Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 39 Körfubolti Njarðvíkingar íham Þór Ak.-Njarðvík 95-105 Stigahæstir: Þór: Kristinn Friðriksson 25, Sandy Anderson 2i Njarðvík: Valur Ingimundar- son 28, Rúnar Árnason 16 Njarðvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni og unnu sinn sextánda leik í vetur. Reyndar þurftu þeir að hafa nokkuð fyrir sigrinum að þessu sinni en það sannaðist ve! í þessum leik að ekkert lið fer ffá Akureyri með tvö auðveld stig. Snæfell -Skallagrímur 79-95 Stigahæstir: Snæfell: Atli Þór Sigurþórsson 22, Karl Jónsson 12 Skaliagrímur: Tómas Hoíton 24, Henning Henningsson 22. Snæfell tapaði sínum sextánda leik í vetur og stefnir allt í það að liðið fari í gegnum íslandsmótið án þess að sigra. ÍA-Haukar 75-65 Stigahæstir: ÍA: Brynjar Karl Sigurðsson 28, ívar Ásgrímsson 15, B.J. Thompson 15. Haukar: Pétur Ingvarsson 27, Sigfús Giz- urarson 17. Segja má að þetta hafi verið fjögurra stiga ieikur því bæði lið berjast hart um fjórða sætið í riðlinum sem gefur væntanlega síðasta sætið í úrslitakeppninni. Fyrir framan 400 tryllta áhorf- endur tókst Skagamönnum að sigra í lokin lánlausa Hafnfirð- inga sem nýverið létu þjálfarann, Peter Jelic, fjúka. ÍR-Valur 90-85 ÍR-ingar náðu aftur öðru sæt- inu í riðlinum með sigrinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem hefur unnið alla sína heima- lcik í vetur. Gríndavík -Keflavík 91-77 Á laugardaginn sigruðu Grindvíkingar granna sína úr Keflavík í þriðja skipti í jafn- mörgum leikjum í vetur. Guð- jón Skúiason fór fyrir sínum mönnum og skoraði 26 stig þar af átta þriggja stiga körfur. Helgi Guðfinnsson skoraði 19. Félagaskipti í körfunni Lárus afturtil Stólanna Lárus Dagur Pálsson, körfuknattleiksmaður í Val, hef- ur tilkynnt félagaskipti yfir f Tindastól. Láms kemur upphaf- lega ffá Stólunum og lék lengst af með þeim.B Útiendingslausir KR-ingar í baráttuham Handbolti sigruðu Sauðkræklinga í tilþrifalitlum leik. Það var fátt sem gladdi augað á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi þar sem KR-ingar tóku á móti Tinda- stólsmönnum. Fyrri liálfleikur var hryllilegur; bæði liðin spiluðu illa og rnenn höfðu á orði að eitthvað hafi verið fitlað við körfurnar. Svo slærn var hittnin. Seinni hálfleikur var mun skárri en leikurinn bauð þó aldrei upp á verulega spennu þar sem KR-ingar voru yfirleitt með um tíu stiga forskot. Eftir að hafa verið yfir, 31-25, í hálfleik sigraði KR 73-62. KR-ingar léku sinn annan leik án Donovan Casanave og ekki bætti úr skák að Hermann Hauksson gat ekki leikið með vegna meiðsla í baki. KR-ingar stilltu upp hálfgerðu bak- varðaliði og lengi vel voru fjórir bak- verðir inni á hjá heimamönnum. Falur Harðarson fékk það erfiða hlutskipti að reyna að stöðva John Torrey og þrátt fyrir að vera mun lágvaxnari tókst honum að halda Torrey í skefjum. Sóknarleikur beggja liða byggðist upp á fálmkenndu þreifi allan leik- inn og enduðu mjög margar sóknir með bjartsýnislegum þriggja stiga skotum þegar skotklukkan var að renna út. Tindastólsmenn tóku ell- efu þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en ekkert þeirra rataði rétta leið. Leikur Atla Einarsson KR-ings í stöðu miðherja var ekkert til að hrópa húrra yfir en það að hann liyrjaði inni á segir meira en mörg orð um mannekluna hjá KR. Atli virðist forðast það sem heitan eldinn að reyna að skora undir körfunni en er hændari að langskotunum sem hann hittir sjaldan úr. KR-ingar tefldu fram, eins og áð- ur sagði, mjög lágvöxnum leik- mönnum en unnu hæðarmuninn upp með mikilli baráttu. Ef KR- ing- ar hefðu leikmann á borð við Torrey eða Lenear Burns innan borðs þá væru þeir eflaust ekki í því basli sem raunin er. Bestir hjá KR voru Ólafur Jón Ormsson, Falur Harðarsson og Ingvar Ormarsson sem börðust eins og brjálæðingar allan leikinn. Torrey var sterkur hjá Tindastól- mönnum og Páll Kolbeinsson lét ekki sitt eftir liggja þrátt fyrir að eiga nokkur hlægileg skot í leiknum. Hinrik Gunnarsson skoraði 18 stig og var mikil ógnun þegar hann fékk boltann. Hrakfarir hans á vítalín- unni í fyrri hálfleik voru reyndar Herbert Arnarsson og félagar í ÍR héldu uppteknum hætti í gær og lögðu Valsmenn í úrvalsdeildinni. niðurdrepandi fyrir liðið. KR-Tindastóll 73-62 (31-25) Stig KR: Ólafúr Jón Ormsson 20, Falur Harðarson 19, Ingvar Ormars- son 16, Ósvaldur Knúdsen 12, Birgir Mikaelsson 4, Brynjar Harðarson 2. Skot innan teigs: 10/18, utan 4/13, 3-stiga io/32(Ólafur 5/12, Ingvar 3/8, Falur 2/5), víti 15/17. Fráköst 32 (8 í sókn) (Ingvar 9), Varðir 4, Tapaðir 10, Stolnir 6 (Ólafur 4), Stoðsend- ingar 4. Stig Tindastóls: John Torrey 19, Hinrik Gunnarsson 18, Páll Kol- beinsson 17, Ómar Sigmarsson 3, Arnar Kárason 3, Atli Björn Þor- björnsson 2. Skot innan teigs: 16/32, utan 4/14, 3-stiga 3/20, víti 13/21. Fráköst 35 (8 í sókn) (Torrey 15), Varðir 1, Tapaðir 11, Stolnir 4, Stoðsendingar 8 (Páll 5). -ÞK Gunnar Gunnarsson leiddi sína menn örugglega til sigurs Víkingar aldrei Leikur IR og Vikíngs fór fram í gærkvöld í Seljaskóla. Víkingar náðu strax tveggja marka forystu og komust ÍR-ingar aldrei nær þeim eftir það. I fyrri hálfleik virtust ÍR- ingar vera hálf andlausir og sýndu greinilega ekki þann leik sem þeim er lagið. Víkingar færðu sér það í nyt og voru alltaf með nokkra for- ystu en þó ekki afgerandi. Eyjólfur Bragason, þjálfari heimamanna, hefur líklega sparkað rækilega í rass sinna manna í hálfleik, enda var allt annað að sjá til hans manna í upp- hafi hans. Með þessum aukna móði þeirra virtust áhorfendur eiga von á meiri spennu fyrir aurana sina en allt kom fyrir ekki og heimamenn misstu dampinn gegn góðri vörn gestanna og frábærri markvörslu Reynis Reynissonar í seinni hálf- leik. Víkingar hafa oft leikið betur en þó sýndu þeir ágætis takta inná milli og höfðu gaman af leik sínum. Vörnin small saman hjá þeim í seinni hálfleik og skóp hún fyrst og fremst ágætan sigur ásamt mark- vörslu Reynis. Bestur ÍR-inga var Branislav Dimitrijevic sem átti vart feilskot í leiknum og finnst manni að þessi leikmaður eigi að reyna meira því hann virðist geta stokkið upp og skorað þegar hann vill. Njörður Árnason stóð sig einnig vel og skoraði fjögur góð mörk. Gunnar Gunnarsson var höfuð og prýði lærisveina sinna í liði Víkinga og sýndi hann frábær- an leik og skoraði sjö glæsileg mörk. Reynir Reynisson átti góðan dag í marki gestanna og varði hann flest sín skot af línunni. Birgir Sig- urðsson og Rúnar Sigtryggsson spiluðu einnig vel í fyrri hálfleik. ÍR — Víkingur 23:29 Mörk ÍR: Branislav 6, Guðfinnur 5, Jóhann 4, Njörður 4, Daði 2, Ró- bert 1, Ólafur 1 Varin skot: Magnús Sigmunds- son 7, Hrafn Margeirsson 4 Utan vallar: 4 mín. Mörk Víkings: Gunnar 7, Birgir 6, Rúnar 6, Sigurður 5, Bjarki 3, Hjörtur 2 Varin skot: Magnús I. Stefáns- son 4, Reynir Reynisson 12. Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Lárus H. Lárusson og Jóhannes Felixson, góðir. -þsg Sigurður Valur Sveinsson og félagar áttu ekki í neinum erfiðleikum með ír-inga í gærkvöldi. Endir bundinn á sigurgöngu Fiorentina á Ítalíu Juventus-menn steridr Parma enn efst og Batistuta skoraði ekki. Það er óhætt að segja að það hafi verið hart barist í leik Juventus og Fiorentina í gærdag. Leikurinn var enda mjög mikilvægur fyrir bæði lið sem hafa leikið vel að undan- förnu og litu mörg falleg mörk dagsins ljós. Þegar upp var staðið voru mörk- in orðin fimm og var það Alless- andro Del Piero sem færði Juvent- us-mönnum sigurinn með glæsi- lega útfærðu marki á lokamínútu leiksins. Áður hafði Gianluca Vi- alli gert tvö mörk fyrir liðið og hjá Fiorentina bar það helst til tíðinda að Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta skoraði ekki mark í leiknum. Mörk liðsins gerðu þeir Francesco Baiano og Angelo Carbone. Parma heldur enn efsta sætinu og leikmenn Brescia voru engin hindr- un leikmönnum liðsins í gær. í leikslok voru mörk Parma orðin fjögur og hefðu getað orðið mun fleiri. Lazio gekk hins vegar ekki jafn vel. Jafntefli varð niðurstaðan úr leik liðsins við Cagliari og mátti lið- ið þakka markverði sínum, Luca Marchegiani, að ekki fór ver. Framherjarnir Guiseppi Signori og Alen Boksic voru fjarri góðu gamni og veikti það liðið mikið. Leikir á sunnudag Bari - Foggia 2:1 Tovalieri 6., Amoruso 67. - Di Biagio 45. Cagliari - Lazio 1:1 Herrera 61. - Fuser 72. Cremonese - Inter 0:1 Sosa 76. Juventus - Fiorentina 3:2 Vialli 73., 77., Dei Piero 88. - Baiano 24., A. Carbone 36. Napolí - Tórínó 1:1 B. Carbone 51. - Angloma 44. Parma - Brescia 4:0 Crippa 45., Zola 59., 64., Dino Baggio 85. Roma - Padova 2:0 Aldair 65., Cappioli 81. Sampdoria - Genóa 3:2 Lombardo, Vierchowod, Maspero - Miura, Galante AC Milan - Reggiana f restað Staðan Parma 12 23:9 27 Stjömumenn frábærirfyrir norðan KA - Stjarnan 26:30 Stjörnumenn gerðu góða ferð til Akureyrar og gerðu það sem flest lið dreymir um að gera. Sigurinn er re-yndar stærri en raunveruleik- inn gefur til kynna, KA-menn náðu að jafna undir lok leiksins en misstu síðan allt niður um sig og brotlentu undir lokin. Stjörnumenn áttu mjög góðan dag og einna bestir voru þeir Sig- urður Bjarnason og Dimitri Fil- ippov. Sú aðferð þeirra að taka gamla félagann Patrek Jóhann- esson úr umferð gafst mjög vel og er líklegt að fleiri lið geri slíkt hið sama í næstu leikjum. Bestur KA-manna var mark- vörðurinn Sigmar Þröstur Ósk- arsson og varði hann alls tuttugu skot en auk hans var Erlingur Kristjánsson traustur. IH - HK 18:18 Leikur botnliðanna tveggja var ekki mikið fyrir augað og augljóst er að liðin stefna bæði niður í aðra deild. ÍH-menn fengu sín fyrstu stig í vetur með þessu jafntefli og ekki er líklegt að þau verði miklu fleiri. Valur - Haukar 22:20 Valsmenn sigruðu í þessum mikla baráttuleik og var þar fyrst og fremst varnarleikurinn að verki. Valsvörnin er óhemju öflug og fá fæst lið neitt við hana ráðið. Jón Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið strax á upphafsmín- útunum fyrir ósæmilega hegðun að mati dómaranna. Þetta virtist þjappa Valsmönnum saman og liðið hélt sínum hlut þrátt fyrir að Dagur Sigurðsson væri tekinn úr umferð stærstan hluta seinni hálf- leiks. Hjá Haukum var Gústaf Bjarnason traustur og nýtti færin sín mjög vel. Það sama má segja um Bjarna Frostason í markinu, hann varði mjög vel og oft á mjög mikilvægum augnablikum. KR - FH 21:22 Leikurinn var jafn framan af en KR-ingar höfðu þó oftast forystu. Baráttan var mikil og oft sást mönnum ekki fyrir. Þó lentu KR- ingar í vandræðum með brottvís- anir undir lokin og misstu tvo menn útaf skömmu fyrir leikslok. Það varð þeim dýrkeypt og gaf FH- ingum tækifæri til að ná þriggja marka forystu. KR-ingar minnk- uðu muninn undir lokin og voru mjög ósáttir við að fá ekki ruðning dæmdan á Hans Guðmundsson þegar FH skoraði síðasta mark sitt. Markahæstur heimamanna varð Sigurpáll Árni Aðalsteinsson með sjö mörk og sömu tölu gerði Guðjón Árnason hjá FH. Bestir voru hins vegar markverðirnir Gísli Felix Bjarnason og Magn- ús Árnason. Selfoss - UMFA 24:24 Selfyssingar leiddu lengst af en misstu forystuna undir lokin. Með mikilli baráttu tókst þeim þó að jafna aftur og lokatölurnar voru því kannski sanngjarnar. Juventus Roma 11 12 17:8 19:7 26 23 Staðan í 1. deild Fiorentina 12 28:18 22 Valur 13 305:266 21 Lazio 12 22:12 22 Stjarnan 13 342:311 20 Bari 12 15:12 22 Víkingur 13 304:286 19 Foggia 12 14:11 17 FH 13 328:306 16 Inter 12 11:8 17 UMFA 13 326:294 15 Cagliari 12 10:9 17 KA 13 329:309 14 Sampdoria AC Milan 11 10 14:9 7:8 14 13 Selfoss 13 285:299 13 Torino 10 10:12 12 ÍR 13 283:290 12 Cremonese 12 9:15 12 Napolí 12 16:23 12 Haukar 13 344:352 12 Genóa 11 13:19 11 KR 13 290:291 10 Padova 12 10:28 8 Reggiana 11 5:18 3 HK 13 277:307 3 Brescia 12 6:23 3 ÍH 13 251:341 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.