Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
MANUDAGUR 31. OKTOBER 1994
m^Mprmn A \
Pósturmn
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjóri
Framkvæmdastjóri
Markaðsstjóri
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Þórarinn Stefánsson
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Burt með bitlingana
í síðasta Morgunpósti komu fram upplýsingar um að 575
menn sitji í 115 nefndum úti um allt land við að úthluta at-
vinnuleysisbótum.
Þeir þiggja fyrir þessa nefndasetu rúmlega þrettán milljón-
ir í laun, en auk þess þiggja verkalýðsfélögin sjálf um 85 millj-
ónir króna í svokallaða umsýsluþóknun.
Sama dag og Morgunpósturinn birti þessar upplýsingar
sendi Rafiðnaðarsambandið bréf til félagsmálaráðherra, sem
sagt er frá hér í blaðinu í dag. Þar kemur skýrt fram skoðun
formanns Rafiðnaðarsambandsins á því hvílík ósvinna er hér
á ferðinni. Orðrétt segir formaðurinn: „Á grundvelli þessa er
mér ekki ljóst hvert hlutverk úthlutunarnefndar eigi að vera,
hún kernur saman til þess eins að fara yfir vinnu sem þegar
hefur verið unnin og síðan að því loknu er vinna nefndarinn-
ar endurskoðuð af starfsfólki atvinnuleysistryggingasjóðs.
Mér virðist hlutverk úthlutunarnefndar vera það eitt að
þiggja þóknun frá atvinnuleysistryggingasjóð."
Það er líka athyglisvert, sem fram kemur í bréfínu, að
starfsmenn
Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna hálfpartinn þvinguðu Rafiðnaðarsambandið
til að setja úthlutunarnefnd á laggirnar og kom hún saman til
fyrsta fundar í síðustu viku. Og formaðurinn er ekki í vafa
um skýringuna á þessum áhuga starfsmanna vinnuveitenda
fyrir nefndarstörfum:
„Þar staðfestist grunur nrinn að tilgangur starfsmanna VSÍ
og VMSS var sá einn að þiggja nefndarlaun. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem ég hef þá skipta starfsmenn VSÍ og VMSS
með sér úthlutunarnefndum og sitja hver um sig í ótöluleg-
um fjölda nefnda og þiggja fýrir það umtalsverð laun frá at-
vinnuleysistryggingasjóð.“
Það verður að gera ráð fyrir því að formaður Rafiðnaðar-
sambandsins fari ekki með fleipur í þessu máli, og að öllu
samanlögðu er ljóst að jafnvel í kringum úthlutun atvinnu-
leysisbóta er búið að reisa hátimbrað bitlingakerfi.
Félagsmálaráðherra hefur þetta kerfi nú til endurskoðunar
og það verður að treysta því að hann afnemi þessa vitleysu.
Úrelt viðhorf
Viðbrögð ýmissa talsmanna opinberra starfsmanna við
hugmyndum íjármálaráðherra um breytingar á launakerfi
þeirra hafa vakið furðu, jafnvel innan raða BSRB. Ráðherr-
ann vakti máls á nauðsyn þess að gera launakerfíð sveigjan-
legra, og benti meðal annars á kosti þess að hægt væri að
umbuna fólki fyrir góða frammistöðu og dugnað. Formaður
BSRB rak umsvifalaust upp gamalkunnugt ramakvein um að
ekki mætti auka á launamuninn, og haft var eftir einum full-
trúa á þingi BSRB að hugmyndir ráðherra væru fráhvarf frá
þeirri launastefnu, sem byggði á frelsi, jafnrétti og bræðra-
lagi!
Það hvarflaði að manni hvort BSRB héldi fast við kenningu
Karls gamla Marx um launin, sem var eitthvað á þessa leið:
frá hverjum og einum eftir getu, — til hvers og eins eftir
þörfum.
En án gamans hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar
forysta launþegasamtaka á borð við BSRB nánast sjálfkrafa
hafnar öllum hugmyndum um breytingar á launakerfi um-
bjóðenda sinna, og hefur uppi úreltan slagorðavaðal í stað
þess að ræða málin af ábyrgð og alvöru, — ekki síst í ljósi
þess, að af málflutningi samtakanna sjálfra hefur mátt ráða,
að félagsmenn þeirra væru ekki ofsælir af núverandi kerfi.
Páll Magnússon
Pósturínn
Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, sími 2 22 11
Beinir símar eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999
Simbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Simbréf afgreiöslu 22311
Vissi hann þetta þá allt?
„Raunar kemur Guðmundur
Árni mér aldrei á óvart. “
Magnús Jón Árnason bæjarstjóri
Skjófann á færi?
„Ef ég hefði viljað bregðast við
þessari gagnrýni starfsmannsins hef
ég til þess önnur ráð... “
Össur Skarphéðinsson
óvinur Veiðistjóra
Hvað eru sex sæti milli
vina?
„Markús Örn í 4. sœtið.“
Markús Örn X.
Til hamingju með afmælið!
„Það versta við að skrifa í
Alþýðublaðið voru helvítis
aulabrandararnir. “
Kristján Þorvaldsson,
ritstjóri Mannlífs
Furðulegt vantraust
Meirihluti Alþingis vísaði á dög-
unum frá tillögu stjórnarandstöð-
unnar um vantraust á ríkisstjórn-
ina. Tillagan var sérkennileg svo
ekki sé meira sagt, og jafnframt gróf
misnotkun á hefðum þingsins.
I henni fólst í senn vantraust á
ríkisstjórnina í heild en jafnframt
vantraust á hvern einstakan ráð-
herra. Seinni parturinn var hugar-
smíð Ólafs Ragnars og það tók
hann raunar fjórar vikur að sann-
færa reyndari menn í liði andstöð-
unnar um að fallast á að leggja því-
líkan samsetning fram.
Það er fullkomlega eðlilegt að
lagt sé fram vantraust á eina ríkis-
stjórn og eitt af hefðbundnum
tækjum þingræðisins. Vantraust á
ráðherra er hins vegar allt annars
eðlis; af sjálfu sér leiðir að það felur
í sér ásökun um brotlega háttsemi.
I reynd byggði því Ólafspartur til-
lögunnar á því viðhorfi að allir níu
ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu
gerst sekir um stórkostleg afglöp í
starfi. Tómt rugl — eins og allir
vita. Enda fór það svo að flokka
stjórnarandstöðunnar skorti sjálfa
alla sannfæringu fyrir málinu, og
hafa sjaldan riðið jafn mögru hrossi
frá viðureign sinni við ríkisstjórn-
ina í þinginu.
Auðvitað hefði andstöðunni ver-
ið í lófa lagið að leggja frant sér-
staka tillögu um vantraust á til-
tekna ráðherra. En kjarkinn brast,
og þess í stað var valin leið, sem
vanvirti starfshætti Alþingis, og
gerði það að hálfgerðri skrípasam-
kundu. Furðulegast var auðvitað að
Halldór Ásgrímsson skyldi hafa
afhent formanni Alþýðubandalags-
ins forystu í rnálinu en speglar ef til
vill það hik og skort á sjálfstrausti
sem einkennir störf hins nýja for-
manns Framsóknarflokksins um
þessar mundir.
Það er hins vegar fróðlegt að
skoða þau meginrök sem voru flutt
fyrir vantraustinu. Þau fólust fýrst
og fremst í því sem stjórnarand-
staðan kallaði ágreining á nrilli
stjórnarflokkanna um Evrópusam-
bandið, ekki síst á milli formanna
stjórnarflokkanna.
Það er ekkert leyndarmál, að það
er skoðanamunur milli stjórnar-
flokkanna tveggja um það hvenær
Þungavigtin
Össur Skarp-
HÉÐINSSON
umhverfisréðherra
umsókn að Evrópusambandinu er
kornin á dagskrá. Utanríkisráð-
herra telur að sá tími sé að renna
upp, nreðan forsætisráðherra er
þeirrar skoðunar að það verði tæp-
ast fyrr en kemur að aldamótum.
En kallar það sjálfkrafa á van-
traust að munur sé á afstöðu
tveggja flokka í stóru máli? Tæpast
— og alls ekki ef það mál sem um
ræðir var ekki hluti af þeim sátt-
mála sem var gerður í upphafí
stjórnarsamstarfs. Ríkisstjórnir á
íslandi eru samsteypustjórnir, og
lögmál slíkra stjórna er málamiðl-
un. Þar er farið bil beggja og ásætt-
anlegu samkomulagi náð í málum
sem eru mismunandi í stefnu
flokkanna. Það er því í hæsta máta
eðlilegt að aðilar að samsteypu-
stjórnum séu ekki sammála í öllum
greinum og fráleitt að halda fram
að það þýði sjálfkrafa að viðkom-
andi stjórn sé óstarfhæf.
Hins vegar speglar það óneitan-
lega mikinn innri styrk núverandi
stjórnarsamstarfs að þrátt fyrir
skoðanamun í einstökum málum,
skuli ríkisstjórnin samt sem áður
vera að ná mjög góðum árangri á
öllum sviðum efnahagslífsins.
Tæpast gefur það tilefni til van-
trausts.
I haustbyrjun gaf Steingrímur
J. Sigfússon út yfirlýsingu um að
hann hyggðist bjóða sig fram tii
formennsku í Alþýðubandalaginu
eftir tólf mánuði. Ólafur Ragnar
brást við með þeirn hætti að hann
storkaði og niðurlægði Steingrím
opinberlega, kvað hann áður hafa
runnið á rassinn með framboð og
myndi örugglega gera það nú. Þetta
er auðvitað fáheyrð framkoma við
varaformann sinn og engum dylst
að milli manna sem tala saman
með gagnkvæmum svívirðingum í
fjölmiðlum er meira en almanna-
gjá-
Hugsum okkur að þeir væru enn
í ríkisstjórn. Þýddi þá skoðana-
munur þeirra að menn ættu að
rjúka til og samþykkja vantraust á
viðkomandi ríkisstjórn?
„í haustbyrjun gaf Steingrímur J. Sigfússon útyfirlýsingu um að hann
hyggðist bjóða sigfram til formennsku í Alþýðubandalaginu eftir tólf
mánuði. Ólafur Ragnar brást við með þeim hœtti að hann storkaði og
niðurlœgði Steingrím opinberlega. “
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Ámi Sigfússon, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Siguröardóttir,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Olafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Ossur Skarphéöinsson.