Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Heimir Karlsson „Stundum verður maður að taka ákvarðanir í kjölfar ýmislegra hluta." Heimir Karlsson hættur á Stöð 2 og genginn til liðs við RIJV Færsömu laun og aðrir mínir starfsmenn segir Ingótfur Hannesson, yfinnaður íþróttadeildar RÚV. „Heimir Karlsson fékk bara gott tilboð frá RÚV og ákvað að taka því. Ég veit ekki hvað þeir hafa ver- ið að bjóða og ætla ekki að spyrja að því,“ segir Jafet Ólafsson, út- varpsstjóri Islenska útvarpsfélags- ins, um skyndilegt brotthvarf Heimis Karlssonar, yfirmanns íþróttadeildar félagsins, en hann gekk til liðs við keppinautana hjá íþróttadeild Ríkissjónvarpsins í vikunni. Ingólfur Hannesson, yfirmaður íþróttadeildar Ríkisútvarpsins, seg- ir það hins vegar af og frá að Heim- ir hafi verið keyptur til Ríkisút- varpsins. „Heimir mun fá sömu laun og kjör og starfa við sama umhverfi og aðrir mínir starfsmenn. Það voru engir stórir bitar hengdir upp í þessu sambandi enda áttum við ekki frumkvæðið í þessu máli, það er alveg ljóst. Ég er líka sannfærður um að Heimir hafi ekki komið hingað í leit að betri launum, ég held að eitthvað annað hafi ráðið brottför hans frá Stöð 2.“ Heimir Karlsson er einn af elstu starfsmönnum Stöðvar 2. Hann hóf störf skömmu áður en útsendingar hófust 1986 og hefur starfað óslitið við íþróttadeildina frá því. Sjálfur vill hann sem minnst urn brottför sína ræða, segir eingöngu að margir samverkandi þættir hafi ráðið ákvörðun sinni. Heimildir MORGUNPÓSTSINS innan Stöðvar 2 segja að brottför Heimis sé í tengslum við deilur sem staðið hafa milli yfirmanna Islenska útvarpsfélagsins um launakjör starfsmanna íþróttadeildarinnar og stöðu hennar innan fyrirtækisins. Heimildarmenn blaðsins segja að launakjörin sem slík hafi ekki orðið til þess að hann hætti, heldur hafi Heimir talið sér ófært að vinna áfram hjá íslenska útvarpsfélaginu eftir þá framkomu sem honurn var sýnd í samningaviðræðunum. Heimir vill lítið gefa út á þetta en segir að það sé engin launung á því að það hafa alltaf verið deilur vegna takmarkaðs skilnings á miklu álagi sem er á íþróttadeildinni. „Það er ekki hægt að saka Jafet í sjálfu sér um þær deilur, því hann er auðvitað nýkominn til starfa og sér þetta kannski ekki sömu augum og fyrirrennarar hans. En það er alltaf svo að allir eru að berjast fyrir sínu og ég held að við á íþrótta- deildinni séum ekki þeir einu sem hafa fundist að forráðamenn stöðv- arinnar hafi ekki borið fullan skiln- ing á störfum okkar. Ég held líka að það gildi um svo til alla íþróttafréttamenn að þeir eru miklir áhugamenn um starfið og stundum er það þannig að þeir láta áhugann teyma sig dálítið langt. Menn eru kannski að vinna meira en góðu hófi gegnir og upp- skera ekki samkvæmt því.“ Jafet neitar alfarið að nokkuð hafi komið upp í þeirra samstarfi sem hafi orð- ið til þess að Heimir ákvað að hætta. „Það hefur ekkert komið upp á í okkar samstarfi, það hefur verið gott. En menn eru oít að ræða launamál, en það ræðum við ekki úti í bæ.“ Aðspurður hvort uppsögnin hafi ekki verið alfarið að hans frum- kvæði svarar Heimir: „Við getum orðað það sem svo að stundum verður maður að taka ákvarðanir í kjölfar ýmislegra hluta.“ -ik Hugmyndin um forgangsröðun verkefna innan Háskólans er ekki ný af nálinni og þau viðhorf eru á lofti að leggja eigi niður kennslu í einstökum greinum og styrkja aðrar í staðinn Háskólinn verður að forgangsraða að mati Loga Jónssonar, formanns Félags Háskólakennara. Á þriðjudaginn kynnti Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárlaga- nefndar, hugmyndir um hagræð- ingu innan Háskóla íslands í Ijósi þeirrar skertu fjárveitingar, sem Háskólinn hefur þurft að búa við undanfarin ár. Reifaði hann meðal annars hugmyndir um að leggja niður tannlæknadeildina, þar sem kostnaður á hvern nemanda er nærri því þrisvar sinnum meiri en í næstdýrustu deildinni, raunvís- indadeild. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, tók undir þessar hugmyndir Sigbjörns, en tannlæknar hafa brugðist ókvæða við og telja bráðnauðsynlegt að halda uppi kennslu hérlendis. Það er hins vegar engin allsherj- arlausn á fjárhagsvanda Háskólans, að leggja niður tannlæknadeildina eina og sér. Eins og staðan er núna, er þeim litlu peningum, sem Há- skólinn hefur úr að moða, dreift á ótrúlegan íjölda greina og deilda í þeirri viðleitni að bjóða upp á fjöl- breytt nám. Niðurstaðan er fjár- skortur og þar af leiðandi slæm að- staða í öllum greinum, sem kennd- ar eru. Þær raddir hafa heyrst að skynsamlegra væri að takmarka framboðið við greinar, sem íslensk- 200 þúsundir króna á nemanda 400 600 800 1000 Guðfræði Viðskiptafræði Heimspekideild Verkfræði Félagsvísindadeild Sjúkraþjálfun Raunvísindi ur háskóli hefur möguleika til að skara fram úr í, bæta þar alla að- stöðu til muna og sleppa hinu. Beina menn þá ekki síst sjónum sínum að kostnaði við hvern nem- anda í einstökum deildum þó að fleira skipti þar máli. Logi Jónsson, dósent og for- maður Félags háskólakennara, er þessarar skoðunar. „Mín persónu- lega skoðun er sú, að það verði að koma á einhvers konar forgangs- röðun innan Háskólans. Það hlýtur að verða að forgangsraða í Háskól- anum rétt eins og í hverju öðru fyr- irtæki eða stofnun, og jafnvel á heimilum.“ En hvað á að hafaforgang? „Ég er ekki tilbúinn með neinn lista svo sem, en það hlýtur að verða að leggja aðaláherslu á það, sem er sérstakt fýrir íslenskar að- stæður, bæði menningu og at- vinnu.“ Nú kennir þú lífeðlisfrœði við líf- frœðiskor, hvar finnst þér að áhersl- an eigi að liggja innan raunvísinda- deildarinnar, niiðað við þessar for- sendur? „Ef ég ætti að ráða því, þá yrðu eldfjallajarðfræði og nýting jarð- varma efst á listanum ásamt mat- vælafræði og öllum þeim fögum öðrum sem lúta að nýtingu nátt- úruaðlinda okkar bæði á sjó og landi. Þetta held ég að sé alveg aug- ljóst forgangsatriði.“ Arkitektúr hefur aldrei verið kenndur á íslattdi, en þó ríkir síður en svo skortur á arkitektuin hérlend- is. Er nokkur ástœða til að mennta verkfrœðinga hérfrekar en arkitckta? „Já, ég tel fulla þörf á því að mennta verkfræðinga innanlands. Það er margt sérstakt við byggingar hér, sem er erfitt að flytja inn. Einn- ig má geta þess, að það er farið að markaðssetja íslenska verkfræði- þekkingu erlendis, sérstaklega á sviði nýtingu á jarðhita. Hvað arki- tektúrinn snertir, þá höfum við svosem orðið fyrir barðinu á því í gegnum tíðina að arkitektar hafa ekki getað stundað nám sitt hé’r, því hér eru um margt mjög sérstakar aðstæður, sem ekki þekkjast annars staðar. Hins vegar er arkitektúririn líka gott dæmi um það, að það er nóg til af fólki, sem ekki setúr þáð fyrir sig þó ekki sé hægt að læra við- komandi fag hér.“ Ett vill nokkur sleppa stnu, endar það ekki bara í slagsntálum þegar á að ákveða hverju skal haldið og hverju sleppt? „Það verður sjálfsagt hart barist um aurinn, það er alveg rétt. En þetta er auðvitað eitthvað sem á að gerast á Alþingi, því þetta flokkast undir stefnumörkun í menntamál- um þjóðarinnar. Háskólinn yrði náttúrlega að vera ráðgefandi aðili og setja upp einhvers konar for- gangslista þar sem fram kæmi kostnaður við hvert verkefni. Þann lista gætu alþingismenn síðan haft til hliðsjónar við fjárlagagerðina. Þannig yrði forgangsröðunin á ábyrgð Háskólans, en stjórnmála- Logi Jónsson, formaður félags verða að leggja aðaláherslu á það, stæður, bæði menningu og atvinnu. mannanna að ákveða hversu langt niður eftir þeim lista þeir eru til- búnir að fara, hvað þeir vilja klippa burt. Það sem vantar núna eru skýrar línur, það er ekki ljóst hver á að setja hlutina í forgangsröð. Að undanförnu hefur það verið menntamálaráðuneytið, sem hefur komið með ný fög inn í Háskólann, háskólakennara. „Það hlýtur að sem er sérstakt fyrir íslenskar að- eins og hjúkrunarfræðina, fjölmiðl- un og kennararéttindanám. Mér finnst það skjóta skökku við þegar ráðuneytið kemur með fyrirmæli um að hefja kennslu í þessum fög- um, en segir svo að það sé bara málefni Háskólans, hvar eigi að draga mörkin. -æöj Kostnaður á hvem nemanda eftir deildum Deild Fjárveiting 1994 Fjöldi neménda Kr. pr. nem. Guðfræðideild 20.400.000 113 180.500 Læknadeild 130.000.000 380 342.100 Tannlæknadeild 44.600.000 49 910.200 Lyfjafræði 23.900.000 78 306.400 Hjúkrunarfræði 63.000.000 449 140.300 Lagadeild 31.400.000 524 60.000 Viðskipta- og Hagfræðideild 67.400.000 609 110.700 Heimspekideild 148.500.000 1.217 122.000 Verkfræðideild 87.400.000 249 351.000 Félagsvísindadeild 100.000.000 1.124 89.000 Sjúkraþjálfun 18.600.000 171 108.800 Raunvísindadeild 214.000.000 605 353.700

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.