Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 Afhverju á Faðir Valgeirs Víðissonar um RLR skil ekki hvað eru að hugsa“ að fá að bjóða fram - DD-lista í fyrsta lagi þá stendur Eggert einn og er þannig sjálfstæðari en aðrir ^menn. Ef hægt er að i gefa sér það að Davíð Oddsson sé á ' við eitt D þá er Egg- ert allavega á við tvö — hann ætti eiginlega að fá að hafa þrjú D — DDD-listinn. I öðru lagi þá er augljóst að ef einhver maður á það skilið að fá örlít- ið forskot þá er það ’ Eggert eftir að hafa lent í blokkinni ■ þeirra Þorsteins og Árna og í þessu tilfelli þá felst for- skotið í því að allir þeir sem stama á Suðurlandi mundu kjósa DDD-list- ann. í þriðja lagi hefur Eggert aldrei fengið að njóta sín sem sá stjórnvitring- ur sem hann er og ef listi Eggerts héti DD-listinn þá losn- aði hann átómatískt við að vera kenndur við landbúnað- arráðuneytið og Byggðastofnun og fengi að vera í friði fyrir þeim sem þykjast eiga eitthvað hjá honum og halda að hann sé einhver fyrir- greiðslupólitikus. í fjórða lagi þá væri þetta til að undirstrika þann mun sem er á fram- sóknarmennsku Þorsteins, Árna og Drífu og skoðunum Eggerts sem aldrei hefur hirt um að fara bil beggja í þeim eina tilgangi að snapa at- kvæði. „Mér fmnst það bara ótrúlegt hvernig þetta stendur í dag og skil ekki hvað þeir eru að hugsa,“ segir Víðir Valgeirsson um franrmi- stöðu Rannsóknarlögreglu rikisins við rannsókn á hvarfi sonar hans Valgeirs, sem hvarf sporlaust þann 19. júní í surnar. Víðir er orðinn langþreyttur á hversu hægt rann- sóknin gengur en RLR hefur ekkert orðið ágengt við að upplýsa hvarf Valgeirs sem hefur nú verið týndur í tæplega háift ár. „Mér finnst þeir ekkert vera að vinna í þessu. Það er helst þegar maður kemur með einhverjar upp- lýsingar sjálfur sem eitthvað gerist,“ segir Víðir ennfremur. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum MORGUNPÓSTSINS innan iögreglunnar hefur Víðir rétt fyrir sér. Rannsókn málsins liggur að Valgeir Víðisson hefur nú verið týndur í tæplega hálft ár án þess að til hans hafi spurst. Lögregl- unni hefur ekkert orðið ágengt við rannsóknina á hvarfi hans og virðist getuleysi RLR vera algjört. mestu niðri, engar nýjar upplýsing- ar hafa komið fram og virðist getu- eða viljaleysi RLR vera algert í mál- inu. „Mér finnst rannsóknarlögreglan vera svo þung í vöfum. Þeir geta ekkert gert því þeir eru alltaf svo hræddir um að vera að gera ein- hverja vitleysu gagnvart fólki. Það virðist vera þannig að fólk þurfi að koma upplýsingum á framfæri við þá sjálft svo þeir geri eitthvað. Þeir ieita ekkert upp sjálfir. Þeir hirða bara einhverja ávísanafalsara og búið. Þetta er gjörólíkt þeim vinnu- brögðum sem ég hef kynnst í þessu máli hjá fíkniefnalögreglunni og al- mennu lögreglunni.“ Víðir segir að málið hafi óneitan- lega haft mikii áhrif á fjölskylduna og að óvissan um afdrif Valgeirs sé verst. „Maður er ekkert í rónni, þess vegna er maður alltaf að vona að BÚSSA Lögreglan gómaði ræningjann á heimili hans, skammt frá söluturninum, Mt ~r r _ '’h 1 BrÍ.íÉ h " SfM " MM LhJ Samlokur ] fgf tæmrnim r Iff ! Braud Smkjjr 1 t </.;:«»ÆlBm 1 (jpi *niwirFi mKuI Sjoppa rænd í Garðastræti Ógnaði stúlku með hnífi í fimmta lagi er L ómögulegur stafur sem galgopar reyna að snúa útúr með ófyndnum að- róttunum: Leiðinda- listinn, lunta-listinn og svo framvegis. D er hins vegar allt annar handleggur: Dáða-listinn, hvað þá í öðru veldi: Drífandi-dúndur-listi. Ungur maður, vopnaður hnífi, ruddist inn í söluturninn Bússa að Garðastræti 2 um tíuleytið í gær- kvöldi. Hann ógnaði afgreiðslu- stúlkunni með hnífnum, og hrifs- aði peninga úr kassanum. Að sögn sjoppueiganda voru um 16 þúsund krónur í peningakassanum. Að svo komnu máli lét hann sig hverfa. Stúlkan bar kennsl á manninn og þar sem hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar, var hann gómaður á heimili sínu skömmu síðar. Heimili hans er skammt frá Bússa-sjoppu. Hann neitar að vera viðriðinn ránið en málið er nú í höndum RLR. Maðurinn sem er 25 ára gistir fangageymslur lögreglunnar. HM eitthvað gerist sem geti varpað ljósi á þetta,“ segir hann. Eins Og MORGUNPÓSTURINN hefur áður greint frá hefur einn maður helst verið grunaður um að hafa átt þátt í hvarfi Valgeirs en meðal annars er vitað að hann hót- aði Valgeiri lífláti skömmu fyrir hvarfið. Þessi rnaður er nú farinn til Tælands til Iangdvalar. -jk Framboðsmál Eggerts Haukdals Hefur leitað hófanna um að fá að nota DD „Mín listamál eru enn í gangi og skoðun,“ sagði Eggert Haukdal alþingismaður, sem enn vinnur að sérframboði á Suðurlandi. Heim- ildir MORGUNPÓSTSINS herma að Eggert hafi leitað hófanna hjá valdamönnum flokksins fyrir því að fá að nota listabókstafinn DD en þá myndu atkvæði honum greidd nýtast við úthlutun uppbótaþing- sæta. Sömu heimildir segja að Egg- ert hafi fengið afsvar. „Ég er ekkert búinn að forma þetta á einn eða annan hátt ennþá en maður skoðar að sjálfsögðu alla möguleika. Formlega hefur það ekki verið gert ennþá,“ sagði Eggert þegar þetta var borið undir hann. „Ég er að sjálfsögðu sjálfstæðis- maður og hef ekki haft í hyggju að segja mig úr þeim flokki. Þessir hlutir eru í gangi og maður skoðar þá eins og aðra.“ En er það rétt að þér hafi verið boðin staða við Byggðastofnun eða landbúnaðarráðuneytið? „Hef ekki heyrt það, það hefur enginn komið þessu á framfæri við mig,“ sagði Eggert en hann var í bílasíma þegar samtalið fór frarn. Það er kannski táknrænt fyrir ferð- ina á Eggert sem skoðar framboðs- mál sín af nákvæmni þessa dagana. Meðal sjálfstæðismanna á Suð- urlandi er ekki gert ráð fyrir að hann endurtaki leikinn frá því síð- ast þegar hann komst inn út á L- listann sinn. Hann skorti einfald- lega atkvæði í Árnessýslu og Vest- mannaeyjum. Heyrst hefur að hann hafi leitað hófanna víða og var meðal nefnt til nafn Bryndísar Brynjólfsdóttur, fyrrum forseta bæjarstjórnar á Selfossi. í samtali við MORGUNPÓSTINN útilokaði hún, slíkt samstarf. Ný aðferð við saltburð á götur Helmingi minna satt Gatnamálastjóri vantrúaður. „Ef þetta efni er blandað saltinu er hægt að minnka saltausturinn um 40 prósent og efnið veldur, ólíkt saiti, nánast engri tæringu hvorki í bílum né öðru,“ segir Ari Jónsson hjá heildversluninni A. Jónssyni & Co. en hann vill að nýj- ar aðferðir verði teknar upp við saltburð á götur hér á landi. Efnið sem Ari talar um heitir magnesí- umklóríð. Það er í duftformi og er blandað í vatn sem er dreift með saltinu. Að sögn Ara sparar þessi aðferð ekki einungis salt og minnk- ar tæringu heldur gefur hún betri árangur og hægt er að salta við lægra hitastig en með hefðbund- inni saltnotkun. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar, er hins vegar ekki jafn trúaður á efnið. „Við beitum þeirri aðferð núna að búa til pækil úr salti og vatni og blanda saltið með honum áður en við dreifum því. Með þess- ari aðferð hefur okkur tekist að minnka saltnotkun um 20 prósent. Ef við berum það saman að spara 20 prósent með þessari aðferð og að spara 40 prósent með því að nota magnesíumklóríð, sem er mjög dýrt efni, er það ódýrara að nota fýrri aðferðina.“ -jk Það virðast allir sem sóttu um starf umboðsmanns barna vera komnir í hár saman. \ Já, það er eins og þeir séu að keppast um hver geti verið barnalegri til að fá stöðuna. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra Fimm vikur í Kólumbíu Ráðherrahjónin ættleiða stúlku. Það þótti tíðindum sæta þegar fjölgaði í ríkisstjórninni fyrr á þessu ári, en eins þegar hefur komið fram eignuðust þau hjón Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir lektor í mannfræði og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra stúlku á árinu. Nú hefur önnur stúlka bæst í fjölskylduhóp ríkis- stjórnarinnar því í síðustu viku eignuðust, eða öllu heldur ætt- leiddu og eignuðust þau Össur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra og kona hans Árný Erla Sveinbjörnsdóttir stúlku. Er hún fyrsta barn þeirra hjóna. Vegna ættleiðingarinnar sem fram fer í Kólumbíu um þessar mundir eru umhverfisráðherrann ásamt eiginkonu sinni þar í leyfi frá störfum um fimm vikna skeið, en mikil skriffmnska fylgir því að ættleiða börn. Það var einmitt á síðasta ári er Össur Skarphéðinsson fór sem umhverfisráðherra á fund með nokkrum ráðamönnum frá Suð- ur- Ameríku að boltinn fór að rúlla. Þar spurðist hann fyrir ætt- leiðingar, en lokað hefur verið á ættleiðingar frá Sri Lanka og þeim löndum sem Islendingar hafa hingað til leitað til. Eftir því sem næst verður komist eru þau hjón fyrst íslendinga til þess að ættleiða barn frá Kólumbíu, en þó nokkrir vesturlandabúar hafa þegar ætt- leitt börn þaðan. Samkvæmt öruggum heimild- um MORGUNPÓSTSINS er stúlkan, sem er ljós á hörund, hin spræk- asta, reyndar svo spræk að össur ku hafa haft á orði við ættingja sína í vikunni að hann sæi strax að stúlkan kippti í sitt eigið verst- firska kyn. Von er á fjölskyldunni heim rétt fyrir jólin, eða eftir um það bil þrjár vikur. -GK Bókasala Sniglaveislan og Krummi vekja athygli Þótt lítil hreyfing sé konun á sölu jólabókanna eru nokkrar þegar farnar að vekja aðeins meiri athygli en aðrar. Samkvæmt upplýsingum MORGUNPÓSTSINS úr nokkrum bókabúðum er töluverð eftirspurn eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, Sniglaveislunni, sem og við- talsbók Árna Þórarinssonar við Hrafn Gunnlaugsson er nefnist Krummi. Töluverða forvitni vekja einnig Ómar Ragnarsson og bók hans Fólk og firnindi. í samtali við blaðið sagði einn bókakaupmaður að þessi staða gæti kúvenst þegar líða tæki á vikuna og allt aðrar bæk- ur færu á toppinn. ■ Í i R » » I I I i i i I I i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.