Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 Nýskipaður umboðsmaður barna á íslandi vinnur í forsætisráðu- neytinu og svaraði fyrirspurnum annarra umsækjenda um starfið. Hópur umsækjenda telur þessa embættisveitingu forsætisráðherra óvandaða og ekki samræmast nýjum stjórnsýslulögum Tók við umsóknum hinna og sólti svo sjátf um Að tillögu forsætisráðherra var Þórhildur Líndal, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, ráðinn fyrsti umboðsmaður barna á Islandi. Það voru 24 sem sóttu um starfið en um- sóknarfrestur rann út í lok septemb- er. Tveir umsækjenda hafa farið fram á að Davíð Oddsson, forsætisráð- herra rökstyðji ráðningu Þórhildar. Að mati þeirra hefur hún fátæka reynslu af málefnum barna miðað við marga úr hópi umsækjenda. Þeir segja að um pólitíska ráðningu og hagsmunatengsl hafi verið að ræða ef ekki verða færð haldgóð rök fyrir ráðningunni. Davíð, sem nú er staddur er í Kína, sagði hins vegar að- Þau sóttu um Áslaug Þórarinsdóttir, Benedikt Sigurðarson skólastjóri, Björn Baldursson lögfræðingur, Borghildur Maack hjúkrunarfræðingur, Brynhildur G. Flóvens lögfræðingur, Elín Norðdahl, Guðrún Hjartardóttir ritstjóri, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir, Helga Þórðardóttir, Herdís L. Storgaard fujltrúi hjá Slysavarnarfélagi íslands, Hugo Lárus Þórisson sálfræðingur, Ingibjörg Georgsdóttir, Jón Björnsson félagsmálastjóri, Lára Pálsdóttir, Magnús Gunnarsson, Margrét Vala Kristjánsdóttir kennari, Páll Tryggvason læknir, Pétur Ólafsson, Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, Sigurður Ragnarsson sálfræðingur, Sturla Kristjánsson sálfræðingur, Unnur Guðrún Kristjánsdóttir, V.Soffía Grímsdóttir, Þórhildur Líndal. spurður í fféttum Bylgjunnar á föstu- daginn að hann sjái ekkert athugavert við ráðninguna þar sem iögin geri óbeint ráð fyrir að í starfið sé ráðinn lögfræðingur. Aðrir umsækjendur efast hins vegar um þetta. Vísað var á Þórhildi þegar sóst var eftir upplýsingum um embættið þeg- ar. staðan var auglýst og einnig eftir að umsóknarfrestur rann út. Þórhild- ur segir það hins vegar ekki vera rétt. Borghildur Maack, hjúkrunar- fræðingur og Hugo Lárus Þórisson, sálfræðingur sóttu um starf umboðs- manns barna og var vísað á Þórhildi þegar þau óskuðu upplýsinga varð- andi starfið. „Mér finnst mjög óeðli- legt að Þórhildur sem embættismað- ur skuli svara fýrirspurnum okkar sem sóttu um, bæði þegar staðan var auglýst og einnig eftir að umsóknar- frestur rann út. Ég neitaði alfarið að tala við hana í seinna skiptið og var þá vísað á ráðuneytisstjóra," segir Hugo. Reynslan takmarkast við eigin böm Hugo segir að margir úr hópi um- sækjenda hafi víðtæka menntun og reynslu af málefnum barna. „Sem dæmi má nefha Jón Björnsson, fé- lagsmálastjóra á Akureyri, sem er sál- fræðingur og mjög virtur ffæðimað- ur. Sigurður Ragnarsson lagði einnig inn umsókn en hann hefúr í mörg ár rekið meðferðarheimili fyrir börn og unglinga. Enn fleiri spurningar vöknuðu þegar ég las viðtal við Þórhildi í Morgunblaðinu en þar kemur ffam að reynsla hennar af málefnum barna byggist fyrst og ffemst á uppeldi eigin barna,“ segir Hugo. í samtali við MORGUNPÓSTINN segir Þórhildur Líndal staðhæfingar Hugos rangar. „Ég ákvað að sækja um starfið daginn áður en umsókn- arffestur rann út og eftir það þá kom ég ekki nálægt málinu. En það er rétt að símanum var beint til mín þegar spurt var um embættið en það var áður en ég lagði sjálf inn umsókn. Eftir það sá ráðuneytisstjóri sjálfúr um fyrirspurnir umsækjenda." Hugo Lárus Þórisson „Þórhildur sat báðum megin við borðið." Osmekklegt að Þór- hildur skuíi hafa tekið við umsóknunum I 2. grein laga um umboðsmann barna segir meðal annars að hafi um- boðsmaður barna ekki lokið embætt- isprófi í lögum þá skuli lögffæðingur starfa við embættið. „Að mínu mati er því mjög eðlilegt að ráða lögfræðing sem umboðs- mann barna í upphafi. Margir hafa nú þegar leitað til mín með lögffæði- leg álitaefni þó ég sé ekki enn tekin til starfa,“ sagði Þórhildur. Bjöm Baldursson lögffæðingur segir að Þórhildur hafi veitt sér upp- lýsingar um starfið þegar hann var að hugleiða umsókn. Hann lagði inn umsókn á síðasta degi og ræddi við Þórhildi nokkrum dögum áður. „Hún veitti þvi upplýsingar alveg fram á síðasta dag. Mér finnst ósmekklegt að hún skuli standa svona nálægt undirbúningsferlinu og fá síðan stöðuna. Auk mín sóttu að minnsta kosti tveir lögffæðingar um starfið, Þórhildur og Brynhildur Fló- vens. Ég er eldri en Þórhildur og hef starfað við lögffæðistörf ffá embætt- isprófi. Einnig hef ég sinnt málefúum bama en þó mest í tengslum við mitt eigið barn sem er fatlað. Þórhildur hefúr hins vegar starfað mun lengur hjá hinu opinbera en ég. Þetta er Páll Tryggvason „Starfið snýst um svo mikið meira en lögfræði. Það snýst um að hafa auga fyrir hver aðstaða barna í þjóðfélaginu er. Þess vegna þarf að okkar mati einhvern sem hefur verulega reynslu af börnum og þekkir vel aðbúnað þeirra." spurning um hvers konar manneskju þú vilt fá í embættið en ég er ekki að draga í efa að hún eigi eftir að standa sig vel.“ „Bíðum eftir haldgóðum rökum“ Páll Tryggvason, barnalæknir og geðlæknir barna og unglinga við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, og Benedikt Sigurðarson, skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, sóttu um starf umboðsmanns barna. Þeir rituðu nýlega opið bréf í Morgunblaðið til Davíðs Oddssonar þar sem þeir fara ffam á að færð verði betri rök fyrir embættisveitingunni. „Það er al- mannarómur að búið hafi verið að ráða Þórhildi í stöðuna áður en hún var auglýst. Við útilokum ekki að um hagsmunatengsl hafi verið að ræða fyrr en Davíð færir haldgóð rök fyrir ráðningunni,“ segir Páll. Páll og Benedikt benda á að hvorki menntun né fyrri störf Þórhildar tengist málefúum barna og unglinga. „í frétt forsætisráðuneytisins, þegar tilkynnt var að Þórhildur hafi fengið stöðuna, er starfsferill hennar orðum aukinn. Greint er ffá því að hún hafa starfað í félagsmálaráðuneytinu í 9 mánuði árið 1993 að málaflokki um vernd barna og unglinga. I fféttablaði Barnaheillar sem kemur út í vikunni, Glinggló pirrar hreintrúaða jazzáhugamenn í Bretlandi ■ Kani snuðrar um íslenska poppara ■ „Leshískar lagasetningar“ ekki að skapi lagaprófessora við Háskólann I kjölfar ffægðar Bjarkar Guð- mundsdóttur hefur útgáfufyrirtæki hennar, One Little Indian, sent Gling gló, plötu hennar og Guðmundar Ing- ólfssonar, á markað í Bretlandi. í nýjasta heffi breska tímaritsins Vox er dómur um plötuna og segir þar að hún sé sannarlega 1 skrítin. Líklega hafi Björk gert plöt- iuna til að Lpirra hrein- [ trúaða jazz- ’ menn og r líka aðdáend- f ur sína í rokk- deildinni. Þó ekki sé nema afþeim , sökum sé k þess i virði að kaupa plötuna; á ein- kennilegan hátt sé hún einhvem veginn miðja vegu milli Sykurmol- anna og plötu Bjarkar, Debut... r rá því á föstudag- inn hefur bandarískur náungi verið að snuðra um ranghala íslensks nætur- lífs. Hann er útsendari stórfyrirtækis- ins Arista sem starfar meðal annars við það að finna hæfileikafólk á sviði tónlistar fyrir plötufyrirtæki. Maður- inn kom hingað gagngert til að skoða hljómsveitina Kolrössu krókríðandi en vinur hans sem starfar sem sjálf- stæður hæfileikasnuðrari sagði hon- um af þessari íslensku kvennasveit eftir að hafa heyrt „Drápu“, fyrsta disk Kolrössu. Hann sá Bubblefhes á Kaza- blanka á laugardags- kvöldið en Kolrössur í gærkvöldi. Skífan er umboðsaðili Arista á jslandi og JóN Ólafs- Són riggaði upp giggi fyrir manninn á Gauki á Stöng í gærkvöldi þar sem SSSól og Scope með Svölu Bóbó í fylkingarbrjósti léku... C^laire Anne Smearman heitir bandarískur kennari sem hefúr slegið gegn í Háskólanum í vetur. Smearm- an var fengin til landsins af Rann- sóknarstofu í kvennafræðum og fékk hún Fulbright-styrk til fararinnar. Hún hefur verið ákaflcga ötul við kennsluna, haldið málþing og notið mikilla vinsælda meðal nemenda sinna. Námskeiðið sem Smearman kennir kallast Feminískar lagakenn- ingar, en hún er doktor í lögum frá hcimalandi sínu. Námskeiðið er hins vegar í félagsvísindadeild en ekki lagadcild enda hefur sú deild löngum verið lokaðasta deild skólans. Það hefur þó ekki aff rað því að nokkrir laganemar hafa sótt námskeiðið. Ein- hverjar vöflur eru aftur á móti á þvi hvort laganemamir fái námskeiðið metið til eininga og munu þeir verða að leggja inn beiðni til þess fyrir deildarráð lagadeildarinnar. Það hef- ur vakið nokkra athygh að þeir laga- nemar sem hafa sótt tima Smearmans eru allir kvenkyns en til marks um víðsýni karlkyns laganema má nefna að í þeirra hópi gengur kúrsinn undir nafninu lesbískar lagasetningar... Þórhildur Líndal „Ég hætti öllum afskiptum af málinu eftir að ég sótti sjálf um.“ er viðtal við Þórhildi þar sém hún rekur starfsferil sinn en minnist ekki á að hún hafi farið með þennan málaflokk." Aðspurð sagði Þórhildur í samtali við MORGUNPÓSTINN að ef það væri rétt að hún hafi ekki getið þess að hafa sinnt þessum málailokki, þá hafi hún einfaldlega gleymt því. Hún seg- ir ffétt forsætisráðúneytisins hárrétta. „Grundvallaratriði í okkar huga er að borgararnir geti treyst því að þeir njóti allir jafúræðis gagnvart stjór- nýslunni," segir Páll. Davíð sér ekkert athugavert I fréttum nýlega kom ffam að for- sætisráðherra, sem staddur er í Kína, sjái ekkert athugavert við ráðningu Þórhildar þar sem lögin geri óbeint ráð fyrir að umboðsmaður sé lög- ffæðingur. Þessu eru Páll og Benedikt Sigurðarson ósammála. „I umfjöllun á Alþingi á sínum tíma var talað um að lagalegum málefúum barna skyldi vísað til umboðsmanns alþingis og að umboðsmaður barna ætti ekki að fara inn á það verksvið,“ segir Bene- dikt. „Itrekað hringdi ég í forsætisráðu- neytið og spurði hvort til stæði að kalla menn í viðtal. Mér var sagt að fyrst stæði til að skoða þær umsóknir sem teljast vera alvöru umsóknir og síðan verður tekin ákvörðun um hvort kallað verði í viðtal,“ segir Páll en aldrei kom til þess að umsækjend- ur yrðu kallaðir til viðtals. Þeir heyrðu flestir næst af málinu þegar búið var áð ráða Þórhildi. Einn umsækjenda, sem ekki vildi láta nafús síns getið, bendir á sterk tengsl fjölskyldu Þórhildar við Davíð Oddsson. Páll Líndal, faðir Þórhildar, var borgarlögmaður á sama tíma og Davíð var borgarstjóri í Reykjavík. Bjöm Líndal, bróðir Þórhildar er að- stoðarbankastjóri og góður vinur Hreins Loftssonar, fyrrum aðstoð- armanns Davíðs. Þórhildur er gift Ei- ríki Tómassyni, lögffæðingi sem er sonur Tómasar Árnasonar í Seðla- bankanum og fyrrverandi ráðherra. Davíð, Eiríkur og Þórhildur eru öll góðir vinir og voru lögffæðinemar á svipuðum tíma í Háskóla Islands og síðast þegar var vitað voru þeir Eirík- ur og Davíð í sama briddsklúbbi. HM Guðrún Helgadóttir: Lögfræðimenntun á engan hátt nauðsynleg Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður hefur lengi barist fyrir frumvarpi til laga um umboðs- mann barna á Alþingi. Fyrir tíu ár- um lagði hún fyrst fram frumvarp þess efnis. „I mínu upphaflega frumvarpi er gert ráð fyrir að til starfans yrði ráðinn einstaklingur sem hefúr sér- fræðiþekkingu á málefnum barna, eins og hefð er fyrir á Norðurlönd- um. I Noregi gegnir læknir starfi umboðsmanns. Frumvarp mitt breyttist síðan í meðförum þingsins og í núverandi lögum eru engin skilyrði þess efnis. Það er því ekkert ólöglegt við ráðningu Þórhildar. Ég veit að meðal umsækjenda var mik- ið mannval en ég geri ráð fyrir að Þórhildur hafi mikinn áhuga á mál- efnum barna. Ég vil gefa henni möguleika á að móta þetta starf og óska henni alls hins besta í því. Hitt er annað mál að lögfræði- menntun er á engan hátt nauðsyn- leg í þetta embætti. Umboðsmaður barna á ekki að leysa nein einkamál heldur er hans starf að vísa þeim í réttan farveg. Ég get vel skilið að öðrum um- Guðrún Helgadóttir „Ég tel ekki óeðlilegt að forsætisráðherra geri grein fyrir á hverju ráðningin er byggð." sækjendum hafi fundist of mikil áhersla verið lögð á lögfræðimennt- un. Því tel ég ekki óeðlilegt að for- sætisráðherra geri grein fyrir á hverju hann byggir ráðninguna sína,“ segir Guðrún í samtali við MORGUNPÓSTINN. ■ i ' a i a a > a

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.