Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 16
28 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1)994 SIBBB BÍrtrhmark ÍIÉSII „Tónlistin á Unfinished novels er eins hógvœr og afslöppuð ogpopp yfirhöfuð getur orðið. Platan líður áfram eins og draumur. Birthmark býður upp á heilanudd afbestu sort. “ þungarokkspönk, aftur yfir í róleg- heit þar til hátæknilegt tilraunapí- anó tekur völdin. Páll Rósinkranz syngur frábærlega í hverjum stíln- um á fætur öðrum og á að öðrum ólöstuðum stóran þátt í því að hljómsveitin er orðin meira en ís- lensk hljómsveit sem syngur á ensku. ■ Þessir drengir standa vel und- irþvi sem þeir eru að gera. Sem er ekki svo lítið. Það er i raun erfitt að ímynda sér að Fuzz sé islensk plata úr Hafnarfirðinum, enda er hún það ekki. Hún er rokklensk og það er i rokklandi sem stuðið sýður. Krána heim í stofu Siggi Björns: Bísinn A Trinidad Nú er KK-band hætt og KK sjálf- ur í fríi frá plötuútgáfu svo ekki er að furða að trúbadorar landsins hópist að til að fylla upp í skarðið. Bubbi Morthens hefur myndað svo stóran markað fyrir sinn mark- að að ekki nægir ein stórstjarna og varla tvær til að halda honum ánægðum. Siggi Björns hefur reyndar um árabil verið einhver ástsælasti kráarspilari landans auk þess að vera án efa sá víðförlasti. I gegnum árin hefur Siggi spilað sig kringum hnöttinn með stuðið á lofti og frumsömdu lögin hlóðust upp þar til sólóplatan var orðin staðreynd. Lögin á Bísanum eru mjög í kráarstílnum. Þetta eru slag- arar með hnyttnum textum, sem gjarnan segja skemmtilega sögu. Lagið Bubbinn sem talsvert hefur heyrst í útvörpum Iandsmanna íjallar til dæmis um trúbadorinn, sem neitar að gangast við arfleifð konungsins, en lætur auðvitað undan að lokum. Sigga til aðstoðar eru þeirTryggvi Hiibner, Þorleif- ur Guðjónsson og Halldór Lá- russon trommari. Þetta band nær upp prýðisstemmningu sem undir- strikar slagarastuðið vel. Hér er ekki um frumlegustu plötu í heimi að ræða, en hún gefur sig heldur ekkert út fyrir að vera það. ■ Ef það er litið að gerast á hverfiskránni er litið mál að kaupa ölkút og skella Sigga Björns i græjurnar. Bisinn er i góðu formi þó Siggi Björns sé að spila úti á Trinidad. „Lifa og deyja ást- fanginn“ Sssól: Blóð Helgi Björns er orðinn einhver lífseigasta rokkstjarna í bransanum enda maður sem lætur ekki minni háttar krankleika eða vandræði stoppa sig í að halda uppi stuðinu eins og frægt er orðið. Síðan skein sól hóf ferilinn á.rólegu nótunum. Hljómsveitin ruddi nýju hippa- bylgjunni veginn en þróaðist hægt og rólega í Sssól, rosalegustu stuð- ballasveit síðari tíma. Hljómkringl- an Blóð er að mörgu leyti byggð upp eins og sveitaball. Hún hefst með látum og fer varla úr fimmta gírnum eftir það. Skoskir hljóð- spekingar sérinnfluttir sáu enda ekkert í stöðunni eftir að hafa séð sveitina spila en að stilla henni upp og spila tónleika í hljóðverinu. Það er þessi læfkraftur sem gerir plöt- una líka áheyrilegri en fyrri skífur Sssól. Singalong viðlögin hans Helga eru vel studd af hljómsveit í fullu svingi. Nokkuð sem hefur stundum vantað dálítið upp á. Textarnir eru þó enn samir við sig, einfaldar klisjur um lífið og ástina. Einfaldir og grípandi þó þeir fái ekki Nóbelinn í bráð. Það verður kannki seint sagt að Sssól sé frum- legasta hljómsveit í heimi en hún er lifandi og það heyrist ágætlega á þessari plötu. Það gæti farið að styttast í að fari að slá í formúluna en hún dugar enn. ■ Þegar öflugasta ballhljóm- sveit landsins gefur út stuð- plötu er gaman. Maður fær á til- finninguna að Sssól þori ekki að prufa neitt nýtt enda kannski engin ástæða til. Stuðið er þeirra heimur og ekkert áð því. Valbrá af nýstárlegri sort ■ Birthmark: Únfinishf.d novels ingin er í rauninni margskipt. Ann- ar hluti sýningarinnar byggir á teiknimynd sem ég gerði fyrir Todmobile fyrir réttu ári síðan. Þetta voru röff teiknimyndir sem notaðar voru í myndband með hljómsveitinni. En þar sem svo illa var farið með góðar teikningar, það er að segja þær sáust bara hver um sig brot úr sekúndu, ákvað ég að láta þær njóta sín nú. Þriðji hlutinn byggir á teikningum úr Viðskipta- blaðinu þar sem ég sný dæminu við. I stað þess að skreyta Viðskiptablað- ið eins og ég hef hingað til gert læt ég blaðið skreyta mínar myndir. Ég hef klippt texta út úr blaðinu sem liggur undir teikningunum í Gallerí Greip þannig að blaðið er orðin skreyting við Halldór Baldursson hf. Við það skipta myndirnar um eðli. I kjallarnum, sem líkist einna helst leyniherbergjum hjá djöfla- dýrkendum í bíómyndum, er ég svo með öndergrándsýningu á teikni- myndum, eða installasjón úr myndasögunum sem verður eins konar altari fyrir þá sem vilja til- biðja. Mitt últra-egó liggur í teikni- myndasögunum. Verða það einhverjar hryllingssög- ur? „Þarna verða alls konar skrýtnar sögur sem eðli málsins samkvæmt verður þó ekki hægt að lesa. Eðli svona öndergránd sýninga er nefni- lega þannig að annað hvort nærðu þeim eða ekki.“ Nú ertu einn af fáum teiknurum sem vinnur skreytingar fyrir blað, er þetta of lítið nýttur kraftur að þínu mati? „Það held ég að hljóti að vera. Þeir á Viðskiptablaðinu segja að minnsta kosti að það sé miklu auð- veldara að nota mig en einhverja ljósmyndara, enda geti þeir hringt í mig, lesið upp fýrir mig kjarnann úr textanum og innan tveggja tíma er ég kominn með myndina." -GK I framtíðinni verður meira um skjalfest vilyrði hjá Kvikmyndasjóði. Verða gefín út vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum vegna kvikmynda í stað þess að greiða út hluta þeirra við samþykkt umsóknar Styrkimir verða ekki greiddir út við samþykki umsókna Undanfarin ár hefur Kvik- myndasjóður ítrekað verið gagn- rýndur zfyrir slælegt eftirlit með hvernig þeim fjármunum er varið sem styrkþegar sjóðsins njóta. Nokkur brögð hafa verið að því að þeir sem fengið hafa styrki úr sjóðnum hafi ekki lokið við þau verkefni sem lögð voru til grund- vallar styrkveitingum. I skýrslu Hagsýslu ríkisins frá því fyrr á þessu ári, þar sem gerð var úttekt á rekstri og stjórnskipulagi sjóðsins, er áréttað að gengið verði harðar eftir að skilyrði til styrkveitinga séu haldin. Þar er bent á að það hljóti að vera kappsmál þeirra sem vinna við kvikmyndagerð að styrkir nýtist til fullnustu og meðferð þeirra sé hafin yfir gagnrýni. Bryndís Schram, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs Islands, seg- ir að fljótlega eftir að hún tók við starfi sínu árið 1992 hafi hún gert sér grein fyrir að ýmislegt væri ábótavant varðandi hvernig styrkj- um væri fýlgt eftir að hálfu sjóðsins og að undanförnu hafi verið gert átak í þessum efnum. Hún kvartar undan að Kvikmyndasjóð skorti málsvara. „Fólk heldur að það sé sukk og svínarí í kringum sjóðinn vegna þess að í gegnum tíðina hefur kannski ekki verið haldið nógu vel utan um starfsemi hans,“ segir hún. „Þetta er líklega ástæðan fyrir að kvikmyndagerðarmenn eiga sér engan málsvara inni á Alþingi eða í íjárlaganefnd. Við fórum og töluð- um við fjárlaganefnd um daginn og þetta eru allt sveitamenn sem er andskotans sama um þetta borg- arapakk sem er að gera bíómyndir. Svo vildi náttúrlega engin koma ná- lægt sjóðnum í fyrra þegar verið var að afgreiða fjárlög því þá voru mál- efni Hrafns Gunnlaugssonar í al- gleymingi.“ Fé verður næst veitt úr sjóðnum 15. janúar 1995 og hefur stjórn sjóðsins samþykkt þrengri skilyrði til styrkveitinga en áður, sem styrk- þegar verða að samþykkja skriflega fyrir móttöku styrkja sinna. Þar kemur fram að styrkir til handrita- gerðar verði framvegis greiddir í þremur áföngum og fyrsti hluti Vel sótt einkasýning Sjafnar Har. í The Crypt Gallery i London Seldi sýningargestum tíu málverk Sjöfn Haraldsdóttur, sem ný- verið hélt sýna fýrstu einkasýningu í London, seldi alls tíu málverk á þeim hálfa mánuði Sem sýningin stóð yfir. Munu flestar myndirnar hafa verið keyptar í fýrstu sýningar- vikunni. Fáheyrt er að íslenskir listamenn selji margar myndir á sýningum sín- um erlendis, en flestir selja alls enga. Að sögn Sjafnar kom áhuginn fýrir sýningunni henni verulega á óvart. Alls voru hátt í tvö hundruð gestir við opnunina og stöðugt rennerí var allan tímann á meðan sýningin stóð yfir, en sýningin fór nánar tiltekið fram í Crypt Gallery, St. Martins in the Fields, við Trafalgar- torgið í London. „Ég átti- í besta falli von á því að einn Islendingur búsettur í London keypti kannski eina mynd en alls ekki þessum viðbrögðum,“ Sjöfn Haraldsdóttir ásamt eigin- manni sínum, Ármanni Ár- mannssyni, við opnun sýningar sinnar í London fyrr í þessum mánuði. Hátt í tvö hundruð gestir voru viðstaddir opnun sýningar- innar sem bar yfirskriftina „Look North“. sagði Sjöfn þegar MORGUNPÓSTUR- INN ræddi við hana um helgina. En bæði Islendingar, Bretar og Kanada- maður keyptu verkin. Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins voru verk Sjafnar keypt á mun hærra verði í London en þau eru verðlögð hérlendis. Velgengni sinni í London vill Sjöfn þakka Jakobi Magnússyni, nú sendiherra Islands, sem hafi unnið afar vel að undirbúningi sýn- ingarinnar. Alls sýndi Sjöfn sextíu myndir í London sem flestar voru unnar á þessu ári. Eru myndirnar bæði nýjar olíumyndir og myndir unnar á handgerðan pappír með bleki. Þær fimmtíu sem eftir eru hyggst Sjöfn svo sýna Islendingum frá og með næstu helgi í Listhúsinu í Laugardal. -GK Birthmark :er hljóm.Sveit sem enginn hafði. heyrt getið fyrir nokkrum dögurn. Að vfsu hafði sveitin starfað nokkur ár undir nafninu Orange Enrpire en senni- lega hringir það ekki mörgum bjöllum. Birthmark skipa þeir fé- lagar Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson og þeir hafa ekkert verið að hlaupa upp til handa og fóta í hvert skipti sem þeir sömdu lag. Að undanskildum lög- um í kvikmyndinni Veggfóður hafa þeir bræður ekkert látið frá sér fara. Fyrr en nú. Unfinished novels er tvímælalaust einhver metnaðar- fýllsta plata sem íslenskir popparar hafa smíðað. Tónlist Birthmark er nokkuð í anda David Sylvian og annarra á svipuðu róli. Þetta er ákaflega róleg og áferðarfalleg tón- list. Ljóðræn og hugsi. Svanur og Valgeir hafa sér til fulltingis upp- tökumanninn Richard Evans sem starfar í Real World hljóðveri Pet- er Gabriel (þar sem platan er að nokkru leyti unnin) og það skilar sér í óvenju prófessjonal hljóði. Undirleikurinn er í höndum nokk- urs konar landsliðs djassista og klassískra hljóðfæraleikara sem tryggja það að platan er eins hnökralaus og hægt er að hugsa sér. Það stingur þó aðeins í eyrun að söngurinn heldur ekki alltaf sama klassa og undirspilið sér í lagi þegar enskan þvælist aðeins fýrir. Þess ber að geta að jafn mikið hefur verið nostrað við urnslag plötunnar og tónlistina. Það undirstrikar inni- haldið með prýði og ber af fremur slökum umslögum þetta árið. ■ Tónlistin á Unfinished novels er eins hógvær og afslöppuð og popp yfirhöfuð getur orðið. Platan liður áfram eins og draumur. Birthmark býður upp á heilanudd af bestu sort. Óttarr Proppe Dularfulli garðurinn NÝLISTASAFNIÐ, 26. Nóv. - 11. DES. Samsýning Þótt einstök listaverk veki sjaldan mikil heilabrot, þá vekur listabrölt- ið og hið æ óljósara og þess vegna kannski æ mikilvægara hlutverk listamannsins æ meiri furðu. I fyl- giskrá með sýningu átta tiltölulega ungra myndlistarmanna segir Þor- valdur Þorsteinsson: -Myndlist- armaður samtímans sinnir algjör- lega óskilgreindu hlutverki í samfé- laginu. Hann getur gert það sem honum sýnist og hann getur líka al- veg sleppt því að gera nokkuð. Það segir honum enginn fyrir verkum og það saknar hans enginn. Hann þarf því ætíð að glíma við eigin efa- semdir og annarra um sitt sjálfskip- aða (ímyndaða) hlutverk og hvort það sé hugsanlega byggt á gömlum misskilningi. Sé tímaskekkja." Hvert svo sem hlutverk lista-iðn- aðarmannsins var fyrr á tímum, þá er svo komið málum nú að starf (mynd)listamannsins er það sem eftir verður til að gera þegar annars er ekki þörf. Listamenn eru affall, yfirfall eða botnfall frá hinum hreinlífa og heilbrigða þjóðfélags- líkama. Á veiklunarstundum í lífi einstaklingsins, þegar hlutverkin, tilgangurinn og hugsunin lendir í gufukenndu tómarúmi, gerast menn oft hallir undir listir, fara sjálfír jafnvel að föndra sér til hug- arhægðar. Listamenn, ekki síst ef mynd- er komið fyrir framan, eru afar hjárænulegir menntamenn og oftast ómögulegir skemmtikraftar; en þegar á tímabilum svokallaðir menntamenn og skemmtikraftar flosna upp í hlutverkum sínum verða þeir oft um stund lista- mannslega vaxnir og sækja inn í listaheiminn; — ná sér kannski í framhjáhlaupi í dyntóttan maka og verða svo venjulegir aftur. Hlutverk (mynd)listarmannsins er trúarlegt og heimspekilegt því það tengist spurningum um tilgang og umfram allt tilgangsleysi lífsins, einnig tengist það læknisdómum því það að gera eitthvað (í tilgangs- leysinu) getur veitt útrás og hugar- hægð, og loks er það vegvísir í menntun og upplýsingu því lista- menn er sífellt að leita einhvers eins og vísindamenn þó svo þeir séu oft- ast ekki annað en skopmyndin ein af vísindamanni; — eða er vísinda- maðurinn skopmynd af lista- manni? Á stöðum þar sem list er höfð um hönd er eins og að fara inn á stofnun þar sem kirkjunni, sjúkrahúsinu og skólanum hefur verið hrært saman í oft göróttri og töluðum við fjárlaganefnd um daginn og þetta eru allt sveita- menn sem er andskotans sama um þetta borgarapakk sem er að gera bíómyndir." greiðslunnar eigi að gera höfundi kleift að koma saman frumútgáfu handritsins. Skilyrði þess að um frekari greiðslur verði að ræða er að höfundur hafi fengið kvikmynda- framleiðanda í lið með sér og hann ábyrgist að leggja jafn mikið fé til verkefnisins og styrkur Kvik- myndasjóðs nemur. Lokagreiðsla fer síðan fram við afhendingu á fullkláruðu handriti. Framleiðendur kvikmynda hafa kost á að sækja um styrki til undir- búnings kvikmyndagerðar og er hámark þeirra 600.000 krónur að uppfylltu því skilyrði að framleið- andinn leggi fram sömu upphæð sjálfur. Þá má heildarupphæð styrkja Kvikmyndasjóðs til undir- búnings og handritagerðar ekki vera hærri en 1,5 milljónir króna. Skilyrði fýrir framleiðslutyrkjum hafa einnig verið hert til muna. Framvegis verða þeir ekki greiddir nema að fyrir liggi staðfesting um heildarfjármögnun viðkomandi verkefnis, samningur við samfram- leiðendur og aðalupptökutímabil sé að hefjast. Þá ska'l þess gætt að styrkurinn nýtist fýrst og fremst á meðan á framleiðsluferlinu stend- ur. Handhöfum framleiðslustyrkja verður gert að gera greinargerð um gang verksins tvisvar á ári frá út- hlutun til frumsýningar. Loks verða styrkþegar að endurgreiða styrki sína til Kvikmyndasjóðs, ljúki þeir ekki gerð á verkefnum sem styrkt hafa verið af sjóðnum innan um- samins tíma. Bryndís segir að þrátt fyrir þessi ákvæði hafi úthlutunar- nefnd sjóðsins reynt að sýna sveigj- anleika gagnvart styrkþegum og ef gildur rökstuðningur fyrir töfum og öðru slíku liggur fyrir sé tekið tillit til þess eins og efni standa til hverju sinni. Þá hafa reglur varð- andi hverjir sitji í úthlutunarnefnd sjóðsins verið hertar og tryggt verð- ur að hagsmunaaðilar eigi þar ekki sæti. LAE geggjaðri blöndu. Er þá einhver hissa á að upplifa trúarlega sefjun, taugveiklun, tilfínningalosun og skólahjal á stað eins og Nýlistasafn- inu? Það að ætla sér „að segja [ein- hverjum] fyrir verkum“ í þessu samhengi getur því aldrei orðið annað en „tímaskekkja". Hins veg- ar held ég að allir villuráfandi sauð- ir á Islandi, og annars staðar, myndu fljótt sakna þess stuðpúða sem listamaðurinn og listaBfið er ýmist á góðri stund eða slæmri. Listamennirnir átta á samsýning- unni I Nýlistasafninu mega vafa- laust ekkert vera að því að eyða tímanum í að lesa það sem stendur hér að ofan heldur leita þeir hver um sig umsvifalaust í pistlinum að nafni sínu ásamt hefðbundinni lýs- andi setningu. I þessari setningu tengdu nafni listamannsins stendur væntanlega á prenti það sem mis- hnyttilega er sagt um verkin og þá ekki síður skapendur þeirra, ýmist á opnun, af afspurn fyrir opnun eða eftir opnun, oftast eftir hraða gerj- un. Því má heldur ekki gleyma að fyrirferðamestu og oft háværustu dómar um listaverk, jafnt sem menn og málefni, er ekki hægt að prenta, heldur eru þeir settir fram

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.