Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 enda. Meðal þeirra sem sitja hjá að þessu sinni eru STEINUNN Sigurðar- DÓTTIR, ElNAR MÁR GUÐMUNDSSON, an sögumanni og höfundi? „Jú, það er regla fremur en hitt að menn séu ekki að rugla saman fræðum og einkalífi. En Nietzsche er kannski eini heimspekingurinn þar sem erfitt er að skilja á milli. Hann er mjög persónulegur fræði- maður og hann skýtur signt og heilagt inn persónulegum athuga- semdurn. Þess vegna er ómögulegt að fjalla um hann öðruvísi en á per- sónulegum nótum. Hins vegar get- ur maður leiðst út á stórhættulegar brautir með því að rugla saman ævi og verkum höfunda á borð við Hume eða Rousseau, sem voru vafasamir karakterar þó þeir skrif- uðu snjöll verk. Svo ekki sé talað unr Kant sem átti ekkert einkalíf.“ Nictzsche er ekki mjög uppnum- inn af eigin þjóð? „Nei, honum finnst Englending- ar sérlega leiðinlegir en þó ekki eins leiðinlegir og Þjóðverjar. Honum finnst þeir þunglamalegir og sjálfur sagði hann að þegar allir verða búnir að gleyma hinni þýsku tungu þá nruna menn eftir Heine og mér.“ Varþetta einhver montrass? „Ja, hann vissi af sér og lifði sam- kvæmt því mottói að það hrósuðu honurn mjög fáir í lifanda lífi þann- ig að hann yrði að gera það sjálfur. Fyrstur háskólamanna til að hrósa honum var Georg Brandes. Síð- asta árið sem Nietzsche var með réttu ráði, veturinn 1888-9, flutti Brandes fyrirlestur urn hinn þýska fílósóf Nietzsche, sem frétti af því, varð uppnuminn og fékk mikið dá- læti á Kaupmannahöfn. Hann fór allt í einu að tala um hina fersku vinda sem blása frá Norðrinu.“ Þú segir að hann hafi klikkast? „Já, frá 1889 er hann aigjörlega út úr heiminum. Þá rétt áður var hann farinn að senda ýmsum sérkennileg póstkort og bréf þar sem hann skrifar undir „Díónísus“ eða „Hinn krossfesti“ í staðinn fyrir nafnið sitt. Auðvitað hefur þetta verið not- að gegn honum - - heittrúaðir halda því fram að hann hafi alltaf verið klikkaður." Nú hafa menn viljað spyrða hatm við nasismann? „Ég er ekki sammála þeim skiln- ingi. Systir hans, Elisabeth Först- er Nietzche, sem var þjóðernis- sinni og gift kolbrjáluðum gyðinga- hatara, tók við öllu verki Nietzsche eftir að hann bilaðist og gaf út þetta stóra verk: „Drottnunarviljann“. Það verður til þess að menn fara að líta á Nietzsche sem einhvern post- Og máttur óhlutbundinnar hugs- unar hefur líka reynst vera slíkur jafnt í vísindum sem listum að ekki er að furða að um yfirnáttúruleg öfl gæti sýnst að ræða. Til að ljá sköp- unarstarfi sínu vísindalegt yfir- bragð, hefur myndlistarmönnum stundum orðið tíðrætt um form- og litafræði, þótt ástundun þessara „- fræða“ sé í rauninni ekkert annað en það að gerast sem innlifaðastur í heim forma og lita að því rnarki að í reynd sé það næmni og tilfinning sem ræður ferðinni en ekki vísinda- leg rannsókn í víðteknum skilningi. Kjarninn í form- og litafræði er í reynd sá að þau fræði eru í rauninni ekki til fram yfir það að þeir sem stöðugt meðhöndla form og liti rækta smám saman með sér æ markvissari tilfinningu fyrir þessum þáttum. Fræði listarinnar er þess vegna tilfmning, innlifun, innsýn og glöggskyggni. Þeir sem áður kunna að hafa ver- ið haldnir fordómum gagnvart abstrakt myndlist er ráðlagt að fara á sýningu Ásgerðar Búadóttur og sökkva sér ofan í bestu verk hennar; því í þeim er einmitt að finna ein- stök dæmi um að saman fari þaul- ræktuð tilfinning fyrir f'ormi og lit- tr Guðmundur Andri Thorsson og Þórarinn Eldjárn. Hinir eru flestir með... Leikritið Sannur vestri eftir Sam She- pard er nú sýnt í Tjarnarbíói í leikstjórn Halldórs Laxness. Þrátt fyrir ágæta gagn- rýni hefur verldð fengið frekar lélega að- sókn, raunar svo litla að leikararnir hafa varla talið taka því að leika. Þannig var í síðustu viku felld niður sýning á leiícritinu vegna þess að einungis tuttugu og sex áhorfendur höfðu keypt sig inn, en leikar- arnir töldu sér ekki samboðið að leika fyr- ir færri en þrjátíu gesti... ula nasisma því þar koma til dæmis fram dularfullar athugasemdir um gyðinga. Svo líður og bíður og um miðja þessa öld fór náungi sem heitir Karl Schlechta að grúska í gögnum Nietzsche í Weimarskjala- safni og komst að því að kerlingin hafði falsað bókina allhressilega. Schlechta gaf út endurskoðaða út- gáfu á verkum Nietzsche og það olli straumhvörfum í Nietzsche- rann- sóknum og breytti afstöðu manna. Og á 8. og 9. áratugnum gáfu tveir Italir, Colli og Montinari, út gagn- rýna heildarútgáfu. Það er gríðar- legt verk og þeir fóru í gegnum öll frumgögn og komast að sömu nið- urstöðu: Að þarna eru mjög svæ- snar falsanir á ferðinni. Systirin stóð til dæmis fyrir því að Hitler kom í heimsókn í Weimar og lét mynda sig við hliðina á styttu af Ni- etzsche sem frægt er. En þess má um sett fram með hnökralausri tækni. Einn kostur yfirlitssýninga er sá að þá gefst færi á að endurmeta fýrri skoðanir og draga nýjar álykt- anir; þannig fannst mér ég upp- götva á þessari sýningu að bestu verk Ásgerðar eru meðal þess allra besta sem gert hefur verið innan ís- lenskrar abstrakt myndlistar og myndu þau sóma sér vel við hlið verka meistara þessarar hefðar á borð við Karl Kvaran og Harðar Ágústssonar. Einkum eru það stóru verkin sem eru sérlega eftirtektarverð, sennilega af því að í þeim virðist áferð og hrynj- andi vefsins njóta sín best. Minni verkin eru affur á móti mun stirðari, þar sem grunnformin, einkum þrí- hyrningar og ferningar off dregin ffam með hrosshárslubba lenda í hálfgerði spennitreyju. Verkið — Kyrrð“ gæti verið dæmigert fyrir verk í stærri kantinum. Svartur og brúnn bakgrunnur, hvítur og svartur hrynj- andi brotin upp með hóflegu flata- spili, í efri hlutanum svartur og loð- inn þríhymingur með augljósa fjalls- tilvísun, til vinstri örfínar, láréttar, bláar línur eins og sjóndeildarhring- ur. Verkið „Norðrið" þar sem hvítur þríhymingur er umlukinn blárri og geta að Nietzsche gefur reyndar færi á sér — hann er víða mót- sagnakenndur og auðvelt að taka texta eftir hann úr samhengi og spenna fyrir hina og þessa vagna.“ Nú hefur Nietzsche ekki einungis á sér það vafasama orð að vera kven- hatari, heldur einnig annálaðurguð- lastari? „Gott ist Tot“ og allt það? „Jú, en það er einkum í siðfræð- inni sem hann rekur hornin í kristnina. Nietzsche heldur því fram að kristin siðfræði bæli menn og sé í raun siðferði þrælanna. Hann setur á oddinn að maðurinn rísi upp og láti ástríðurnar ólmast. Þetta er einn undirtónninn í gagn- rýni hans á kristindóminn. í tengsl- um við þetta eru árásir hans á ríkj- andi siðferði sem hann rekur meira og minna til kristninnar. Nietzsche segir að menn eigi að vera þeir sjálf- ir og láta ekkert bæla sig: Kristið „Yfir sýningunni hvíl- ir klassísk ogfalleg ró, sem œtti að vera til þéssfallin aðfœra listamönnum jafnt sem listunnendum endurnýjaða trú á það frjómagn ogþann innileika sem vel rœktuð abstraktsjón getur búið yfir. “ siðferði steypi öllu í sama mótið en öll meðalmennska var eitur í hans beinum.“ Hvað er það í kenningum hans sem þú getur skrifað undir? „Hann er svo óhræddur og margt í gagnrýni hans á vestur- lenska menningu er rétt. Til dæmis þessi flatneskja sem hann talar um og að vitundarlíf fletjist út sem mér finnst vera að sanna sig. Hann gagnrýndi mjög harkalega þessa dægurmálaáráttu og hann færi yfir um ef hann heyrði útvarp í dag — hefði líklega bilast fyrr en ella ef hann hefði verið samtímamaður okkar. Annað sem hann þoldi ekki var tvískinnungur og hræsni. Og má nefna í tengslum við ákveðið mál, háttsetta embættismenn sem segja eitt opinberlega og annað í laumi og eru eins og tveir menn. Svona menn voru fyrir Nietzsche hvítri flata- og línuhrynjandi er ekki síðra né verkin „Af jörðu“ og „Vegur- inn langi“. Og lengi þyrfti að leita áð- ur en jafn fallegt blátt litaspil og í „Náttkembu“ fyndist. Það er athyglis- vert að mörg þessi verk eru svo að segja ný; kannki er það einmitt það sem verið er að benda á á einni af fremstu síðunum í virðulegri sýning- arskránni þar sem ljósmynd af Ás- gerði 74 ára er sögð tekin 1944, að hún hafi sífellt verið að yngjast síðustu 50 árin í listsköpun sinni. Yfir sýningunni hvílir klassísk og falleg ró, sem ætti að vera til þess fallin að færa listamönnum jafht sem list- unnendum endurnýjaða trúa á það ffjómagn og þann innileika sem vel ræktuð abstraktsjón getur búið yfir. - En þetta er ekki sýning sem líkleg er til að að hrista verulega upp í fólkinu, en hver var líka að búast við því á þess- um stað? ■ Heilsteyptasta og þokkafyllsta sýrting 3 klassiskri abstraktlist sem hér hefur sést í langan tima. Ræktun tilfinninga fyrir formi, litum og handverki eins og best verður gert af núlifandi mynd- listarmönnum hériendis. Hannes Lérusson algjörlega óalandi og óferjandi og ekki húsum hæfir. Þetta gagnrýnir hann mjög skemmtilega með nöt- urlegu háði. Þessum þáttum er ég sammála og þarna sér hann fram í tímann. Þá tek ég fullkomlega undir nauðsyn þess að gefa ástríðufullum tilfinningum lausan taum. Það höfðar talsvert til minnar kynslóðar en ég er svona síðborinn ‘68-mað- ur. A áttunda áratugnum var þetta frjálslyndi í hávegum haft og það frelsi heillar mig. Ég skrifa hiklaust undir árásir hans á hvers kyns bæl- ingu. Nietzsche kemur alltaf upp aftur og aftur. Hann er höfundur sem kemur fram á krepputímum, hann er að gera úttekt á tímabili þar sem var ákveðin hugmyndakreppa ríkjandi. Kristindómurinn er að missa tökin sem allsherjar trú manna á Vesturlöndum og veldi kirkjunnar farið að riðlast verulega. Þá tekur hann þessi siðaboð og verðmætamat til endurskoðunar. Og það er það sem gerist að eftir síðasta upphlaupið á Vesturlönd- um, sem er ‘68 hreyfingin, þar sem menn voru með einhvers konar hugsjónir og börðust fyrir þeim. Síðan hefur lítið gerst og menn eru í kreppu núna. Hann taldi úrkynj- un einkennandi fyrir samtíð sína og núna á seinni árum hafa menn ver- ið að finna fýrir því. Það er ákveðin ringulreið í hugmyndalífinu og þá verður Nietzsche alltaf voðalega aktúel." En tekurðu undir skot hans á kvenþjóðina? „Það er allt í lagi ef það er útlagt sem stríðni. En hafi hann verið að meina þetta í fúlustu alvöru þá get ég nú ekki fylgt honum eftir. Ég hef ekki minna álit á greind kvenna en karla. Nietzsche er reyndar mjög stríðinn og það er ákaflega skemmtil^gur þáttur hjá honum. Það er ekki mjög algengt meðal heimspekinga og það sem hann gerði fyrir heimspekinema, þegar maður hafði legið í kyrkingslegum texta eftir Kant og Hegel, í enda- lausri hugarleikfimi, þá var eins og að fara í kalda hressandi sturtu að lesa Nietzsche því hann hakkar þessa höfuðspekinga í sig — reynd- ar með mismerkilegum rökum. Ég kann mjög vel að meta kaldhæðn- ina hjá honum. En það verður að leggja á það áherslu að Nietzsche er ákaflega margræður höfundur og við lögðum verkið fyrir ýmsa ágæta menn og þeir lásu allan fjandann úr textanum.“ JBG Maus halda haus Nó mor álög: Maus: Allar kenningar heimsins OG ÖGN MEIRA Maus-flokkurinn vann það afrek að sigra Músíktilraunir Tónabæjar í vor. Slíkur sigur hefur nú síður ver- ið talin vegsemd hin síðari ár. Sigur- hljómsveitir hafa ýmist þótt svo lé- legar að enginn skildi í að hafa kosið þær eða þá átt svo erfitt uppdráttar eftir sigurkvöldið að þær hafa í hvorugan fótinn stigið. Maus reka tvímælalaust slyðruorðið af þessari keppni með því að gefa út einhverja sterkustu rokk-frumraun íslenska í þetta uþb marga mannsaldra. Allar heimsins kenn... er tvímælalaust með frískari rokkplötum sem hér- lend hljómsveit hefur gefið frá sér lengi. Það er stutt í pungarokkið hjá Mausverjum en þeir eru langt frá því að hengja sig í gaddavírsfortíð- ina. Þessi hljómkringla suðar öll af ffísku rokki. Þungt er það, slefar á köflum niður í póstburðarbárujárn en svífur svo jafiiharðan upp í sér- smíðað rokk sem er jafnerfitt að ★ ★★★★ ★ ★★★ ★ ★★ ★ ★ ★ 0 ® FRÁBÆRT ÁGÆTT GOTT LALA SLÆMT VONT HÆTTULEGT MáUS: Allar kenningar heimsins OG ÖGN MEIRA ★ ★★★★ „Maus sýna það og sanna að íslend- ingar geta rokkað íþrusu og það án þess að herma eftir Pearl Jam. Ein af bestu plötum ársins." BUBBI: 3 HEIMAR ★ ★★★ „Bubbi Morthens sýnir enn einu sinnifram á að áhœtturnar eru til þess að taka þær. MC Bubbi tekur DJ Bobo í nefið hvenœr dags scm er. “ Dos Pilas: My own wings -kk „Dos pilas er amerísk rokksveit sem fœddist fyrir tilviljun á íslandi. Til- gangur hennar hér er hœttulega óljós. 1 réttu umhverfi gœti pílan þó allt eins blómstrað ogjafnvel hitt í tnark. “ Frú Emilía - Leikhús Kirsúberiagarðurinn eftir Anton Tsjekhov ★ ★★★ „Snjöll uppsetning, frábœr leikur, góð lýsing, falleg tónlist, djúsí búningar: Stórskemmtileg sýning sem missir eina stjörnu vegna leikmyndar Friálsi leikhópurinn, Tjarnarbíó Sannur vestri eftir Sam Shepard ★ ★★★★ „Þráttfyrir mikið framboð á fólk ekki að láta framhjá sérfara bestu sýninguna í bœnum. “ ÁSGERÐUR BÚADÓTTIR, LlSTASAFN Íslands, Okt. -? ‘94. ★★★★ „Heilsteyptasta og þokkafyllsta sýn- ing á klassískri abstraktlist sem hér hefursést t langan tíma. Rœktun til- fmninga fyrir formi, litum oghand- verki eins og best verðurgert af nú- lifandi myndlistarmönnum hérlend- is. “ Tölvu- og raftónlist SÓLON ÍSLANDUS ★ ★★★★ „Um helgina var brotið blað í ís- lenskri tónlistarsögu. Þá var haldin fyrsta sjálfstœða tölvu- og raftónlist- arhátíðin hérlendis. Opnunartón- leikarnir voru vcegast sagt óvanaleg- ir. “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.