Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 25 H ANNES HÓLMSTEINN GlSSORARSON liggur ekki á liði sínu frekar en fyrri daginn. Nú fyrir jólin koma út eftir hann tvær bækur. f annarri fjallar hann um áhrifamikla stjórnmála- hugsuði, spekinga á borð við Plató, Machiavelli, Marx, Smith og Locke, og er hún gefin út af Hinu ís- lenska bókmenntafélagi og Stofnun Jóns Þorlákssonar. í hinni bókinni rær Hannes á nokkuð önnur mið en ar hann um lífs- hlaup Pálma Jóns- sonar í Hag kaup. Þá bók gef- ur út Fram- tíðar- sýn, Bókaklúbbur atvinnulífsins, en þar er helstur forsprakki Þorkell Sigurlaugsson hjá Eimskip... F yrir margt löngu, 1975, vann ung- ur leikari mikinn leiksigur í verki sem fjallaði um ungan mann og hest. Leikritið var Equus eftir Bret- ann Peter Shaffer en leikarinn var Hjalti Rögnvaldsson sem fljótlega upp úr þessu varð einn virtasti leik- mæringur á íslandi. Nú er Equus að koma aftur á fjalirnar í Reykjavík þvi leikhópurinn Allt milli himins og jarðar ætlar að frumsýna verkið 4. nóvember. Leikhópurinn saman- stendur af Verslunarskólanemum en leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir, ung kona sem útskrifaðist úr Leik- listarskólanum fyrir fáeinum ár- um... saman við rithöfunda og málara og þvíumlíka. Þeir eru einyrkjar og eru sjálfum sér háðir hvað þeir gera. Það er ekki svo með leikara, sviðs- listamenn eru háðir hópstarfi. Það eru fáir leikarar sem skapa sér sjálf- ir starfsvettvang nema kannski sem einhverjir skemmtikraftar.“ Nú eru um 200 leikarar í landinu, er einhver sérstök ástœða fyrir því að 60 afþeim njóti þess að vera íföstum stöðum en ekki hinir? „Hvernig ætlarðu að reka leikhús án þess að vera með fólk á föstum samningi? Margt af þessu fólki sem er í leikarafélaginu hefur ekki kom- ið á svið í 20 ár og margir nýlega út- skrifaðir og eru í harkinu." Er líklegt að trúnaðarmannaráðið tali fyrir hönd allra þessara leikara þegar það fordœmir uppsagnir Sig- urðar Hróarssonar? „I trúnaðarmannaráði sitja full- trúar allra deilda. Það segir eitt- hvað, en ég get ekki svarað fýrir þessa 200. Það eru sjálfsagt ein- hverjir sammála leikhússtjóranum í þessari aðgerð. Og það eru allir sammála um að það sé sjálfsagt að hafa hreyfingu á samningum en það er einfaldlega þessi sýndar- mennska sem við gagnrýnum. Það kemur róti á mannskapinn og fólk fer að hugsa sitt. Á ekkert starfsör- yggi að vera meðal leikara og eiga aliir bara að vera lausráðnir? Eg held að það mundu fáir endast í því til lengdar. Nema fólk gæti einhvers staðar sótt í eitthvert flotholt til að halda sér uppi í lífinu. Þetta er bara spurning urn að fólk hafi eitthvert iágmarksöryggi. Það er ekkert öðruvísi í þessu en öðrurn starfs- greinum. Þið væruð sjálfsagt ekkert kátir með það blaðamenn ef það væri skipt út á hverju ári á þessum blöðum. Eiga menn ekki bara að vera í lausamennsku í því? Þessarar spurningar má spyrja í öllum starfsgreinum." En býr fólk við eitthvert öryggi á almennum vinnumarkaði? „Nei, nei, en þegar þú ert fastráð- inn þá vilt þú hafa þitt á þurru eitt- hvað fram í tímann meðan þú stendur þig sæmilega í starfi." JBG Kerling í hjólbarða Verkin „Búr“eftir Atla Heimi Sveinsson og „Hvarvetna leita ég þín“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson voru einnig frumleg; sérstaklega var það fyrrnefnda kraftmikið, svo mjög að margir áheyrenda héldu fyrir eyrun. Þetta voru því hinir bestu tón- leikar, og var maður allur uppveðr- aður á eftir. Kjartan Ólafsson tónskáld fær fjöður í hattinn fyrir að hafa skipu- lagt hátíðina, og sérstakan plús fyrir að hafa haft hana í óhefðbundnum tónleikasal. Þarna var nefnilega hægt að borða popp og hrískúlur án þess að aðrir gæfu manni illt auga. ■ „Um helgina var brotið blað i íslenskri tónlistarsögu. Þá var haldin fyrsta sjálfstæða tölvu- og raftónlistarhátíðin hérlendis. Opnunartónleikarnir voru væg- ast sagt óvanalegir. “ Jónas Sen FYNDNAR FJÖLSKYLDU- MYNDIR STÖÐ 2 ® Þó Könum frá Arkansas, sem vita ekki einu sinni hvað þetta feita sem þeir sitja á heitir, finnist fynd- ið að sjá feita kerlingu reyna að losa sig úr hjólbarða, er ekki þar með sagt að svona fávitafyndni gangi hér á bókalandinu. Jú annars. Kerlingar með miða BINGO LOTTO STÖÐ 2 ★★★★ Ekki skil ég hvernig fóik getur fengið sig til að vera með illkvittnar athugasemdir um hann Ingva Hrafn, þennan spengilega og svip- hreina sjónvarpsmann. Að kalla Bingó lottóið hans Bumbu lottó er auðvitað gróf árás og ef ég væri Ingvi væri ég fyrir löngu farinn í mál. Ég gafst að vísu upp þegar ég reyndi að glápa, en var þá miða- laus, sem var álíka gáfulegt og að fara á skíðum í hnit. Næstu helgi var ég sestur með miða og eftir hinar ömurlegu fjölskyldumyndir birtist Hr. Bingó og hóf stuðið. Al- vöru bingó sækja einkurn alvöru kerlingar og í settinu með Ingva var margt kerlinga með miða. Að vera kerling er heilbrigt tóm- sturidagaman og ég skammast mín ekkert fyrir að vera kerling einstaka sinnum (sbr. að horfa á Húsið á sléttunni (★★★★★) með vasaklút). Ingvi var í bingóessinu sínu og var ekkert að tvínóna við þetta. Effir létt spjall við kerlingu fór hann í Ásinn. Ég var orðinn voigur með þrjár tölur láréttar en hringir þá ekki. einhver kerling í Grafarvogi og vinnur jeppa sís- vona. Já, það getur margt gerst í Bingó lottó. Á milli atriða og kerlinga lék súperkerlingin Bubbi Morthens af fingrum fram. Kerlingarnar vögguðu sér í stólunum og svo var það tvisturinn. Sama sagan; ég kominn með þrjá, en þá var heppin kerling komin á línuna og briin að vinna ferð til Amsterdam. Það er alltaf von í þristinum, hugsaði ég vongóður. Ingvi er spekingur mikill og vel að sér í landafræðinni, enda búinn að vinna á öllum útkjálkum lands- ins og á ættingja í hverju krumm- askuði. Létt spjall hans urn veður- far og aflatölur er þrautþjálfað sjó- biz sem aðeins er á valdi helstu galdramanna skiámiðilsins. Hrein unun er að sjá hann hengja miða á boxin, stíllinn óaðfmnanlegur og eflaust ófáir æfmgartímarnir sem farið hafa í að þjálfa hnébeygjur fyrir neðstu boxin. Nú lá við sturlun af spenningi þegar Bubbi hafði sungið annað kerlingalag og komið var að þrist- inum. Þetta byrjaði vel, tvær lárétt- Horfið á sió með Dr Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna Ríkissjónvarpið Stöð2 & Manudagur 31. október 17.00 Leiðarljós Guiding Light Bandarískur framhaldsþáttur 17.50 Táknmálsfréttir Þytur í laufi (5:65) Frægðardraumar (24:26) Fréttaskeyti Flauel Dagsljós Fréttir, íþróttir og veður Vinir (5:7) Furður veraldar (2:4) Panama-skurðurinn. 22.00 Hold og andi Breskur myndaflokkur um unga nunnu sem er í mikilli tilvistar- kreppu. Gætiða veríð betra? 23:00 Ellefufréttir, Evrópu- boltinn og dagskrárlok 18.00 18.25 18.55 19.00 19.15 20.00 20.40 21.10 17:05 Nágrannar 17:30 Vesalingarnir 17:50 Ævintýraheimur Nintendo 18:15 Táningamir í Hæðagarði 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn Nú kynnum við undratæki sem marga hefur lengi dreymt um: Augnanuddarann. 19:19 19:19 20:15 Eiríkur 20:40 Matreiðslumeistarinn 21:20 Vegir ástarinnar (1:10) Love Hurts III Þau Tessa og Frank eiga von á barni og það gengur á ýmsu. 22:15 Ellen (3:13) 22:40 John Joseph Gotti - óritskoðað 23:30 Njósnarinn Jumpin’Jack Flash Varúð: Who- opi Goldberg fer með aðalhlut- verkið. 01:10 Dagskrárlok Þriðjudagur 1. nóvember 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Svona lærum við um fólk að störfum (5:5) 18.30 SPK(e) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, iþróttir og veður 20.35 Staupasteinn (19:26) 21.00 Löngu árin Úr hinni hundleiðinlegu smiðju Ray Bradbury, leiðindapúka. 21:30 Borgarafundur um kosningalöggjöf og kjördæmaskipan Bein útsending frá stuttbux- naumræðufundi. 23:30 Seinni fréttir og dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 PéturÞan 17:50 Ævintýri Villa og Tedda 18:15 Ráðagóðir krakkar 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:15 Sjónarmið Stefáns Jóns 20:40 Visasport 21:20 Handlaginn heimilisfaðir 21:45 Þorpslöggan (1:10) 22:40 Lög og regla 23:25 Ay Carmela! Fín mynd eftir Carlos Saura. 01:05 Dagskrárlok I Miðvikudagur 2. nóvember 17:00 Leiðarljós 17:05 Nágrannar 17.50 Táknmálsfréttir 17:30 Litla hafmeyjan 18.00 Myndasafnið (e) 17:55 Skrifað í skýjin 18.30 Völundur 18:15 Visasport 18.55 Fréttaskeyti 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.00 Einn-X-tveir 19:19 19:19 19.15 Dagsljós 20:15 Eiríkur 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20:40 Melrose Place (14:32) 20.40 Nýjasta tækni og vísindi 21:35 Stjóri (4:22) 21.00 Beinn handbolti: ísland - Ítalía 22:25 Lífiðerlist Bjarni Hafþór rabbar við fólkið í 21.50 í sannleika sagt sveitinni. I Fáum við skandal í kvöld? 22:55 Tíska 23.00 Ellefufréttir 23:20 Logandi hræddir 23:15 Einn-X-tveir (e) The Living Daylights 007 frá 23:30 11 Dagskrárlok ‘87, með Timothy Dalton sem hafði engan sjarma. 01:25 Dagskrárlok „Ekki skil ég hvernigfólk geturfengið sig til að vera með illkvittnar athugasemdir um hann Ingva Hrafn, þennan spengilega og sviphreina sjónvarpsmann. “ ar bara strax, en svo drabbaðist miðinn niður og kerling frá Gren- jaðarstöðum var óðara komin í beina og hafði hrærivél og Bingó lottó bol upp úr krafsinu. Ekki ónýtt það. Nú var Ingvi búinn að fá nóg, enda á leið í partí. Hann kvaddi kerlingarnar og slúttaði þessu öfgafína bingósjói. Það er ekki amalegt að vita af því í skammdeginu að fyrir 300 kall geti maður orðið að kerlingu í rúman klukkutíma. Bingó lottó er enginn bumbublús. Leiðrétting: Þátturinn Dagsljós átti að fá ★ ★ ★ ★ , en ekki ★ ★ ★ , eins og misritað var í sjónvarps- dómi 10. október.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.