Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 íran Klerkar á fallanda fæli Utan frá séð virðast íranir einsleit hjörð tmamfsafólks. Svo erþó ekki því í landinu búa margir við nkidæmi og vest- ræna háttu. Samt em olíulindimar miklu hættarað skila landinu dýrmætum gjaldeyri, almenningur er sáróánægður og Rafsanjani forseti hefur á sérmikið spillingamrð. Það er liðin tíð að ráðamenn í Ir- an hafi eitthvað um það að segja hvernig olíuverð þróast. Á há- punkti veldistíma síns þurfti Res- ha Palavi keisari ekki annað en srnella fingrum og verð á olíu rauk upp. Fjárhirslur hans bólgnuðu út og Vesturlönd fylltust skelfingu. Á þeinr tíma var Teheran háborg ný- fengins ríkidæmis í heiminum. Rétt eins og þá byggir efnahagur Irans ennþá alfarið á olíu. Það sætir furðu hversu margir búa við ríki- dærni, en landið á í mikilli efna- hagskreppu og almenningur er sár- óánægður. Keisarinn stóð í mikilli iðnvæð- ingarherferð á áttunda áratugnum, en frekar var hún í skötulíki. Það voru settar upp verksmiðjur þar sem innfluttir vélahlutar voru skrúfaðir saman. íranir eru engu nær því nú en þá að hafa þróað sín- ar eigin framleiðsluvörur. Verk- smiðjur framleiða enn varning sem er byggður á hönnun sem Evrópu- menn köstuðu á haugana fyrir tveinrur áratugum. Dýrmætur gjaldeyrir fer í að kaupa vélarhluta. Ur þeim smíðar til dæmis Paykan- verksmiðjan nálægt Teheran bif- reiðar sem hafa að fyrirmynd Hill- ntan Hunter-bíla sem teljast orðnir forngripir á Vesturlöndum. Heim- ilistækjaverksmiðjan Arj setur sam- an þvottavélar sem byggir á þvotta- vélum senr Italir framleiddu í kringunr 1975. Hagkvæmni þessara atvinnuvega er náttúrlega ekki mikil. Áður fyrr kom þetta þó ekki mjög að sök vegna þess að þeim var haldið uppi með ómældu fjármagni úr olíuiðn- aði. Svo er ekki lengur. Það er ekki bara við lágt olíuverð að sakast, heldur eru Iranir að vissu leyti í sömu sporum og Rússar sem ná ekki að dæla nógu mikilli olíu upp úr jörðinni. Ástæðan er einfaldlega sú að tækjakosturinn er ekki til, það hefur ekki verið fjárfest nóg í þess- ari undirstöðuatvinnugrein. Peningarnir hafa farið í vopn og bænahús sem eru til lítils gagns þegar þarf að pumpa upp olíu. ír- anir flytja nú út mun minni olíu en áður, samdrátturinn nemur næst- um helmingi á síðustu fimmtán ár- unum, en á sama tíma hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun í landinu. Sjálfir bruðla Iranir með olíu. Hún er niðurgreidd til innanlandsnota og einhverjir sérfræðingar hafa meira að segja séð teikn á lofti um að sú tíð komi að Iranir þurfi að flytja inn olíu. Og þá bíður varla annað hlutskipti þjóðarinnar en að fara aftur að hirða skepnur. Óánægjan magnast Landið sárvantar fjármagn frá Vesturlöndum, en það fá íranir ekki án þess að gera gagngerar breytingar á utanríkisstefnu sinni. Það felur í sér að aflétta dauðadóm- inum yfir Salman Rushdie, að Ir- anir vinni ekki gegn friðarviðleitni í Mið- Austurlöndum og að þeir hætti stuðningi við hin öfgafullu Hezbollah-samtök. Klerkarnir eru algjörlega á móti því að komast að einhverju samkomulagi við Vestur- lönd. Þeir telja sig ríkja í nafni Allah og guð gerir ekki málamið.lanir. Fyrir þrernur árum föluðust Ir- anir eftir fjármagni frá Arabalönd- um. Því var hafnað, enda hafði eng- inn gleymt hatrömmum árásum Khomeinis erkiklerks á konung- dærnin við Persaflóa. Þau kjósa frekar að halla sér að Bandaríkjun- um og Bretlandi. Vilji Ali Akbar Hashemi Rafsanjani forseti freista þess að horfa í sömu átt tefl- ir hann framtíð sinni og lífi í mikla hættu. Honum er mjög óljúft að komast upp á kant við klerkana. Því er líklegast að stjórn hans haldi áfram á sömu braut, að hún treysti á Allah og þolinmæði þegnanna, en sé að öðru leyti nánast stefnulaus. En það er allsendis óvíst hvað hún endist lengi. Vegna skorts hafa þegar orðið uppþot í borgunum Mashad og Quazvin. Það er nánast öruggt að búast má við frekari óeirðum. Stríðið við Irak stóð í átta ár og þurfti fólk að herða sultaról- ina. Því lauk fýrir sex árum og þá var lofað betri tíð. En ástandið hef- ur versnað frekar en hitt. Það er ekki bara sauðsvartur al- múginn sem kvartar. I ágúst síðast- liðnum vöruðu fjórir háttsettir hershöfðingjar við því að Iran stæði á barmi innri upplausnar. Mánuði síðar skrifaði Azizollah Amir Ra- himi, hershöfðingi og fyrrum yfir- maður herlögreglunnar, opið bréf til írönsku þjóðarinnar. Þar hvatti hann stjórnina til að segja af sér og efna til frjálsra kosninga; áframhald klerkastjórnarinnar hefði ekki ann- að í för með sér en að Iran kæmist endanlega í þrot og þá líka íslam. Hikandi og duglítill forseti Þess virðist ekki að vænta að Rafsanjani taki af skarið. Hann er mjög hikandi og dinglar líkt og í lausu lofti milli umbótasinna og afturhaldsmanna. I fyrra vildi hann freista þess að leysa upp Komithes, herskáar sveitir eins konar trúarof- stækismanna sem fólk óttast og hatar. Þetta gekk ekki eftir og Rafs- anjani varð að láta undan harðlínu- mönnum. Afleiðingin er sú að hann gat sér miklar óvinsældir. Hreintrúarmenn liggja honum á hálsi fyrir að hafa reynt að koma þessu í kring, alþýða manna er óánægð vegna þess að honum mis- tókst. Hreintrúarmenn unnu ann- an sigur fyrr á þessu ári þegar bróð- ir forsetans varð að hrökldast úr embætti forstjóra íranska ríkisút- varpsins fyrir tilstuðlan þeirra. Rafsanjani forseti er miklu vin- sælli í útlöndunr en heima fyrir og að því leyti er staða hans farin að líkjast stöðu Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga. Á Vesturlöndum er hann álitinn skynsemdarmaður í hóf- samari kantinum sem sé líklegur til að bæta samskiptin við Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum. Heima ásaka hreintrúarmenn hann fyrir að hafa svikið hugsjónir byltingar- innar, en venjulegt fólk telur hann spilltan og ærusnauðan. I Teheran er ekki rætt um annað meira en hvað stjórnin sé gerspillt. Það er talað um trúarleiðtoga sem lifi eins og hirðmenn keisarans forðum og pólitíkusa sem aki um á Mercedes- bifreiðum. Það er bolla- lagt um verslunarferðir fjölskyldu Rafsanjanis til London og um veð- hlaupahesta sem hann eigi. Eftir stríðið við Irak er stutt í reiði al- múgans; þar örkumlaðist fjöldi manns og þvle.r eins og hver önnur ósvífni að ný og fullkomin gervi- limaverksmiðja í Teheran er í eigu Rafsanjani-fjölskyldunnar. Það er meira að segja orðrómur urn að forsetinn sé ópíumnautnamaður. 1festrænar vellystingar Frá útlöndum séð mætti halda að Iranir væru einsleit hjörð heittrú- aðs meinlætafólks. Breski blaða- maðurinn Jonathan Ford sem ný- lega var á ferð í íran komst þó að því að svo er alls ekki. Margt fólk lifir í vellystingum praktuglega, þótt það reyni að flíka ekki ríki- dæmi úti á götu eins og tíðkaðist á tírna keisarans. Blaðamanninum var boðið í veislu hjá ríkum kaupsýslumanni. Þar gekk engin kona með blæju, heldur sátu þær í baðfötum á sund- laugarbarmi. Úr hátölurum hljóm- aði diskótónlist. Þrátt fyrir áfengis- bann í landinu supu gestir á rommi og kóki úr fallegum glösum. Blaðamaðurinn fékk þá skýringu að áfengið hefði verið keypt frá Pasdaran, trúarlögreglu klerka- stjórnarinnar. Það hefði hún gert upptækt hjá kaupmönnum og kærði sig kollótta um veislur af þessu tagi ef hún fengi að selja áfengið. Þetta fólk lætur ástandið í land- inu sig engu varða. Fjölskyldufeð- urnir hafa risið til metorða í gríðar- miklum ríkisfyrirtækum sem urðu til þegar klerkarnir skiptu upp auð- æfum keisarans. Þeir ferðast ásamt konum sínum til Vesturlanda og senda börnin sín í skóla í Evrópu og Bandaríkjunum, stúlkurnar ekki síður en drengina. Fyrir fólk af þessu tagi er eins og atburðir og kúgun síðustu fimmtán ára hafi aldrei átt sér stað. Það hefur lagt sig eftir vestrænum siðum og hugsunarhætti, en það er víst að það mun aldrei standa fyrir næstu byltingu í Iran. - eh. byggt á The Spectator Rafsanjani. Hann er ásakaður um spillingu og meira að segja gengur orðrómur um að hann sé ópíumnautnamaður. Þingkona í klámmynd Fyrir stuttu var hér sagt frá glæsi- konunni Dagmar Wöhrl sem þá var nýkjörinn þingmaður Kristi- lega demókratafiokksins þýska. Nú er Dagmar komin í vandræði vegna hneykslismáls, því komist hefur upp að fyrir tuttugu árurn lék hún í klámmynd. Myndin var reyndar ekki mjög svæsin, titillinn var Unt- ern Dirndl wird gejodelt, sem út- leggst í vondri þýðingu Jóðlað und- ir þjóðbúningi. Ekki þykir samt lík- legt að flokkur þingkonunnar eða kjósendur fyrirgefi henni, enda er það allt hið íhaldsanrasta fólk.B Framakona í klandri Framakona á Indlandi á við svipað vandamál að stríða og áð- urnefnd Dag- mar Wöhrl. Það er Anjali Kapur, 24 ára 'lögfræð- ingur. Hún hefur starfað við dóm- An'ah KaPur stól í Nýju-Dehli, en getur nú búist við uppsögn. Ástæðan er sú að í fyrra sat hún hálfnakin fyrir á myndum í blaði sem heitir Fantasy og kvað vera í djarfari kantinum. Það var þó ekki fyrr en fréttist af þessu í blaðinu India Todayað upp komst um Kapur. Greinin fjallaði um konur á framabraut sem líka starfa sem fyrirsætur. ■ Besson gengurvel Frakkinn Luc Besson er frægur fyrir kvikmyndirnar The Big Blue og Nikita. Nú hefur hann gert nýja mynd vestur í Ameríku og hefur hún fengið geysigóðar viðtökur. Myndin heitir Léon og íjallar urn leigumorðingja sem óvænt lendir í slagtogi við barnunga stúlku. Milli þeirra tekst vinátta sem þróast upp í eins konar ást. Þykir Besson hafa tekist einstaklega vel að sameina amerískan hasar og franskt innsæi, en aðalleikari er Jean Reno, þessi snöggklippti og svipmikli leikari sem margir þekkja úr fyrri mynd- um Besson.B Isabelle & Daniel? Leikkonan, Isabelle Adjani, þykir standa vörð um einkalíf sitt. I nýlegu viðtali við tímaritið Paris- Match segist hún samt oft hafa ver- ið ákaflega óhamingjusöm. Nú hafi hún þó fundið hamingjuna, hún lesi bækur, ferðist og sé með fólki sem hún elskar. Hún er spurð hvort satt sé að hún eigi í eldheitu ástarsambandi við leikarann Dani- el Day- Lewis, en hún svarar því engu. Svo er hún líka spurð hvort hún eigi von á barni (fyrir á Isa- belle, sem er komin hátt á fertugs- aldur, dreng) og þá segir hún að kannski líði ekki á löngu áður en það verði raunin.B Menningarhöfuðborg Evrópu Lúxembúrg að sligast Það hefur verið rætt hér, sérstak- lega í baráttunni fýrir borgarstjórn- arkosningarnar, að vel myndi fara á því að Reykjavík sækti um að fá að verða menningarhöfuðborg Evrópu árið 2000. I þeirri umræðu væri ekki úr vegi að við leituðum ráða hjá öðru smá- ríki, vinaþjóð okkar í Lúxembúrg. Borgin þeirra hefur hreppt það hnoss að verða menningarhöfuð- borg Evrópu 1995. Allt hefur verið lagt í sölurnar til að þetta megi heppnast sem best, búið er að prenta plaköt og miða og dagskrár eru tilbúnar. Það er gert ráð fyrir hvorki meira né minna en fimm hundruð atburðum á árinu. Þetta vegur hins vegar varla upp á móti þeirri staðreynd að í smáríkinu er engin ópera, enginn ballettflokkur, ekkert almennilegt tónlistarhús og aðeins nítján gallerí. Svo er það íjárhagshliðin. Ríki og borg í Lúxembúrg hyggjast eyða sem nemur 1.8 milljörðum íslenskra króna í þetta verkefni. Það þykir ekki mikið miðað við 2.8 milljarð- ana sem Lissabon pungaði út til að vera menningarhöfuðborg Evrópu þetta árið. Kaupmannahöfn sem fær þennan titil á næsta ári ætlar að bjóða enn betur, því gert er ráð fyrir að fjárhæðin sem þar á að eyða verði fjórfalt hærri en í Lúxembúrg. Vegna fjárhagsstöðunnar hafa Lúxembúrgarar orðið að draga saman seglin. Áætlanir um að byggja tónleikahöll hafa verið lagð- ar á hilluna og sömu leið fóru teikn- Plakötin eru tilbúin en pen- inga vantar. ingar að nútímalistagalleríi sem hannað var af I.M. Pei, höfundi glerpíramíðans glæsilega við Louvre-safnið í París. Aðeins hann hefði kostað urn 11 milljarða ís- lenskra króna. Lúxembúrgarar, sem eru ekki orðlagðir fýrir að vera menningar- þjóð, ætla samt að reyna að standa sig og búast við tveimur milljónum gesta af þessu tilefni. Sem ætti að vega eitthvað á móti fjárútlátum.B Pólland Forsetaefni skiptir um ham Samkvæmt skoðanakönnunum er vinsælasti stjórnmálamaður í Póllandi nú Jacek Kuron, pólit- ískur hugsuður, andófsmaður gegn stjórn kommúnista og fýrr- verandi félagsmálaráðherra. Fyrir tæpum áratug var Egill Helgason í Póllandi og átti þá viðtal við Kuron. Það fór fram við hinar einkennilegustu aðstæður í niðurníddu fjölbýlishúsi í útjaðri miðborgar Varsjár. Kuron hóstaði svo mikið að hann virtist í anda- slitrunum, en þrátt fyrir umvand- anir túlks, glæsilegrar stúlku og greindrar, lét hann sér ekki segjast og keðjureykti amerískar sígarett- ur sem Egill færði honum. Utan við ibúðina voru tveir menn að störfum á litl- um vinnupalli, líkt og þeir hefðu fengið það ævistarf að gera upp þessa hrörlegu blokk. Kuron var ekkert að fela að mennirnir væru þarna í ákveðnum er- indagjörðum. Þeir væru að fýlgjast með sér og í bæ væri hlust- að á hvert orð sem sagt væri í þessu dimma herbergi. Örlög margra Aust- ur-Evrópubúa hafa verið ein- kennileg eftir að kommúnisminn lognaðist út af. Menn sem áður fengu ekki vinnu nema. sem kol- amokarar hafa orðið ráðherrar. Skipasmiður varð forseti Póllands. Og nú hyggst Kuron máski feta í fótspor hans, því hann er orðaður við for- setaframboð þegar kjör- tímabili Lech Walesa lýkur á næsta ári. Til marks um að Kur- on sé alvara með fram- boði er haft að hann þykir hafa skipt gjör- samlega um fatastíl upp á síðkastið. Áður sást hann aldrei nema í gallajakka og gallabuxum, en nú birtist hann æ oftar í vönduðum og dýrum jakkafötum með hálsbindi.B Hinn nýji og gamli Kuron

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.