Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International. „Ég þori að fullyrða að ef þessi mál hefðu komið upp í dag og einangrunin væri svona ofboðslega löng þá myndum við koma upplýsingum á framfæri til að- alstöðva samtakanna í London og fá þá til að rannsaka málið." Amnesty Interna- tional telur Sævar Ciesielski hafa feng- ið ómannúðlega meðferð við rann- sókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna I dag skærísl Amnesty í leikinn — telurJóhanna K. Eyjólfsdóttirframkvæmdastjóri íslandsdeildar samtakanna. Á borgarafundi Mannréttinda- skrifstofu Islands á fimmtudaginn lagði Sævar Ciesielski fram tví- þætta spurningu fyrir frummælend- ur. Hvað gætu talist eðlileg tíma- nrörk á lengd gæsluvarðhalds annars vegar og hins vegar á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty Interna- tional, var ein þeirra sem tjáðu sig um það mál á fundinum og á orðum hennar nrátti skilja að samtökin teldu Sævar hafa verið beittan ómannúðlegri meðferð á meðan á rannsókn Guðmundar- og Geir- finnsmálanna stóð á síðari hluta átt- unda áratugarins. Hún staðfesti þetta í samtali við MORG- UNPÓSTINN. Sævar sat í einangrun í gæslu- varðhaldi í rúm tvö ár á meðan á rannsókninni stóð. Sævar heldur fram að játningar hans og annarra sakborninga í Guðmundar- og Geir- fmnsmálinu hafi verið rangar og knúðar fram með harðræði og langri einangrun. Hann vitnar til rannsókna, máli sínu til stuðnings, sem hafa sýnt að saklaust fólk hefúr játað á sig hinar ýmsu sakir til að losna úr einangrun. Dr. Gísli Guð- jónsson, réttarsálfræðingur, sem starfar í Englandi, hefur sýnt fram á þetta í umdeildum sakamálum sem íeitt hefúr til þess að þau hafa verið tekin upp aftur og sakborningar sýknaðir. „Við miðum ekki við ákveðin tímamörk á gæsluvarðhaldi en okk- ar grundvallarregla er að biðja um skjóta málsmeðferð,“ segir Jóhanna. „Svo er það mismunandi frá landi til lands hvernig kerfið virkar. Það sama á við um einagrunina, við setj- um ekki nein tímamörk heldur er hvert mál skoðað fyrir sig. I sumum tilfellum getur viku einangrun verið of langur tími fyrir einstakling og hann getur farið yfir um en í öðrum tilfellum getur fólk haldið út mun lengur án þess að hægt sé að tala um pyntingar. En að halda einstaklingi í einangrun í tvö ár teljum við vera ómannúðlega meðferð. Svona löng einangrun jaðrar við pyntingar og henni fylgir gífurlegt andlegt álag. Islandsdeild Amnesty hefur verið með mál fólks annars staðar í heim- inum þar sem við höfum mótmælt að einstaklingum sé haldið svona lengi í einangrun, enda er það ekki réttlætanlegt. Sérstaklega þegar að- stæður eru þannig að klefinn er sex eða átta fermetrar og sakborningur- inn á ekki nokkur tök á að hafa sam- skipti við umheiminn.“ Starf Amnesty er þannig upp- byggt að deildirnar taka ekki afstöðu til málefna í eigin landi. Þær upplýsa hins vegar aðalstöðvarnar í London um mál sem ástæða væri til að rann- saka. Jóhanna telur mjög líklegt að í dag myndu samtökin skerast í Ieik- inn ef rannsókn Guðmundar- og Geirfmnsmálanna stæði yfir og sömu aðferðum væri beitt við ein- angrun sakborninga. „Þegar þessi mál voru í rannsókn var Islandsdeildin að slíta barns- skónum, við vorum rétt að byrja,“ segir hún. „En ég þori að fullyrða að ef þessi mál hefðu komið upp í dag og einangrunin væri svona ofboðs- lega löng þá myndum við konra upplýsingum á framfæri til aðal- stöðva samtakanna í London og fá þá til að rannsaka málið.“ Hún segir að það sama myndi gilda þó að dórnur væri fallinn og sakborningarnir myndu draga játn- ingarnar til baka, eins og tilfellið var með Sævar og fleiri senr dæmdir voru vegna aðildar að hvarfi Guð- mundar og Geirfmns. „Fólk játar rnjög oft á sig sakir í einangrun til þess að losna úr henni. Ef maður játar á sig sök í einangrun og dregur játninguna til baka eftir að hann er laus myndi Amnesty skoða það mál. Samtökin skoða hins vegar ekki tuttugu ára görnul mál heldur einbeita þau sér að nútímanum. Krafa Sævars er að þau verði tekin upp aftur en Amnesty skiptir sér heldur ekki af slíku og því getum við ekkert aðstoðað hann við það.“ -SG Ásta Ragnheiður hefur enn ekki gert upp hug sinn „Maðurer ekkertað flana að neinu“ Eins og frægt er þá sat Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fund Þjóðvakans meðan hún á sama tíma var kosin í miðstjórn Framsóknarflokksins á fundi flokksins. Áður hafði hún lent í þriðja sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík, beið lægri hlut fyrir Ól- afi Erni Haraldssyni með níu at- kvæða mun. Hún ætlar ekki að taka það sæti og orðaði það sem svo að hún hefði orðið fyrir kosningama- skínu Guðmundar G. Þórarins- sonar Þegar MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Ástu Ragnheiði í gær hafði hún enn ekki gert upp hug sinn varðandi það hvort hún gengi til liðs við Jóhönnu Sigurð- ardóttur en líklegt má teljast að framsóknarmenn bíði fregna af því með nokkurri eftirvæntingu. „Maður er ekkert að flana að neinu og verður að skoða stöðuna," sagði Ásta Ragnheiður sem er að spá og spekúlera í rólegheitum. -JBG Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir „Maður er ekkert að flana að neinu og verður að skoða stöðuna." Lindumálið Sakóknari skílaraf sér ínæstuviku Gísli Gíslason, lögmaður Lindu Pétursdóttur, gerir ráð fyrir því að málsmeðferð kæru Lindu gegn lögreglunni verði lokið hjá ríkissaksóknara fljótlega í vikunni. Ekki vissi hann hvort það sama gilti urn kæru lögregl- unnar gegn Lindu. Gylfi Thoriacius, lögmaður lögreglumannanna tveggja sem kærðu Lindu, sagðist lítið vita um hvar kæra lögreglumannanna væri stödd en átti þó von á því að hún væri einnig komin til með- ferðar hjá saksóknara. „Ég veit allavega að málið er í eðlilegum farvegi og einhverra tíðinda er að vænta fljótlega,“ sagði Gylfi. í návíqi Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra „Mérfinnst vera húið að skrifa alveg nóg um þetta mál í hili“ „Þœr eru hara úti í hött - ég hef enga ástœðu til þess aðfara að leka til blaða upplýsingum um hann eða einhverja aðra. “ I viðtalsbók við Guðmund Árna Stefánsson, vara- formann Alþýðu- flokksins, sem kem- ur út á næstunni, rekur hann meðal annars þá atburða- rás sem varð til þess að hann varð að segja af sér ráðherra- dómi. Af þeim brot- um sem þegar hafa birst í fjölmiðlum má ráða að hann ber fram nokkuð þung- ar ásakanir á hendur Sighvati Björg- vinssyni heilbrigð- is- og tryggingaráð- herra. Hefur þú kynnt þér eitthvað það sem Guðmundur Árni segir um þinn hlut í málinu í bók- inni? „Ég hef ekkert kynnt mér efni bók- arinnar.“ Ef marka má þau bókarbrot sem birst hafa þá stoppar hann nokkuð við þinn hlut? „Ég hef ekki séð neitt af þessu og á því erfitt með að tjá mig um það sem ég hef ekki séð.“ En hann hefur áður sagt að fréttir um hans störf hafi komið frá þér? „Það er bara rangt.“ En hvað finnst þér um þessar ásakanir hans? „Mér finnst þær úti í hött en, eins og ég hef sagt, hef ég hvergi séð slík- ar ásakanir, það er bara það senr aðrir eru að segja. Þær eru bara úti í hött — ég hef enga ástæðu til þess að fara að leka til blaða upplýsingum urn hann eða einhverja aðra.“ Nú hefur hann sett samhengi á milli starfa Margrétar Björnsdótt- ur hjá þér og yfirlýsinga Félags frjálslyndra jafnaðarmanna þar sem hún er stjórnarmaður? „Það hefúr margkomið fram í yf- irlýsingum frá henni og félögum hennar í stjórn Félags ffjálslyndra að ég hafði ekki hugmynd um það sem var að gerast, enda var ég í útlönd- um. Hún er margbúin að skýra frá því og samstjórnarmenn hennar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafi spurst fyrir um það hvort ekki væri rétt að láta mig vita og nið- urstaða þeirra hafi verið sú að gera það ekki. Ég veit ekki hvað þarf að segja ykkur fjölmiðlamönnum þetta oft. Ég hef engu við það að bæta.“ Nú hefur Margrét talað um að það verði að gera greinarmun á þvi þegar hún situr í stjórn hjá frjáls- lyndum jafnaðarmönnum og þeg- ar hún er að vinna sem aðstoðar- maður þinn. Guðmundur Árni segist ekki sætta sig við þessa grein- ingu? „Menn verða nú bara að gera það, eins og að þú vinnur hjá Morgun- póstinum en ert ekki um leið fulltrúi hans í þínu einkalífi. Þetta sama á við um hana; hún vinnur sem að- stoðarmaður hjá mér en er ekki að- stoðarmaður minn í öllum þeim fé- lögum sem hún kann að vera í. Það segir sig sjálft.“ Ætlar þú að kynna þér eitthvað sérstaklega þessa bók? „Ég reikna með að lesa hana já, eins og aðrar bækur sem koma út um stjórnmálamenn eða effir stjórnmálamenn en ég ætla ekki að fara að lesa hana í þeim tilgangi að leita eftir því sem sagt er um mig þar. Það dettur mér ekki í hug að gera.“ Hvað finnst þér um það framtak hans að gefa út bók um þetta allt? „Ég hef ekkert urn það að segja — þetta er alveg hans ákvörðun.“ Það var til dæmis grein í Alþýðu- blaðinu eftir fyrrverandi formann Félags ungra jafnaðarmanna sem efaðist um gagnsemi þessa fyrir flokkinn? „Það er ómögulegt fýrir mig að segja það — ég hef ekki einu sinni lesið bókina. Er þetta ekki bara eins og aðrar bækur sem eru gefnar út fyrir jólin? Menn vænta þess að geta selt þetta.“ Jú væntanlega er þetta hugsað sem söluvara, en líka til að skýra hans hlið á málinu. Finnst þér að hann hafi skort tækifæri til að skýra sín sjónarmið? „Nei, fjölmiðlarnir höfðu alltaf samband við hann og spurðu hann um hans afstöðu og hans skýringar. Það er bara eins og ég var að segja áðan; það var eins og það lægi svo mikið á að menn höfðu ekki tíma til að hlusta þannig að menn urðu að segja sömu hlutina oft. Samt sem áður virðast þeir ekki hafa komist til skila.“ Nú er bókin skrifuð til að draga fram hans hlið á málinu. Finnst þér að hún hafi ekki komist til skila? „Ég get ekki dæmt um það. Ég hef náttúrlega ekki lesið allar þessar um- fjallanir sem settar hafa verið fram um þessi mál. Ég get nú ekki dæmt um það hvort það sé of mikið eða lítið. Mér finnst vera búið að skrifa alveg nóg um þetta mál í bili, þetta líður hjá eins og allt annað.“ Heldur þú að bókin verði á jóla- gjafalistanum þínum? „Ég hef ekki hugmynd urn það, ég er ekki farinn að hugsa fyrir jólagjöf- um ennþá.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.