Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir vann mörg glæsileg afrek á árinu sem er að líða og á dögunum var hún kjörinn íþróttamaður fatlaðra í þriðja sinn. Öll þjóðin er sammála um að Sigrún sé glæsilegur full- trúi fatlaðra íþróttamanna og sé þeim hvatning til að láta ekki deigan síga og gefast ekki upp. Snillingar Þessir tveir voru mikið í sviðsljósinu á árinu sem senn er að baki. Brasilíumaðurinn Ro- mario og Búlgarinn Hristo Sto- ichkov léku báðir frábærlega á HM í sumar og voru tveir af þrem- ur bestu leikmönnum keppninnar ásamt Rúmenanum Gheorghe Hagi. Stoichkov varð markahæsti maður keppninnar og Romario var valinn leikmaður HM. Nú á dögunum var síðan tilkynnt að franska vikuritið France Football hefði valið Stoichkov knatt- spyrnumann Evrópu 1994. Það er vægast sagt ógnvekjandi tilhugs- un að allir leikmennirnir þrír leika fyrir spænska stórliðið Barcel- ona. Lúkas Kostic og lærisveinar hans í 2. deildar- liði Grindvíkinga unnu sér það til frægðar á árinu að leika til úr- slita um bikarinn á Laugardalsvellinum. Þeim leik töpuðu þeir fyrir KR-ingum en sárabótin var að liðið tryggði sér sæti í 1. deildinni næsta sumar. Rúnar Kristinsson, sem verið hef- ur besti maður KR-inga í mörg ár, hefur ákveðið að leika með sænska úrvalsdeildarfélaginu Örgryte á næsta ári. í mörg ár hefur verið búist við því að Rúnar héldi út í atvinnumennsku og oft hefur litlu munað. í ár tókst Rún- ari hins vegar, ásamt félögum sínum, að vinna bikarmeistaratit- ilinn og kannski hefur sá lang- þráði titill ýtt undir þá ákvörðun Rúnars að láta slag standa og halda út í heim. Körfuknattleiksmaður ársins Keflvíkingurinn Anna María Sveinsdóttir fór fyrir sínu liði á árinu og enn og aftur var Keflavík brennimerkt sem körfuboltabær. Kvennaliðið sannaði yfirburði sína með því að vinna deildina nokkuð örugglega og á dögunum var Anna María sæmd þessari nafnbót og er hún fyrst íslenskra kvenna til þess. flestir enduðu með vítaspyrnu- keppni. I kvennadeildinni var spennan aldrei mikil og aldrei fór á milli mála hverjar voru bestar. í. deildar- lið Breiðabliks, undir stjórn lands- liðsfyrirliðans Vöndu Sigurgeirs- dóttur, varð bæði Islands- og bik- armeistari og sýndi umtalsverða yf- Stjarna í Englandi Þjóðverjinn Jtirgen Klinsmann sló enn einu sinni í gegn á árinu sem er að líða. Hann átti nokkra frábæra leiki með landsliði Þjóðverja á HM og rétt eftir keppnina tilkynnti hann öllum til undrunar að hann ætlaði að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham. Þar hefur hann blómstrað sem aldrei fyrr og fjölgar aðdáendum liðsins nú jafnt og þétt hér á landi. irburði í leikjum sínum. Enda fór svo að þegar upp var staðið komu ýmsar vegsemdir til liðsins eða leik- manna þess, Margrét Ólafsdóttir var valinn besti leikmaðurinn, Katrín Jónsdóttir efnilegust og markahæst varð Blikinn Olga Færseth með 24 mörk og tvö fyrir landsliðið. Eins og áður sagði var frammi- staða kvennalandsliðsins það sem stóð uppúr árinu 1994 hvað knatt- spyrnuna varðaði. Undir stjórn Loga Ólafssonar vann liðið marga glæsta sigra og komst í átta liða úr- slit Evrópukeppninnar. Árangur- inn var reyndar svo góður að litlu munaði að liðið tryggði sér rétt til að leika í úrslitakeppni HM og er ljóst að ef eitthvað svipað verður uppi á teningnum hjá landsliðinu á næsta ári er tilefni til nokkurrar til- hlökkunar. íslenska liðið varð allt í einu „stelpurnar okkar“ og almenningur fór að sýna kvennaknattspyrnu miklu meiri áhuga. Enda fór svo í lokin að Ásta B. Gunnlaugsdóttir var valinn knattspyrnumaður árs- ins af KSl og er það í fyrsta sinn sem kona hlýtur þá nafnbót. Ásta stóð sig frábærlega á árinu og kór- ónaði glæsilegan feril sinn en í haust tilkynnti hún að hún hefði lagt skóna endanlega á hilluna. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var síðan ráðinn þjálfari Skagamanna til tveggja ára í október og nú á dög- unum var ákveðið að Kristinn Björnsson tæki við liðinu en hann þjálfaði Valsmenn í sumar. Árangur yngri landsliða karla og A-liðsins var ekki alveg jafn glæsi- legur. Reyndar hófst árið ágætlega með nokkrum æfingaleikjum og 3:0 tap gegn væntanlegum heims- meisturum Brasilíumanna var elcki sú háðulega útreið sem margir bjuggust við. í haust var síðan tekið á móti bronsliði Svía af HM í fyrsta leik undankeppni landsliða í Evr- ópu og sáu um fimmtán þúsund ís- lenskir áhorfendur liðið tapa naumlega 1:0 í góðum leik sem allt Bestur á íslandi Skagamaðurinn Sigursteinn Gíslason lék geysivel með meisturum Skagamanna í sumar og var þeirra besti maður í fjölmörgum leikjum. í lok tíma- bilsins fór enda svo að hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins af félögum sínum í deildinni og til tals kom að hann fylgdi Rúnari Kristinssyni til sænska liðsins Örgryte. Svo fór þó ekki og hann mun leika með Skagamönnum enn um sinn. eins hefði getað farið á hinn veginn. En þá kom áfallið. 5:0 skellur gegn Tyrkjum fór illa í landann og skyndilega komu upp raddir sem kröfðust afsagnar Asgeir Elías- sonar landsliðsþjálfara sem fram að þvi hafði fengið óvenju góðan vinnufrið. Tyrkir teljast enda slak- ari þjóð en við íslendingar og á undanförnum árum hefur okkur einatt gengið vel í leikjum gegn þeim. En einn leikur segir ekki allt og eftir var að leika við Svisslend- inga ytra. Sá leikur fór fram í nóv- ember og aftur varð tap staðreynd, nú reyndar með minnsta mun eða 1:0, en samt sem áður tap. Þetta þriðja tap okkar í riðlinum eftir jafnmarga leiki þýddi það að liðið er neðst, hefur ekkert stig hlotið og ekkert rnark skorað gegn sjö mörk- um andstæðinganna. Þetta er ekki staðan sem menn óskuðu sér og ekki staða sem gerir okkur að hærra metinni knattspyrnuþjóð eins og stefnt hefur verið að. Sama hefur verið uppi á teningn- um hjá unglingalandsliðunum, en sú nýbreytni var tekin upp að láta landsliðsþjálfarana Ásgeir og Gúst- af Björnsson sjá um U-16 og U-21 liðin ásamt karlaliðinu. Árangurinn hefur ekki verið góður og í engu samræmi við síðustu ár, sérstaklega hjá yngra liðinu. Þess vegna hefur nú verið ákveðið að láta Skagaþjálf- arann Hörð Helgason taka við U-21 árs liðinu og vonandi gerir það þjálfurunum kleift að komast yfir öll sín verkefni og vinna þau eins og þeir geta best. Hvað atvinnumennina okkar varðar kom örlítill fjörkippur í þeirri deild á árinu. Leiðin liggur til Skandinavíu þessa dagana í því sviðinu og á árinu ákváðu Rúnar Kristinsson og Ágúst Gylfason að ganga til liðs við sænsk félög. Reyndar héldu fleiri leikmenn út til neðri deildarfélaga og upp spratt sú umræða hvort gott væri fyrir leik- menn að leika í neðri deildum á hinum norðurlöndunum. Sitt sýndist hverjum í þeim efnum en ljóst er að skriðan er fallin og líklegt er að fleiri Ieikmenn fýlgi í kjölfar- ið. Ekki spillti fyrir að Arnór Guð- johnsen var valinn besti leikmað- urinn í Svíþjóð á árinu og hann og félagar hans í Örebro, þ.á.m. Hlyn- ur Stefánsson, náðu öðru sæti deildarinnar. Þegar þetta er ritað er ekki ólíklegt að landsliðsmennirnir Guðni Bergsson og Arnar Grét- arsson fylgi í kjölfarið. Eyjólfur Sverrisson er meðal markahæstu manna í Tyrklandi þar sem hann leikur í 1. deildinni með Besiktas, Þórður Guðjohnsen leikur með þýska iiðinu Bochum, tvíburarnir Árnar og Bjarki Gunn- laugssynir leika með Núrnberg og í Englandi hefur Þorvaldi Örlygs- syni bæst góður liðsauki í Lárusi Orra Sigurðssyni hjá Stoke. Stærsta skrefið til atvinnumennsku áttu þó framherjarnir Helgi Sig- urðsson, sem fór til þýska liðsins Stuttgart og Eiður Smári Guðjohn- sen sem gerði þriggja ára samning við PSV frá Eindhoven. Þeir héldu til frægra stórliða í Evrópu, liða' sem þekkja það eitt að vera í fremstu röð. Það er frumskilyrði fýrir áfram- haldandi framþróun í íslenskri knattspyrnu að íslenskir leikmenn fái tækifæri til að æfa og leika með bestu knattspyrnumönnum heims. Hvar væri íslensk knattspyrna stödd ef Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Pétursson og Arnór Guð- johnsen hefðu setið heima? Knattspyrnan erlendis Eins og venjulega var lítil logn- molla í kringum knattspyrnuna í heiminum á síðasta ári. Mest bar eðlilega á sjálfri heimeistarakeppn- inni sem fram fór í Bandaríkjunum í júní og júlí. Sjaldan eða aldrei hef- ur keppnin verið jafn glæsileg og skemmtileg, fjölmörg óvænt úrslit litu dagsins ljós og allskyns eftir- minnlegir atburðir sitja eftir í minningunni. Brasilíumenn urðu heimsmeistarar eftir sigur á Itölum í lélegum og leiðinlegum úrslitaleik sem endaði með vítaspyrnukeppni í fyrsta sinn í sögunni. Svíar, Búlg- arir og Rúmenar komu liða mest á óvart og aldrei þessu vant þurfti Þjóðverjinn að lúta í gras í átta liða úrslitum keppninnar. Eins skemmtileg og keppnin var er í raun sárgrætilegt að tveir óskyldir atburðir skyldu setja á hana blett sem líklega fæsta aídrei afmáður til fulls. Fyrri atburðurinn Síungur snillingur Sigurður Val- ur Sveinsson vann enn einu sinni hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni á árinu. Hann var besti leikmaðurinn á Reykja- vík International-mótinu í haust og í deildinni fór hann fyrir Sel- fyssingum sem lentu í þriðja sæt- inu í deildinni í vor. í sumar til- kynnti Sigurður síðan félagaskipti yfir í Víking þar sem hann hefur staðið sig mjög vel í vetur. Ljóst er að enginn íslenskur íþrótta- maður nýtur viðlíka vinsælda og Siggi Sveins og vandséð er hve- nær sá dagur rennur upp að það breytist. Rússinn Oleg Salenko vann það sér til heimsfrægðar á HM í sumar að skora fimm mörk í ein- um og sama leiknum. Það voru Kamerúnar sem fengu þessa sendingu Rússans og voru ekki samir á eftir. Serbinn Mihajlo Bibercic varð markahæsti leikmaður íslands- mótsins í sumar og gerði mörg mjög mikilvæg mörk fyrir Skaga- menn í baráttu deildarinnar. Nú í vetur tilkynnti hann síðan félaga- skipti yfir í KR og mun örugglega styrkja þá mikið í komandi bar- áttu. ■ FH-ingar héldu sinu striki og léku liða skemmtileg- ustu knattspyrnu í sumar. Var mál manna að beyttur sóknarleikur þeirra væri til eftir- breytni öðrum minni spámönnum í íþróttinni... ■ Viðhorf heimsins breyttis* veru- lega hvað kókaínneyslu varðar og knattspyrnukóngurinn Diego Arm- ando Maradona kom út sem al- gjör hetja og sagði stoltur frá því að sögúsagnirnar, um það að kalklín- urnar á vellinum hefðu vissulega verið málum blandnar, væru réttar. Hann var hylltur af samlöndum sín- um og í kjölfarið kosinn forseti Arg- entínu... ■ íslenskir frjálsíþróttamenn stálu senunni á árinu og komust flestir í fremstu röð í sínum greinum — einkum stóð Einar Vilhjálmsson sig vel. Aldrei þessu vant var með, mót- eða hliðarvindurinn sérlega hagstæður og atrennan rétt, ekki of sleip eða stöm og umfram allt ekki óhagstæð okkar mönnum...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.