Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Hveriir fóru til Kína? Sendinefndir og einstaklingar sem heimsótt hafa Kína í boði þar- lendra stjórnvalda, stofnana eða samtaka undanfarin þrjú ár. Auk þeirra, sem hér eru taldir upp, hefur fjöldi einstaklinga úr atvinnulíf- inu verið á ferðinni í Kína, ýmist í samfloti við stjórnmálamenn eða alfarið á eigin vegum. Það skal tekið fram, að þótt þessar sendinefndir hafi heimsótt Kína í boði þarlendra aðila, þá hafa þær nær undantekningalaust þurft að kosta förina þangað sjálfar, en Kínverjar séð þeim fyrir uppihaldi og ferðalögum innanlands. 1992 Fimm manna sendinefnd frá Sambandi ísl. sveitarfélaga: Bryndís Brynjólfsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Selfossi, Magnús Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps, Þórður Skúlason, Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, Ólafur Kristjánsson, bæj- arstjóri á Bolungarvík. 1993 Halldór Blöndal, samgönguráðherra og Jón Birgir Jónsson ráðuneytisstjóri. Sex manna menningarnefnd: Bryndís Schram, hjá Kvik- myndasjóði, Bera Nordal hjá Listasafni íslands, Karól- ína Eiríksdóttir tónskáld, Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Helga Jónsdóttir ieikkona, Álfrún Gunn- laugsdóttir rithöfundur. 1994 Fjögurra manna sendinefnd frá Kvennfélagasambandi Íslands: Stefanía M. Pétursdóttir, Auður Kristmundsdóttir, Halla Aðal- steinsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir. Fimm manna sendinefnd frá UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU: Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram, Gunn- ar Pálsson, skrifstofustjóri, Gunnar Snorri Gunnars- son, skrifstofustjóri Petrína Backmann, ritari. ÓlafurTómasson, póst- og símamálastjóri. Þriggja manna sendinefnd frá Háskóla Íslands: Sveinbjörn Björnsson rektor, Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlis- fræði, Guðmundur Sigvaldason, jarðskjálfta- fræðingur. 20 manna hópferð lista- og stjórnmálamanna VEGNA SÝNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST l' KÍNÁ. Þriggja manna sendinefnd frá Hafnarfirði: Magnús Jón Árnason, Jóhann Bergþórsson, Tryggvi Harðarson. Steingrímur Hermanns- son, Ólafur Ragnar Gríms- son. Sjö manna sendinefnd frá FORSÆTISRÁÐUNEYTINU: Davíð Oddsson og Ástríð- ur Thorarensen, Eyjólfur Sverrisson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri, Albert Jónsson, deildarstjóri, Ingvar Ing- varsson, sendiherra og Hólmfríður Jónsdóttir. Meðal þeirra aðila úr viðskiptalífinu, sem farið HAFA TIL KÍNA NÝLEGA Í VERKEFNALEIT ERU EFTIRFARANDi: Viðar Ólafsson, verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Halldór Jó- hannsson, ístex hf., Svavar Jónatansson, Virkir-Orkint hf., Páll Sig urjónsson, ístak hf., Guðmundur Björnsson, Hnit hf. Búnir að missa af lestinni Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, hefur verið á ferð um Kína að undanförnu ásamt fríðu föru- neyti. Davíð hitt Li- Peng, forsæt- isráðherra Kína, að máli og ræddi við hann um alþjóðastjórnmálin. Að sjálfsögðu minntist Davíð líka á mannréttindamálin í forbífartinni, eins og venja er í slíkum viðræðum, en Li þótti lítið til koma. En Davíð notaði líka tækifærið til að reka svolítið á eftir Li Peng að greiða götu þeirra íslensku fyrirtækja, sem hyggja á landvinninga í Kína, enda mikið í húfi. Jón Ormur Halldórsson stjórn- málafræðingur segir íslendinga hins vegar vera allt of seint á ferð- inni. „Hérlend fyrirtæki eru í raun búin að missa af lestinni. Markað- urinn í Kína er orðinn yfirfullur af erlendum fjárfestumf' Jón segir sama vera uppi á teningnum varð- andi önnur Asíuríki. Engin skipu- leg upplýsingaöflun sé í gangi um þau lönd sem nú séu hvað vænleg- astur kostur. „íslendingar missa væntanlega af þeirri lest líka, þetta er bara dæmigert fyrir íslenskt stjórnkerfi almennt.“ Svavar Gestsson alþingismað- ur er ekki sammála þessu. „Það er nóg eftir af verkefnum í Kína,“ sagði Svavar í samtali við MORG- UNPÓSTINN, en hann var á ferð um Kína ásamt tæplega tuttugu öðrum íslendingum í september. „- Þarna bíða verkefni sem við getum unnið einir eða í samvinnu við aðra, og er ég þá fyrst og fremst að hugsa um hin Norðurlöndin. Er ekki upplagt að verða samferða Norðmönnum til dæmis?“ sagði Svavar og hló við. Fjöldi íslenskra athafnamanna er á sömu skoðun og Svavar, aldrei þessu vant. En þótt skrifað hafi ver- ið undir fjölda viljayfirlýsinga og jafnvel samninga, hefur ekkert ís- lenskt fýrirtæki enn getað hafið framkvæmdir af neinu tagi í Kína. í fljótu bragði virðist ekkert benda til þess að mikil breyting verði þar á í nánustu framtíð. Jón Birgir Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í samgönguráðuneytinu, fór til Kína í fyrra ásamt Halldóri Blöndal samgönguráðherra. „Við ræddum um vegagerð við ráða- menn í Hebei- héraði og þeim voru send ákveðin tilboð í framhaldi af því. Þau eru enn í umfjöllun og engin niðurstaða komin. Það eru langar leiðslur í Kína og margir að- ilar sem þurfa að fjalla um hvert er- indi áður en af nokkrum fram- kvæmdum getur orðið,“ sagði Jón í samtali við MORGUNPÓSTINN. Viðar Ólafsson, sem fór út fyrir verkfræðistofu Stefáns Thorodd- sen, var í samfloti með þeim Hall- dóri og Jóni. Hann segir markmið- ið að koma á fót sameiginlegri verkfræðistofu íslenskra og kín- verskra aðila. „Sjálf vegalagningin er of stórt dæmi fyrir íslensk fyrir- tæki. Við komum eingöngu inn í þetta sem ráðgjafar. í fyrra var gengið frá viljayfirlýsingu um stofnun stofunnar, en við settum það sem skilyrði að af vegalagning- unni yrði. Það hefur ekki gerst enn- þá.“ Svipaða sögu er að segja af öðrum fyrirhuguðum framkvæmd- um íslendinga í Kína. Virkir-Ork- int hf. hefur gert samning um hita- veitugerð í borginni Tanggo. Að sögn Svavars Jónatanssonar stjórnarformanns á Virkir-Orkint að sjá um hönnun og innkaup bún- aðar og hafa eftirlit með fram- kvæmdinni. „Það á hins vegar enn eftir að fá samþykki fýrir lánasamn- ingi okkar við Norræna fjárfest- ingabankann áður en við getum hafist handa. Það gæti orðið í des- ember eða janúar ef vel gengur,“ sagði Svavar. Kínverjar hafa einnig verið dug- legir að heimsækja Island á þessum tíma og hafa margar og fjölmennar sendinefndir komið hingað í ýms- um erindagjörðum. Þá má nefna að einir 70 eða 80 kínverskir ferða- menn hafa komið hingað undan- farin þrjú ár. Þetta voru þó engir sérstakir áhugamenn um ísland. I Kína eru hópar fólks einfaldlega valdir og sendir eitthvert út í heim sem ferðamenn, til að sýna viðleitni kínverskra stjórnvalda við að opna landið. Er þá enginn spurður hvert hugurinn leitar helst, menn fá bara farseðilinn upp í hendurnar og eru sendir af stað. Ekki bara bisness Kínverjar hafa hins vegar ekki eingöngu sóst eftir viðskiptasam- böndum við íslendinga. Fjögurra manna sendinefnd frá Kvenfélaga- sambandi Islands fór að heimsækja kínverskar konur í vor, en alþjóða- þing kvenna verður haldið í Kína á næsta ári. Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands, heimsótti Kína í boði kínversku jarðskjálftastofnun- arinnar og Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri kom við í Kína á ferð sinni um Asíu á dögun- um. Svavar Gestsson fylgdi tæplega tuttugu íslenskum myndlistar- mönnum til Kína og svona mætti lengi telja. Kínverjar eru að sjálfsögðu ánægðir með að menningarelítan skuli vera gengin í lið með bisness- mönnunum. Hefðbundið skyldu- hjal gestanna um mannréttinda- málin láta þeir sem vind um eyru þjóta, enda aðeins um formsatriði að ræða sem enginn virðist taka al- varlega lengur. æöj Ljóst að um harðstjórn er að ræða, segir Ólafur Ragnar Grímsson, en vill þó rækta sambandið Af hinu góða „Ég tel að þetta sé af hinu góða,“ segir Ólafur Ragn- ar Grímsson al- þingismaður, sem heimsótti Kína í sumar ásamt Steingrími Her- mannssyni Seðla- bankastjóra, um þessi auknu sam- skipti landanna. „Kína, ásamt öðr- um ríkjum í Asíu eru ótrúlega stór markaður og það svæði þar sem mestur hagvöxtúr mun verða á næstu árum. Ég held að við getum sótt auk- inn hagvöxt og bætt lífskjör með . auknum útflutn- olafur Ragnar Grímsson „Kínverjar vilja ekki ingi og viðskiptum bara samskipti við stórþjóðir, þeir hafa þvert á við þetta svæði á nióti lagt mikla áherslu á að auka samskipti sín komandi árum. við smærri ríki.“ Það sem við verðum hins vegar að Ólafur vill ekki láta stjórnar- passa okkur á, er að teygja okkur hætti í Kína hindra samskipti ekki of langt, við verðum að tak- marka okkur við ákveðin afmörk- uð svið í þessum viðskiptum." Ólafur segir Islendinga eiga meiri möguleika á þessum mark- aði en menn geri sér almennt grein fyrir. „Kínverjar vilja ekki bara samskipti við stórþjóðir, þeir hafa þvert á móti lagt mikla áherslu á að auka samskipti sín við smærri ríki. Þetta á ekki síður við um samskipti á menningar- sviðinu." þjóðanna frekar en flestir aðrir viðmælendur blaðsins. „Það er ljóst að þarna er um afdráttar- lausa harðstjórn að ræða. Hins vegar tel ég vænlegra að treysta þau bönd, sem þegar hafa mynd- ast og vona að þau leiði til betra ástands með tímanum. Ungt fólk í Kína er að verða stöðugt vest- rænna í hugsun í takt við aukna borgarmenningu og útbreiðslu al- þjóðlegra fjölmiðla.“ æöj Alþýðuflokkurinn Norðurlandskjördæmi vestra Kristján Ifldegur í fyrsta sætið Krístján L. Möller „Þetta heitir IN052 á máli Hörpusilkis frá Reykjavík, antíkbleikt, góður lit- ur og fellur vel við stofugardín- urnar hjá mér.“ Stjórn kjördæmaráðs Alþýðu- flokksins á að skila tillögum 9. des- ember um það hvaða aðferð skuli beitt til að skipa lista flokksins í Norðulandskjördæmi vestra. Það hefur komið til tals og ekki talið ólíklegt að Kristján L. Möller, for- seti bæjarstjórnar á Siglufirði, verði settur í 1. sæti. Og ef fram fer sem horfir má telja það vænlegt fýrir Alþýðuflokkinn, alltént hvað atkvæði Siglfirðinga varðar. Þegar MORGUNPÓSTURINN bar þetta undir Kristján sagði hann þetta hafa komið til tals en að svo komnu ekkert hægt að segja fyrir víst. Það réðist um næstu helgi. En er það svo að það er enginn Siglfirðingur á lista fyrir nœstu al- þingiskosningar? „Það er búið að afgreiða þá alla einhvers staðar neðarlega á listana. Það er reyndar prófkjör hjá Fram- sókn í janúar og þar er jú, einn sem býður sig fram. Sjálfstæðismenn afgreiddu Siglfirðinginn Runólf Birgisson úr þriðja sæti niður í sjötta og hann neitar að taka það og einhverjar væringar eru hjá Al- þýðubandalaginu sem ég veit ekki hvernig standa og vil ekki blanda mér í.“ Jón Sæmundur Sigurjóns- son, sem kenndur er við Jóhönnu, var efstur á lista Alþýðuflokksins síðast. Hann er búsettur fyrir sunnan núna. En er þá enginn Sigl- firðingur á þingi? „Nei, enginn. Ja, það er fullt af Siglfirðingum en ekki fyrir kjör- dæmið. Siglfirðingar eru um 10 þúsund alls á Islandi, 1.700 hér sem hugsa um bæinn sinn, hinum hef- ur verið dreift um þjóðfélagið í ýmsar trúnaðarstöður, þar á meðal ráðherradóm og alþingis- mennsku." En finnst Siglfirðingum kominn tími til að einn af „heimalningun- um“ sé á þingi? „Já, ég hugsa að það hafi tölu- verðan hljómgrunn í bænum,“ sagði Kristján, en hann var að mála vegg heima hjá sér þegar blaða- maður reyndi að veiða upp úr honum upplýsingar um pólitíkina á Siglufirði. „Þetta er góður litur sem ég hefvalið, ég hef líklega bara alltafvalið rétt. Þetta heitir IN052 á máli Hörpusilkis frá Reykjavík, an- tíkbleikt, góður litur og fellur vel við stofugardínurnar hjá mér. Svo byrjaði að kyngja niður snjó og komið töluvert. „Eina pósjón til“ eins og Færeyingurinn sagði, og þá er komið skíðafæri. Og við erum sko alveg til í það hérna fyrir norð- an.“ JBG Reykjavík Fátt í fanga- geymslum Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var helgin með rólegasta móti eins og að jafnaði á þessum árstíma þeg- ar fólk hefur hægt um sig vegna jó- laundirbúnings. Aðfaranótt laugar- dags þurfti aðeins að hýsa fimm manns í fangageymslum lögregl- unnar og nóttina eftir fengu einum færri næturgistingu við Hverfisgöt- una, en það er ekki meira en gengur og gerist virka daga. Fjórtán voru hins vegar teknir grunaðir um ölv- un við akstur en það er í góðu með- allagi. ■ Lyfjaþjófurinn í gæsluvarðhald Maðurinn sem stal 20 kílóa lyfja- pakka úr vöruafgreiðslu BSl á föstudag var á laugardag úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 9. desemb- er. Lyíjapakkanum var stolið síð- degis á föstudag. Starfsmenn vöru- afgreiðslu BSl grunaði strax mann sem hafði komið í afgreiðsluna skömmu áður en pakkinn hvarf og gátu þeir gefið greinargóða lýsingu á honum. Lögreglan handtók manninn, sem er á fimmtugsaldri, síðar um köldið en hann hefur áður komist í kast við lögin. Síðdegis í gær hafði aðeins lítið brot af inni- haldi pakkans fundist en í honum voru meðal annars hjarta- og geð lyf sem geta reynst hættuleg. ■ Vogar Aðfaranótt sunnudags kom til átaka í Glaðheimum í Vogum milli tveggja manna á tvítugsaldri. Mennirnir eru kunningjar en hafði orðið eitthvað sundurorða með þeim afleiðingum að til handalög- mála kom. Þurfti lögreglan að flytja annan þeirra á sjúkrahús til að- hlynningar þar sem hann var nef- og tábrotinn og auk þess hruflaður í andliti og á höndum. Formleg ákæra hefur ekki verið lögð fram í málinu. ■ Grindavík Helgin fór fram með friði og spekt að mestu leyti að sögn lög- reglunnar í Grindavík. Johnny King skemmti í Sjómannastofunni Vör við góðar undirtektir gesta. Aðeins meiri hasar var í Hafurbirn- inum og þurfti lögreglan að fjar- lægja mann þaðan sem hafði látið ófriðlega, neitaði hann meðal ann- ars að borga drykki á barnum og þverskallaðist við að fara út þegar dyraverðir staðarins ætluðu að vísa honum til dyra. Uppskera þessara óláta var gisting í fangaklefa. ■ Brotist var inn í Olíssjoppuna við Brákarveg í Borgarnesi um helgina. Þjófúrinn komst inn með því að sparka upp hurð en svo virðist sem tóbaksþörf hafi verið uppspretta glæpsins því hann lét fýrst og fremst greipar sópa um tóbakslager sölu- skálans. Hann komst hins vegar ekki langt því sjónarvottur var að atburð- inum sem lét lögregluna vita og kom hún og handtók manninn. Hann er nú í haldi hjá lögreglunni á Akranesi og rannsókn málsins stendur yfir. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.