Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994
Posturihn
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjóri
Framkvæmdastjóri
Markaösstjóri
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Þórarinn Stefánsson
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Enn ein vonda
stöðuveitinein
I MORGUNPÓSTINUM í dag er greint fnfnarðri gagnrýni
nokkurra umsækjenda um stöðu umboðsmanns barna á að
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu skyldi skipaður í stöðuna.
Ekkert í starfsferli hans bendir til að hann sé hæfari í starfið
en fjöldinn allur af öðrum umsækjendum. Gagnrýni þeirra
sem ekki hrepptu starfið sýnist því vera fullkomlega réttmæt.
Hér virðist því vera um enn eina stöðuveitinguna sem ber
vott um klíkuskap og óvirðingu við umsækjendur. Og að
sjálfsögðu einnig óvirðingu við þá sem nýta þurfa þjónustu
þessara embætta — í þessu tilfelli börn.
Á undanförnum áratugum hafa sambærilegar stöðuveit-
ingar margsinnis orðið tilefni til réttmætrar gagnrýni. Ráð-
herrar hafa verið staðnir að því að skipa afdönkuð flokks-
systkini sín, óhæfa ættingja sína og vini eða einfaldlega fólk
sem þeir annað hvort kunna vel við eða þurfa endilega að
losna við úr þeim stöðum sem það hefur gegnt. Með þessu
hafa ráðherrarnir veikt ríkiskerfið, gert þjónustu þess verri og
óskilvirkari og boðið óhæfu fólki upp á að sóa almannafé í
störfum sem það ræður ekki við.
Engum stjórnanda í einkageiranum dettur þetta lengur í
hug. Þeir forstjórar og eigendur sem stunduðu þetta á árum
áður hafa farsællega stýrt fyrirtækjum sínum í gjaldþrot. Sú
reynsla hefur kennt mönnum að ekkert fyrirtæki hefur efni á
öðru en hæfasta fólkinu sem hægt er að ráða í hverja stöðu.
Ráðherrar hafa hins vegar ekkert lært af þessu. Ef það þjón-
ar einkahagsmunum þeirra eða flokksins að ganga fram hjá
hæfum umsækjanda þá gera þeir það. Fyrir þeim skiptir ekki
meginmáli þótt hver ríkisstofnunin á fætur annarri séu gerð-
ar hálfónýtar vegna slælegrar og metnaðarlausrar stjórnunar.
Enginn þeirra fínnur hjá sér hvöt til að styrkja og bæta ríkis-
kerfið. Þeir líta á stofnanir þess sem táknrænar fremur en
starfshæfar. Það er þannig í sjálfu sér nógu mannúðlegt að
stofna embætti umboðsmanns barna, það skiptir minna máli
hvort það embætti verði gott eða lélegt.
Ráðherrar hafa heldur ekkert lært af þeirri umræðu sem
hefur farið fram um stöðuveitingar þeirra. Þeir líta á þá um-
ræðu sem öfundarhjal þeirra sem annað hvort fá ekki stöð-
urnar eða hafa ekki aðstöðu til að skipa í þær. Á sama hátt og
þeir afgreiða umræður um bílakaup þeirra, utanlandsferðir,
ferðapeninga og risnu. Og í raun alla umræðu um störf
þeirra og frammistöðu í starfi. Ef einn þeirra er gagnrýndur
klappa hinir á bakið á honum og fullvissa hann um að það sé
ekkert að honum heldur þeim sem eru að kvabba um störf
hans. Og síðan launa þeir hver öðrum stuðninginn með
klappi á bakið á þeim næsta sem verður fyrir gagnrýni.
Ástæðan fyrir að þessi hálfkjánalegi blekkingarleikur ráð-
herranna gengur upp er sá að þeir komast upp með hann.
Stjórnarandstaðan stendur ejeki fyrir neinni alvarlegri gagn-
rýni á ríkisstjórnina vegna þess að stjórnarandstaðan í dag
getur orðið stjórnin á morgun. Og þá fær hún sínar að skipa
í. Og ráðherrarnir verða heldur ekki varir við að kjósendur
refsi þeim. Kjósendur standa nefnilega frammi fyrir mörgum
kostum jafnslæmum og eiga því bágt með að refsa einum
spilltum ráðherra umfram annan.
Trygging ráðherranna fyrir að geta haldið áfram að draga
mátt úr ríkiskerfmu með því að sveigja það og beygja að eig-
in hagsmunum er sú að þeir séu allir jafn slæmir. Svo framar-
lega sem enginn þeirra tekur upp á því að hegða sér eins og
maður eru þeir allir hólpnir.
Gunnar Smári Egilsson
MkAlnreim Á \
Postunnn
Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, sími 2 22 11
Beinir símar eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999
Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiðslu 22311
■ ' ■„■-4?
Slóvenía
n neimurinn
Ummæii
Þetta er einföld
og góð regla
„Raunar held ég að enginn dóm-
stóll íþessu landi geti dæmt mig,
einfaldlega vegna þess að ég heiti
Silvio Berlusconi.“
Silvio Berlusconi.
Það er bara
svo gaman?
„Égget ekki séð
að það sé neinn
sparnaður af
þessu verkfalli. “
Kristín Á. Guð-
mundsdóttir verk-
fallsleiðtogi.
Allavega sama verði!
„Efþessir aðilar vilja byggja bens-
ínstöðvar hér þá verða þeir að gera
það á sörnu forsendum ogvið.“
Kristinn Björnsson bensínfursti.
Hefði ekki getað orðað
þetta betur sjálfur
„tslenska Sjónvarpið á brátt þrjá-
tíu ára afmceli.
Ekki er œtl-
unin að
rekja sögu
þess hér en í
dag er þó
Ijóst að dag-
skrá stöðvar-
innar lýkur
yfirleitt áður
en klukkan verður hálftólf á kvöldin.
Það er gaíli. “
Óttar Sveinsson sjónvarpsrýnir.
Hagfrœðin — hálfskrifuð hagfrœði
Um langan aldur hafa hagfræð-
ingar leitt untræðu og umfjöllun
um efnahags- og atvinnumál hér á
landi sem og annars staðar. Stjórn-
málamenn og allur almenningur
hafa haft blendnar tilfmningar í
þeirra garð. Sumir trúa hverju orði
spekinganna og reyna eftir besta
megni að ná áttum í fræðum þeirra
sem á stundum reynast torskilin.
AUtént eins og þau eru matreidd að
öllu jöfnu í fjölmiðlum. Aðrir vé-
fengja flest sem frá þeim kemur og
velja þeim háðuleg nöfn til að und-
irstika vantrú sína.
Mikill árangur
Enginn vafi er á því að áhrif hag-
fræðinnar hafa verið í mjög mörgu
til góðs. Það eitt til að mynda að
svo virðist að tekist hafi, með skiln-
ingi á hagsveiflum og efnahagslífi,
að afstýra yfirvofandi kollsteypum
á borð við heimskreppuna miklu
verður að teljast til líklegra stóraf-
reka sem eigna megi að miklu hinni
ungu grein hagfræðinni.
Hálfskrifuð fræði
En hagfræðin er ekki fullþróuð
grein fremur en önnur Vfsindi.
Stöðugt berast fréttir af stórstígum
framförum innan hennar. Fram-
förum sem margar hverjar vekja at-
hygli á því að mörg viðfangsefni
hafa um áratuga skeið verið tekin
fyrir á alltof þröngum forsendum.
Ellegar undirstrika á óvéfengjanleg-
an hátt stórfellda galla sumra kenn-
inga sem helst hafa verið haldreipi
greinarinnar til þessa dags. Gera
um leið hæpna, léttvæga eða jafnvel
ómerka þá ráðgjöf sem á þessum
sömu kenningum hefur verið
byggð. Ráðgjöf sem þjóðarleiðtog-
ar, stjórnmálamenn og allur al-
menningur hefur hlustað á með
mikilli andakt og iðulega litlum
skilningi. Farið samt eftir henni
eins og um væri að ræða öruggar og
vísindalega sannaðar staðreyndir.
Fáir hafa treyst sér til að and-
mæla ráðgjöfinni sem iðulega hefur
verið byggð á stærðfræði og útlist-
unum ofar skilningi alls venjulegs
fólks. Niðurstaðan hefur því oft
verið sú að margir efasemdarmenn
sem finna fyrir vantrú byrgja með
sér alla gagnrýni af ótta við það að
vera reknir á gat og af hálærðum
hagspekingum. Gerðir þannig að
Þungavigtin
j|F
JÓN
Erlendsson yfirverkfræðingur
I.
athlægi fyrir fáfræði. Slíka áhættu
þora fáir að taka.
Biblía hagfræðinnar hefur vart
verið skrifuð nema til hálfs. Nýleg
veiting Nóbelsverðlauna í hagfræði
er eitt íjölmargra dæma sem undir-
strikar þetta. Verðlaunin voru að
þessu sinni veitt spekingum sem
beitt hafa aðferðum „leikjafræð-
innar“ (e. Game Theory) til að
víkka sjóndeildarhring hagfræð-
innar. Með þessum aðferðum hafa
menn meðal annars komist að
þeirri niðurstöðu að einkvæmar
lausnir eru fágætar eða ófinnanleg-
ar. Sá háttur sumra hagfræðinga að
tala eins og einungis ein lausn komi
til greina í ýmsum efnahagsmálum
er samkvæmt þessum niðurstöðum
hreinræktuð hégilja. A hverju viðf-
angefni eru ávallt ótalmargar var-
anlegar eða „stöðugar" lausnir. Flin
eina og rétta niðurstaða er því goð-
sögn.
Annað dæmi um alvarleg þrengsl
innan hagfræðinnar er sú þekking
sem menn hafa aflað á síðustu tím-
um um eðli atvinnulegrar grósku.
Ljóst er nú af langvinnum rann-
sóknum að staðbundin menning,
framtak og drift íbúa einstakra
byggðarlaga (e. Local Initiative)
hefur oft miklu meiri efnahagsleg
áhrif en afmarkað fikt með almenn
hagstjórnartæki, svo sem vaxtastig,
sem einokað hafa athygli fjölmiðla
og ráðamanna í umfjöllun um
efnahagsbjargráð.
Meðan hagfræðingar hafa verið
uppteknir við að setja upp og leysa
þægileg og afmörkuð dæmi er
spanna auðreiknanlegar peninga-
stærðir hafa um langan tíma sára-
litlar rannsóknir farið fram á mörg-
um megindrifkröftum efnahgslegra
framfara. Dæmi um þetta er ný-
sköpun og uppfinningar. Hópur
bandarískra hagfræðinga hefur þó
upp á síðkastið staðið fyrir vakn-
ingu hvað þeim viðvíkur. Þessi
hópur vinnur að því að dusta rykið
af kenningum Josep Schumpeters
sem á sínum tíma lagði megin-
áherslu á fyrrgreinda þætti sem
drifkrafta efnahagsframfara í kenn-
ingum sínum.
Það sem hér hefur verið nefnt
eru örfáar staðreyndir af mjög
mörgum sem undirstrika það hve
stutt á veg hefðbundin hagfræði er í
raun komin og hve mörg veigamik-
il atriði hafa ekki verið tekin til ítar-
legrar skoðunar. Hagfræðin hefur
tileinkað sér þann ósið, eins og
margar aðrar fræðigreinar, að af-
marka sér þröngan bás hverju sinni
og vanrækja þann sjálfsagða hlut að
gera ráðamönnum og leikmönnum
skilmerkilega grein fyrir óhjá-
kvæmilegum þrengslunum og
ófullkomleika bássins, það er, á
takmörkum og annmörkum fræð-
anna á hverjum tíma. Vanrækt að
kynna það rækilega að hinn endan-
legi og fullkomni bás hafi ekki verið
smíðaður og verði það sennilega
aldrei. Slíkar smíðar hafa ávallt
hrunið að meira eða minna leyti
fyrr eða síðar. Þetta vita allir sæmi-
lega upplýstir vísindamenn nú á
dögum. Einkum þeir sem stunda
rannsóknir og gera sér því öðrum
betur grein fyrir fallvaltleika „við-
urkenndra fræða hvers tíma“. Vís-
indasagan er sneisafull af dæmum
er undirstrika það sem hér hefúr
verið sagt.
Þekking í
neytendaumbúðum
Sá hópur langskólagengins fólks
sem ekki hefur fengið tækifæri til
að vinna að rannsóknum hefur á
hinn bóginn iðulega gerólíka af-
stöðu. Þetta fólk hefur fengið þekk-
ingu sína tilreidda líkt og fullfrá-
gengna og glóphelda (e. idiot pro-
of) neysluvöru í viðeigandi skraut-
umbúðum. Hefur þessu til staðfest-
ingar virðuleg prófskírteini sem af-
hent hafa verið með viðeigandi
seremóníum. Margir einstaklingar í
þessum hópi líta á það sem þeim er
kennt á knöppum tíma í námi, sem
fengið hefur það undarlega nafn
„langskólanám“, sem hinn eina og
endanlega sannleika. Slíkt verður
gjarnan að kredduföstu og lötu
þekkingaríhaldi sem bregst iðulega
ókvæða við nýmælum og nýrri
hugsun sem samrýmist ekki kenn-
ingum í áratugagömlum skólabók-
um þess. Rétt eins og liðsmenn
kaþólsk-rómversku kirkjunnar sem
öldum saman ríghéldu í „hin einu
og sönnu og viðurkenndu" vísindi
Aristotelesar og limlestu, útskúf-
uðu eða brenndu þá sem höfðu
aðrar skoðanir eða vildu bæta ein-
hverju við fræðin.
Þetta er ekki sagt hagfræðinni
eða öðrum fræðigreinum til lasts
fremur en það geta talist hnjóðsyrði
um ungan mann að segja að hann
sé renslulítill og óharðnaður. Al-
varlegt væri á hinn bóginn að setja
slíka mannveru á stall til að ráða
lögum og lofum í mikilvægum
málurn. Þetta er það sem gerst hef-
ur með þann ungling sem við köll-
um hagfræði. Þessi unglingur hefur
margt gott til málanna að leggja.
Hann hefur á hinn bóginn ekki
þroska í það að gerast alvaldur
æðstiprestur enda hefur biblía hans
ekki verið skrifuð nema til hálfs. ■
„Hagfrœðiti hefur tileinkað sér þann ósið,
eins og margar aðrar frœðigreinar, að af-
marka sér þröngan bás hverju sinni og van-
rœkja þatin sjálfsagða hlut að gera ráða-
tnönnutti og leikmönnutn skilmerkilega greiti
fyrir óhjákvœmilegutn þretigslunum og ófull-
kotnleika bássins, það er, á takmörkutn og
atinmörkum frœðanna á hverjum tíma.“
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Páisson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.