Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Mikið djöfull hefur hann Krist- Ja, ég skil hann nú vel. Ég ján verið reiður út í grey kon- una sem söng með honum. \ má nú líka þola að deila sviðsljósinu með hæfi- leikalausum aumingja. / Ró Lósenbergkjallarinn verð- ur ekki opinn hverjum sem er á gamlárskvöld. Skýr- ingin á því er sú að söng- konan Björk Gudmunds- dóttir cr um þessar mundir stödd á landinu og hefur tekið staðinn á leigu undir einkasamkvæmi fyrir sig og vini sína. Dagskrá kvöldsins er í frekar lausum skorð- um en einn plötusnúður frá Bret- iandi hcfur þegar boðað komu Mógúlarnir í Pizza óyfœra út kvíarnar ■ Björk laus og liðug og með einkasamkvœmi í Rósenbergkjallaranum ■ -A-nnars eru nýjustu fréttir af Björk þær að hún hefur sagt skilið við hinn franska unnusta sinn Stephan Sednaoui og er því nú laus og liðug. Sednaoui þessi er kvik- myndagerðarmaður og hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda. Meðal eftir- minnilegra verka hans á því sviði má nefna myndband sem hann gerði fyrir snillingana í Red hot Chili Peppers við lagið Give it away. Sednaoui hefur líka gert tónlistar- myndbönd fyrir Björk og fyrrihluta ársins leikstýrði hann stuttri heim- ildarmynd um söngkonuna sem Propaganda films framleiddi... Skemmtistaðamógúlarnir í Pizza 67 gera það ekki endasleppt. í síðustu viku juku þeir enn við veldi sitt þegar þeir keyptu skemmtistaðinn Casablanca við Skúlagötu. Dreng- irnir í Pizza 67 áttu fyrir þrjá skemmtistaði: Déja-vu, Rósenberg- kjallarann og Tunglið. Síðastnefndi staðurinn hefur verið vinsælasti staður bæjarins í haust og hefur jafnan verið fullt þar út úr dyrum um hverja helgi. Skemmtistaðirnir fjórir, sem nú lúta stjórn sömu aðila, rúma samanlagt um það bil 1500 manns. Það verður ör- ugglega erfitt að ná öllum þeim fjölda í hús um hverja helgi og erfitt er að sjá hvernig Pizza 67-drengirnir ætla að komast hjá þvi að fara í samkeppni við sjálfa sig. Sérstaklega þegar það er haft í huga að staðirnir Casablanca og Tunglið hafa aldrei verið vinsæl- ir á sama tíma... Lof ...fær Ástríður Thorarensen for- sætisráðherrafrú fyrir að þiggja ekki dagpeninga sem hún á rétt á samkvæmt reglum er stjórnmála- menn hafa sett um ferðalög sín og maka sinna. Þegar allur ferða- kostnaður og uppihald er greitt hvort sem er, er erfitt að sjá til- ganginn með dagpeningagreiðsl- unum. Last ...fær Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fyrir að vera ósammála eiginkonu sinni, Ástríði Thoraren- sen, um að þiggja ekki dagpen- inga sem hún á rétt á samkvæmt reglum er stjórnmálamenn hafa sett um ferðalög sín og maka sinna. Þegar allur ferðakostnaður og uppihald er greitt hvort sem er, er erfitt að sjá tilganginn með dagpeningagreiðslunum. Eftir síðustu sýningu á Valdi örlaganna jós stórtenórinn Kristján Jóhannsson svívirðingum yfir Elínu Ósk Óskarsdóttur sem fór með aðalkvenhlut- verkið Elín Ósk Óskars- dóttir „Ég hef enga skýringu á þessu aðra en að ég hefði verið of lengi frammi í framkalli." Á ekki orð yfir svMrðingar Kristiáns segir Elín Ósk Óskarsdóttir. ^ Sýningum á Valdi örlaganna eftir Giuseppe Verdi lauk með eftir- minnilegum hætti íyrir jólin. Eftir síðustu sýninguna hugðist aðal- söngkonan, Elín Ósk Óskarsdótt- ir, þakka Kristjáni Jóhannssyni íyrir samstarfið en fékk þess í stað svívirðingarnar yfir sig. Mörgum blöskraði þessi framkoma en Krist- ján hefur ekki beðist velvirðingar. MORGUNPÓSTURINN spurði Elínu hvað þeim hefði farið á milli: „Auðvitað á ég ekki orð yfir svona framkomu. Þetta gerist á sen- unni eftir að tjaldið fellur og við er- um að fara að skála og fagna sýning- arlokum. Ég fer til Kristjáns og spyr hvort ég megi ekki knúsa hann og þakka honum ynnilega fyrir sam- starfið og þá kemur þessi gusa. Hann sagðist ekki vilja neitt frá mér, ég væri ómerkileg manneskja og væri langt fyrir neðan meðallag sem söngkona, ég væri ómerkileg í alla staði og hefði komið illa fram við kollega mína. Ég stóð bara þarna eins og illa gerður hlutur og spurði hvað hann meinti. Þá hélt hann sví- virðingunum áfram. Ég skil þetta ekki því ég hef ekki gert þessum manni nema gott eitt og hef hrósað honum alls staðar.“ Þeir sem blaðið ræddi við sögðu að Kristjáni hefði mislíkað hve rnikla athygli Elín Ósk hefði fengið og góða dóma hennar. Steininn hafi síðan tekið úr þegar hún hafi fengið dynjandi lófaklapp í lok síðustu sýningar. Það skal tekið fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Kristján og hann svaraði ekki skilaboðum. „Ég hef enga skýringu á þessu aðra en þá að mér er sagt frá honum að ég hefði verið alltof lengi frammi í framkalii. Þegar ég kom fram í framkalli ætlaði salurinn að rifna og í virðingarskyni leyfði ég mér að hneigja mig tvisvar og standa smástund og taka klappinu og bakka síðan. Mér finnst óskaplega leiðinlegt að maðurinn skuli ekki una öðrum kollegum sínum vel- gengni því sjálfur fékk hann mikið og verðskuldað klapp,“ sagði Elín Ósk. Framkoma Kristjáns vakti tals- verð viðbrögð og þess má geta að Þuríður Pálsdóttir, formaður Þjóðleikhúsráðs, hélt tölu í lokahóf- inu. Þar fór hún fögrum orðum um frammistöðu Kristjáns en tók sér- staklega fram að hún vonaðist til þess að svona uppákoma yrði aldrei aftur í íslensku leikhúsi. Að lokum bað hún gesti um að klappa vel fýrir stjörnunni Elínu Ósk sem var gert vel og lengi. Elín segir að Kristján hafi ekki rætt við sig eftir þetta atvik og því síður beðist afsökunar. -pj Stjórnunarleg úttekt á Austurbæjarskóla stendur yfir um þessar mundir Niðurstöðu að værita í fýrrihluta janúar „Skóladagheimilið verður lagt niður sem slíkt. Frá áramótum verður það rekið áfram í óbreyttri Skóladagheimili Austurbæjarskóla verður lagt niður frá og með ára- mótum. mynd en undir merkjum heilsdags- skólans,“ segir Júlíus Sigur- björnsson, deildarstjóri á Skóla- skrifstofu Reykjavíkur, um mál skóladagheimilis Austurbæjar- skóla. Að sögn Júlíusar hefur Guð- jónía Bjarnadóttir, forstöðukona skóladagheimilisins, sagt upp störf- um af heilsfarsástæðum og hefur hún þegar látið af störfum. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS var búið að ákveða þegar í haust að skóladagheimili Austurbæjarskóla yrði lagt niður næsta vor og það sameinað heils- dagsskólanum á næsta skólaári. Ákvörðun um að flýta þessum áformum var hins vegar ekki tekin fyrr en í kjölfar þess að MORGUN- pósturinn greindi frá brottrekstri Áslaugar Sigurðardóttur, starfs- stúlku á skóladagheimilinu, en eig- inmaður Guðjóníu og skólastjóri Austurbæjarskóla, Alfreð Eyjólfs- son, sagði Áslaugu upp þegar hún neitaði að hylma yfir vinnusvik for- stöðukonu heimilisins. Aðspurður staðfestir Júlíus að það hafi átt að leggja skóladagheimilið niður næsta vor en segir að í ljósi síðustu atburða hafi verið ákveðið að flýta þeim áætlunum. Júlíus vill ekkert segja um hvern- ig starfslokum Guðjóníu verði hátt- að og segir það ekki ljóst hvort við hana verði gerður sérstakur starfs- lokasamningur. Framtíð Alfreðs við skólann óráðin Um þessar mundir stendur yfir stjórnunarleg úttekt fulltrúa fræðslustjórans í Reykjavík á Aust- urbæjarskóla. Það var foreldrafélag Austurbæjarskóla sem óskaði skrif- lega eftir því við menntamálaráðu- neytið að úttektin yrði gerð og ákváðu kennarar skólans að lýsa yf- ir stuðningi við þessa ósk. Að sögn Áslaugar Brynjólfs- dóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, miðar úttektinni vel. „Það er búið að ræða við stjórn foreldrafélagsins og nú er verið að ræða við kennararáðið. Við mun- um tala við ýmsa fleiri eftir ára- mót.“ Áslaug segir að erfitt sé að tiltaka hvenær niðurstöðu sé að vænta í málinu og vill ekkert segja um framtíð Alfreðs við skólans að svo stöddu. „Við erum þegar búin að taka saman nokkuð af gögnum og það er von á töluverðu í viðbót. Við munum skoða þetta allt í samhengi þegar úttektinni er lokið en ætli niðurstaða fáist ekki úr þessu í fyrrihluta janúar.“ Skrifleqar kvartanir rundvóllur aðgerða ræðslustjóra Það hefur komið fram að mikil óánægja hefur verið í töluverðan ?, tíma með stjórnun Austurbæjar- skóla, bæði meðal foreldra barna í skólanum sem og kennara. Að- spurð hvort ekki hafi verið tilefni til þess að ráðast í úttekt sem þessa mun fyrr, svarar Áslaug: „Það hafa vissulega komið kvart- anir. En það hefur ekki verið neitt þannig að við höfum séð ástæðu til að gera úttekt á stjórnun skólans. Það er voðalega lítið hægt að gera þegar það kemur ekkert skriflegt.“ Áslaug ítrekar að hún hafi ávallt komið öllum kvörtununum á framfæri við stjórnendur skólans og segir jafnframt að hún hafi jafn- an bent fólki á að kvörtunum þyrfti að skila skriflega ef það vildi að gripið yrði til frekari ráðstafana. Þegar Áslaug er spurð hvort kvartað hafi verið meira yfir Aust- urbæjarskóla en öðrum grunnskól- um í Reykjavík svarar hún: „Ég vil ekki fara út í slíkan sam- anburð.“ -jk

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.