Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Stiðmuaiöf Kolrassa krókríðandi Kynjasögur ★★★ „Tónlist sem ætti að geta heillað alla nema forfölln- ustu Maria Careyista. Sveitin er kannski ekki alveg komin í fyrstu deildina en hún erfar- m að banka upp á.“ Siggi Björns BIsinn A Trinidad ★★★ „Efþað er lítið að gerast á hverfiskránni er lítið mál að kaupa ölkút og skella Sigga Bjöms í grœjurnar. Bísinn er ígóðuformi þó að Siggi Björn sé að spila úti á Trinid- ad.“ SSSól Blóð ★★★ „Þegar öflugasta ballhljóm- sveit landsins gefur út stuð- plötu ergaman. maðurfœrá tilfinninguna að SSSól þori ekki að prufa neitt nýtt enda kannski engin ástæða til. Stuðið er þeirra heimur og ekkertað því. “ Dos Pilas MyownWings ★★ „Dos Pilas er amerísk rokk- sveit sem fæddist fyrir tilvilj- un á íslandi. Tilgangur henn- ar hér er hættulega óljós. í réttu umhverfi gæti pílan þó allt eins blómstrað ogjafnvel hittí mark.“ Kol Klæðskeri keisarans ★★ „Klæðskeri keisarans er ágæt skífa sem á eflaust eftir að falla vel í kramið hjá aðdá- endum Bubba Morthens og Grafíkur en virkar samt eins og endurútgáfa frekar en ný afurð. “ 2001 Frygð ★* „Frygð er kröftug rokkplata þó hún beri æsku hljómsveit- arinnar 2001 nokkur merki. Fyrst ogfremst merkileg fyrir að hafa komið útþráttfyrir nokkra logndeyðu í neðan- jarðartónlist Reykjavíkur. Þetta er skífa sem gœti opnað nýjar víddir í tattóveruðum samkvæmum þeirra sem halda að þeirfylgjast með.“ ÖRN MAGNÚSSON ÖLL Pí ANÓVERK JÓNS LEIFS ★★ „Á geisladisknum með Erni Magnússyni píanóleikara eru öll píanóverkin sem Jón Leifs samdi. Flutninguritin er nokkuð góður, en tónlistin nokkuð leiðinleg.“ Björn Jörundur Friðbjörnsson BJF ★ „Björn Jörundur er einfald- lega enginn Sid Barrett, til allrar hamingju. Hann er rátnur popphundur sem ætti að halda sig við það sem hon- umfer best.“ Urmull Á VÍÐAVANGI ★ Urmull er auðheyrilega vax- andi tónleikasveit sem á ef- laust eftir að verða meira úr. Það má hins vegar deila um hversu tímabært var að rjúka í og gefa útþessa plötu. “ „Höftmdur hefur komið höfuðpersónu sinni í hremmingar en það er líkt og hann lötri þar við hlið hennar í hálfgerðu áhugaleysi og setji svo punktinn vegna þess eins að hann nenni ekki aðfylgja henni lengur. Því situr lesand- inn eftir að loknum lestri nokkuð vonsvikinn vegna þess að höfundurinn sveik hann á loka- sprettinum ögstakk affrá verkinu.“ Óvenjuleg unglingasaga Þegar kynin skilja ekki hvort annað Deboraii Tannen: ÞO MISSKILi.'R Míl . - Samræður kvenna og karla Almenna rókafélagið 1994 336 BLS. ★★★★ --------------------------------- í þessari umtöluðu metsölubók fjallar bandaríska málvísindakonan Deborah Tannen um það af hverju konur og karlar eiga í svo miklu basli ttð skilja hvort annað. Tanncn full- yrðir að það sé munur á því hvernig kynin hugsi og tali og mikilvægt sé að þekkja og skilja muninn. Hún viður- kennir að allar alhæfingar í þessum efhum, eins og öðrum, séu óheppi- legar og segir: „Það er ógeðfellt að taka einstakling og skilgreina hann þannig að hann falli inn í einhvern flokk og það er líka villandi. Það er einmitt hætt við þessu þegar farið er að skipta konum og körlum í tvær fylkingar." En þrátt fyrir að allar manneskjur séu fyrst og fremst einstaklingar með séreinkenni þá telur Tannen nægi- lega sterk rök og sannanir séu fyrir því að í meginatriðum hugsi og tjái kynin sig á ólíkan hátt. Þar leggi kon- ur áherslu á samstöðu og náin tengsl en virðingarstöður og sjálfstæði skipti karlmenn meira máli, eða eins si- Hafliði Vilhelmsson: Heiða fremur sjálfsmorð Hlöðugil 1994 • ★★ Skáldsagan sem ber svo frumleg- an titil er fyrstu persónu frásögn stúlkunnar Heiðu. Sú skynsama og skynuga stúlka vinnur í unglinga- vinnunni og er skotin í strák sem þar vinnur. Hann býður henni í bíó og í framhaldi af þvf heldur hún partý á heimili foreldra sinna. Þar kollsteypist tilvera stúlkunnar og um leið sannast að titill bókarinnar er ekkert góðlátlegt grín höfúndar. Ég kýs að flokka þessa bók sem unglingasögu og ég er nokkuð viss um að hún muni höfða til margra unglinga vegna þess að hún er raunsannari en margar þeirra og laus við það leiðinda predikunar- hjal sem stundum má finna í barna- og unglingabókum og gagn- ast aðallega til að deyða bók- menntaáhuga hinna ungu lesenda. Frásögnin er bæði áreynslu- og tilgerðarlaus. Nokkuð er um slang- ur og slettur eins og gjarnan í ung- jjiBf1 unglingurinn Heíöa sem se’gir söguna. Svo eru nokkur ljót orð á stangli sem krakkarnir hreyta hvert í annað og líkjast að því leyti lítt unglingunum í hefðbundnu unglingabókunum sem aldrei eru látin segja klámyrði því höfundar þeirra vita að það gæti hamlað sölu bókarinnar og kostað ákúrur gagnrýnenda. Bókin er skrifuð í fremur hráum stíl en stundum, þegar söguhetjítú er vel stemmd, bregður fyrir falleg- um líkingum og ljóðrænu. Bókin er á köflum krydduð ágætri kímni og er lengst af skemmtileg aflestrar. Höfundi tekst að skapa aðlað- andi og trúverðuga mynd af sögu- persónu sinni. Höfuðstyrkur bók- arinnar liggur einmitt í því að les- andanum stendur ekki á sama um Heiðu, þessa heiðarlegu og sér- stöku stúlku sem lendir í félagsskap unglinga sem stela, reykja og drekka en eru þó bestu skinn. Bókin skiptist í þrjá kafla og höf- uðverkur hennar er sá síðasti en þar er sagt frá partýinu sem leggur líf Heiðu í rúst í bókstaflegri merk- ingu. Hann er áberandi síst unn- inn. Þar er farið alltof fljótt yfir sögu. Höfundur hefur komið höf- uðpersónu sinni í hremmingar en það er líkt og hann lötri þar við hlið hennar í hálfgerðu áhugaleysi og setji svo punktinn vegna þess eins að hann nenni ekki að fylgja henni lengur. Því situr lesandinn eftir að loknum lestri nokkuð vonsvikinn vegna þess að höfúndurinn sveik hann á lokasprettinum og stakk af frá verkinu. En þrátt fyrir það er þetta bók sem kemur nokkuð á óvart og er skemmtilega öðruvísi unglingabók. Sumum kann að þykja hún full nöturleg, öðrum of djörf og berorð til að geta talist holl lesning. Það er ekkert fermingaryfirbragð á þessari bók. En lengst af er vit í henni. Það sem dregur hana niður er síðasti hlutinn. Þetta er bók sem hefði get- að orðið býsna góð ef höfundur hefði legið örlítið lengur yfir henni. Óhefðbundin og áhugaverð ung- lingabók sem líður fyrir afar slakan lokakafla. Kolbrún Bergþórsdóttir og segir a einum stað: „Meðan karl- menn eru að berjast fyrir því að verða sjálfir sterkir eru konur að berjast fyrir því að samfélagið haidist sterkt." Fyrir þá sem fyliast nú skelfingu og sjá fyrir sér vandlætingafulla Kvenn- alistakonu í sjónvarpsumnvðuin er rétt að taka ffam að þegar setningin er sett í samhengi við það sem á und- an fór í bókinni þá er hún langt frá því að vera glórulaus, en varast ber að taka hana sem alhæfingu, þarna er fremur verið að lýsa mynstri sem virðist mjög ríkjandi. Einhver spurði mig að því um daginn hvort þær niðurstöður sem höfundur kæmist að ættu ekki ein- ungis við um bandarískar konur og karla. Ég fæ ekki séð það. Það kom mér einmitt á óvart hversu vel kenn- ingarnar falla inn f íslensk samskipta- munstur kynjanna og gæti ég tekið mörg dæmi þar um. Ég læt mér nægja eitt. Tannen minnist f bókinni á rann- sókn sem gerð var á umræðuhópum háskólanema en niðurstöðurnar voru í aðalatriðum á þá leið að „þeim konum sem lögðu mikið til máianna í byrjun, fór að líða illa eftir nokkra stund; þær drógu í land..Um svip- að leyti og ég las þessa bók var um- ræðuþáttur um konur og bók- menntir í sjónvarpinu og valkyrjum var stefút þar gegn körlum. Þær byrj- uðu með látum og höfðu skoðanir, en drógu svo smám saman í land. Þær enduðu sem mjúkar meyjar. Sú hegðun þeirra var í fúllu samræmi við niðurstöður bandarísku rann- sóknarinnar og hefði getað verið skil- greind með sömu orðum: „Þetta er í fullkomu samræmi við löngun kvenna til að halda umhverfi sínu í jafúvægi svo allir sitji við sama borð.“ Þeir sem aðhyllast þá skoðun að enginn munur sé á körlum og kon- um annar en hinn lífffæðilegi þáttur, annar mismunur stafi af félagslegu- og þjóðfélagslegu óréttlæti, munu líklega hafa megnustu andstyggð á þessari bók. Hinum sem viðurkenna mismuninn sem staðreynd mun hins vegar þykja hún forvitnileg og fróð- ■ leg. Ég fylli seinni flokkinn og mér þótti sérlega ánægjulegt að lesa þessa bók. Mér finnst línurnar miili hugs- unarháttar kynjanna kannski full- skarpar hjá höfúndi, en honum tókst í bókinni að sannfæra mig um að í meginatriðum væri heilmikið vit í kenningununr. Og sem kennari get ég staðfest að þeir kaflar sem fjalla um mismun á hegðun og tali drengja og stirlkna í barnaskóla koma full- komlega heim við reynslu mína í því starfi. Skemmtileg og áhugaverð bók um mismunandi hugsunarhátt og tjáningu kynjanna. Varast ber að taka henni sem algildum sattn- leika en hún er umliugsunarverð og það er töluvert mikið vit í henni. Kolbrún Bergþórsdóttir Gntt um íníin Ami Sigffússon borgarfulltrúi Jólastemmning Hugarró, hún kostar lítið. Menn þurfa bara að . setja markmið og hafa þekkingu é ‘ því sem þeir eru að gera og hlaða sig upp af jákvæðum hugsunum. Jólaplötur Ég ætla að fá mér disk-. inn hans Bubba og ég keypti Nir- vana Unplugged í samstarfi við unglingana á heimilinu á dögunum. Síðan ætla ég að skreyta jólin með Pálma og við bætum einhverju fleiru við. Jólapakkinn Mig langar í góða bók eða einhverja einfalda heimatil- búna gjöf sem hefur verið nostrað við. Forskot á jólasæluna Skata i há- deginu á Þorláksmessu. Um kvöld- ið stundum við gamlan og góðan sið, svokallaða uppfærslu, en þá er jólahangikjötið og sviðin tekin úr pottunum. Þá er manni heimilt að smakka á kræsingunum og taka forskot á sæluna. Úr þessu verð- ur oft mikil veisla. Jólaboðskapur Ég mæli ein- dregið með messu kl. 6 á að- fangadag og miðnæturmessum, þá er oft fallegur kórsöngur. Svo hlusta ég alltaf á biskupinn í Sjónvarpinu á aðfangadags- kvöld. Jólabækurnar Ég er búinn að biðja um bók Þórarins Eldjárns og mig langar að glugga í Laxdælu í nýjum búningi myndasögu. Bókin um Pálma í Hagkaup er einnig'Sff- hyglisvert og fljótlesið framjaci.f jólabókamarkaðnum. Árni Sigfússon „Mig langar í góða bók eða einhverja einfalda heimatil- búna gjöf sem hefur verið nostrað við.“ Borgarajól Þetta eru svo skelfilega stutt jól að ég held að það sé best að vera heima, lesa góðar bækur, borða góðan mat og liggja upp í loft. Jólamaturinn Mér finnst skylda að borða hangikjöt um jólin og svo kann ég vel að meta svínakjöt og rjúpur. Jólatónlist Ég fer alltaf í Lang- holtskirkju kl. 6 á aðfanga- dagskvöld og hlusta á Ólöfu Kol- brúnu Harð- ardóttur. Það er ómissandi að heyra í henni. Jólapakkinn Jólin eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vonlaus ef maður fær ekki ^ - ■ ■ • ' ■ bækur. Mér líst vel á margar bækur eins og til dæmis í luktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Kvikasilfur eftir Einar Kára- son, Efstu daga eftir Pétur Gunnars- son, og Grandaveg 7 eftir Vigdísi Gríms. Svo var maðurinn minn að þýða Villta svani og ég á eftir að lesa hana. Leikhús Það getur vel verið að ég fari í Borgarleikhúsið á milli jóla og nýárs. Guðjón Pedersen er að setja upp söngleikinn Kabarett og ef það verður byrjað að sýna hann fer ég kannski á þá sýningu. Spil Mér finnst ómissandi að spila Trivial Persuit eða Scrabble um jól: in og hef mjög gaman af því. borgarstjóri Gott í skóinn Alls kyns smádót og helst bara nógu mikið af því svo maður vakni ekki við vondan draum að morgni. Það eru tvö gúmmístíg- vél í glugganum hjá mér og heimt- urnar verið nokkuð góðar þótt kart- öflur hafi slæðst með, væntanlega til viðvörunar. Ómissandi um há- tíðirnar Göngutúr á nýársdags- morgun á meðan borgin sefur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þetta eru svo skelfilega stutt jól aö ég held að það sé best að vera heima.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.