Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 ir að hefur vakið athygli margra að undanförnu að knattspymumaðurinn Einar Páll Tómasson hefur að undanfömu æft með liði Breiðabliks. Einar Páll lék reyndar með Blikum í sumar en var síðan búinn að til- kynna skipti yfir í sitt gamla félag Val, þar sem hann ætlaði að leika á næsta tímabili. Síðan fékk Einar tilboð fr á norsku fé- lagi og tók því og æfir nú, eins og áður sagði með Blikum þar til hann heldur utan... Bílamál íslensku Iands- liðsmannanna í hand- knattleikhafaal- deilis tekið glæsilega stefnu. Mikil áhersla er jafnan lögð á einingu og samheldni í flokkaíþrótt- um og nú er svo komið að allir lands- liðsmennimir, eða „strákamir okkar“ eins og þeir em betur þekktir, aka um á samskonar bifr eiðum. Renault um- boðið gerði nýlega samning við dreng- ina um að afhenda þeim sextán nýja RENAULT Renault Twingo bíla á vildarkjörum. Þessi vildarkjör felast i þvi að hver landsliðsmaður fær sinn bíl á rúmar fimmhundruðþúsund krónur í stað þess að borga rúmar níuhundruðþús- und eins og aðrir kaupendur gera. Þar að auki var landsliðsmönnunum boð- ið upp á hagstæða fjármögnun til nokkurra ára. Það er ekki að orðlengja það að pilt- Bandaríkjamaðurinn Jonathan Bow hefur verið einn litríkasti og besti leikmaðurinn í íslenskum körfubolta undanfarin ár. Hann hefur komið víða við, byrjaði að leika með Haukum úr Hafnarfirði ár- ið 1989 og síðan hefur hann leikið í úrvalsdeildinni með KR, Keflavík og nú með Val Þjálfarinn og lœrisveinarnir Þegar blaðamaður og íjósmyndari liittu Bow var hann á fullu að kenna drengjunum í 9.flokki Vals undirstöðuatrið in í körfunni. Það fer ekki á milii mála hverfyrirmyndin er. Landsfíðið aðgerabe segir Bow og segist géta hugsað sér að gerast íslenskur nkisborgari. Þegar blaðamaður MORGUN- PÓSTSINS hitti Bow að máli á þriðjudaginn var hann í óðaönn að kenna ungum drengjum tökin í körfunni í íþróttahúsi Vals að Hlíð- arenda. Strákarnir voru greinilega mjög áhugasamir og ekki fór á milli mála hver fyrirmyndin var. „Ég hef afskaplega gaman af þjálf- un,“ segir Bow. „Það að geta haft áhrif á mótun framtíðarkörfubolta- manna er afar spennandi og gefur manni mikið. Þessir strákar hafa áhugann sem þarf og eru nú á fullu að læra öll undirstöðuatriðin.“ Bow er virkur í þjálfun og er vel borin sagan. Hann kennir einnig í Körfuboltaskólanum, eina einka- rekna körfuboltaskóla landsins, og hefur greir.ilega mikinn áhuga á viðfangsefninu. En gæti hann hugs- að sér að leggja fyrir sig þjálfun að loknum leikmannaferlinum? „Já, tvímælalaust. Ég stefni að því og get ekki séð annað en að af því geti orðið. Ég hef mjög gaman af þjálfun og tel mig hafa ýmislegt gagnlegt til málanna að leggja.“ Og erþá ekki eðlilegast að stefna að landsliðsþjálfun í framtíðinni? „Jú, kannski," segir hann glott- andi. „En starfið er í góðum hönd- um eins og er og þetta er langsóttur möguleiki en mjög áhugaverður.“ Náum vel saman utan vallar Nú hefur gengi Valsliðsins ekki verið gott. Kanntu einhverjar skýr- ingar d því? „Það er ekki svo gott að segja. Við erum auðvitað hundóánægðir með frammistöðuna en utan vallar ná- urn við vel saman. Áhuginn og metnaðurinn er til staðar og ég tel aðeins tímaspursmál hvenær við förum virkilega að springa út. Fyrir tímabilið var okkur spáð mjög góðu gengi og ég tel það hafa verið eðlilegt. Við erum með mjög sterkt lið á pappírunum og ættum að vera með miklu betra vinnings- hlutfall. En liðið tók auðvitað mikl- um breytingum og kannski tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir menn að aðlagast hver öðrum.“ Hvernig líkar þér við Ingvar Jónsson þjálfara? „Mjög vel. Hann veit ótrúlega mikið um körfubolta og hvernig undirstöðuatriðin geta hjálpað í gegnum allan ferilinn. Að mínu mati er ekki hægt að kenna honum um gengi okkar, þetta er eitthvað sem allir þurfa að laga og ég held að muni gerast.“ Ertu sáttur við þína frammistöðu þessa dagana? „Ég er mjög ánægður með þá stefnu sem málin hafa tekið fyrir mig persónulega. Nú er ég mjög hamingjusamur og finnst ég vera að leika vel. Ég á að vísu í smávægileg- um meiðslum en ég finn að ég leik ágætlega inni á vellinum og það er mér mjög mikilvægt." Kominn með fjöl- skyldu Jonathan er hamingjusamur þessa dagana og segir lífið leika við sig. Ég er nú í sambúð með íslenskri konu, Ester Kristófersdóttur, og fjögurra ára syni hennar. Sjálfur á ég þriggja ára barn á Sauðárkróki og finnst mjög mikilvægt að geta verið í sambandi við þessa fjölskyldu mína.“ Gœtirðu hugsað þér að setjast hér að endanlega? „Já, það gæti ég. Mér hefur alltaf líkað mjög vel hér á landi og finnst vel koma til greina að festa hér ræt- ur endanlega. Hér á ég mína fjöl- skyldu og gæti þessa dagana vel hugsað mér að gerast íslenskur rík- isborgari." Og spila þá með íslenska landslið- inu? „Já, ef ég yrði þá enn í góðu formi. Reglurnar í alþjóða körfu- boltanum eru þannig að erlendur leikmaður verður að hafa verið rík- isborgari í nýja landinu í minnst þrjú ár áður en hann má spila með landsliðinu. Ef einhvern tímann yrði af því væri það mikill heiður og ánægja fyrir mig.“ Finn ekki fyrír fordóm- um Heldurðu að það skipti máli fyrir þig sem útlending hér á landi að vera hvítur? „Ég veit það ekki. Mér hefur alltaf verið tekið vel og finn lítið fyrir öðru en vingjarnlegheitum. Kannski hefur það hjálpað mér að ég er líkur ykkur Islendingum í fasi og smell vel inn í hópinn. Ég er eng- inn risi, ég er ekki með annan hör- undslit og ég hef oft heyrt menn hvá þegar þeir heyra um mig því þeir hafa haldið liðið leika án útlendings. Þó má kannski segja að ég merki mun á viðmóti fólks eftir því hvort ég er hér í borginni eða úti á landi. Hér er fólk kannski opnara." Nú eru margir landarþínir búsett- ir á Keflavíkurflugvelli. Hefurþúfar- ið þangað oft? „Nei, reyndar ekki. Það kernur kannski mörgum á óvart en ég var búinn að vera hér í þrjú ár áður en ég fór fyrst inn á NATO- svæðið. Síðan þá hef ég farið nokkrum sinn- um en ég þekki auðvitað fáa þar og finnst líka að úr því ég er ekki heima í Bandaríkjunum eigi ég að kynnast lífinu hér í stað þess að vera með heimþrá og dveljast þar. Ég nýti mér þetta þó að einu leyti, kalkúnninn sem við verðum með um jólin er ættaður þaðan.“ Herbert er að trylla deildina Hverjir eru að leika best í deild- inni? „Að mínu mati þarf að skipta þessu í erlenda og innlenda Ieik- menn. Af erlendu leikmönnunum hefur Leonard Burns hjá Keflvík- ingum verið mjög sterkur. Hann er stór og sterkur og getur gert marga frábæra hiuti. Þá eru Rondey Ro- binson og John Rhodes alltaf sterkir og hafa verið að gera mjög góða hluti. Sem fjórða mann myndi ég síðan setja sjálfan mig, ég hef ver- ið að leika ágætlega og skora mikið. Af innlendu leikmönnunum hef- ur auðvitað borið mest á Herberti Arnarssyni hjá ÍR. Hann hefur nánast verið að trylla menn með hæfileikum sínum og er illstöðvan- legur. Hann er mjög mikilvægur liðinu vegna þess að hann skorar mjög mikið og síðan gerir hann einnig mikið af því að losa fýrir aðra leikmenn og skapa þannig góð skot- færi. Þá hefur Þórsarinn Kristinn Friðriksson einnig verið í fanta- formi og sömuleiðis er mjög gaman að fylgjast með Helga Guðfinns- syni hjá Grindvíkingum, hann er mjög efnilegur en líður auðvitað fyrir það að vera í mjög jöfnu liði fullu af sterkur og snjöllum leik- mönnum.“ Nú hefur stundum verið sagt að meiri framfarir skorti hjá íslenska körfuknattleikslandsliðinu. Menn sýni ekki ncegan áhuga og séu ekki duglegir við œfingar? „Já, þetta eru líklega eðlilegar vangaveltur. Að mínu mati hlýtur þetta að vera annað hvort spurning um metnað leikmanna eða bága fjárhagsstöðu sambandsins. Ég leyfi mér að halda að um sé að ræða fjár- hagsstöðuna vegna þess að ég vil ekki trúa því að menn hafi ekki metnað til að æfa og ná framförum með sínu landsliði. Frá mínum bæj- ardyrum séð er ótrúlegur heiður að vera valinn í landslið og þess vegna kemur mér mjög á óvart ef menn eru ekki duglegir að mæta á æfingar. Það hefur verið rnikil uppsveifla í íslenskum körfubolta að undan- förnu og þess vegna er undarlegt að ekki skuli sjást þess merki í framför- um á alþjóðavettvangi. Ég er ekki að segja að við eigum að vinna bestu þjóðir Evrópu, ég vil bara sjá að menn geri allir sitt besta og sýni framfarir.“ Björn Ingi Hrafnsson Enska knattspyrnan Ólík vandamál hjá Arsenal og Tottenham Vandamál liðanna í ensku knattspyrnunni eru af ólíkum toga eins og gengur og gerist hjá öllum liðum. Þannig er um fátt annað talað þessa dagana en snilld Tottenham-manna upp við mörk and- stæðinganna og að sama skapi hversu vörn þeirra er slöpp. Á sama tíma virðist lið Arsenal vera í kreppu og markaskorun er þeirra helsti höfuðverkur á meðan vörnin gefur ekkert eftir. Enski húmoristinn Russ Carvell hefur sínar hugmyndir um þetta vandræðaástand...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.