Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 --------------------------{■/■■'.”1 f 'MA" " Ríkissjóður í ábyrgðum vegna kaupa á Flekkuvík- urjörðinni á 58 milljónir króna í tengslum við fyr- irhugað álver á Keilisnesi Situruppi með verðiausa jörð „Þetta var allt gert með ábyrgð ríkisins,“ segir Jóhanna Reynis- dóttir, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps, um kaup hrepps- ins á jörðinni Flekkuvik I af Finni Gíslasyni. I MORGUNPÓSTIN- UM á fimmtudaginn var sagt frá því að Finnur hafi verið dæmdur til að greiða fyrrum eiginkonu sinni helming kaupverðsins en geti það ekki eftir að hann var úr- skurðaður gjaldþrota þremur dögum eftir uppkvaðningu dómsins. Fireppurinn keypti jörðina í júlí árið 1991 með það í huga að leigja hana út til fyrir- hugaðs álvers í Keilisnesi en áform um byggingu þess voru lögð til hliðar í hili eins og kunn- ugt er. Kaupverð Flekkuvíkur var rúmar 58 milljónir króna en fast- eignarmat hennar mun hafa verið rétt um eina milljón króna á þeim tíma. Verðmæti jarðarinnar rauk upp úr öllu valdi vegna fyr- irhugaðrar stóriðju á svæðinu en eftir að þær áætlanir runnu út í sandinn er verðgildi hennar nær fyrra fasteignamati. Jóhanna seg- ir að gengið hafi verið frá öllum pappírum varðandi kaupin í iðn- aðarráðuneytinu en allar greiðsl- ur vegna kaupanna fari í gegnum fjármálaráðuneytið. „Við erum bara í viðskipta- reikning hjá ríkinu og upphaflega var gerður samningur þess efnis,“ segir Jóhanna. „Það var náttúr- lega alveg ljóst að hreppur af okkar stærð mundi aldrei ráða við þessi kaup nema einhver kæmi á móti okkur. Á meðan ekki rís álver hérna sér ríkið um að greiða af jörðinni.“ Jóhanna segir að ef af leigusamningi verði taki hreppurinn við rekstri henn- ar og greiði upp skuldina hjá rík- inu. Upphaflega hugmyndin var sú að hreppurinn eignaðist jörð- ina á 20 til 30 árum með fyrir- hugðum leigutekjum frá álveri en eins og staðan er í dag er jörðin nánast verðlaus eign ríkisins. LAE Flekkuvíkurmálið Greinar- gerð værrt- anleg Morgunpóstinum barst seint í gær greinargerð frá Bjarna Þór Óskarssyni, lögmanni Finns Gíslasonar, vegna umfjöllunar blaðsins um svokallað Flekku- víkurmál. Sökum þess hve grein- argerðin er löng og lítið rými í blaðinu varð að samkomulagi við lögmanninn að hún birtist í heild sinni í Morgunpóstinum á fimmtudaginn. Ritstj. Ámes ekki Baldur I smáfrétt á fimmtudaginn var sagt að frumsýningarpartý Frú Emilíu hefði verið haldið um borð í flóabátnum Baldri sem er ekki alls kostar rétt. Eftir að gamli Baldur hætti að gegna hlutverki ferju og sigldi suður með nýjum eigendum fékk það nafnið Árnes. Beðist er velvirð- ingar á þessu nafnabrengli. snyrtipinnar & bómullarskífur eru frqmleidd 6 Hvamnisiqnga? Skarp hf. s. 95-12418,95-12818, fax 95-12418 VELJUMISLENSKT! HÆTTU AÐ REYKJA NÁÐU STJÓRN Á MATARÆÐINU Á TVEIMUR KVÖLDUM Á TVEIMUR KVÖLDUM Tvö kvöld, tveir tímar í senn. Þú losnar við alla löngun og vöntun gagnvart reykingum. Fjöldi takmarkast við sex manns á hvert námskeið Dáleiðsla hjálpar þér að ná strax tökum og stjórn á mataræðinu fyrir fullt og allt. Skjótur og varanlegur árangur. Fjöldi takmarkast við sex manns á hvert námskeið Friðrik Páll Ágústsson R.P.H. C.Ht. Friðrik er menntaður í dáleiðslumeðferð og hefur unnið víða um heim við dáleiðslu. Viðurkenndur af International Medical and Dental HypnotherapyAssociation. UPPLÝSINGAR í SÍMA: 870803 Einnig bjóðast einkatfmar I dáleiðslumeðferð

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.