Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 15
VIÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 27 ★ ★★★★ ★ ★★★ ★ ★★ ★ ★ ★ o © FRÁBÆRT ÁGÆTT GOTT LALA SLÆMT VONT HÆTTULEGT 2001: Frygð ★★ „Frygð er kröftug rokkskífa þó hún beri xsku hljómsveitarinnar 2001 nokkur merki. Skífan erfyrst ogfremst merkileg fyrir að hafa komið útþráttfyrir logndeyðu í neð- anjarðartónlist Reykjavíkur. Þetta er skífa sem gœti opnað nýjar víddir í tattóveruðum samkvcemum þeirra sem halda að þeirfylg- ist með. “ Kol: Klæðskeri keisarans irk „Klœðskeri keisarans er ágœt skífa sem ef- laust á eftir aðfalla vel í kramið hjá aðdá- endum Bubba Morthens og Grafíkur en virkar samt eins og endurútgáfa frekar en ný afurð. Kol er prýðissveit en eins ogfrœg kona sagði einhvern tímann: „Great but ten years late.““ Urmull: Ull á víðavangi ★ „Urmuller auðheyrilega vaxandi tónleika- sveit sem eflaust á eftir að verða meira úr. Það má hins vegar deila um hversu tíma- bœrt var að rjúka í að gefa út þessa plötu. “ Jet Black Joe: Fuzz ★★★★★ „ Þessir drengir standa vel undir því sem þeir eru að gera. Sem er ekki svo lítið. Það er í raun erfitt að tmýnda sér að Fuzz sé ís- 'ensk plata úr Hafnarfirðinutn, enda er hún bað ekki. Hún er rokklensk og það er í rokk- landi sem stuðið sýður. “ Siggi Björns: Bísinn á Trinidad ★★★ „Efþað er lítið að gerast á hverftskránni er lítið mál að kaupa ölkút og skella Sigga Björns í grœjurnar. Bísinn er í góðuformi þó Siggi Björns sé að spila úti á Trinidad. “ Sssól: Blóð ★★★ „Þegar öflugasta ballhljómsveit landsins gefur út stuðplötu ergatnan. Maðurfœr á tilfinninguna að Sssól þori ekki að prufa neitt nýtt enda kannski engin ástœða til. Stuðið erþeirra heimur og ekkert að því. “ Birthmark: Unfinished novels ★★★★ „Tónlistin á Unfinished novels er eins hóg- vœr og afslöppuð og popp yfirhöfuð getur orðið. Platan líður áfram eins og draumur. Birthmark býður upp á heilanudd afbestu sort. “ NýLISTASAFNIÐ, 26. NÓV. - 11. DES. Samsýning ★★★ „Trúlega eru allir að reyna sitt besta og eru heiðarleikinn uppmálaður. En er hreint hjarta Islendingsins jafnan óbrigð- ull lausnarsteinn? Sýningin býður upp á trúverðugt listrænt yfírbragð eins og menningarkimum samfélagsins er ætlað að gera; en þessi sýning hristir ekki upp í gestinum — en kitlar þá suma kannski pínulítið. Hlutkesti réð að sýningin hlaut fremur þrjár stjörnur en tvær.“ Vilborg Davíðsdóttir: Nornadómur Mál og MENNING 1994 177 BLS. ★★★ „Framhald hinnar vinsœlu bókar Við Urð- arbrunn œtti aðfájafn ágœtar viðtökur og fyrsta bókin. Vel heppnuð sápuópera frá víkingatíma. “ „Hljómgœðin eru á sífeldri uppleið sem og spilamennskan. Allt hjálpast til við að styrkja þessa plötu. “ Pönkarnir kunna ekki að þagna 2001: Frygð Islensk „neðanjarðartónlist“ hef- ur átt frekar erfitt uppdráttar hin síðari ár. Tónleikar hafa verið strjálir og plötusala dræm. Af skilj- anlegum ástæðum hafa hljómsveit- ir yfirleitt ekki lagt í mikla útgerð í tónleikahaldi og upptökum enda eftir litlu fé að slægjast á þeim vett- vangi. Þeir piltar í 2001 láta slíkt ástand sig þó litlu varða. Eftir að hafa starfað í heila fjóra daga drifu drengirnir sig í hljóðver og hljóð- rituðu íjögur lög með aðstoð upp- tökustjórans nafntogaða ívars Ragnarssonar. Útkoman verður að teljast ótrúlega sannfærandi þrátt fyrir það hve aðdragandinn var skammur. Meðlimir 2001 eru eins og gefur að skilja ekki allsendis nýir í hettunni. Meðlimir sveitar- innar hafa getið sér frækinn orðstír sem meðlimir í sveitum á borð við Púff! og SSSpan sem voru báðar með efnilegri sveitum. Eins hefur 2001 öðlast sterkan sess í íslensku rokklífi með fjölmörgum tónleik- um sínum eftir að platan var tekin upp. Það er auðheyrt á hljóm- kringlunni „Frygð“ að hljómsveitin er undir miklum áhrifum frá þeirri tónlist sem meðlimir hennar eru sjálfir að hlusta á. Tónlist sveita á borð við Big black, Wiseblood og Nine inch nails skín í gegn um tón- smíðar 2001 svo stundum þykir manni nóg um. En þegar horft er framhjá áhrifavöldunum verður að segjast að Frygð er ágætlega vel heppnuð plata. Hljóðfæraleikur þeirra félaga er prýðisgóður, ber þar sérstaklega að nefna trommar- ann Sölva Blöndal sem er kominn í hóp betri trommara landsins þó hann sé fullmikið fyrir að sýna færni sína. Lög sveitarinnar eru hrá og hávær. Krafturinn skín í gegn. 2001 er tvímælalaust framtíðarsveit í íslensku rokklífi. Frygð er kannski ekki fullkomin rokkplata en hún gefur góð fýrirheit og ætti að nægja í öll nema allra heitustu partí. UFrygð er kröftug rokkskífa þó hún beri æsku hljómsveitarinn- ar 2001 nokkur merki. Skífan er fyrst og fremst merkileg fyrir að hafa komið út þrátt fyrir logn- deyðu i neðanjarðartónlist Reykjavikur. Þetta er skífa sem gæti opnað nýjar viddir í tattó- veruðum samkvæmum þeirra sem halda að þeir fylgist með. Mjög íslenskt á lýðveldisári Kol: Klæðskeri keisarans Kópavogurinn hefur ekki orðið að þeirri gróðrarstíu í rokkinu sem reiknað var með eftir að Fræb- blarnir ruddu pönkinu veginn á sínum tíma. Ef miðað er við minni kaupstaði og kauptún er eiginlega furðulegt hvað mannskapurinn sunnan Nauthólsvíkur hefur lítið látið í sér heyra. En ein er sú sveit sem starfað hefur í Kópavogi öðr- um lengur og er það hljómsveitin Hyskið (nei, það var ekki átt við Ríó tríó). Hyskið tók að vísu aldrei upp nema eina plötu, sem skilaði sér heldur ekki á markað nema sem snælda, en þessi sveit þjónaði sínu hlutverki sem uppeldisstöð tónlist- armanna og gerði það með sóma. Undirritaður ætti nú að þekkja það enda leikið með einum fjórum fyrr- verandi trommurum Hyskisins. Nú er Hyskið allt og má segja að Kol séu tekin við. Hljómsveitina Kol skipa fyrrum meðlimir Hyskisins og höfuðpaur þeirrar sveitar Hall- grímur Guðsteinsson, betur þekktur í „bransanum" sem Halli Gulltönn, leikur á bassa í sex lag- anna. Tónlist þeirra kola verður seint talin framsækin. Flutningur- inn er fagmannlegur vel sem og hljóðstjórn Tómasar Tómasson- ar en lögin frekar flöt og dálítið eins og maður hafi heyrt þau áður. Yrkisefnin eru í alvarlegri kantin- um, ádeilan ráðandi og kannski ekki nógu ljóðræn til þess að vera fullkomnlega öpp dú deyt. Þetta er hljómplata sem hefði getað slegið í gegn í kringum 1985 með hljóm- sveit sem eflaust hefði burstað músíktilraunir á svipuðum tíma. ■ Klæðskeri keisarans er ágæt „Skrípó er svo skemmtilegt orða Halldór Baldursson, sem er einn fárra sem teiknar að staðaldri fyrir vikublað hér á landi, opnaði teikni- myndasýningu í Gallerí Greip um helgina. Auk þess að myndskreyta Viðskiptablaðið hefur hann haft í nógu öðru að snúast á sínu áhuga- sviði og þar af leiðandi haft ofan í sig og á sem teiknari, sem er býsna óal- gegnt. Hvað ertu að matreiða ofan í okkur á sýningunnil „Þarna er samankominn kjarninn af því sem ég hef verið að vinna við síðasdiðið ár. Stór hluti sýningarinn- ar er skrípómyndir úr barnabókum, til dæmis úr bók sem var einmitt að koma út og heitir Ævintýri á nýars- nótt. Ásamt mér vann Árni Árnason að þeirri bók. Þá er líka töluvert af myndum úr Sögunni af húfunni fínu sem ég myndskreyti og Sjón skrifar. Sú bók kemur að vísu ekki út fyrr en í vor en ég ákvað að taka forskot á sæluna enda heldur maður ekki sýn- ingar nerna á tveggja til þriggja ára fresti,“ útskýrir Halldór. Fáum við bara að sjá skrípó? „Ég kalla þetta nú bara skrípó af því það er svo skemmtilegt orð. Sýn- „Ég hef klippt texta út úr Viðskiptablaðinu sem liggur undir teikn- ingunum í Gallerí Greip þannig að blaðið er orðin skreyting við Hall- dór Baldursson hf.,“ segir Halldór Baldurs- son sem um helgina opnaði teiknimynda- sýningu í Gallerí Greip. skifa sem eflaust á eftir að falla vel i kramið hjá aðdáendum Bubba Morthens og Grafikur en virkar samt eins og endurútgáfa frekar en ný afurð. Kol er prýð- issveit en eins og fræg kona sagði einhvern tímann: „Great but ten years late.“ Heldur bragðdaufull Urmull: Ull á víðavangi Af einhverjum ástæðum er eins og hljómsveitum utan að landi fari fækkandi í takt við fjölgun trúba- dora. Það heyrist alla vega minna í þeim suður en hér um árið þegar Greifarnir, Grafík og Dúkkulísurn- ar stjórnuðu bransanum. Isfirska hljómsveitin Urmull ræður þó nokkra bót á með útgáfu á fyrstu plötu sinni Ull á víðavangi. Þrátt fyrir óvenju íslenskt nafn á plöt- unni er því miður erfitt að greina uppruna sveitarinnar. Urmull leik- ur nokkuð kraftmikið rokk en ansi mikið á Seattlelínunni. Þannig fell- ur sveitin dálítið í þá gryfju, sem maður var farinn að halda að væri sérreykvísk, að syngja á ensku með kábojstæl og herma eftir uppáhalds grönsgrúppunni. Það er alls ekki þar með sagt að Urmli (?) sé alls varnað. Spilamennskan er í góðu lagi hjá strákunum og það eru margir góðir sprettir á plötunni. Sprettir sem æsa upp dýrið ef því er að skipta, vandamálið er að aðrir eru búnir að taka þá flesta og yfir- leitt í betri hljóm. ■ Urmull er auðheyrilega vax- andi tónleikasveit sem eflaust á eftir að verða meira úr. Það má hins vegar deila um hversu timabært var að rjúka i að gefa út þessa plötu. Vaðandi snilld og allt það Jet Black Joe: Fuzz Drengirnir í Jet Black Joe, eins og þeir eru enn kallaðir, eru löngu komnir í landsliðið í rokkinu. Þeg- ar kemur að harðri keyrslu eru þeir í raun ókrýndir konungar hér heima. Islenskar rokksveitir hafa verið iðnar við að hanga á barmi heimsfrægðar í útlandinu og þá yf- irleitt með geysimiklum látum og yfirlýsingum. Jet black Joe ætla hins vegar að sigra útlensk eyru í róleg- heitum og virðist ætla að ganga það bara nokkuð vel. Enda hörkuband á ferðinni. Fuzz er þriðja hljóm- kringla sveitarinnar og virkar jafn- ruglingslega á hlustandann í fyrstu og fyrri plöturnar voru aðgengileg- ar. Gunnar Bjarni Ragnarsson poppstjarna úr Randver er sívax- andi lagasmiður og það síast fljótt inn í hlustandann hvað verið er að fara. Fuzz er hörku rokkplata sem vílar ekkert fyrir sér að fara aðeins á rólegu nóturnar þegar við á. Það eru kannski rólegu, hippalegu kafl- arnir sem virka stundum dálítið út úr kú (out of a cow) en þeir ná því að undirstrika rokkaðri kaflana sem verða óneitanlega geggjaðri og hnitmiðaðri eftir því sem plöturnar verða fleiri. Hljómgæðin eru á sí- feldri uppleið sem og spilamennsk- an. Allt hjálpast til við að styrkja þessa plötu. Það örlar á meiri þungarokksáhrifum á köflum, einkum í gítarsándi, en líka meiri galsa sem skrifast að einhverju leyti á Beastie boys-áhrif. Glimrandi ballaða snýst yfir í glymjandi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.