Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 35 NBA boltinn NBA-fréttir Rodney Rogers í ham Sá leikmaður sem fyrstur var val- inn í háskólavalinu síðasta vor var Glenn Robinson frá Purdue-há- skólanum. Robinson var stiga- kóngur háskóladeildarinnar síðasta vetur (30,3 stig að meðaltali) og af flestum valinn leikmaður ársins. Robinson er tveggja metra og 109 kílóa framherji sem er óstöðvandi undir körfunni. Milwaukee Bucks valdi hann til liðs síns og er það í fyrsta skiptið sem Bucks fá fyrsta valrétt síðan 1969 þegar liðið fékk til liðs við sig Lew Alcindor (Kare- em Abdul-Jabbar). Robinson er fæddur í sama bæ og stórpopparinn Michael Jack- son, Gary, Indiana. Foreldrar Glenn eru verkanrenn og það var körfuknattleikurinn sem fleytti Ro- binson í gegnum háskólanánr. Hann lauk öllum sínum fjórum ár- um sem er sjaldgæft og virðingar- vert því erfitt er að standast gylli- boð atvinnumennskunnar. Eftir að hafa verið valinn í vor hófst mikið og langdrægt samn- ingaþref. Robinson hafði nýstárleg- ar hugmyndir um launakjör. Kraf- an sem hann gerði var hvorki meira né minna en 7 milljarðar fyrir 13 ára samning. Eigandi liðsins >Herb Kohl, öldungardeildarþingmaður, sagði: „Hann má þá bara eiga liðið“ enda liðið metið á undir 7 milljarða og bætti við: „Ég skal taka samning- inn hans.“ Kohl var ekki sá eini sem var furðu lostinn yfir græðginni því margir eldri leikmenn urðu foxillir. Dikembe Mutombo sagði: „Ef þessi nýliði fær 7 milljarða þá ætla ég að heirnta 11 milljarða.“ Kröfur um launaþak fyrir nýliða urðu há- værar enda er mönnum farið að blöskra undanlátsemin í garð leik- rnanna sem ekki hafa sannað eitt né neitt. Á endanum komust samnings- aðilar að niðurstöðu en þá var Ro- binson búinn að missa af öllu und- irbúningstímabilinu og var því al- gjörlega út úr heiminum í leikkerf- um liðsins. Þrátt fýrir að Robinson fengi ekki það sem hann upphaf- lega vildi þá þarf hann ekkert að Glenn Robinson, eða „Big Dog“ eins og hann er gjarnan nefndur, er óvígur í kringum körfuna. Samningurinn: Tímabil Greiðsla í krónum 1994- ’95 197,2 milljónir 1995- ’96 256,4 milljónir 1996- ’97 315,5 milljónir 1997- ’98 374,7 milljónir 1998- ’99 433,8 milljónir 1999- ’00 493,0 milljónir 2000- ’01 552,2 milljónir 2001- ’02 611,3 milljónir 2002- ’03 670,5 mil|jónir 2003- ’04 729,6 milljónir kvarta. Samningur hans hljóðar upp á 4,6 milljarða fyrir tíu ár. Kröfurnar, sem gerðar eru til hans, hljóta því að vera miklar enda fjár- festingin ærin. Robinson hefur byrjað ágætlega í vetur og meðaltöl hans í fyrstu tíu leikjunum voru 15,4 stig, 4,6 fráköst og 2,1 stoðsend- ing en öllu verri tölur eru 4,4 tap- aðir boltar og 38,4 prósenta skot- nýting. Margir eru þó hrifnir af honunr eins og Del Harris, þjálfari Los Angeles Lakers: „Ég sá Larry Bird, Grant Hill og Glenn Robin- son alla spila sína fyrstu leiki og verð ég að segja að Bird hefur vinn- inginn. Robinson minnir mig einna helst á Scottie Pippen á sínu þriðja eða fjórða ári.“ Aðstoðar- þjálfari Purdue sagði: „Robinson spilar þangað til hann tortímir and- stæðingnum." Þjálfari Bucks, Mike Dunleavy, sagðist telja Robinson eiga góðan möguleika á að leika í Stjörnuleiknum. Hvort sem spádómar munu ræt- ast eða ei, mun Robinson alltaf enda með dágóða fúlgu í vasanunr. Hann mun þó eflaust gera sitt besta til að hjálpa ungu og efnilegu liði Bucks sem hefur byrjað tímabilið vel. Það stefnir í að liðið nái að vinna urn 35-40 leiki í vetur sem er umtalsverð framför frá í fyrra er liðið vann aðeins 20 leiki. eþa-ÞK Framherji Denver Nuggets, Rodney Rogers, stefnir á fram- faraverðlaunin í NBA. Hann er nú á sínu öðru ári en í fyrra skoraði hann að meðaltali 8,1 stig og var með 43,9 prósenta skotnýtingu. í fyrstu leikjum vetrarins hefur hann verið með 20,1 stig og 57,1 prósent skotnýtingu. Það stefnir í að baráttan um stiga- kóngstitilinn verði hörð í vetur. Shaquille O’Neal var með 31,2 stig að meðaltali, Jimmy Jackson var með 29,8, og David Robinson var með 28,4 eftir leiki síðasta mið- vikudags. Eins og flestir muna var David Robinson stigakóngur í fyrra eftir harða baráttu við Shaquille. Robinson tryggði sér titilinn með 71 stigs leik gegn LA Clippers. Robinson frá- kastahæstur Þótt full snemmt sé að spá þá virðist David Robinson vera líkleg- ur kandítat fyrir besta leikmann deildarinnar. Ekki nóg með að hann sé einn stigahæsti leikmaður deildarinnar heldur er hann langf- rákastahæstur með 13,8 í leik. Næst- ir í röðinni eru Dikembe Mutom- bo, Kevin Willis og Hakeem Olajuwon. Rodman í kuldanum Það vekur eflaust athygli margra að Dennis Rodman sé ekki meðal frákastahæstu manna enda er hann langbesti frákastari NBA-deildar- innar. En þeir fiska sem róa og þeir taka fráköst sem spila og Rodman hefur ekki spilað eina einustu mín- útu í vetur. Ástæða þessa er að þjálfari San Antonio Spurs, Gregg Popovich, og stjórn liðsins eru ósáttir við framkomu Ormsins. Hann hefur verið þekktur fyrir að mæta of seint á æfingar og í leiki en útslagið var þegar hann hagaði sér eins og vitleysingur í æfingaleik og kastaði kælipoka í dómara. Rod- man fékk mikið frjálsræði þegar John Lucas var við stjórnvölinn hjá Spurs í fyrra en með nýjum þjálfara breyttist það allt. Leikmannasamband NBA- deildarinnar er afar ósáttir við ákvörðun liðsins og íhugar mál- sókn. ■ Shaquille O'Neal „Það eftirminnilegasta á mín- um íþróttaferli er tvímælalaust bikarúrslitaleikurinn við Keflvík- inga fyrir þremur árum. Þetta ár var ég nýliði og var sífellt að reyna að sanna mig. Ég man svo vel eftir þessu vegna þess að í þessum leik lenti ég í því að Tyrone Thorn- ton, leikmaður Keflvíkinga, hélt mér alveg niðri og blokkeraði mig til dæmis þrisvar sinnum. Þetta fannst mér mjög slæmt og það eina sem bætti þetta upp var sú staðreynd að við KR-ingar unn- um leikinn og þar með bikarinn þetta árið.“B Hermann Hauksson, körfu- knattleiksmaður hjá KR. Arbók fötbottans komin Bókin Islensk knattspyrna 1994 er komin út. Höfundur bókarinnar er eins og áður Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður. Þetta er fjór- tánda árbók íslenskrar knattspyrnu og er eins og áður tæmd úttekt á öllu því sem gerðist í fótboltanum hér heima á árinu. I bókinni eru ítarleg viðtöl við Sigurstein Gíslason, Rúnar Kristinsson og Ástu B. Gunn- laugsdóttur auk stuttra viðtala við fjölda annarra knattspyrnumanna og -kvenna. Þá eru einnig litmyndir af öllum meistaraliðum á íslands- móti og í bikarkeppni í öllum flokkum.B Landslið í vanda Velskir ekki hrifhir Það eru fleiri þjóðir en íslend- ingar sem eru ekki hrifnir af frammistöðu landsliðanna þessa dagana. Eins og menn vita fórum við íslendingar heldur illa út úr viðureigninni við Tyrki á dögun- um og töpuðum 5:0. Sama ástand er nú í Wales eftir heldur háðulega útreið þariendra gegn Georgíu á dögununt. Leikurinn, sem fram fór í hinu stríðshrjáða landi, var í heild eign Georgíumanna og sáu velsku stjörnurnar aldrei til sólar. Loka- tölurnar urðu 5:0 og eftir leik heyrðust háværar kröfur um af- sögn landsliðseinvaldsins Mike Smith. Liðið, sem var hárs- breidd frá því að komast í úrslitakeppni HM fyrir ári, þótti leika ömurlega og hvergi var heila brú að finna í leikskipulag- inu. Nú er staðan sú, eins og raunar hjá okkur íslendingum, að sáralítil von er til þess að liðið komist í lokakeppni EM og það er eitthvað sem litla Wales sættir sig illa við. Smith viðurkenndi sjálfur eftir leikinn að tapið væri niðurlæging fyrir land og þjóð. „Okk- lan Rush er fyrirliði welska landsliðsins. Þeir eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. ur þykir mjög fyrir þessu. Leikmennirnir og ég sjálfur skömmumst okk- ar og vitum að hægt hefði verið að gera miklu bet- ur. Hvernig get ég úttalað mig um svona leik? Ég hélt að við ættum ágæta vinningsmöguleika og hraði þeirra og áræðni bar okkur ofurliði. Við voum bara ekki með.“ Þegar Smith var spurður um hans eigið mat á sinni persónulegu stöðu sagði hann að hans væri ekki að dæma um það.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.