Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 22
34 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 199^ Frá Hollandi til Englands Undirbúningur hafinn fyrir HM ‘98 >- UNifrinn tít Ulfanna Hollenski leikmaðurinn John de Wolf hefur verið keyptur til enska félagsins Wolverhampton Wanderers frá hollenska liðinu Feyenoord. Líklegt kaupverð er tal- ið verða um 600.000 pund. Graham Taylor stjóri Úlfanna, eins og liðið er títt kallað, sagði leikmanninn vera hvalreka á íjörur félagsins og að möguleikar liðsins á að komast upp í úrvalsdeildina ykj- ust stóriega við þetta.B Japanir enda sitt tímabil Verdy meistarar Verdy Kawasaki sigruðu í jap- önsku úrvalsdeildinni sem lauk á föstudag. Liðið sigraði Sanfrecce Hiroshima 2:0 samanlagt í úrslita- leikjum deildarinnar og unnu því titilinn annað árið í röð.H Claudio Tafarel er líklega á för- um til japanska liðsins Cerrezo Osaka. Meira af Japönum Tafarel líklegatíl Cerrezo Osaka Brasilíski landsliðsmarkvörður- inn Claudio Tafarel er líklega á förum til japanska liðsins Cerrezo Osaka fyrir næsta keppnistímabil ef marka má fréttir þarlendra dag- blaða fyrir helgi. Tafarel, sem leikur sem stendur fyrir ítalska liðið Reggiana, hefur tekið tíðindunum fagnandi og segir mikinn heiður að fá að taka þátt í uppbyggingu fótboltans í Japan. „- Stjórn Reggiana hefur veitt mér leyfi til að semja við liðið þannig að frá mínuni bæjardyrum séð eru að- eins formsatriðin eftir. Cerrezo Osaka er annað tveggja nýrra liða senr munu leika í jap- önsku deildinni á næsta keppnis- tímabili og þar á bæ eru menn bjart- sýnir á að af kaupunum verði .■ Platíni segir samanburð við HM ‘94 ekki sanngjaman Frakkar eru nú í óða önn að und- irbúa allt fyrir heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu sem haldin verður þar í landi eftir fjögur ár. Mikil áhersla er lögð á glæsileika keppn- innar svo og skipulagningu en minna gert úr væntanlegum aðsókn- artölum enda óvinnandi vegur að bæta glæsilegt met Bandaríkjamanna ffá því í sumar. Knattspyrnustjarnan fræga, Michel Platini, er formaður undir- búnings- og framkvæmdanefndar keppninnar og hann segir mikilvægt að menn einblíni ekki of mikið á að- sóknina, það sé margt fleira sem þurfi að koma til. „Bandaríkjamenn áttu yfir fimmtíu leikvanga sem gátu tekið 80,000 eða fleiri,“ segir hann. „Við Frakkar eigum ekki einn ein- asta. Hins vegar eru fjarægðirnar hjá okkur leikur einn viðað við Banda- ríkin." Platini segir eðlilegra að miða keppnina í Frakklandi við Italíu- keppnina 1990 heldur en keppnina í Bandaríkjunum í sumar. „Keppnin á Italíu var sigur fyrir skipuleggjendur og við viljum fara að ráði þeirra og láta alla þjóðina taka þátt í veisl- unni.“ Keppnin eftir fjögur ár verður með nokkuð breyttu sniði. Liðum í úrslitunum hefúr verið fjölgað um átta og eru þau nú 32 talsins. „Við er- um fylgjandi þessu,“ segir Platini. „En það mikilvægasta í þessu er tímasetningin. Við höfum skoðað ýmsa mismunandi kosti í því sam- bandi og við teljum að enn sé hægt að halda svona keppni á einum mán- uði. Þetta þýðir auðvitað að sumir leikii,verða með minna millibili en áður en það ætti ekki að koma að sök ef það bitnar jafht á öllum liðum.“ Frakkar hafa ekki lagt út í miklar framkvæmdir vegna keppninnar enn sem komið er. Viðgerðir eru þó hafnar á mörgum gömlum og glæsi- legum völlum auk eins sem er í byggingu, nýi Grand-Stade sem staðsettur verður í úthverfúm París- arborgar verður risasmíð, enda á hann að hýsa sjálfan úrslitaleikinn auk þess sem honum er ætlað að koma í stað hins ffæga Parc des Princes sem þjóðarleikvangi Frakka. Michel Platini formaður framkvæmdanefndar Frakka vegna HM ‘98 telur Ijóst að miklu færri muni sækja HM ‘98 en samt muni keppnin ekki verða verri. Geirfínnur, Gump og Takefusa Aldrei: ÍR Blóðnasir: Gerist sjaldan Draumar: Titill Evrópusambandið: Neikvætt ^orrest Gump: Hetja Gummi Gumm: Stjóri Heimir Karlsson: Jarðbundinn Islandsmeistarar: Afturelding Jólasveinar, einn og átta: Stúfurstjóri Kjúklingar: Klassaafurð Leti: Þekkist ekki Morgunn: Svefn og aftur svefn Nirvana: Tyrir ofan mína hlustun Olífur: Smakkast illa Pólitík: X D Ritgerðir: Sjaldgæfar Sælgæti: Kemurfyrir Takefusa: Yndi Undirmenn: Ingimundur Helgason Vín: Kannast ekki við það! Þjóðvakinn: Geirfinnur Æskan og landið: Sótt í fyrri tíma Onnur mál: Strákar - „Good"sendingar (Gummi Gumm.) Frá a til ö með Róberti Sighvatssyni, Aftureldingu agætt í þessu sinni er [ (svona til til- ibreytingar!) að Ihlæja á kostnað * náungans. Þessi náungi er þýskur og leikur knatt- jjspyrnu með þar- lendu liði. I' einum , leiknum var harkan sí fyrirrúmi og ekk- ert gefið eftir. f sllkum leikjum er oft togað og teygt á búningi and- stæðingsins og af- leiðingarnar geta stundum veriö glæsilegar. Frjálsíþróttamenn ársins Morcelog Joyner-Kersee bestáárinu Alþjóða-frjálsíþróttasambandið (IAAF) útnefndi á föstudag frjáls- íþróttamenn ársins í flokki karla og kvenna. Bandaríska konan Jackie Joyn- er-Kersee og heimsmethafmn var útnefnd af sambandinu og var hún skammt á undan spretthlauparan- um Irinu Privalova og heimsmet- hafanum Soniu O’Sullivan. Noureddine Morceli, frá Alsír, bar höfuð og herðar yfir aðra keppinauta sína í karlaflokknum. Hann á enda heimsmetin í mílu- hlaupi, 1500 og 3000 m hlaupi og hefur verið nær ósigrandi á mótum sambandsins að undanförnu.H Draumurinn rættist loks Winny Jones í landsliðið Stærsti draumur knattspyrnu- mannsins Winny Jones hjá Li- verpool lítur út fyrir að geta ræst á næstunni. Jones, sem þekktur er fyrir allt annað en prúðmennsku á velli, var á föstudag valinn í welska landsliðshópinn gegn Búlgaríu 14. desentber næstkomandi. Það er víst óhætt að segja að ntenn á Bretlandseyjum skiptist al- veg í tvo gjörólíka flokka vegna málsins. Sumir segja að nú sé loks kominn sá baráttuhundur sent hverju landsliði er nauðsynlegur en aðrir segja uppbyggingarstarf landsliðanna í hættu þar sem Jones sé afar slæm fýrirmynd. Jones, sem reyndar er Englend- ingur en á afa fæddan í Wales, hef- ur á sínum skrautlega ferli afrekað ýmislegt sem mönnum hefur þótt í frásögur færandi. Þekktastur er hann fyrir ntyndbandið „Belli- brögð og klækir“ sem hann gaf út í fyrra og snerist boðskapur þess um ótal heilræði til að klekkja á and- stæðingnum. Vakti sá hluti mynd- bandsins, sem fjallaði um hve ár- angursríkt væri að grípa í hárin undir höndum manna, sérstaka óánægju og sögðu sumir að nú væri nóg komið. Jones segir sjálfur að ef ekki megi berjast í boltanum sé alveg eins hægt að hætta þessu og því, kannski til sönnunar, var hann rek- inn af velli um daginn í áttunda sinn á ferlinum.B Harðjaxlinn Winny Jones fær nú loks að leika landsleik.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.