Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 24
36 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 Tokyo-maraþonið Undirbúningurinn fyrir HM ‘95: Úttekt á stöðu markvarðar Akonay sigurvegari Boay Akonay frá Tansaníu sigr- aði í Alþjóðlega Fukuoka maraþon- inu sem fram fór í Tókyó í gær. Tími hans var 2,09,45 og varð hann aðeins fimm sekúndum á undan Portúgalanum Manuel Matias sem veitti honum harða keppni all- an tímann. Akonay var að vonum í skýjun- um að hlaupinu loknu. „Þegar 37 kílómetra markinu var náð var ég viss um sigurinn," sagði hlauparinn sem hefur tekið þátt í þremur maraþonhlaupum um ævina og unnið tvö þeirra, nú síðast í Boston fyrr á árinu á glæsilegu mótsmeti 2,o8,35.B Nýja Greg Norman golfmótið Heima- maðurinn vann Á s t r a 1 s k i golfarinn Ant- hony Gilligan valdi rétta tím- ann fyrir sinn fyrsta sigur á a 1 þ j ó ð 1 e g u golfmóti þegar hann vann sig- ur í „The Greg Greg Norman Norman Classic í gærdag. Gilligan, sem er 32 ára, fékk að launum 100,000 dali en Greg Nor- man, sem varð í öðru sæti og Mark Calcavecchia sem varð þriðji fengu mun minna í sinn hlut.H Davis Cup tennisbikarkeppnin Svíar unnu Svíar unnu keppnina um Davis- bikarinn í tennis með glæsibrag á laugardag. Það voru þeir Jan Apell og Jonas Bjorkman sem tryggðu sigurinn í úrslitaleik gegn Rúss- um.l Heimsmeistaramótið í bobsleðaakstri Þjóðverjar unnu alH Það er víst óhætt að segja að Þjóðverjar hafi einokað verðlaunin á heimsmeistaramótinu í bobsleða- akstri sem fram fór í Þýskalandi um helgina. Allar þrjár sveitir Þjóðverja röðuðu sér í verðlaunasætin og tókst C-sveitinni að vera á undan B-sveitinni á lokasprettinum.B Mikið lagt upp úr góðri markvörshi Niðurtalning MORGUNPÓSTS- INS fyrir HM ‘95 heldur áfram og í þetta sinn verður tekin fyrir staða markvarðar. íslendingar koma til með að leggja þunga áherslu á markvörslu í leikjum sínum í keppninni, og er alveg ljóst að gengi liðsins kemur til með að ráðast mikið af frammistöðu markvarð- anna. Það hefur líka sýnt sig í leikj- um liðsins hingað til að grunnur- inn að góðu gengi hefur fyrst og fremst legið í vörn og markvörslu. Við höfum ætíð getað státað okkur af frábærum markvörðum og nægir þar að nefna Guðmund Hrafn- keisson, Bergsvein Bergsveins- son, Einar Þorvarðarsson og Kristján Sigmundsson. Þeir tveir síðasttöldu eru hættir að ieika en hinir tveir eru í dag okkar bestu markverðir og ef að líkum lætur koma þeir til með að leika lykil- hlutverk á HM. I stórmótum á borð við HM spil- ar reynslan stórt hlutverk. Guð- mundur og Bergsveinn hafa báðir töluverða reynslu með landsliðinu, sem er mjög mikilvægt og gott veganesti fyrir átökin. Guðmundur hefur þó sínu meiri reynslu. Hann hefur leikið 211 landsleiki en Berg- sveinn 86, og eiga þeir því að baki samtals 297 leiki með íslenska landsliðinu. Viðmælendur MORG- UNPÓSTSINS voru sammála um að þetta væru þeir tveir menn sem eiga að verja mark Islands í keppn- inni. Það kemur svo til með að ráð- ast á næstu mánuðum hver þriðji markvörður íslenska liðsins verður. Bjarni Frostason var í landsliðs- hópi Þorbergs Aðalsteinssonar í Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu, og verður hann að teljast líklegur kandídat, en einnig má gera ráð fyrir Sigmar Þresti Óskarssyni sem hugsanlegum þriðja manni. En í hverju felast helstu styrkleikar og veikleikar þeirra Guðmundar og Bergsveins? Því svara Kristján Sig- mundsson, fýrrverandi landsliðs- markvörður, og Ólafur Lárusson, þjálfari handknattleiksliðs KR. Kristján Sigmundsson „Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson koma til með að leika langmest, kannski 90 prósent eða svo. Það er enn langt í keppnina og því er útilokað að segja til um það núna hvor verður aðalmarkvörður liðsins. Eins er ómögulegt að segja til um það hver verður þriðji markmaðurinn. Mín persónulega skoðun er sú að taka eigi ungan mann inn í landsliðið, mann sem hefur ekki endilega spil- að landsleik áður, og skapa honum þannig reynslu með liðinu. Við þurfum líka að horfa til framtíðar og þetta yrði liður í því. Áð mínu áliti er Bergsveinn í betra líkamlegu formi en Guð- mundur í dag, en Guðmundur hef- ur á hinn bóginn mun meiri reynslu með landsliðinu, og það kemur til með að skipta miklu máli á HM. Hann hefur staðsetningar fram yfir Bergsvein og ef eitthvað er, þá ver hann meira niðri en uppi. Þá er hann útsjónarsamur, les skot- mennina vel með tilliti til varnar- innar, og vinnur að öllu leyti vel með vörninni. Veikleikar Guð- mundar um þessar mundir felast kannski helst í snerpunni. Þá á hann það til að setjast of fljótt. Hans sérgrein felst í að verja í ná- vígum, úr hornum og af línu. Markverðirnir eiga það sameigin- legt að vera fljótir að koma boltan- um í leik, og skapa þannig góð hraðaupphlaup. Bergsveinn er í mjög góðu formi þessa dagana og hefur yfir mikilli snerpu að ráða. Hann les leikinn mjög vel en öfugt við Guðmund ver hann minna úr návígum, og má kannski segja að það sé veikleiki hjá honum. Þess í stað ver en hann meira utan af velli.“ Ólafur Lárusson „Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson hafa leikið flesta landsleiki og eru með mesta reynslu íslenskra markvarða. Spurningin er hins vegar hver verð- Reynsla Staðsetningar Útsjónarsemi Les skotmenn vel Markvarsla úr návígum Fljótur að koma bolta í leik Snerpa Á til að setjast of fljótt Gólfskot Guðmundur Hrafnkelsson Bergsveinn Bergsveinsson Kristján Sigmundsson „Mark- verðirnir eiga það sameiginlegt að vera fljótir að koma boltanum í leik, og skapa þannig góð hraða- upphlaup." Ólafur Lárusson „Guðmundur og Bergsveinn eru frekar ólíkir markmenn." ur þriðji markvörður. Það verður líklega sá sem spilar best út Islands- mótið, og ég hef trú á að það verði Hallgrímur Jónasson. Hann er geysilega efnilegur markvörður og töluvert ólíkur þeim Guðmundi og Bergsveini. Ég tel að það væri ekk- ert vitlaust að hafa einn ungan og efnilegan sem þriðja markvörð til að veita honum reynslu, og auka um leið breiddina í liðinu. Guðmundur og Bergsveinn eru frekar ólíkir markmenn. Þeir eru svokallaðir tveggja týpu mark- menn, og það er plús fyrir liðið að hafa svoleiðis menn innan sinna raða. Guðmundur hefur mjög góð- ar staðsetningar, vinnur mjög vel með 6-0 vörn, og hefur mikla reynslu, sem er gífurlega mikilvægt fyrir landsliðið í stórmótum. Berg- sveinn er hins vegar í betra líkam- legu formi en Guðmundur, hefur meiri snerpu, og á betri sendingar fram völlinn í hraðaupphlaupum. Hann skipti um félag fýrir keppnis- tímabilið og það hefur gefið hon- um viðbót, enda sést það bersýni- lega á því að hann er í mjög góðri æfingu sem síðan skilar sér í auknu sjálfstrausti. Það vegur mjög þungt í þessu öllu saman. Bergsveinn sýndi á Alþjóðlega Reykjavíkur- mótinu hvers hann er megnugur, og var þar að öðrum ólöstuðum besti maður íslenska liðsins. Hann er hungraður í árangur og það fleytir honum langt. Guðmundur og Bergsveinn eiga það sameigin- legt að vera mjög sterkir í styttri færum. Hins vegar eiga þeir báðir í erfiðleikum með skotin sem þeir geta ekki unnið með vörninni, þar sem vörnin lokar einu horninu og þeir eiga að loka hinu. Einnig hafa þeir átt í vandræðum með gólfskot- in og hefur það háð þeim dálítið. Markvarsla hefur löngurn verið veikleiki hjá íslenska landsliðinu og nú er korninn tírni til að þar verði breyting á.“ -RM Þjóðverjar deila enn innbyrðis Þýski landsliðsmaðurinn Christian Ziege tryggði Bayern Munchen sigur á Dynamo Dresden með tveimur fallegum mörkum á þriggja mínútna kafla í leik liðanna á laugardag. Sigurinn var kærkom- inn fýrir Munchenarliðið og ætti að gefa þeim aukið sjálfstraust fyrir leikinn mikilvæga í Meistarakeppn- inni á miðvikudag gegn Dynamo Kiev. Borussia Dortmund hélt upp- teknum hætti um helgina og vann sinn leik. Að þessu sinni urðu Duis- borg fyrir barðinu á toppliðinu og eru fá Íið líkleg til þess þessa dagana að ná toppsætinu af Dortmund. Eintrach Frankfurt vann sinn leik örugglega um helgina en þó vörpuðu snarpar innanfélagsdeilur töluverðum skugga á sigurinn. Þrír lykilmenn liðsins, þeir Marizio Gaudino, Anthony Yeboah og Jay Jay Okocha, léku ekki með liðinu í leiknum og báru við veik- indum eftir harðvítugar deilur við Jupp Heynckes, þjálfara félagsins. „Ég ætla ekki að leyfa svo vellaun- uðum mönnum að haga sér svona,“ sagði Heynckes eftir leik- inn. „Mínum aðferðum breyti ég ekki.“B Maurizio Gaudino, þýski lands- liðsmaðurinn hjá Eintracht Frank- furt, er einn þeirra leikmanna sem skyndilega veiktust í kjölfar rifr- ildis við þjálfarann. Dregið í ensku bikarkeppninni Stórteikur Newcastle og Blackbum Ljóst er að stórleikur þriðju um- ferðar í ensku bikarkeppninni verður leikur Blackburn og Newc- astle. Dregið var á laugardag. Blackburn, sem er í efsta sæti deildarinnar, og Newcastle, sem vermir þriðja sætið, hafa bæði spilað mjög vel í vetur og því er strax byrjað að tala um leikinn sem verður í janúar. Enn á eftir að taka fyrir kæru Tottenham vegna banns þeirra í bikarkeppninni og er úrskurðar ekki að vænta fyrr en um áramót. Þangað til er ekki ljóst hvort utan- deildarliðið Altrincham fer áfram í fjórðu umferð án þess að leika. Bikarmeistarar Manchester Un- ited þurfa að leika gegn Sheffield United og er það þriðja árið í röð sem slíkt gerist. Annars voru þessi lið dregin saman: Blackburn - Newcastle Man. Utd. - Sheff. Utd. Tottenham - Altrincham Chelsea - Charlton Arsenal - Millwall Aylesbury - Q.P.R. Enfield/Torquay - Leicester Mansfield/Halifax - Wolves Marlow/Woking - Swindon Bashley/Swansea - Middlesboro Peter Beardsley og félagar í Newcastle eiga erfiðan leik fyrir höndum í ensku bikarkeppninni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.