Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 24
24
MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
PQPP________
Poppárið 1994
Nóg að gerast
í lok árs er víst vaninn að líta yfir
árið á hverju sviði, meta og svo
framvegis. Síðustu áratugina hefur
það verið fastur liður í poppinu að
tónlistarleg sprenging eigi sér stað
árin í kringum upphaf nýs áratugar
með tilheyrandi niðurlægingarár-
um um áratuginn miðjan. Þetta
hefur verið áberandi í tónlistinni
hér á klakanum ekki síður en úti í
hinum (ögn) stærri heimi. Rokkið í
kringum 1960, hipparnir í kringum
1970, svo pönkararnir og loks allt-
múligpoppið sem festi sig í sessi
fyrir þetta fimm sex árum. Ef fara
ætti eftir þessari speki ætti árið 1994
að hafa markað upphafið á nýju
hnignunarskeiði í íslensku popp-
rokki. Hlutirnir eru þó sjaldnast
eftir formúlunni og það á svo sann-
arlega við þegar rætt er um árið
sem senn fer að Ijúka.
Árið 1994 var fyrst og fremst
skrítið ár í poppinu og fór nokkurn
veginn algerlega á annan veg en var
fyrirsjáanlegt þótti. Sumsé gósentíð
furðulegheita. Eftir ár á borð við
1993 þar sem GCD, konungar þjó-
vegarokksins, stigu feilspor og nýj-
ar stjörnur á borð við Bogomil
Font, Bubbleflies og Orra Harðar
skutu upp kollinum úr ólíklegustu
áttum var svo sem von á hverju sem
var. Dauðarokkið dautt úr flestum
æðum, tölvudansmúsíkin íslenska
ennþá í skápnum og Björk loksins
orðin sú megastjarna sem allir vissu
(alla vega svona eftir á spurðir) að
hún yrði fyrr en síðar.
I upphafi árs líkt og alltaf gerist
eftir gósentíð popparanna um jólin
var fátt um plötuuútgáfur og tón-
leikar fátíðir. Tónlistarheimurinn
tekur fyrstu mánuði ársins líka yfir-
leitt rólega til að slappa af og end-
urmeta sig. Árið 1994 var að mörgu
leyti óvenjulegt strax í byrjun árs.
Gamalgrónar hljómsveitir sem
höfðu verið áberandi í kynslóða-
skiptum í íslensku poppi á árunum
1988-1990 voru að leysast upp.
Todmobile sem átti eina vinsælustu
og að margra mati bestu plötu 1993
hætti störfum í upphafi árs. Önnur
stórsveit, Nýdönsk, tók þátt í upp-
færslu á Gauragangi Ólafs Hauks
Símonarsonar í þjóðleikhúsinu,
gaf út plötu með lögum úr sýning-
unni og tilkynnti svo að hún væri
hætt störfum utan spilamennsku í
leikhúsinu. Gullkálfarnir hættir og
engir nýir í augsýn. Ofursveitin Sál-
in hans Jóns míns hafði hætt á svip-
aðan hátt árinu fyrr og hafði þeim
Stefáni Hilmarssyni og Guð-
mundi Jónssyni, höfuðpaurum
hennar, gengið fremur illa að feta
stíg vinsældanna á eigin spýtur. Ey-
þór Arnalds úr Todmobile tók
hins vegar vorið með trompi með
Bong, dúett sínum og Móeiðar
Júníusdóttur sem naut gífurlegrar
útvarpsspilunar framan af árinu.
Félagar hans í Todmobile stofnuðu
Tweety og sungu á ensku líkt og
Bong við takmarkaðar vinsældir þó
framan af árinu.
Sumarið hófst á sprengingu með
tvennum stórtónleikum. Björk hélt
fyrstu sólótónleika sína í Laugar-
dalshöllinni fyrir troðfullu húsi og
minnti atburðurinn helst á heim-
komu Elvis úr hernum. íslenskar
unglingstelpur æddu um með
Bjarkarsnúða í hárinu, forsetinn
mætti og allt hvað. Fyrsta alvöru
poppstjarnan okkar kom svífandi í
fallhlíf og skildi lýðinn eftir í hrifn-
ingarvímu sem hingað til hefur ver-
ið frátekin fyrir útlenskar súper-
stjörnur á borð við Zeppelin og
Human league. Hinir tónleikarnir
voru með ensku poppsveitinni Sa-
int Etienne í kolaportinu. Með
sveitinni komu í fyrsta skiptið fram
hljómsveitirnar Olympia, ein-
menningssveit Sigurjóns Kjart-
anssonar, forsprakka rokksveitar-
innar HAM, sem hætti með mikl-
um lokatónleikum þesa sömu daga
og Scope, sveit sem sló í gegn með
evródiskólegu danspoppi. Aðaltr-
omp Scope er auðvitað Svala
Björgvinsdóttir, þá sextán ára,
sem fyrr en varði var komin á for-
síður glanstímarita og orðin aðal
poppstjarna landans. Svala er eins
og allir vita dóttir hins lífseiga
Björgvins Halldórssonar sem átti
eitthvað blómlegasta ár í manna
minnum þegar hann hélt upp á 25
ára söngafmæli með safndisk og
sérstöku sjói á Hótel íslandi auk
þess að halda flest aðalböllin á ár-
inu með draugasveitunum Ðe lónlí
blú bojs og Hljómum.
Því miður var sumarið að öðru
leyti tíðindalítið á poppvígstöðvun-
um. Gleðisveitin Vinir vors og
blóma blésu nýju lífi í útihátíðar-
popp Greifanna við nokkurn fögn-
uð og Sssól hélt uppteknum hætti
sem konungar sumarballanna.
Sveitaballavertíðin var annars flest-
um hljómsveitum erfið enda
pöbbamenningin farin að teygja sig
út á land með sínum hvimleiða
fylgifisk, alla vega hvað popparana
varðar, að bjóða ódýrt fyllerí án að-
göngumiða. Þessi valkostur hefur
valdið því að almenningur er farinn
að neita að mæta til að sjá hljóm-
sveitir nema aðgangseyrir sé lítill
sem enginn. Þetta hefur orðið til
þess síðustu árin að tónleikahald í
höfúðborginni verður æ erfiðara
fjárhagslega og þegar þróunin fór
að kippa fótunum undan sveita-
ballamarkaðinum, sem hefur lengi
séð fýrir skotsilfri popparans, má
segja að tónlistarlífið horfi fram á
ákveðna kreppu. Söluhæstu plötur
sumarsins voru svo gamalt vín á
nýjum belgjum. Milljónamæring-
arnir sem höfðu slegið í gegn árið á
undan með hjartaknúsarann Bog-
omil font í broddi fylkingar endur-
tóku leikinn með Pál Óskar stuð-
bolta við míkrófóninn í þetta skipt-
ið. Hin metsöluplatan innihélt lög
úr nýrri metuppfærslu á Gamla
söngleiknum Hárinu sem bætti
engu við óriginalinn nema ágætum
textum á íslensku. Salsa og hippía-
stemmning sumsé.
Haustið sá hins vegar meiri
plötuútgáfú en menn eru vanir hér
uppi á skeri. Við brotthvarf gömlu
nafnanna á borð við todmobile,
Nýdönsk og KK, sem leysti upp
bandið sitt og sendi ekki frá sér
plötu, sáu allir slarkfærir músíkant-
ar sér leik á borði að fylla upp í
skarðið. Það væri að æra óstöðugan
að telja upp alla þá sem geystust
fram með plötur þetta árið. Því skal
stiklað á stóru. Rokkararnir í Jet
black Joe gáfu út meistarastykki sitt
fyrir jólin. Strákarnir gáfu út plötu
með eldra efni á Evrópumarkað
fyrr á árinu og eyddu því í flakk
fram og til baka við spilerí hér og á
meginlandinu. Jet black Joe virðast
eiga góða möguleika á að koma
undir sig fótunum erlendis í róleg-
heitunum og eru auk þess farnir að
njóta ákveðinnar sérstöðu hér
heima enda vaxandi sveit með stæl.
Tweety og Bong, afsprengi Todmo-
bile, gáfu út sínar fyrstu plötur á ár-
inu. Tweety er í rökréttri þróun frá
gömlu sveitinni og með plötunni
sýnir Þorvaldur Bjarni sig vera
vaxandi popptónskáld með stuðið
á réttum stað. Skífa Bong olli hins
vegar nokkrum vonbrigðum eftir
sterk lög á safnplötum en þar er þó
tvímælalaust líka framtíðarsveit á
ferðinni. Bubbi Morthens, kon-
ungur okkar, sat heldur ekki auð-
um höndum á árinu. Hann átti sína
árlegu metsöluplötu sem hann
vann með Christian þeim Falk
sem vann með honum metsölu-
plötuna Frelsi til sölu. Á plötunni 3
Plata ársins
Hljómsveitin Jet Black Joe hefur verið rísandi veldi í íslensku rokki
síðan hún kom fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum. Sveitin hefur
nú gert plötusamning í Þýskalandi og stefnir á að verða næsta
heimsfræga hljómsveitin frá l’slandi. Nýjasta skífa þeirra drengja,
Fuez, er einhver frískasta og best unna rokkplata í manna minn-
um. Páll Rósinkranz er sívaxandi rokksöngvari og Gunni Bjarni gít-
arleikari er orðinn að lagasmið par exellance. Fuzz er stuð.
Hljómsveitin Spoon er strax orðið stórt nafn í
íslenska poppinu en söngkona sveitarinnar,
Emiliana Torrini, er enn meiri stjarna með
frammistöðu sinni í Hárinu og í ofursætum
ballöðum Spoon er hún komin á toppinn og
það sennilega til þess að vera.
Tónleikar ársins
Þann vafasama titil á fremur stælegu tón-
leikaári hljóta tónleikar Bjarkar í Laugar-
dalshöllinni I sumar. Það er ekki frammi-
staða Bjarkar, sem var óaðfinnanleg, sem
hennar var von og vísa, heldur æðið í
kringum þá. Það var engu líkara en sjálfir
Bítlarnir hefðu risið upp frá dauðum.
Þessir tónleikar voru enn ein staðfesting á
vinsældum erlendis vinsælda hérlendis.
Svo voru þeir líka dálítið erlendir tónleik-
arnir sjálfir sem alltaf kitlar.
Vonbrigði ársins
Björn Jörundur Friðbjömsson hefur sýnt
það með hljómsveit sinni Nýdanskri síð-
ustu árin að hann er einn skemmtilegasti
og frjóasti poppari landsins. Því var fyrstu
sólóskífu hans beðið með talsverðri
óþreyju. Hún stóð því miður engan veginn
undir væntingum. Tónlistin reyndist alltof
prívat konsept-pæling. Endurtekning á
gömlu hippatuggunum sem nægðu langt
í frá til þess að lýðurinn sperrti eyruri.
Þessi fyrsta plata Björns Jörundar verður
kannski költ-skífa eins og lce Cross-plat-
an en hann ætti að gleyma henni áður en
hann fer aftur í hljóðver.
Nýliðar ársins
Úr kraðaki nýliða sem skutu upp koll-
inum á árinu standa tvö nöfn upp úr.
Hljómsveitin Unun er enn ein met-
sölusveitin sem rís upp úr Sykurmol-
unum sálugu og erkitöffarinn Rúni
Júl. söng með þeim lag sem sló í
gegn í sumar og söngkonan Heiða,
nágranni hans úr Keflavík, gekk síðan
til liðs við sveitina fyrir fyrstu
plötuna. Æ er nýstárleg
sykurpoppskífa, stútfull
af lögum sem leggjast
á heilann. Smitandi
band og Ijómandi.
heimar reyndi Bubbi fyrir sér i voru tvær eldri plötur meistarans
danstónlistinni, rappaði á köflum, gefnar út á geisladisk og týndar
og náði að endurnýja sig eins og tónleikaupptökur með Utangarðs-
fyrri daginn. Auk nýju plötunnar mönnum litu dagsins ljós og er þar
á ferðinni besta plata þeirrar sveitar
sem sýnir svo ekki verður um villst
af hverju Bubbi ber höfuð og herð-
ar yfir aðra íslenska poppara. Hjá
öðrum stórum nöfnum var árið
1994 eki jafn gott. Pláhneta Stefáns
Hilmarssonar gaf út bragðdaufa
skífu sem sló ekki nema takmarkað
í gegn. Sömu örlög hlaut plata
Helga Björns og félaga hans í Sssól
þó hún væri að mörgu leyti þeirra
sterkasta. Björn Jörundur, sá rámi
í Nýdanskri, gaf út sólóplötu sem
var því rniður ekki nógu góð og
fékk lélegar móttökur. Bubbleflies
sem voru aðalhittið í fyrra upp-
skáru ekki eins og þeir sáðu þó nýja
platan þeirra væri betur unnin og
um margt aðgengilegri og
skemmtilegri en sú fyrri. Unun,
hljómsveit Þórs Eldon fyrrum syk-
urmola og Gunnars Hjálmars-
sonar erkipönkara kom aftur mjög
skemmtilega á óvart með léttu
„anderledespoppi“ sem féll vel í
kramið enda sterk skífa á ferð. Un-
un á eftir að eiga mikið í næsta
poppári. Sú sveit sem mest kom þó
á óvart var Spoon sem enginn hafði
heyrt á minnst þegar sveitin átti lag
á safnplötu í sumar sem sló öll vin-
sældarmet. Söngkonan Emiliana
Torrini sló svo rakleiðis enn í gegn í
hárinu og er líklegt að fyrsta plata
Spoon sem kom út fyrir jólin endi
sem ein af 4-5 söluhæstu plötunum
þetta árið. Aðrar markverðar plöt-
ur á árinu má telja pönkaðan frum-
burð Maus, ljúft hugleiðslupopp
Birthmark, gargandi diskórokk-
plötu Ólympíu og Blót, fyrstu plötu
Strigaskór nr 42 þar sem dauða-
rokksfrösum er lystilega blandað
við uppbyggingu klassískrar tón-
listar. Áuk þess kom út sandur af
grunge plötum sveita sem koma í
kjölfar Jet black Joe, gospeldiskar,
trúbadoradiskar, blús og allt hvað-
eina. Úrvalið þjakaði engan árið
1994.
Það sem kannski var markverð-
ast við þetta ár meðan popparar og
rokkarar rembdust eins og rjúpa
við staur við að mynda sitt albesta
stuð og rokkað tjútt var hve al-
menningur tók í raun illa við allri
þessari viðleitni. Plötusala var
óvenju dræm í rokkinu og hneigð-
ist meir í áttina að erlendum plöt-
um og safnplötum, sem innihéldu
að mestu leyti erlent efni. Endurút-
gáfur á gömlu íslenku efni voru ótal
margar og seldust vel sem og ís-
lensk klassík sem sjaldan ef nokk-
urn tímann hefur skilað sér jafn vel
á plötumarkaðinn. Poppararnir
urðu sumsé hálfvegis út undan.
Sömu sögu má segja um tónleika-
hald sem var með daufasta móti
með undantekningum þó. Það má
spyrja sig að því hvort íslenskir
popparar séu að missa tengslin við
litla markhópinn sinn eða hvort al-
menningur sé einfaldlega áhuga-
minni um íslenskt popp en hann
var hér fyrir nokkrum árum. Sú til-
hneiging að syngja á ensku sem er
orðin æri fyrirferðarmikil er
kannski að verða þess valdandi að
íslenskt popp sé að missa sína sér-
stöðu. Vissulega er sandur af
hljómsveitum að spila tónlist sem
er fyllilega sambærileg við erlenda
tónlist og bla bla bla. en hvar standa
íslenskir popparar ef þeir eru orðn-
ir samdauna erlendu vinsælda-
poppi í eigin landi og það án þess
að slá í gegn í útlandinu gullna? Á
jákvæðari nótunum verður að við-
urkennast að íslenska poppárið var
óvenju viðburðarríkt og uppskeran
er fjöldinn allur af frábærum plöt-
um. Framhaldið verður spennandi
ef eitthvað verður til þess að kveikja
í áhuganum sem er til staðar þó
hann hafi kannski lítið látið á sér
bera árinu sem er að líða. Með ára-
mótakveðjum.
Óttarr Ólafur Proppé
Hvað komst inn?
Fleiri göt en fyrir eru á likamanum;
fleiri en eitt gat í eyru, gat í nefið, gat í f
augabrúnir, gat á tungu, gat á lim, gat
í skapbarma, gat í nafla og svo mætti
áfram telja. ^
Tattóið er búið að vera á hægri inn-
leið um nokkurt skeið en sló svo um
munaði í gegn á árinu. Það er enginn
töffari með töffurum nema að hann
hafi eins og eitt tattó. Þorri ungu kyn-
slóðarinnar ber nú tattó á líkamanum. I
Þau eru sosem ekki öfundsverð þeg-
ar húð þeirra tekur að eldast. Það er
að segja verði ekki búið að finna upp
töfrayngingarmeðalið.
Wonderbra er, líkt og tattóið, á
hægri uppleið. Barmur íslenskra
kvenmanna hefur aldrei verið eins
þrýstin og í ár enda virðist Wonder-
bra-brjóstahaldarinn orðinn jafn út-
breiddur og smokkurinn.
Kvennabarátta til hægri Sigríður
Dúna og hinar skvísurnar í Sjálfstæð-
isflokknum sem sýndu fram á það að
það lifir enn í jafn gömlum glæðum og (
Sjálfstæðisflokknum.
Kaffibarinn sem á árinu breyttist ^
hægt og bítandi í skemmtistað hinna
demónsku, sem við erum í raun öll
inni við beinið.
Krúnurakaðir kvenmannskollar
komust inn úr kuldanum þegar hár-
prúðustu dömur landsins létu hárið
fjúka; samanber Kolfinna Baldvins-
dóttir, sem nú er tekin við af móður
sinni sem skemmtiþáttakynnir í sjón-
varpi.
Bætt pólitískt siðferði eða alltént
umræða um siðbót í íslenskum
stjómmálum. Menn er hins vegar ekki
á einu máli um hverju slík umræða
hefur skilið fyrir utan afsögn Guð-
mundar Árna. Allt bendir nefnilega til
þess að hinn fym/erandi félagsmálar-
áherra eigi sér jafnvel fleiri stuðnings-
menn eftir að hafa gengist spillingunni
á hönd. ^
Bætiefni ýmiss konar; í formi vítam-
ína, lýsis, alkazeltsers og síðast en
ekki síst bætiefnið ecstasy. Þeir sem (
gerst þekkja á innviði barmenningar á
Islandi segja menn aldrei hafa verið
eins snögga upp á lagið og í ár sem
bendir til þess að áfengisþol íslend-
inga fer minnkandi og önnur neysla er
að færa sig upp á skaftið. (
Hvað datt út?
Hippatískan sú síðbúna sem söng-
leikurinn Hárið teygði úr á árinu er nú
lifandi dauð. Kögurvestin, hippabux-
umar, síða þunga hárið.
Söngleikir þeir náðu að vísu há-
punkti á árinu, samanber Hárið, Gre-
ase, Vélgengt glóaldin og allir
menntaskólasöngleikimir. Þótt Múr-
inn (the Wall) sé í bígerð hjá Verslun-
arskólanum um þessar mundir er
hann af öðru kalíberi. Þar em menn
reiðir og þola ekki skólann sinn. Það
er broddur í Múmum sem markar f
vonandi tímamót í íslenskum áhuga-
leikhúsum og utangarðsleikhúsum.
Hlunkamir, eða þessir tólf til fimm- ^
tán sentimetra háu stultur sem kon-
umar hlunkuðust á um allan bæ í
hvaða veðri sem var. Allar vildu þær
líta út eins og Amazon-súpermódelin
sem eitt af öðru eru að syngja sitt síð-
asta í toppmódelbransanum. f stað- (
inn vekja kvenlegar línur, það er að
segja fínlegri, meiri aðdáun.
Kvennabarátta til vinstri. Eftir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gekk til
liðs við R-listinn virðast flestir álíta að
Kvennalistinn hafi ekkert að geyma
nema forpokaðar afturhaldssamar
framsóknarkerlingar.
Langar kvenmannsneglur hvað
þá blóðrauðar. Þær eru táknrænar
fyrir kvennomir og slíkar nornir, eða
femme fatale- týpumar eru að verða
jaðarverur í allri umræðu eftir mikla k
kvikmyndahrinu þar sem slíkar ein- r
sleitar persónur voru aðalkarakteram-
ir. ,
l V
Síðhærðir karimenn á síðpönktím-
um þar sem hljómsveit eins og Unun
slær í gegn. Nú skal það vera stutt
svo glitt geti í eyrnalokkana og tattóið.
Afbrigði eru engin sem sýnir sig hvað
best í því að trúðsklippingar eins og I
Björn Jörundur Friðbjömsson bar um
tima náði aldrei útbreiðslu fremur en
platan hans.