllið
Christian Falk sem vann Frelsi til
sölu með Bubba en hann kom hing-
að beint frá því að stjórna upptök-
um á næstu plötu Neneh cherry.
Það er skemst frá því að segja að hér
teygir Bubbi sig enn lengra frá
gamla trúbadornum en fyrr. Það
eru að vísu klassískir Bubbaslagarar
á plötunni sem standa alltaf vel fyrir
sínu og ættu einir sér að geta aflað
henni vinsælda á Bubba-vísu. Það
„...hér er komin plata
sem vinnur á. Bubbi
vermir hásœtið langt
fram á nœstu öld. “
sem gerir 3 heima hins vegar að
öðruvísi plötu er notkun þeirra
fóstbræðra á dansryþma og hipp-
hoppi. Falk er auðheyrilega á mikilli
uppleið og hefur náð góðu valdi á
danstækninni. Grunnarnir eru eins
og á erlendustu stórplötu, hnökra-
lausir og spennandi. Það sem meira
er er að Bubbi Morthens, íslenskari
en langspilið, fellur eins og flís við
rass við þessa útlenskustustu músík.
Hérna heyrum við kónginn í allra-
handa stuði. Hann er ljúfur eins og
hann einn getur orðið en líka hrár
eins og hann var í gamla daga. Is-
lensku textarnir hans Bubba ná
ótrúlega góðu sambandi við tölv-
urnar frá Austurlöndum. Það sting-
ur að vísu ögn í eyrun að heyra kon-
unginn rappa á ameríska vísu um
ágæti íslenskrar tungu og það að
syngja eigi á íslensku. Kennarinn í
Bubba á villigötum. Slíkt breytir þó
ekki því að hér er komin plata sem
vinnur á. Bubbi vermir hásætið
langt fram á næstu öld.
■ Bubbi Morthens sýnir enn
einu sinni fram 3 að áhætturnar
eru til þess að taka þær. MC
Bubbi tekur DJ Bobo i nefið hve-
nær dags sem er.
Óttarr Proppé
Vœngjaðir en varla
fleygtr
Dos Pjlas: My own wings
Rokksveitin Dos Pilas hefur farið
stórum síðustu árin og spilað víða.
Nafnið hefur að vísu alltaf ruglað
undirritaðan nokkuð í ríminu ,þar
sem ekki er ljóst hvort sveitin er af
mexíkósku bergi brotin eða ung-
versku, en þegar sveitin gaf út plötu
hjá Spor hf. í sumar fór að kvikna á
perunni. Sveitin söng að vísu á mik-
illi ensku en það er svo sem ekki
nýjung hjá íslenskum rokkurum
(Undirritaður er reyndar á þeirri
skoðun að erlend tungumál séu
fyllilega samboðin íslensku rokki,
því meira framandi því betra). Al-
tént. Smádiskur Dos pilas ruglaði
menn þó enn í ríminu því tónlistin
var þvílík samsuða rokkfrasa úr
vestri að uppruninn varð engu ljós-
ari. Dos pilas hafa lært mikið síðan
þá. Tónlistin er að vísu jafn erlendis
og fyrr, en þó maður heyri fyrir-
myndirnar fyrir sér á köflum hafa
þeir drengir náð að skapa sér eigin
stíl. Rokktónlist er vandmeðfarið
tæki, allavega fyrir gagnrýnandann,
því hún á sér slíkan klisjuskóg að
vandratað er. Dos pilas eru miklir
klisjukóngar. Þeir eru bara orðnir
skemmtilegri og betur samæfðir en
á síðustu plötu. Meðan Pearl jam
spila ekki á Islandi hálfsmánaðar-
lega er Dos pilas hörkuband, á því
leikur lítill vafi. Spurningin er bara
sú hvaða erindi slíkt band á með
plötur meðan okkur býðst ðe ríl
þing?
■ Dos pilas er amerisk rokksveit
sem fæddist fyrir tilviljun á ís-
landi. Tilgangur hennar hér er
hættulega óljós. í réttu umhverfi
gæti pílan þó allt eins blómstrað
og jafnvel hitt i mark.
Óttarr Proppé
Jólin hennar Fríðu?
FrIða A. Sigurðardóttir:
I LUKTUM heimi
Forlagið 1994
281 bls.
Það er trú mín að þessi bókajól
verði hin tíðindamestu í mörg ár.
Flestir virtustu höfundar okkar
senda fýá sér bók og því er hvíslað
að margar þeirra séu hágæðabók-
menntir. Það á örugglega við um
nýjustu skáldsögu Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur. I luktum heimi stenst
fyllilega samanburð við hina marg-
verðlaunuðu Meðan nóttin líður og
tekur henni jafnvel fram.
I luktum heimi segir frá hinum
miðaldra hagfræðingi Tómasi sem
ætíð hefur talið sig hafa stjórn á lífi
sínu. Hann er skynsemishyggju-
maður sem skráir í dagbók sína at-
burði dagsins og telur sig með því
vera að fanga veruleikann. I veru-
leikanum hefur Tómas verið í sam-
búð við Maríu í sautján ár en hún
hefur nýlega yfirgefið hann vegna
kaldlyndis hans og framhjáhalds.
Þau eru barnlaus en Tómas á dóttur
frá öðru sambandi en hana hefur
hann ætíð neitað að hitta. Einn dag
vaknar Tómas með óljósar hugsanir
um fánýti lífsins og hann spyr sig :
„Er þetta allt og sumt?“ Það verður
hlutverk hinnar rúmlega tvítugu
Rutar að færa honum lífslöngun og
ást. En allir deyða yndi sitt og ráð-
ríki Tómasar hrekur Rut frá hon-
um. En þá er hann orðinn breyttur
maður.
Það er ákaflega margt aðdáunar-
vert í þessari bók. Persónusköpun
Tómasar er ekkert minna en afrek af
hálfu höfundar. Hann ber biblíun-
afn líkt og nokkrar aðrar persónur
bókarinnar. Hann er vantrúarmað-
urinn, trúir einungis því sem hann
sér, fórnar engu fyrir aðra og hefur
andúð á tilfinningasemi. Hann er
persóna sem ætti ekki að vera líkleg
til að kalla á samúð lesenda. En bak
við þessa persónusköpun býr mikið
sálfræðilegt innsæi og jafnframt
djúpur mannskilningur. Það skiptir
engu hvort Fríða er að lýsa kaldri
rökhugsun Tómasar, sálarangist eða
hamingju, allt verður jafn trúverð-
ugt. Þetta eru áhrifamiklar lýsingar
og svo máttugar að þær ganga beint
til hjartans og úr mínu hjarta eru
þær ekki enn alveg horfnar. Lesand-
inn samþykkir ekki allt sem Tómas
gerir'entiann skilur þennan gallaða,
leitandi og ólánsama mann og fer að
þykja vænt um hann.
Aukapersónur bókarinnar eru
ákaflega vel gerðar og minnisstæðar.
Við sjáum þær með augurn Tómas-
ar en fáum einnig nægar vísbend-
ingar til að geta séð þær með okkar
eigin augum og fáum þá nokkuð
aðra og samúðarfyllri mynd en þá
sem Tómas sér. Þetta á reyndar ekki
við um ástkonuna ungu, sem verð-
ur í ætt við gyðju en hún er eins
konar draumsýn Tómasar, hið full-
komnasta sem lífið hefur fært hon-
um og hugarheimur hans rúmar
ekki veikleika hennar nema að tak-
mörkuðu leyti.
Fríða er höfundur sem býr yfir
feikilega góðri frásagnartækni. Hún
skiptir á milli ólíkra tíma og hverfur
margoff frá ytri frásögn til hugar-
heims aðalpersónunnar á sérlega
listfenginn hátt. Oft er það ein setn-
ing sem færir okkur milli tíma-
skeiða. Þá er líkt og lesandinn horfi
á kvikmyndatjald þar sem eitt
myndskcið tekur við af öðru.
Um stílinn er þetta að segja: Ég er
mjög gagnrýnin á þann stílhátt að
sleppa í tíma og ótíma frumlagi úr
setningum. Söntuleiðis þykir mér
óprýði að þeirri lensku margra
skáldkvenna að skrifa stuttar, sund-
urhoggnar setningar. Hins vegar
finnst mér Fríða hafa komist betur
frá þessum stíl en margar aðrar
skáldkonur sem hann tíðka. Áður-
nefnd einkenni mátti finna í mikl-
urn mæli í Meðan nótttin líður, og
mér þóttu þau galli á annars sérlega
góðu verki. Þessi stíleinkenni má
einnig finna í nýju skáldsögunni en
mér finnst þau ekki jafn ríkjandi og
áður. Stíll Fríðu er mun aðgengi-
legri og að mínu mati betri í þessari
bók en verðlaunabókinni margum-
töluðu.
Að lokum þetta: 1 luktum heimi
er bók sem er skrifuð af miklum
hæfileikum og ekki minni vitsmun-
um. Hún vekur upp ýmsar hugleið-
ingar um tilgang lífsins, gildi þess og
verðmæti. Þetta er ekki bók sem
hverfur úr huganum stuttu effir
lesturinn. Þetta er bók sem skiptir
máli í íslenskum bókmenntum. Bók
sem á skilið sömu athygli og Meðan
nóttin líður - og ekki minni viður-
kenningu. Það er erfitt að ímynda
sér að nokkur íslenskur rithöfundur
fari fram úr Fríðu þessi jól.
■ Nýjasta bók Fríðu A. Sigurðar-
dóttur er að minu mati betra
verk en Meðan nóttin liður.
Mögnuð saga sem býður upp á
margvislegar túlkanir og á skilið
að fara viða. Það er erfitt að
imynda sér að nokkur íslenskur
rithöfundur fari fram úr Fríðu
þessi jól.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Rop! aftónbandi
Tölvu- og raftónlist
SÓLON ÍSLANDUS
„Hana! Þar er komið að því.
Tölvan hefur náð völdum í tónlist-
inni eins og öðru. Nei, má ég þá
frekar biðja um Schubert." Þetta
heyrði ég gamlan karlfausk tauta
fyrir munni sér á Sólon íslandus
síðastliðið föstudagskvöld. Tileffiiö
var opnunartónleikar tölvu- og raft-
ónlistarhátíðar sem stóð yfir nú um
helgina, og bárust þá hin kynlegustu
hljóð fyrir eyru áheyrenda. Mörg-
um, sem vilja heldur hlusta á ljóða-
söng effir gamla Schubert, hefur
trúlega fundist þessi hljóð hreinustu
óhljóð. Það var að minnsta kosti
skoðun tónlistargagnrýnenda hér
Stjórn og trúnaðarmannaráð Fé-
lags íslenskra leikara sendi fyrir
nokkru frá sér ályktun þar sem
fjöldauppsagnir leikara við Leikfé-
lag Reykjavíkur eru harmaðar og
segjast munu láta kanna lögmæti
þeirra. Hópuppsagnir hræði alla,
grafi undan starfsöryggi og lykti af
blóði fyrir þyrsta fjölmiðla. Trún-
aðarmannaráð telur vinnureglur
leikhússtjóra við uppsagnirnar lítt
skiljanlegar.
í samtölum sem MORGUN-
PÓSTURINN hefur átt við leikara
kemur fram að það sé ekki sjálfgef-
ið að þessi ályktun sé í samræmi við
hagsmuni þeirra almennt einkum í
Ijósi þess að leikarar eru um það bil
200 í landinu og af þeim séu um 60
með fastar stöður við leikhúsin. Þó
taka þeir það fram að þeir vilji á
engan hátt fagna þessu enda eru
uppsagnir ávallt viðkvæmt mál.
Hins vegar má benda á það að fólk
á almennum vinnumarkaði verður
að lúta því að sé um endurskipu-
lagningu að ræða hjá fyrirtækjum
þá er oftar en ekki gripið til hóp-
uppsagna.
Stefán Jónsson er fulltrúi laus-
ráðinna leikara í trúnaðarráði og
þurfti að svara fyrir þessa ályktun á
fundi hjá þeim. Ekki náðist í Stefán
en Jón Hjartarsson er í trúnaðar-
mannaráði fyrir hönd 2. deildar
sem eru leikarar við Borgarleikhús-
ið. MORGUNPÓSTURINN spurði
hann hvort ekki væri eðlilegt að
það sé hreyfing á stöðum við leik-
húsin?
„Jú, það er mjög eðlilegt að
það sé stöðug hreyfing á leikurum
við leikhúsin og það er enginn að
mótmæla því. Það er verið að mót-
mæla þessum aðferðum sem hafa
verið viðhafðar í þessi tvö skipti
sem hópuppsagnir hafa verið því
þær virka eins og einhvers konar
fyrir tveimur til þremur áratugum.
Þeir fussuðu mikið, og bölvuðu
raftónlist í sand og ösku. En síðan
þá hefur mikið vatn runnið til sjáv-
ar; nú er raf- og tölvumúsíkin
kennd í tónlistarskólum og upplýst-
um áheyrendunt finnst hún sjálf-
sagður hlutur. í dag eru það bara
stafkarlar og leiðindaskjóður sem
óttast tölvuna og vilja halda fast í
gamlar hefðir.
Verkin á tónleikunum á föstu-
dagskvöldinu voru eftir þá Atla
Heimi Sveinsson, Lárus Halldór
Grímsson, Gunnar Reyni Sveins-
son og Magnús Blöndal Jó-
hannsson. Sá síðastnefndi var
heiðursgestur hátíðarinnar, enda
mikill frumkvöðull á þessu sviði.
Tónleikarnir byrjuðu því á glænýju,
titillausu verki eftir hann, og er það
fyrir píanó, flautu, slagverk og tón-
band, en á því eru ýmis tölvuhljóð.
Greinilegt er að Magnús skortir ekki
andagift og fannst mér þetta verk
hans búa yfir einhvers konar ójarð-
neskri fegurð. I upphafi mátti heyra
dularfullt hvísl frá strengjum pí-
anósins, og var hljómurinn sem
hörpusláttur úr öðrum heimi. Svo
stigmagnaðist tónlistin eftir því sem
hljóð frá hinum hljóðfærunum og
hreinsanir án þess að það sé endi-
lega meiningin. Leikhússtjóri gaf
jafnframt út þá yfirlýsingu að hann
hvetti alla til að sækja um aftur og
ég geri ráð fyrir því að flestir þeirra
verði ráðnir aftur. Þar af leiðandi
sýnist mér þetta vera sýndaraðgerð
og ég skil ekki tilganginn. Ef hann
vill segja upp fólki á hann að segja
því fólki upp sem hann vill segja
upp. Við mótmælum því að það sé
gripið til þessa á fjögurra ára fresti
sem einhvers konar aðgerða.“
Getur leikhús sinnt því hlutverki
stnu að fú þá bestu í hlutverkin
hverju sinni ef það er alltaf sami
hópurinn setn situr að þeim?
„Það er náttúrlega að ráðast af
verkefnum hvaða fólk er ráðið til
starfa og það er ævinlega meiri
hreyfing í yngri kantinum því það
er nú svo að fólk endast ekki í
lausamennsku í þessu starfi nema í
10 til 15 ár. Það er reynslan. Það er
háskalegt ef hver nýr leikhússtjóri
ætlar að segja megninu af stabban-
um upp og ef það er það menn eru
að meina er allt of lítil festa í þessari
starfsgrein. Það er ekki hægt að
nýta fólk í átta ár eða svo og henda
því svo bara og fá nýtt. Það gengur
ekki í þessum bransa frekar en öðr-
um.“
Er það hlutverk lcikhússins sem
slíks að sjá til þess að leikarar njóti
starfsöryggis?
„Við erum ekkert að sjá til þess
að leikarar njóti starfsöryggis, það
eru allir samningar uppsegjanlegir.
Það er hins vegar verið að mótmæla
þessum hópuppsögnum því menn
meina ekkert með þessu. Það er
bara verið að segja upp til þess að
segja upp. Ég þori að veðja hverju
sem er að mikið af þessu fólki verð-
ur endurráðið. Hins vegar má ekki
gera lítið úr starfsöryggi leikara.
Það er oft verið að bera leikara
tónbandinu bættust við, og voru
áhrifin oft á tíðum mikilfengleg.
Áheyrendur gátu heyrt hve tón-
sköpun Magnúsar hefur þróast í
gegnum tíðina, því síðasta verkið á
tónleikunum var einnig eftir hann.
Þetta var „Sonorities 111“ frá árinu
1968, og er fyrir píanó og tónband.
Það er líka mjög magnað, en ekki
eins ljóðrænt og nýja verkið. Hall-
dór Haraldsson lék á píanóið í
þeim báðum, og hélt ekki aftur af
sér. Hann lét öllum illum látum;
spilaði, lamdi og klóraði, enda krefj-
ast tónsmíðarnar þessarar meðferð-
ar.
Lárus Halldór Grímsson átti
verulega skemmtilegt verk sem ber
titilinn „Bragðlaukar“ og er fyrir
tónband og slagverk. Það byrjaði á
því að af tónbandinu heyrði maður
suð í moskítóflugu sem einhver svo
gleypti. Þá var auðvitað kjamsað og
smjattað af bestu lyst, en því næst
hófst ærandi trumbusláttur. Geir
Rafnsson barði slagverkið, og tölva
á tónbandinu lét heldur ekki sitt eft-
ir liggja. Tónlistin endaði svo líkt og
hún byrjaði, og flissuðu áheyrendur
þegar stórt rop! kvað við í lokin.
Sumum sem ég talaði við á eftir
þótti ropið þó ósmekklegt...
„í luktum heimi stenst fyllilega samanburð
við hina margverðlaunuðu Meðan nóttin líður
og tekur henni jafnvel fram. “