Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL 23 Úldið London- lamb Að vanda er ógeðfelldustu frétt vikunnar að finna í Tínmnmn, en blaðamenn blaðsins virðast vera einstaklega naskir 4 að þefa uppi ýmsar rniður huggulegar hliðar mannlífsins. Fréttin birtist á þriðjudag og segir ífá því að S.ö. kjötvörur í Hafnarfirði hafi þurft að kalla inn mikið magn af svo- köiluðu Londonlambi sem fyrir- tækið framleiðir þar sem það reyndist gallað. Það skal tekið fram að þrátt fyrir framandi nafn er Londonlambið rammíslenskt í húð og hár. Þetta er léttreykt og léttsalt- að lambakjöt og til glöggvunar má benda lesendum á að það líkist einna helst svínakjötsafurðinni hamborgarhrygg sem ailir þekkja. Tíminn segir frá heldur óskemmti- legri reynslu sem ónefndur aðili varð fyrir þegar hann hugðist halda vinurn sínum veislu. „Það var endasleppt kvöldverðar- boð sem haldið var í austurhluta Reykjavíkur um helgina. Getsgjaf- inn keypti Londonlamb í stór- markaði fyrr um daginn sem urn kvöldið var matreitt eftir kúnstar- innar reglum og borið á borð. Kjötið hvarf þó ekki jafn ljúflega ofan í gestina og gert var ráð fyrir. Þegar sest var að snæðingi kom í ljós að kjötið var úldið, þrátt fyrir að síðasti söludagur þess væri 29. desember." Þetta er að sjálfsögðu ákaflega ógeðfelld uppákoma fyrir gestgjaf- ann, og í raun og veru algjörlega óþolandi fyrir hann að uppgötva, eftir að vera búinn að brúna kart- öflur, opna dós af grænum baun- um og búa til brúna sósu, að kjötið sem hann býður upp á er úldið. Þetta er þó ekki eina ógeðfellda hlið fréttarinnar því sælkerum þætti það örugglega miður huggu- legt að vera boðið til veislu þar sem aðalkræsingar kvöldsins væru úld- ið Londonlanrb. Sendir fallegar hugsanir til óvildarmanna Pottagaldrakonan Sigfríð Þór- isdóttir hefur á undanförum ár- um verið að taka sjálfa sig í gegn, eins og hún orðar það. Á síðasta ári hefur glíman staðið við reið- ina sem hún segist vera búin að ná tökum á. Það er kannski ágætt að byrja að undirbúa sig strax, áður en kortaklippir kemur í bæ- inn i lok janúar. Með aldrinum hef ég náð að breyta viðhorfi mínu til lífsins og þar á meðal til reiðinnar með því að temja skap mitt. Þegar ég var yngri og óþroskaðri átti ég það til að verða hefnigjörn í reiði minni. Þó að ég hefndi mín ekki oft var ég mjög hefnigjörn í anda. En „what goes around comes around". Ef maður hefnir sín fær maður það fyrr eða síðar í hausinn aftur. Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir hver Emiliana Torrini er. I dag er hún talin ein efnilegasta söngkonan í poppinu og spáð miklum frama eftir að hún söng sig inn í kastljósið með hljómsveit sinni Spoon og sló í gegn með frammistöðu sinni í söng- leiknum Hárinu láta að Til þess að forðast að reiðina ná tökum á mér beiti ég á hana rökhugsun; hana og kemst yfirleitt að því í reiðin er í raun og veru ekki gagn- vart viðkomandi heidur í mér sjálfri. í stað þess að beita reiði minni gegn einhverjum launa ég nú eftir að hafa tekið sjáifa mig í gegn illt með góðu, með öðrum orðum sendi ég fallegar hugsanir til viðkomandi í stað þess að hugsa illa til hans. Það er besta lausnin. Munurinn er bæði sá að ég sjálf öðlast sálarfrið og fæ svo annars staðar eitthvað gott á móti. Manni nefnilega alltaf launað fyr- ir það góða sem maður gerir í lífinu. í dag rýk ég eingöngu ef ég verð vitni af óréttlæti. En þó ekki ef snýr að mér sjáifri. Heidur reiðist ég yfir óréttlæti heimsins. Emiliana Torrini, söngkona í hljómsveitinni Spoon, sló í gegn í uppfærslu á söngleiknum Hárinu sem enn gengur fyrir fullu húsi í ís- lensku óperunni. Emiliana er nem- andi í MK ásamt því að vera í hópi þeirra íslendinga sem verður að kalla hina „súperbjartsýnu“; það er tónlistarmenn sem gefa út efni á eigin vegum. Laxeldi eða loðdýra- rækt dettur manni í hug sem álíka arðbær ævintýr. En hvað um það, kynnumst stúlkunni nánar... Svo við fáum það á hreint. Ertu bakrödd eða ertu aðalsöngvarinn í Spoon? „Ég er söngkonan. Málið er það að þegar við byrjuðum að gera plöt- una var ég ekki fastráðinn meðlim- ur í hijómsveitinni og átti að byrja sem bakraddasöngkona, en endaði á því að syngja fjögur lög inn á plöt- una. Ég átti ekki að vera aðalsöng- konan í byrjun og í raun söng ég eins og hálíviti fyrstu vikurnar. Ég þorði hreinlega ekki að syngja. Síð- an þegar Taboo var gefið út í sumar héldu margir að söngvarinn væri ekkert inni í myndinni. Það hefur pirrað mig mjög mikið í þeirri um- íjöllun sem hefur átt sér stað und- anfarið að það sé einhver togstreita okkar á mUli og að hann geti ekki sætt sig við að ég sé betri en hann. Þetta er hreinlega þeirra mál en ekki okkar.“ Nú las ég gagnrýni í einu dag- blaðanna fyrr í dag og þar er sagt að lagahöfundar ættu nú að vera óhræddir við að leyfa þér að stíga fram almennilega og helsta gagn- rýnin á plötuna var að þú skyldir ekki syngja meira. Hvernig kemur þetta við þig og samstarfið í band- inu? „Okkur er alveg sama hvað gagn- rýnendum finnst, þetta er okkar plata, við gerðum hana sjálf og er- um mjög ánægð með hana. Ef hún væri ekki góð þá værum við ekki komin svona langt áfram með hana en það snertir mig að því leyti til að það eru margir sem kjósa að ráðast á söngvarann í samræðum við mig. Honum virðist reyndar vera alveg sama. Staðreyndin er sú að ég vildi ekki syngja fleiri lög sökum þess að þau hentuðu mér ekki. Ég sé mig ekki syngja fyrsta lagið á plötunni, eða Awake, tU dæmis. Við erum tveir söngvararnir í hljómsveitinni og þannig er það nú bara. Ég vil ekki breyta því.“ Er þetta þín tegund af tónlist? „Já ég fi'la þessa tónlist mjög vel.“ Nú ertu í útvarpinu á hverjum degi, öðru hverju blaði, í sjónvarp- inu og á leiksviði, en fyrir nokkr- um mánuðum vissu aftur á móti fæstir hver EmUiana var. Finnst þér ekkert erfitt að leggja þig svona skyndilega fram fyrir dóm almennings? „Jú, auðvitað. Sérstaklega vegna þess að fjölmiðlarnir hafa tekið mig fyrir sem talsmann hljómsveitar- innar og það hefur mér þótt einna erfiðast. Mér finnst ekkert sérstak- lega gaman að vera að láta mynda mig eða sitja í viðtölum. Þetta er bara eitthvað sem fylgir.“ Nú ertu í skóla, í prófum... „Hárinu, hljómsveitinni, alveg eins og súperbolti á teinum.“ Hefur þú einhvern tíma til að slaka á ? „Nei, eiginlega ekki. Ef ég slaka á þá líður mér illa, ég verð alltaf að vera á hreyfingu." Hefur það komið sér illa gagn- vart hljómsveitinni að þú skulir vera í Hárinu? Hafið þið þurft að neita spilamennsku sökum þess að þú ert upptekin? „Jú, en Baltasar leikstjóri hefur verið okkur mjög góður, hann hef- ur leyft mér að fara eftir lagið mitt, þá er stokkið upp í rútu eða flugvél. Það hefur alltaf verið reynt að redda hlutunum einhvern veginn, en ef það hefur ekki verið hægt þá höfum við þurft að sleppa sumu.“ Hvað er það besta og það versta við að hafa verið í Hárinu? „Það besta er fólkið, þetta er al- veg súperhópur, en það versta er að þessu hefur fylgt mikið stress. Alltaf um hverja helgi. Stundum eru þetta einar íjórar sýningar, tvær sýningar á kvöldi. Maður er farinn að sakna helganna eins og þær voru alltaf. Mann langar kannski að leggjast undir sæng og horfa bara á sjón- varpið, slaka bara á. En ég sé ekki eftir neinu.“ Ertu ekki búin að afsala þínum rétti til að eiga venjulega helgi eins og stúlka á þínum aldri með því að velja þennan bransa? „Jú, en ég sé ekkert eftir því. Alls ekki. Stundum verður maður þreyttur og pirraður en það bara fylgir. Ég skemmti mér yfirleitt allt- af.“ Þénar þú vel? „Ágætlega bara, annars er ég af- skaplega lítil peningamanneskja. Læt þau mál ekki skipta mig mildu máli.“ Nú gefið þið út plötuna ykkar sjálf. Eruð þið hætt að svitna í lóf- unum yfir þvi hvort þið náið inn fyrir kostnaði? Hvað þurfið þið að ná margra eintaka sölu? „Við erum alveg hætt að svitna. Okkur vantar örfá eintök upp á þessi tvö þúsund sem við þurfum til að koma út á sléttu. Alveg satt.“ Hvað finnst þér um útvarpsum- fjöllun hér á íslandi, sem tónlist- armanni? „Ég hef aldrei heyrt aðra eins hlutdrægni meðal útvarpsfólks eins og hér. Þetta er fólk með mikið vald og ef það vantar siðgæðiskennd þá er það vald sem getur eyðilagt fólk. Persónulegt álit útvarpsfólks á ekki að koma í ljós í þeirra umíjöllun." Ertu að tala um einhverja ákveðna aðila? •„Ha, neinei, þessi maður veit sjálfur upp á sig sökina. Þegar fólk á hagsmuna að gæta í þessum bransa og er að misnota sína aðstöðu til að rakka niður fólk, sem er ekki á þeirra snærum, þá finnst mér að eitthvað sé ekki í lagi. Þetta er þessi klíka. Þegar maður segir í útvarpið „Hvernig nennið þið að hlusta á þetta lag aftur?" í umíjöllun um vinsældalista, þá finnst mér hann vera að misnota sína aðstöðu.“ Svo við vendum oldcar kvæði í kross. Notaðir þú virkilega Tonna- tak til að festa stein í nafiann á þér? „Ha, ha, hvar heyrðir þú það?“ Ég hef mín sambönd. Hvernig náðir þú honum út og hvað tók það iangan tíma? „Mánuð. Ég fann ekki húðlímið mitt og það lá beint við að það þyrfti að redda þessu. Ég nota það sem dugar. Þetta losnaði á endan- um.“ Baldur Bragason

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.