Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2a Einar Bollason velur liðið sitt fyrir Morgunpóstinn Blak RJUPNA VEDMENN iWf GPS 40. [é éé| Kynningarverð 39,900,- Tíu bestu körfuknattieiks- menn Islands frá upphafí Lerftur úr sögu íþmttafélags Fimleikafélag Hafnarfjarðar eða FH eins og það er best þekkt, á sér langa og glæsta sögu og skipar veg- legan sess í íslensku íþróttalífi. FH-ingar opnuðu nýlega sýn- ingu í Hafnarfirði þar sem gefur að líta myndir og muni sem tengj- ast sögu félagsins. Jim Smart fór á vettvang og tók nokkrar myndir. Körfuknattleikur á íslandi hefiir sjaldan eða aldrei verið í eins mikilli uppsveiflu og akkúrat nú. Þakka menn helst mikilli NBA-umíjöllun í fjölmiðlum svo og blómlegri útgáfú alls kyns blaða og myndbanda, svo eitthvað sé nefnt. Árangur íslenskra landsliða og félagsliða á erlendri grund verður sífellt betri og varla líð- ur á löngu þar til við eigum lið í fremstu röð. Þegar minnst er á körfuknattleik kemur nafti eins manns oftast upp i hugann, nafn Einars Bollasonar. Maðurinn hefur þvílíkan áhuga á íþróttinni að það er engu lagi líkt. Hann gerði garðinn ffægan hér áður fyrr sem leikmaður, meðal annars með KR og líklega er ekki til harðari Boston Celtics-aðdáandi á fslandi. Einar hefur nú tekið saman þá tíu leikmenn sem sæti eiga í draumaliði hans, og hefur kosið að fara allt aftur til gullaldarára ÍR, 1959-1965, við val á liðinu. Tveir menn eru um hverja stöðu, en auk þess kaus Einar að velja þá tvo sem næstir koma í hverja stöðu. Leikstjórnandi Jón Sigurðsson (Ármann - KR) „Af mörgum talinn besti körfu- knattleiksmaður sem hér hefúr kom- ið ffam. Óvenju leikinn og útsjónar- samur, og gat tekið leikinn í sínar hendur ef svo var að skipta. Margfald- ur Islands- og bikarmeistari með Ár- manni og KR, og lék fýrstur íslend- inga yfir 100 landsleiki.“ Þorsteinn Hallgrímsson (ÍR - SISU) „Frábær bakvörður sem var lykil- maður í gullaldarliði ÍR 1959- ‘64. Hann lék með SISU í Danmörku og vann með þeim danska meistaratitil- inn í mörg ár. Var talinn besti körfú- knattleiksmaður Danmerkur. Þor- steinn var valinn í fýrsta landslið ís- lands árið 1958 aðeins 16 ára að aldri, og var valinn í Norðurlandaúrval eftir NM í Finnlandi 1964. Hann lék sína síðustu landsleiki á NM í Finnlandi 1974 og affekaði þá að leika allar stöð- ur í liðinu vegna meiðsla leikmanna. Segir það meira en mörg orð um fjöl- hæfni þessa ffábæra leikmanns og foringja.“ Þeir sem næstir koma: Jón Kr. Gíslason (ÍBK), Gunnar Gunnarsson (KR - UMFS1962-1974) Skotbakvörður Pálmar Sigurðsson (Haukum - UBK) „Frábær skytta sem var maðurinn á bak við íslands- og bikarmeistatitla Hauka á síðasta áratug. Þriggja stiga Einar Bollason telur Pétur Guðmundsson gjaldgengan í besta lið allra tíma á íslandi. körfur hans yljuðu mörgum um hjartarætur en þó aldrei eins og á lokasekúndum úrslitaleiks íslands og Noregs í C-keppninni hér heima 1985, þegar hann tryggði íslandi sigur og þar með þátttökurétt í B-keppninni.“ Kolbeinn Pálsson (KR 1962-1978) „Frábær leikmaður sem hafði óhemju keppnisskap. Kolbeinn réð yfir miklum hraða og naut þessi eig- inleiki hans sín ekki síst í vöminni, þar sem hann hrelldi margan sóknar- manninn. Kolbeinn var fyrirliði landsliðsins í fjölda ára og var valinn íþróttamaður ársins 1966. Hann er núverandi formaður Körfúknattleiks- sambands fslands og hefur átt stóran þátt í þeirri gríðarlegu uppsveiflu sem átt hefur sér stað í körfúboltanum hér á landi.“ Þeir sem næstir koma: Kristinn Jörundsson (fR 1970- 1986), Teitur Örlygsson (UMHST). „Léttur“ framherji Valur Ingimundarson (UMFN - UMFT) „Stórkostlegur leikmaður sem hef- ur unnið til ótal Islands- og bikar- meistaratitla með núverandi íslands- meisturunum, UMFN. Mikil skytta og drjúgur í ffáköstum, þótt oftast eigi hann í höggi við sér hærri menn. Valur hefur leikið á annað hundrað landsleiki og er enn í fúllu Ijöri með liði sínu, UMFN, þar sem hann er jafnífamt þjálfari. Það er með hann eins og rauðvínið - hann verður betri með aldrinum!" Gunnar Þorvarðarson (UMFN 1970-1984) „Margfaldur meistari með liði sínu og lék ótal landsleiki. Gunnar var mjög útsjónarsamur leikmaður sem nýtti sér vel hæfileika sína og þá ekki síður veikleika andstæðingsins. Skor- aði yfirleitt mikð og var harður í horn að taka í baráttunni undir körfunni.“ Þeir sem næstir koma: Þórir Magnússon (KFR - Valur 1964-1980), Agnar Friðriksson (fR 1959-1981). Kraftframherji Birgir Jakobsson (ÍR 1966-1976) „Birgir var mikil skytta og grjót- harður í fráköstum. Hann spilaði stórt hlutverk í ÍR-liðinu sem varð ís- landsmeistari fimm ár í röð, 1969- 1973, og lék fjölda landsleikja fýrir fs- lands hönd. Margir hafa haft á orði að svona leikmenn vanti í íslenskan körfuknattleik í dag, það er, sterka ffamherja sem hafa yfir að ráða mik- illi skottækni og jafnframt hörku undir körfúnni.“ Guðmundur Bragason (UMFG) „Margir reka ef til vill upp stór augu við að sjá besta leikmann fs- landsmótsins í fyrra, miðherja UMFG, talinn upp hér sem einn besta framherja landsins. Staðreyndin er hins vegar sú að hæfileikar Guð- mundar myndu enn ffekar fá að njóta sín ef hann léki í stöðu ffamherja. Hann er góður skotmaður og kann í raun betur við sig er hann snýr að körfunni. Óhemju skemmtilegur leikmaður með gott keppnisskap, og án efa hefúr hann enn ekki náð toppnum sem körfuknatdeiksmað- ur.“ Þeir sem næstir koma: Torfi Magnússon landsliðsþjálfari (Valur 1972-1987), Axel Nikulásson (fBK - KR1979-1992). Miðherji Pétur Guðmundsson (m.a. Valur, ÍR og LA Lakers) „Það kemur engum á óvart að hér situr Pétur Guðmundsson í fýrsta sæti. Fyrrum leikmaður í NBA-deild- inni með Portland, Los Angeles La- kers og San Antonio. Þá lék hann einnig hér heima með Val, ÍR og UMFT. Stór og öflugur miðherji sem hefði náð enn lengra ef ekki hefðu komið til þrálát bakmeiðsli. Með þátttöku sinni í NBA-deildinni hefur Pétur skipað sér á bekk með ffemstu íþróttamönnum landsins.“ Kristinn Stefánsson (KR 1962-1978) „Frábær varnarmaður með góðan stökkkrafi sem nýttist honum vel i baráttunni undir körfunni. Mjög góðar tímasetningar hans hjálpuðu til við að gera Kristin að einhveijum besta ff ákastara íslenskrar körfubolta- sögu.“ Þeir sem næstir koma: Jónas Jóhannesson (UMFN 1970- 1985), Guðmundur Þorsteinsson (ÍR 1958-1964). ■ * Minnsto graMo GPS tækið ó markaðnum. * Aðeins 261 grömm með rofhlöðum. * Votnsþétt. *-Alltoð20kls.rofhlöðuending. * 250vegpunktar,20leiðirmeð 30 vegpunktum hver. * Plotter með kvorða fró 0,5-5■ 600 km. * TengjonlegurviðOGPSIeiðréttingu. * Úrvol aukahluto. Urslit um helgina Karlar: Þróttur N. - ÍS 0:3 HK - Þróttur R. 3:2 Stjarnan - KA 3:2 Staðan Þróttur R. 5 14:7 14 KA 5 14:9 14 HK 5 13:7 13 Stjarnan 5 9:9 9 (S 5 7:12 7 Þróttur N. 5 2:15 2 Konur: Þróttur N. - ÍS 1:3 HK - Víkingur 1:3 Staðan Víkingur 3 9:0 9 KA 4 9:7 9 is 4 7:7 7 HK 3 4:7 4 Þróttur N. 4 4:12 4 HMkartaí körfuá Grikklandi 1998 Kvennakeppnin verður í Þýskalandi. Það verða Grikkir sem halda heimsmeistarakeppnina í körfu- knattleik karla 1998. Kvenna- keppnin verður hins vegar í Þýskalandi. Þetta tilkynnti Al- þjóðlega körfuknattleikssam- bandið í gær. R.SIGMUNDSSON HF. SIGLINGA - OG FISKILEITARTÆKI SÍMI: 622666, FAX: 622140

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.