Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN ÚTLÖND FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Kína Drekinn ókyrríst Mikið hefur verið skrafað um drykkjuskap Borisar Jeltsín. Há- marki náði það þegar forsetinn komst ekki út úr flugvél á frlandi til að heilsa upp á fyrirmenn þar. Svo hvarf hann í nokkrar vikur og var gefin sú skýring að hann vaeri veik- ur í nefi — margir töldu sig þó vita hvers vegna nefið væri bólgið. Það er uppgangurínn í Kína sem öðru frem- urknýrhjól viðskiptalífsins íAustur-Asíu. En nágrannar eru áhyggjufullir vegna þess hversu framtíð ríkisins í miðjunni gæti veríð óviss eftir fráfall Deng Xiaoping. Þrátt fyrir að flest benti til þess að hornaboltastjarnan O.J. Simpson hefði myrt konu sína og ástmann hennar snerist stór hluti Bandaríkja- manna á sveif með honum. Flestir blökkumenn töldu hann fórnarlamb kerfisins. Síðustu ár hefur efnahagsupp- gangurinn í Kína verið slíkur að mörgum þykir nóg um. Hagvöxt- urinn hefur að meðaltali verið níu af hundraði síðustu fimmtán árin. Af þessum sökum hafa kjör al- mennings stórbatnað og því hafa kínverskir kommúnistar getað setið við völd meðan kommúnista- stjórnir annars staðar í heiminum hafa fallið með brauki og bramli. En nú virðast ýmsar blikur á lofti, sérstaklega ef leiðtoginn Deng Xioaoping fellur frá. Deng kom síðast fram opinber- lega í febrúar síðastliðnum. Hann stendur nú á níræðu. Flokkslínan er sú að hann sé við góða heilsu, en traustar heimildir herma að hann hafi dvalið á sjúkrahúsi. Deng er svo sannarlega höfundur umbótanna, en erfitt er að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti hann heldur ríkinu og flokknum saman. Ýmis teikn eru á lofti í efna- hagsmálum: Dýrtíð hefur magnast og verðbólga er á bilinu 30 til 40 af hundraði í stórborgum. Stjórnvöld hafa reynt að setja á einhvers konar verðstöðvun, en það hefur dugað skammt. Miklir peningar streyma út úr kínverskum bönkum og mikið af því fé fer í óarðbær verkefni eða ríkisfyrirtæki sem ella þyrftu að loka. Það er hins vegar ekki einfalt mál að skera niður fjárstreymi til ríkisfyrirtækja, enda mundi slíkt at- hæfi vekja mikla óánægju meðal verkamanna sem reyna að draga fram lífið við þröngan kost. Bændur streyma nú úr sveitum og í stórborgirnar í leit að atvinnu. Stjórnvöld telja að tala brottfluttra síðustu árin sé um 60 milljónir; kannski hafa slíkir þjóðflutningar aldrei þekkst í mannkynssögunni. Örsnautt bændafólk sem finnur ekki fótfestu í borgum er fullt óánægju og stuðlar að mikilli aukn- ingu á glæpum. En þótt margir séu óánægðir með kjör sín og spillingu hjá hinu opinbera er þó enn friðsamlegt um að litast í Kína. Eins og sakir standa virðist fátt benda til þess að atburð- ir á borð við mótmælin á Tienan- men-torgi 1989 endurtaki sig. Allt gæti það þó breyst við fráfall Dengs. Núverandi leiðtogar ríkja í skjóli hans. Án hans gæti það reynst þeim enn erfiðara að taka efnahags- málin föstum tökum. Skoðanir þeirra um hversu langt skal ganga í umbótaátt eru líka skiptar. Allir eru þeir þó sammála um gildi hagvaxt- arins. Hann treystir ekki aðeins stöðu þeirra heimafýrir heldur hef- ur hann mjög eflt álit Kína á al- þjóðavettvangi eftir linnulaus stríð Li Peng, Qiao Shi, Zhu Rongji og Jiang Zemin, hin samvirka forysta undir verndarvæng Deng Xiaoping. Splundrast hún eftir fráfall hans? og umbrot á þessari öld. Kína vill láta telja sig í flokki stórvelda og nágrannaríki fallast núorðið á það. Samskiptin við gamla andstæðinga á borð við Tai- wan, Rússland, Víetnam og Suður- Kóreu hafa stórbatnað. Nágrann- arnir hafa hins vegar áhyggjur af viðleitni Kínverja til að efla her sinn sem er sá fjölmennasti í heimi. Kín- verjar hafa að undanförnu keypt vopn í stórum stíl og enn láta þeir eins og alþjóðlegt bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Þannig fylgjast ríki Austur-Asíu með óttablandinni virðingu með því hvernig Kínverjar verða stöðugt ríkari og öflugri. Þau eru raunar hæstánægð með efnahagsuppgang- inn, enda gefur hann Kínverjum góða ástæðu til að lifa í friði og spekt með grönnum sínum. Sjálf hafa þau líka auðgast á vaxtarskeið- inu í Kína. Japanir og Suður-Kór- eumenn hafa lagt gríðarlegar upp- hæðir í fjárfestingar í Kína; fjárfest- ingar Japana þar hafa fimmfaldast síðan 1990 og námu tveimur millj- örðum dala í fyrra. Ekki breytir þetta þó því hvað Kína er ótrúlega stórt land og margflókið, hve framtíð þess er óviss og hvað það hefur oft reynst móttækilegt fyrir öfgafullri þjóð- ernsistefnu. Kínverjar eiga í deilum við ríki í Suðaustur-Asíu um yfir- ráð yfir Kínahafi. Þar er karpað um fiskveiðar og rétt til olíu- og náma- vinnslu og er vandséð að neinn ætli að gefa eftir. Það er helst að Japönum fxnnist sér ógnað. Um þetta hafsvæði sigla skip með hráefni og olíu til Japans. Ef Kínverjar færa sig enn frekar upp á skaftið með því að fjölga herskip- um og flugvélum á svæðinu er lík- iegt að Japanir kjósi að fylgja eftir og efla vopnabúr sitt. Asíuríki hafa verið dugleg við að birgja sig upp af vopnurn hin síðari ár. Nærvera um 100 bandarískra hermanna í þessum heiinshluta hefur tryggt ákveðinn stöðugleika og haldið ögn aftur af vopnakaup- endum. Hins vegar er spurning hversu lengi Bandaríkjamenn kjósa að halda úti herliði í Asíu. En með- an Kínverjar eru jafn óviss stærð og nú verður að teljast líklegt að Asíu- ríki kæri sig alls ekki um að Banda- ríkjamenn hverfi á brott. Að Deng gengnum virðist eng- inn sterkur leiðtogi í sjónmáli. Helsti styrkur Jiang Zemin forseta er sá að hann virðist ógna engum. Hann er skjólstæðingur Dengs, en að honum gætu sótt þrír menn sem einnig eru komnir eða að komast á áttræðisaldur: Qiao Shi, forseti þingsins, nokkuð frjálslyndur mað- ur sem þó hefur mikinn stuðning innan hersins. Zhu Rongji er sá leiðtoganna sem mest hefur með efnahagsmál að gera, en í raun nýt- ur hann meira trausts utanlands en innan. Li Peng forsætisráðherra er sagður hjartveikur og framganga hans eftir fjöldamorðin á Tienan- men-torgi gerir hann varla vel til forystu fallinn. Þessir menn hafa stjórnað í sam- einingu undir verndarvæng Dengs. Enginn þeirra virðist hafa burði til að taka afgerandi forystu svo mikil átök gætu verið í uppsiglingu sem gætu tekið á sig mynd baráttu milli harðlínumanna og frjálslyndra.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.