Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994' Grafgotur Staðgreiðsla tekjuskatts 1994 lOOmilljarðar kr,- 80- 60- Sjómannaafsláttur Persónuafsláttur 40----1 ■ H Það sem eftir er staðgreiðslunnar Áætluð staðgreiðsia án frá- dráttar er á yfirstandandi ári 88,7 milljarðar króna. Raun- veruleg staðgreiðsla er þó mun lægri því til frádráttar kemur persónuafsláttur upp á 46,1 milljarð króna og sjó- mannaafslátturinn upp á 1,6 milljarða króna. Skipting staogr ireiðslunnar Staðgreiðsla skatta að frá- dregnum persónuafslætti og sjómannaafslætti er 41 millj- arður króna. Af því fer 18,1 milljarður í útsvar sveitarfé- laganna, 1,4 milljarðar í sókn- ar- og kirkjugarðsgjöld, 4,6 milljaðar í barnabætur og baranabótaauka og 2,9 millj- arðar í vaxtabætur og hús- næðisbætur. Eftir standa 14 milljarðar sem fara óskipt til ríkisins. Við það bætist reyndar 1 milljarður vegna fyrirframgreiðslu á hátekju- skatti og innheimtu á eftir- stöðvum fyrri ára. Atvinnuleysi 8000 manns----------------1 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 Hagstofan Félagsmálaráðun. I Vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar er 6900 manns skráðir atvinnulausir. Hins vegar hefur félagsmálaráðu- neytið gefið út að á sama tíma séu 5431 atvinnulausir. Tölur félagsmálaráðuneytis- ins eru alltaf lægri en hjá Hagstofunni enda sýna þær þá sem eru á atvinnuleysis- skrá en hins vegar er um könnun að ræða hjá Hagstof- unni. Rekstur Sorpu hefur verið í járnum frá því fyrirtækið hóf starfsemi sína. Sveitarfélögin samþykktu að veita 200 milljónum króna til viðbótar í urðunarfyrirtækið í fyrra og viðskiptavinirnir greiða fjármagnskostnaðinn Oeðlilega há móttöku gjöld greiða fiávmagns- kostnaðinn I lok liðins árs var höfuðstóll Sorpu neikvæður um rúmar 15 milij- ónir króna og ljóst að ef ekki yrði gripið tii róttækra aðgerða stefndi fyrirtækið í gjaldþrot. Langtíma- skuldir fyrirtækisins voru rúmar 921 milljón króna og skammtímaskuidir samtals 162 milljónir króna að með- töldum rúmum 70 milijónum króna í afborganir á langtímaskuldum á ár- inu 1994. Til að forða Sorpu frá gjaldþroti fór stjórn fyrirtækisins frant á við Iðnlánasjóð að láni þess við sjóðinn, samtals rúmum 292 milljónum króna, yrði skuldbreytt til 15 ára og féllst sjóðurinn á þá ráðstöfun ef sveitarfélögin ykju stofnfé sitt, sem var einungis 115 milijónir króna í upphafi, unt 200 milljónir króna. Samþykktu sveitarfélögin þessa kröfu sjóðsins og að upphæðin yrði greidd á næstu þremur árum. Óskar Maríusson efnaverkfræð- ingur gagnrýndi fjármál Sorpu harð- lega fyrir síðasta aðalfund fyrirtækis- ins og í kjölfar hans var stofnaður samráðshópur Sorpu og fúlltrúa at- vinnulífsins. Tók Oskar sæti í hópn- um sent fulltrúi Vinnuveitendasam- bands íslands. „Ég gagnrýndi fýrst og fremst að rekstrargrundvöllur fyrirtækisins væri brostinn vegna þess að eigið fé þess var uppurið,“ segir Óskar. „Höfuðstóll Sorpu var neikvæður og fjármagnskostnaður slíkur að fyrir- tækið var rekið með tapi.“ Óskar Maríusson, fulltrúi VSÍ í samráðshópi Sorpu og atvinnu- lífsins, telur einokun fyrirtækisins óeðlilega og óviðunandi að Sorpa geti breytt gjaldskrá sinni eins og stjórnendum fyrirtækisins dettur í hug. Það var í kjölfar þessarar gagnrýni Óskars sem láninu við Iðnlánasjóð var skuldbreytt og sveitarfélögin samþykktu að veita 200 milljónum til Sorpu en á þeim tíma dró hann í efa að sú upphæð dygði til að það héldi velli. Tap Sorpu í fyrra var meira en 93 milljónir króna en sam- kvæmt milliuppgjöri frá 30. júní síð- astliðnum var rekstrarhagnaðurinn á fýrstu sex mánuðum þessa árs hálf milljón króna og segist Óskar því ekki vera tilbúinn til að deila á fjár- málarekstur þess í dag. Kostnaðinum hleypt upp Hann hefur þó enn ákveðnar at- hugasemdir um starfsemi Sorpu. „I grundvallaratriðum er ég ákaf- lega andvígur svona einokun, eins og Sorpa hefur, hvort sem um einkafyr- irtæki eða opinbert fyrirtæki á í hlut,“ segir Óskar. „Við getum ekki unað við að hér séu opinber fyrirtæki sem búa sér til gjaldskrá sem at- vinnulífið verður að fara eftir og breyta henni eins og þeim dettur í hug. Ég vil fá eftirlit með gjald- skránni og það rná ekki hleypa ölium kostnaði upp í loftið og láta atvinnu- lífið greiða hann.“ Stærstur hluti tekna Sorpu er af móttökugjöldum vegna urðunar og námu þau rúmum 290 milljónum króna í fyrra en kostnaðurinn var rúrnar 237 milljónir króna. Hagnað- ur af þessari starfsemi nam tæpum 57 milljónum króna en hann dugði þó ekki til að mæta kostnaði af fjár- magnsliðum sem losaði 106 milljónir króna. Ef reiknað er út meðaltal á tonn vegna móttöku og urðunar kostnað- ar Sorpu nemur það 3.300 krónum en sambærilegur kostnaður er um 100 krónur á tonnið víða annars staðar. Fulltrúar atvinnulífsins hafa farið frarn á að umbjóðendur sínir fái heimild til að skila sporpi beint á urðunarstaðinn í Álfsnesi tií að kom- ast hjá þessum kostnaðarauka, sem þeim þykjr óeðlilega hár. Sorpa hef- ur vísað því erindi alfarið á bug og vísað til ábyrgðar fýrirtækisins gagn- vart heilbrigðisyfirvöldum á urðun- arstaðnum. Sérstaklega eru talsmenn atvinnuveganna ósáttir við að fyrir- tæki sem starfa við endurvinnslu fái ekki beinan aðgang að Álfsnesi. Magnús E. Finnsson, fulltrúi Kaupmannasamtakanna í samstarfs- hóp Sorpu og atvinnlífsins, telur gjaldskrá Sorpu vegna urðunar ailt of háa. „Þegar við erum að borga fyrir urðunina erum við að borga fyrir rekstur alls batterísins,“ segir hann. „Við höfum bent á að óeðlilegur hluti af þessurn gjöldum fer í greiðslu á ijármagnskostnaði." Pirríngur og ósveigjanleiki Magnúsi finnst einnig forsvars- menn Sorpu sýna sjónarmiðum kaupmanna lítinn skilning og vera ósveigjanlegir í viðskiptum sínum. „Það koma alltaf upp einhver vandamál þegar ný fyrirtæki taka til starfa og dærni um það er að þegar seljendur stórra raftækja fóru að bjóða viðskiptavinum sínum að henda gömlum ísskápum og eldavél- um þeirra að kostnaðarlausu þegar fest voru kaup á nýjum tækjum. Síð- an kemur á daginn að þessir seljend- ur þurfa að horga stórfé fyrir að konia þessu á haugana. Þá hlýtur það að leiða til þess að ef þessi þjónusta á að vera áfram í boði bætist móttöku- Magnús E. Finnsson, fulltrúi Kaupmannasamtakanna í sam- ráðshópi Sorpu og atvinnulífsins, gagnrýnir þröngsýni forráða- manna Sorpu og segir hana „pirr- andi.“ gjald Sorpu ofan á vöruverðið. Ég gerði athugasemd um þetta við Sorpu en þeir treystu sér ekki að taka hana til greina. Ef einkaaðilar skila hins vegar svona tækjum til gáma- stöðva þurfa þeir ekki að borga neitt fýrir það. Það eru svona hlutir sem pirra mann.“ Eins og fram kom í MORGUN- PÓSTINUM síðastliðinn fimmtudag voru miklar vonir byggðar við Sorpu þegar fyrirtækið hóf rekstur í maí ár: ið 1991 og almennt var talið að til- koma þess ylli byltingu í umhverfis- vernd og endurvinnslu hér á landi. Þær væntingar hafa ekki ræst því enn eru nær 90 prósent úrgangsins sem þangað berst urðaður í böggum, sem hægja enn ffekar á rotnun og eyð- ingu úrgangsefnanna. I viðtali biaðs- ins við Ögmund Einarsson, fram- kvæmdastjóra Sorpu, hér á síðunni, vísar hann ábyrgðinni á þessari stefnu til sveitarfélaganna sem standa að fyrirtækinu. Reykjavík er stærsti eignaraðili þess með um 68 prósenta eignarhlut en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var of upptekin til að tjá sig um sorpmál borgarbúa þegar blaðið leitaði til hennar á föstudag. -lae 90 prósent af sorpi höfuðborgarsvæðisinsjfer óflokkað í jörðina. Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, er ekki 1 vafa um hver ákvað að ástandið væri þannig Vísa ábyrgðinni algjörlega til sveitarfélaganna Ögmundur Einarsson er tækn- fræðingur að mennt. Hann hóf störf hjá Reykjavíkurborg árið 1965 og var lengst af forstöðumaður Vélamið- stöðvar Reykjavíkurborgar. Þekking hans á endurvinnslu og umhverfis- málurn er umdeild en hann hefur verið framkvæmdastjóri Sorpu frá því fyrirækið hóf rekstur í maí árið 1991. Guðjón Þorbjörnsson, fulltrúi austurríska endurvinnslufyrirtœkis- ins Rupert Hofer, segist hafa óskað eftir viðræðutn við þig um málefni Sorpu en þú haftr ekki sýntþví áhuga. Hver er skýringin á því? „Þetta er alrangt. Guðjón fór þess á leit að fá að konta með menn hingað til skoðunar. Ég var ekki á staðnum en sagði að þeim væri vel- kornið að koma og tekið yrði á móti þeim. Það var gert og hér birtust tveir menn og síðar kom Guðjón með þeim. Skrifstofustjóri og deild- arstjóri tækni- og þróunardeildar Sorpu buðust til að sýna þeim starf- semina en gestirnir töldu það ekki nauðsynlegt. Þeir gengu um svæðið og fóru síðan. Það hefur engin ósk um viðræður við Austuríkismenn- ina kornið inn á borð til mín frá Guðjóni Þorbjörnssyni." Finnst þér eðlilegt að móttöku- og urðunarkostnaður hjá Sorpu er að meðaltali 3.30 krónurper kíló? „Ég vil ekkert segja um hvort það sé eðlilegt eða óeðlilegt. Ég bendi hins vegar á að í gjaldið fýrir slátur- húsaúrgang sem er farið með beint á urðunarstaðinn er rétt urn ein króna fýrir kílóið. Gjaldskrá Sorpu fyrir móttöku á úrgangi spannar yfir rnjög breitt svið.“ Ett eru móttökugjöldin ekki óeðli- lega há miðað við að um 90 prósent af úrganginum er urðaður? „Þau miðast bara við meðhöndl- unarkostnaðinn og þær kröfur sem gerðar eru lil okkar." Er fjármagnskostnaðurinn ekki drjúgur hluti af móttökugjöldunum? „Að sjálfsögðu. Þú verður að at- huga að sveitarfélögin eiga fyrirtæk- ið og ákveða að Ijármagna það með þessunt hætti. Það er að segja að greiða það niður í gegnurn gjald- skrá. Þetta er bara hluti af dæminu burtséð frá mínum skoðunum á því. Ég vísa ábyrgðinni algjörlega til sveitarfélaganna í þessu sambandi og stjórn Sorpu verður bara að vinna innan þessa umhverfis.“ Er eðlilegt að fyrirtœkin í landinu borgi brúsann við þennan háa jjár- magnskostnað? „Þá er alveg eins hægt að spyrja af hverju það ætti að teljast óeðlilegt að fyrirtækin taki þátt í þessum kostn- aði. Hitt er umdeilanlegt hversu hátt hlutfall það á að vera.“ Stendurþá ekki fjármagnskostnað- urinn þróun endurvinnsluaðferða fyrir dyrunt? „Hann gerði það í upphafi en nú hefur verið tekin ákvörðun um að auka stofnframlagið og það léttir á þessu dærni. Stofnframlagið verður aukið um 200 fnilljónir á þremur árurn og árangur þess starfs kom frant strax í fýrsta milliuppgjöri okkar en þá varð rekstrarafgangur upp á hálfa milljón króna.“ Áttu þá von á að aukið fjármagn fari til þróunar endurvinnslu á nœst- unni? „I því sambandi verðum við að líta til stefnu fyrirtækisins. Er það eitthvað sjálfgefið að það eigi að fara út í mikla endurvinnslu hér? Hún er mjög kosnaðarsöm og spurningin er hvort sveitarfélögin séu tilbúin til að leggja út fyrir því. Ef horft er á ferlið frá upphafi til enda þá er þetta ekki bara eyðing. Það þarf líka að safna og söfnunarkostnaður sveitar- félaganna er 2/3 hlutar af eyðingar- kostnaðinum. Það á eftir að koma í ljós hvort sveitarstjórnirnar ákveði að fara út í aukna endurvinnslu án þess að löggjafinn geri þeim það skylt.“ En nú var talað um byltingu í um- Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. „Er það eitt- hvað sjálfgefið að það eigi að fara út í mikla endurvinnslu hér?“ hverfismálum þcgar Sorpa var sett á stofn? „Það var mikil bylting frá því sem þá var. Fyrirtækið hefur starfað í þrjú ár og við erum að stíga áframhald- andi skref. Frá því að við byrjuðum fullyrði ég að endurvinnsla hafi auk- ist um 13 til 14.000 tonn miðað við það sem áður var. Gleymum ekki hvað þetta er stuttur tími.“ Telurþú að hœgt sé að auka endur- vinnsluna án umfangsmikilia breyt- inga á móttökustöðinni? „Já, það er bara spurningin unt hvar er farið inn í ferlið. Vilji sveitar- stjórnir fara að safna saman pappír og auka innsöfnunarkostnað þá er það ntjög auðveit ferli en það kostar fé. Ég hef ekki heyrt einn einasta sveitarstjórnarmann halda því fram að þetta sé þýðingarmesta verkefnið í dag.“ Hefur þú ýtt á eftir því? „Það er ekki mitt hlutverk að segja þeim hvað þeir eiga að gera. Sveitar- félögin skaffa fjármagnið og við er- um að vinna eftir því sem þau ætlast til að við gerum.“ Hefur verið settfram einhver stefna varðandi éndurvinnslu á nœstu ár- um? „Ég hef ekki heyrt þá stefnu en ég veit að umhverfisráðuneytið er að vinna að stefnumörkun. Þar er í gangi 10 eða 15 manna nefnd sem vinnur að tillögum um frantkvæmd þeirra stefnu stjórnvalda að minnka sorp um 50 prósent fyrir aldamót. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða kröf- ur verði gerðar eða hvernig eigi að ná þessum markmiðum né hver viður- lögin verði náist þau ekki.“ -LAE

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.