Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 29 Styrkimir sem skila varð aftur „Framleiðslustyrkir vegna leik- inna kvikmynda hafa undantekn- ingalaust skilað sér í fullkláruðum kvikmyndum. Annars hefur þeim verið skilað," segir Anna María Karlsdóttir, fulltrúi framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs íslands. Nokkrir aðilar sem fengið hafa framleiðslustyrki úr Kvikntynda- sjóði hafa þurft að skila þeinr vegna þess að forsendur styrkjanna stóð- ust ekki þegar á reyndi. Einnig eru dæmi þess að styrkir til handrita- gerðar og undirbúnings fyrir ein- stök verkefni hafa ekki nýst til kvik- myndagerðar en Kvikmyndasjóður hefur ekki gengið eftir að þeir væru endurgreiddir til sjóðsins. Um frek- ari fjárveitingu hefur hins vegar ekki verið að ræða til viðkomandi verkefna. Starfsmaður sjóðsins treysti sér ekki til að segja til um hvað þetta væru samtals háar upp- hæðir. Eyvindur Erlendsson fékk tvær milljónir króna til framleiðslu myndarinnar Erindisleysan mikla, árið 1985 og 3,5 milljónir ári síðar. Horfið var frá gerð myndarinnar og skilaði Eyvindur styrkjunum aftur. Ágúst Guðmundsson . hugðist gera sögualdarkvikmynd sem gekk undir vinnuheitinu Hamarinn og krossinn og fékk hann samtals 20 milljónir til verksins á árunum 1988 og 1989. Ágústi tókst ekki að verða sér úti um samfFamleiðanda sem gat lagt fram það fjármagn sem til þurfti og skilaði hann því styrkjun- um að eigin frumkvæði. Þekktasta dæmið um skil á styrk til Kvikmyndasjóðs er vegna mynd- arinnar Meffí sem Hilmar Odds- son hugðist leikstýra og Jón Ól- afsson í Skífunni var skráður framleiðandi að. Meffí fékk 10 milljónir í styrk frá sjóðnum og undirbúningur undir gerð mynd- arinnar var vel á veg kominn þegar Kvikmyndasjóður afturkallaði styrkinn vegna gagngerra breytinga á handriti myndarinnar. Spunnust út af þessu harðar deilur á milli leikstjórans og sjóðsins en Hilmar varð að lúta ákvörðun hans. „Málið er að ég var ekki búinn að fá allan styrkinn þannig að þeir voru í aðstöðu til að taka sínar ákvarðanir aftur út frá þeim for- Ágúst Guðmundsson. Sögualdarkvikmyndin Hamarinn og krossinn hlaut samtals 20 milljónir frá Kvikmyndasjóði en Ágústi tókst ekki að verða sér úti um meðframleiðanda og afsalaði sér því styrknum að eig- in frumkvæði. sendum sem þeir gáfu sér. Ég hefði getað farið í mál við sjóðinn en kaus að gera það ekki og vildi frekar reyna að redda þessu dæmi í friði en svo bara gekk það ekki upp,“ segir Hilmar. Anna María býst við að í fram- tíðinni verði meira um að skjalfest vilyrði, eða svo kölluð „letter of in- tent“, verði gefin fyrir framleiðslu- styrkjum í stað þess að greiða út hluta þeirra við samþykkt umsókn- ar. Einnig reiknar hún með að tími til fjármögnunar verði lengdur. Snorri Þórisson, framleiðandi kvikmyndarinnar Agnesar, er nú með slíkt vilyrði upp á vasann en Kvikmyndasjóður hefur lofað hon- um 28,5 milljónum króna verði hann sér úti um meðframleiðanda. Snorra hefur ekki tekist hingað til að uppfylla það skilyrði og verður að afsala sér styrknum, gangi það ekki eftir, fyrir 15. maí næstkom- andi. -lae Eyvindur Erlends- son. Kvikmyndin Er- Pidisleysan mikla var tóm erindisleysa og skilaði hann því styrkjum sínum aftur til Kvikmyndasjóðs. Hilmar Oddsson. Kvikmyndasjóður var búinn að lofa honum 10 millj- ónum fyrir Meffí en handritinu var breytt og afturkallaði sjóðurinn því styrkinn. Sara Björnsdóttir, Helga Kristrún, Nína Magnúsdóttir og Andrea Beauman. Uppákoma gegn ofbeldi á konum og börnum Fjórar stúlkur sem eru á síðasta árinu í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands ætla að taka sig saman á þriðjudagskvöld og „performa" til þess að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og börnum. Stúlkurnar munu ýmist performa saman eða í sitt hvoru lagi. Dagskráin er á vegum Amnesty Int- ernational.B Ríkissjónvarpið Stöð 2 Mánudagur 5. desember 15:00 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Þytur í laufi (9:65) 18.25 Hafgúan (3:13) 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Danska Þorpið (3:12) 21.10 Ævi og samtíð Jesú 1. þáttur: Fyrstu jólin. Bandarískur heimildarmyndaflokkur um Ésum og ýmislegt tengdu honum. 22.00 Hold og andi (6:6) Unga nunnan kveður með stór- 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 Vesalingarnir 17.50 Ævintýraheimur Nintendo 18.15 Táningarnir í Hæðagarði 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.50 íslandsmeistarakeppni i samkvæmisdönsum 21.50 Matreiðslumeistarinn 22.35 Ellen (8:13) 23.00 Windsorættin 23.55 Dans á rósum Milk and honey 01.25 Dagskrárlok kostlegum lokaspretti. Er Omega búin að kaupa RÚV? 23.00 Ellefufréttir 23.20 Viðskiptahornið 23.30 Dagskrárlok Þriðjudagur 6. desember 13.30 Alþingi 16.45 Viðskiptahornið (e) 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Moldbúamýri (1:13) 18.30 SPK(e) 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Staupasteinn (24:26) 21.05 Uppljóstrarinn (5:5) Lokaþáttur þessa kjötfarsa. 21.55 fslenskar bókmenntir á lýðveldistímanum Gramar konur fá að röfla um efn- istök fyrsta þáttarins iröðinni „List og iýðveidi". Þeir fjölmörgu sem sáu þann þátt ættu að leggja við augun þvi hér verður eflaust kafað dýpra. 23.00 Ellefufréttir 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 PéturPan 17.50 Ævintýri Villa og Tedda 18.15 Ráðagóðir krakkar 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Sjónarmið Stefáns Jóns 20.50 Visasport 21.30 Handlaginn heimilisfaðir 22.00 Þorpslöggan 22.50 New York löggur (4:22) 23.40 Nornaveiðar Guilty by Suspicion Sæmó stöff með De Niro. 01.20 Dagskrárlok Miðvikudagur 7. desember 13.30 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17:05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Myndasafnið 18.30 Völundur 19.00 Einn-X-tveir 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, fþróttir og veður 20.45 Hemmi Gunn á tali 21.45 Hvfta tjaldið með Völu Matt 22.00 Finlay laeknir (5:6) 23.00 Ellefufréttir 23.15 Einn-X-tveir (e) 23.30 Dagskrárlok 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 Litla hafmeyjan 17.55 Skrifað í skýin 18.15 Visasport 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.55 MelrosePlace (19:32) 21.55 Stjóri 22.50 Tiska 23.15 Hitabylgja Heatwave Hörkuspennandi sann- söguleg mynd sem gerist árið 1965. Ungur svartur blaðamaður fytgist með hvitum löggum sem niðast á kynbróður hans. 00.45 Dagskrárlok með svipbrigðum, háttalagi og búkhljóðum, eða einfaldlega með þögn og fjarveru. Varðandi um- rædda sýningu koma þessi orð og setningabrot til álita og bið ég nú listamennina átta, aðstandendur, hlutaðaeigandi og gesti að velja umsögn við hæfi og bæta síðan við hinu óskrifaða nafni: „eitthvað í því“, „leitandi“, „athyglisverðar þreifingar", „O.K.“, „þreytt og halló“, „geggjað en þó ekki nógu geggjað“, „trendí en of stíft“, „per- sónulegt og heiðarlegt“, „innhverft pot“, „fallegt", „snyrtilegt“, „gæti leitt til einhvers", „alltof dreift og ókonsentrerað“, „hálfvolgt", „snið- ugt og skemmtilegt“ „ldisjukennt og þreytt", „ofsalega skemmtilegt“, „flott“, „kindarlegt", „fjöltækni og Nýlólegt". Svo er auðvitað hverjum og einum opið að leggja orð sín, og jafnvel búkhljóð, inn á orðareikn- inginn í síopnum hugmyndabanka Nýlistasafnsins. Ofangreind máls- meðferð ætti síður en svo að aftra listamönnunum sjálfum í því að hrósa hver öðrurn eins og hefðin er á samsýningum, og svo verður þeirn í Morgunblaðinu vafalaust öll- um óskað góðs gengis á listabraut- inni áður en verkin verða tekin nið- ur og fundin geymslustaður í ís- lenkum veruleika. Ef „unga fólkið" í íslenskum myndlistarheimi fer nú fram með sverði og skildi á þessari sýningu þá er ekki hægt að segja að það sé neinn sérstakur völlur á því um þessar mundir, og Nýlóvofurnar, jafnt sem menningardraugar hins opinbera, eru algerlega óhultir fyrir góðlátlegu vopnaskakinu. I sýning- unni er eins og kreppuhljóð og hún er öll mörkuð einbvers konar inn- hverfu poti og allt virðist enn á fræ- stiginu; hvort sem formerkin í verkunum eru ræktun, leir og efn- iskennd, vélar, klessumálverk, fíg- úrur eða einföld félgasfræði. Og ég efa það stórlega að verkunum á þessari sýningu takist, eða sé yfir- leitt ætlað, að hrista upp í íhaldinu og afturhaldinu hvar í flokki sem það kann að vera, fyrir svo utan að ég efa líka að sýnendurnir hafi að minnsta kosti ennþá skipað sér sjálfum í flokk íhalds eða frarn- sóknar, rnitt á milli, utan flokka eða í flokki einhverrar tímbundinnar Jóhönnu. En hver skyldi vera orða- krókur listamannanna á móti því bragði gagnrýnandans að skrifa urn átta manna samsýningu og nafn- greina einungis og vitna í þann sem skrifar formálann í sýningar- skránna? - Reyndar mætti ganga lengra og fara ennþá framar í sýn- ingarskránni og segja að athyglis- verðasta verkið á sýningunni sé gamla ljósmyndin af hinum dular- fulla garði við Hóla í Stokkseyrar- hreppi. En af hverju gerði enginn neitt úr þessari mynd fyrst einhver gróf hana upp og rak í hana augun? Þorvaldur Þorsteinsson svarar því strax á annarri síðu í skránni, áður en kemur að myndunum af verk- um sýnendanna; af því að mynd- listarmenn vita ekkert hvað þeir eiga að gera. - Ekki svo að skilja að hinn .hlutlausi sýningargestur standi sjálfur oft og tíðum í mikið vænlegri sporum en hinn villuráf- andi listamaður, enda fellur hvor- ugur á tíma rneðan þeir enn rækta sinn garð. ■ Trúiega eru allir að reyna sitt besta og eru heiðarleikinn upp- málaður. En er hreint hjarta ís- lendingsins jafnan óbrigðull lausnarsteinn? Sýningin býður upp á trúverðugt listrænt yfir- bragð eins og menningarkimum samfélagsins er ætlað að gera; en þessi sýning hristir ekki upp í gestinum — en kitlar þá suma kannski pínulítið. Hlutkesti réð að sýningin hlaut fremur þrjár stjörnur en tvær. Hannes Lárusson Hressilegur kokteill Vilborg DavIðsdóttir: Nornadómur Mál OG MENNING 1994 177 BLS. 1 fyrra sendi Vilborg Davíðs- dóttir frá sér þá skemmtilegu ung- lingabók Við Urðarbrunn sem gerðist á landnámstíma og sagði frá ævintýrum Korku Þórólfsdóttur, laundóttur norsks landnámsmanns og írskrar ambáttar. Nornadóntur er framhald þeirrar sögu og gefur henni ekkert eftir. í fyrri sögunni rak hver viðburð- urinn annan og ekkert lát var á spennu. Hið sama á við nú. Hér er nægilega mikið af blóði, kynlífi og spennu til að halda lesandanum við efnið. Þetta er það hressilegur kokteill að Hrafn Gunnlaugsson má fara að vara sig. Korka á enn sem fyrr við ýntsa erfiðleika að etja. I þessari bók kemst hún reyndar í hjónaband, en eins og stundum vill verða þegar eiginkonan er betur gefin og villja- sterkari en eiginmaðurinn þá verð- ur sambúðin ekki árekstralaus. Kolka á í grimmu stríði við eigin- rnann hálfsystur sinnar, Gunn- björn, vondur var hann í fyrri bók en er helmingi verri hér þar sem hann æðir um síður bókarinnar og lúskrar á konu sinni. Mér þykir persónusköpun þess- arar bókar mun öruggari og skýrari en í þeirri fyrri. Korka er enn sem fýrr svipmesta persónan en hálf- systirin Gunnhildur sem stóð í skugga hennar í fýrri bók tekur nú stórt stökk burt úr þeim skugga og verður sérlega eftirminnileg og samúðarmikil persóna. Þrjóturinn, eiginmaður hennar, er ein af þeirn sjaldgæfu persónum sem unun er að hata. Ég er sannfærð unt það að ef bækurnar um Korku hefðu verið skrifaðar í nágrannalöndum okkar þá hefði ekki liðið langur tími þar til þær hefðu orðið að sjónvarps- þáttaröð. Þetta er heilmikil sápu- ópera, örlítið fyrirsjáanleg og form- úlukennd en býsna skemmtileg. Bókin er skrifuð af frásagnargleði og hún býr yfir sjarma. Eg hef þá trú að sjarmi stafi af því að vinnslu verksins hafi Vilborg verið að gera það sem henni þykir skemmtileg- ast. Það er greinilegt að Vilborg hefur kynnt sér ítarlega víkingatím- ann, siði þess tíma, venjur og lifn- aðarhætti. Lesturinn býður því ekki aðeins upp á skemmtun heldur einnig dágóðan fróðleik. Sögurnar urn Korku virðast aðal- lega eiga að höfða til unglings- stúlkna og þar mun þeim vafalítið tekið fagnandi. Ég held þó að les- endahópurinn sé enn stærri, tak- markist þó við konur, enda má segja að Korka sé Scarlett O’Hara víkingatímans. Mér þykir trúlegt að Vilborg hafi ekki sett punktinn við sögu Korku. Undir lok sögu fæðir Korka börn og ég á von á að æska þeirra verði ævintýrarríkt efni í framhaldsbæk- ur. ■ Framhald hinnar vinsælu bók- ar Við Urðarbrunn ætti að fá jafn ágætar viðtökur og fyrsta bókin. Vel heppnuð sápuópera frá vikingatíma. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.