Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Um leið og Ríkis- endurskoðun og utanríkisráðuneytið fara yfir fjármál embættis menning- arfulltrúans í Lond- on, Jakobs Magnússonar, eru samskipti hans og Helga Ágústssonar sendiherra til at- hugunar Jakob Magnússon, menningarfulltrúi í London Er að tína saman frekari gögn fyrir Rikisendurskoðun. Áminnti Jakob fýrir að fara fram úr heimildum I nóvember síðastliðnum kom til alvarlegra árekstra á milli Helga Ágútssonar, sendiherra Islands í London og Jakobs Magnússon- ar, menningarfulltrúa við sendi- ráðið. Tildrög þess voru þau að þá var að koma í Ijós að embætti menningarfulltrúa hafði farið nokkuð fram úr fjárheimildum, meðal annars vegna fjölbreyttra og viðamikilla hátíðarhalda vegna lýð- veldisafmælisins. Að lokum greip Helgi til þess ráðs að kalla Jakob fyrir sig og veita honum formlegt áminningarbréf. Slíkar áminningar vega þungt og við þrjár áminningar er komið tilefni til að víkja mönn- um úr embætti. Heimildir innan úr stjórnsýsl- unni stangast á þegar kemur að því að útskýra af hverju þeir Helgi og Jakob komu báðir heim til Islands í síðustu viku. Því hefúr verið haldið fram að þeir hafi verið kallaðir heim að frumkvæði Ríkisendur- skoðunar en nýjar heimildir segja að utanríkisráðuneytið hafí átt frumkvæði að ferð Helga og um leið hafi Ríkisendurskoðun gripið tækifærið til að yfirheyra hann vegna skoðunar á embætti menn- ingarfulltrúans. I utanríkisráðu- neytinu hafa þeir Róberl Trausti Árnason, Þröstur Ólafsson og Benedikt Jónsson haft þessi sam- skiptamál á sinni könnu. Spurt um það hvar ábyrgðin liggur Jakob hefur haft mjög frjálsar hendur um rekstur skrifstofu sinn- ar þó hún hafi fallið undir bólthald sendiráðsins. Útgreiðslur á þessum fjármunum byggjast því á hans ákvörðunum. Formlega séð er hann hins vegar undirmaður Helga Ágústssonar sendiherra og var það meðal annars tilgangurinn með ís- landsferð Helga að útskýra afskipti hans (eða afskiptaleysi) af skrif- stofu menningarfulltrúans. I sam- tali við MORGUNPÓSTINN sagði Helgi að enginn vafi væri á því að Jakob væri hans undirmaður. Þegar Helgi var spurður að því hvort hann, sem yíirmaður Jakobs, hefði gert athugasemdir við störf Jakobs sagði hann: „Ég vil ekki tjá mig um það við þig.“ Þessi ummæli eru athyglisverð í ljósi þráláts orðróms um mikla samstarfserfiðleika á milli Helga og Helgi Ágústsson sendiherra í London Veitti Jakobi skriflega áminningu í nóvember. Jakobs sem tengjast því að Jakob var sendur út á sínum tíma án sam- ráðs við Helga. Sú staðreynd að Jakobi er ædað að taka við sem yfir- maður sendiráðsins um áramótin hefur að sögn heimildarmanna ýtt undir þennan ágreining. Jakob þarf að senda gögn heim Jakob hélt út til London í gær- morgun. Það er meðal annars til þess að tína saman fylgiskjöl, nótur og önnur gögn til að svara fýrir- spurnum Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. Hefur hann fengið nokkurra daga frest til að tína sam- an gögn til að styðja mál sitt í þeirri hörðu bókhaldsrannsókn sem Rík- isendurskoðun ffamkvæmir nú á embættinu. Jakob vildi eldcert tjá sig um mál- ið en gaf þessa yfirlýsingu: „Eftir þessa nákvæmu skoðun á öllum út- gjaldaliðum er ekkert sem orkar tvímælis eða sem ekki hefur verið hægt að skýra með fullnægjandi hætti. Mín hreina samviska er eitt það dýrmætasta sem ég á.“ Dálítið tilfmningarík yfirlýsing sem verður að skoðast í ljósi þeirra átaka sem nú eru í þjónustunni. Jakob fékk úr 9 milljónum króna að moða á þessu ári en ljóst er að embættið hefur eytt á milli 17 og 18 milljónum króna, sem er um helm- ingur af rekstrarkostnaði við sendi- ráðið í London. Til að brúa bilið fékk hann tveggja milljóna króna greiðslu úr EES- sjóði auk framlaga frá fyrirtækjum og Reykjavíkur- borg. Ekki liggur fyrir hvort Jakobi tekst að brúa bilið þar á milli en ljóst er að fullyrðingar um að gatið sé 8 milljónir króna eru hæpnar og telur Jakob sig hafa tryggt sex millj- ónir upp í gatið - - vilyrði séu fyrir afgangnum. Það kom hins vegar fram hjá Helga Ágústssyni sendiherra að ekki eru allir reikningar menning- arskrifstofunnar vegna lýðveldishá- tíðarhaldanna greiddir og vissi Helgi af að minnsta kosti einum reikningi vegna leigu á tónlistarsal sem enn væri ógreiddur. Umsvif menningar- skrifstofunnar nálgast minnsta sendiráðíð Á fjárlögum var sendiráðinu í London ætlaðar 36,6 milljónir og er allur kostnaður við menningar- skrifstofuna greiddur af þeim lið- um, meðal annars launa-, rekstrar-, og ferðakostnaður Jakobs sjálfs. Þessar 17 til 18 milljónir sem greidd- ar hafa verið út hafa því eingöngu farið til menningarviðburða. Sem dæmi um umfang skrifstofunnar má nefna að sendiráðið í Stokk- hólmi fékk 26,3 milljónir til ráð- stöfunar á árinu. Aðalatriðið í rannsókn Ríkisend- urskoðunar er hvorki umfram- eyðslan né heldur hvernig Jakob hyggst brúa bilið, en hann hefur fengið framlög víða og boðað að fleiri framlög séu á leiðinni. Spurn- ingar Ríkisendurskoðunar lúta fýrst og fremst að því í hvað fjár- munirnir fóru og þá frá upphafi embættisins. Um er að ræða fjár- hagsendurskoðun þar sem allir reikningar eru krufnir. Hefur Jakobi meðal annars verið gert að útskýra hvernig ferðareikn- ingar vegna listamanna og maka þeirra eru tilkomnir en sá liður hef- ur vegið þungt í starfsemi skrifstof- unnar. Hefur Jakob enda verið óspar á að bjóða listamönnum út til London til að koma þeim á fram- færi. Þar mun skorta á að fullnægj- andi fylgiskjöl hafi komið ffam, en sem kunnugt er þá kveða reglur Ríkisendurskoðunar á um að frum- rit farseðils sé látið fylgja með reikningi. Umsvif menningarskrifstofunn- ar hafa aukist með hverju árinu og í sumar var Svanhildur Konráðs- dóttir, fýrrverandi ritstjóri Mann- lífs, ráðin á skrifstofu menningar- fulltrúans. Að sögn Helga fékk Jak- ob heimild ráðuneytisins til að ráða Svanhildi í tímavinnu til að sinna verkefnum fyrir menningarskrif- stofuna. Um leið hefur hún hlaupið í störf í sendiráðinu í forföllum sendiráðsprests. SMJ Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Samskiptin mættu vera betri Að sögn Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, þá var það að frumkvæði utanrík- isráðuneytisins að Helgi Ágústs- son, sendiherra í London, var kallaður heim í síðustu viku. Þröstur staðfestir að samskipti sendiherrans og Jakobs Magn- ússonar menningarfulltrúa mættu vera betri. „Við verðum að fýlgjast með öllu því sem er að gerast í sendi- ráðunum og þurfum oft að hafa samtöl við sendiherra um ýmislegt sem er að gera. Það geta verið rú- tínumál en þau þurfa ekki alltaf að vera slík.“ Ég hef heimildir fýrir því að sendiherrann hafi veitt menning- arfulltrúanum áminningu fyrr í haust. Hefur það verið til um- fjöllunar inni í ráðuneytinu? „Ég get ekki staðfest að hann hafi gert þetta.“ En neitar þú því að þetta hafi átt sér stað? „Ég hef ekkert um þetta að segja.“ Ráðuneytið er þá ekki að kanna Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra. Segir að ráðuneytið hafi kallað Helga heim. þessi samskipti? „Það er engin opinber rannsókn á þessum samskiptum. Hins vegar er það ekkert launungarmál að þau hefðu getað verið betri.“ Hafið þið ástæðu til að ætla að þau séu farin að hafa áhrif á störf sendiráðsins? „Ég get ekki fullkomlega metið það. Eitt af því sem við ræddum við sendiherrann, sem ber ábyrgð á sendiráðinu og hvernig það starfar og virkar, er meðal annars að heyra það hvort þarna væru einhverjir þeir meinbugir á sem við þyrftum að vita af.“ Hefur það komið upp? „Það er matsatriði, satt best að segja, eins og flestir þessir hlutir eru. En eins og ég sagði áðan telj- um við að þessi samskipti geti ver- ið betri.“ Nú er fyrirhugað að Jakob Magnússon taki við sem for- stöðumaður sendiráðsins um áramótin. Telur þú að þetta hafi áhrif á það? „Ég get ekki séð eins og er hvernig það getur verið.“ Þröstur sagðist ekkert geta sagt til unt í hvaða formi niðurstaða Ríkisendurskoðunar yrði. Hugs- anlega kæmi skýrsla um málið, bréf eða bara munnleg niðurstaða — það færi allt eftir eðli málsins. Oö -kynslóðin er nú í óða önn að undirbúa sinn hefðbundna áramóta- danslcik sem fer fram í mekka hipp- anna — Súlnasalnum. Aðal stuð- boltinn í sambandi við það er Hall- dór Gunnarsson sem stjórnar fjöldasöng og leikur af fingrum fram undir borðum. Veislustjóri verður Signý Pálsdóttir. Rúsínan í pylsu- endanum er síðan hljómsveitin Pops sem ætlar að leika undir dansi. Pops, með Pétur Kristjánsson ffemstan meðal jafningja, var með alveg bæri- lega heppnað kombakk fyrir skömmu og ætti því að vera í þokka- legustu æfingu. Aðrir frægir í Pops eru Birgir Hrafns sem er líklega þekktastur fyrir að hafa verið í súp- ergrúppunni Celsíusi ásamt því að hafa verið hægri hönd Óla Laufdal í skemmtibransanum og ekki má gleyma Óttari Feux Haukssyni sem er einn sérstæðasti poppari rokksög- unnar og frægastur fyrir að hafa séð Bítlamyndina Hard Day’s Night þrjátíu sinnum, að því er sagan seg- ir... "V art hafa farið framhjá mörgum skotin sem flogið hafa að undan- förnu á milli tónlistarmannanna Bubba Morthens og Eyþór Arnalds. Hafa þau að mestu snúist um, með ýmsum samlíkingum, hvort poppar- ar eigi að syngja á hinu ástkæra yl- hýra eður ei. Of langt mál er að rifja upp alla söguna hér. Þegar síðast fféttist svaraði Bubbi Eyþóri sem dró í efa íslenskukunnáttu Bubba, eink- um hvað varðar orðasamböndin „brotin hjörtu“ og „brotin loforð“ sem koma oft fyrir í nýjustu textum hans. Bubbi svarar því hins vegar til að fleiri en hann noti þessi orðasam- bönd; GIsli S. Einarsson notaði það í fyrirsögn á kjallaragrein sem birt hafi verið í DV fyrir nokkrum dög- um. Það eru fleiri en Eyþór sem hnýta í þetta orðalag Bubba því seint í nóvember sá Baldur Hafstað ástæðu til að benda á þetta orðasam- band í þættinum Daglcgu máli á Rás 1. Þar sagði Baldur meðal annars að einhver snillingurinn hefði fundið ísl-ensku. Er þar átt við þegar þýtt er hrátt úr ensku á íslensku. Segir hann í pistli sínum að Vestur-íslendingar hafi óhjákvæmilega farið að tala ísl- ensku. Dæmi um slíkt er; „Hann lifir í næstu dyrum.“ (he lives next door), það er, „hann býr í næsta húsi“. Samanber þetta dæmi bendir hann á viðlagið um „brotin loforð og brotin hjörtu.“ Orðrétt í framhaldi af því kemur þessi klausa: „Við hlustendur áttum okkur kannski ekki strax á þvi hvað er að gcrast, og einkum standa unglingar berskjaldaðir frammi fyrir þcssu. En þarna er cinfaldlcga verið að þýða enskt orðalag hrátt yfir á ís- lcnsku. Fram að þessu höfúm við ekki talað um brotin loforð, heldur svikin loforð; og ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðasambandið brotin hjörtu." I miðju drykkjuteiti á Kaffibarnum sem fram fór á dögunum vegna eins árs afinælis barsins gerðist hið óvænta. Án skýringa var skyndilega lækkað niður í tónlistinni og Friðrik Wiesshappel hóf máls. Eftir að hafa þakkað ársviðskiptin tilkynnti hann öilum að óvörum cigendaskipti á barnum. En bæði hann og Dýrleif Ýr Örlygdóttir hafa þegar dregið sig út úr rekstri barsins. Þótt frétt- irnar kæmu heldur flatt upp á marga dró það ekki úr miklum afmælis- fagnaðarlátum sem ríktu fram að lokunartíma. Eini edrú maðurinn á svæðinu, sem jafnframt fór óvenju- snemma heim, var Friðrik sjálfur. En auk þess að draga sig út úr rekstri barsins hefur hann selt hlut sinn í dúndurbúllunni Frikka og dýrinu. Dýrleif mun hins vegar reka þá búð áfram en nú með Magréti nokkurri Einardóttur. Ástæðan fyrir því að Dýrleif hægir á ferðinni er sú að hún á von á barni innan fáeinna mánuða. Hins vegar virðist sem Friðrik We- isshappel ætli gersamlega að venda kvæði sínu i kross, en miklar líkur eru á því að Háskóli Islands veiti honum undanþágu til þess að stunda nám í félagsfræðum. Þeir sem keyptu hlut þeirra í Kaffibarnum eru þeir Brynni kokkur og Jói, hinn dansandi barþjónn Kaffibarsins um nokkurt skeið...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.