Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL 25 Dægurhetjur Helgi Áss Grétarsson Heimsmeistari í skák Helgi Áss Grétarsson varð einn fárra íslendinga fyrr og síðar til að ná heimsmeistaranafnbót en hann sigraði með glæsibrag í heims- meistaramóti skákmanna 20 ára og yngri í Brasilíu. Jenný ÁRNADÓTTIR Tók ökukennar- annf karphúsið Jenný Árnadóttir, 18 ára, barði hnefanum í borðið og kærði Hall- dór Jónsson ökukennara fyrir kynferðislega áreitni. Hún sagðist ekki borga manni fyrir að káfa á sér og reka upp í sig tunguna, og strækaði á að borga Halldóri 20 þúsund kall sem hún skuldar hon- JÓN VlÐAR GUÐMUNDSSON Opinber umræða um kynferðislega misnotkun Jón Viðar Guðmundsson gekk fram fyrir skjöldu en hann er tals- maður karla sem hafa verið mis- notaðir kynferðislega. Jón talaði tæpitungulaust í MORGUNPÓST- INUM í nóvember um þetta mikla feimnismál til að reyna að hjálpa þeim sem eru enn í felum. JÓNA KjARTANSDÓTTIR Ófeimin feitabolla Jóna Kjartansdóttir, kokkur á frystitogaranum Bylgjunni VE, var rekin í haust og eina skýringin sem hún fékk var að hún væri of feit. Hún tók því ekki þegjandi heldur skýrði frá þessari meðferð opinber- lega og tók þannig upp hanskann fyrir þá sem eru frjálslega vaxnir og hafa látið vaða yfir sig hingað til. KRISTlN Á. Guðmundsdóttir Verkalýðsleið- togimeðbein ínefinu Kristín Á. Guðmundsdóttir sjúkraliði hefur leitt verkfall sjúkraliða í tæpa tvo mánuði. Kristín er verkalýðsleiðtogi af gamla skólanum og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Kristján Kristjánsson Kynskiptingur í kjólí fjölmiðlum Kristján Kristjánsson kom fram í fréttum og í ítarlegu viðtali þar sem hann/hún talaði opinskátt um kynskiptingsaðgerðina sem hann hefur verið að ganga í gegnum í Svíþjóð. Kristján kom ófeiminn fram í kjól og lýsti lífsreynslu sinni en hann/hún er formaður kyn- skiptingasamtaka í Svíþjóð. Kristrún Kristinsdóttir Setti ofan í við sýslumanninn Kristrún Kristinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á Akranesi, tók sýslumanninn í nefið með því að heimta sýslumannslaun íyrir að vera staðgengill hans en sýslumað- urinn mætti aðeins til hátíðar- brigða í vinnuna. Sigurður Gizur- arson sýslumaður svaraði með því að veita Kristrúnu áminningar sem felldar voru niður af dómsmála- ráðuneytinu og kæru hans á hend- ur Kristrúnu til ríkissaksóknara var einnig vísað frá. Kristrún er dæmi um embættismann sem lét ekki yf- irboðara sinn vaða yfir sig á árinu. Laufey Jakobsdóttir Tók upp hansk- ann fyriraldraða Laufey Jakobsdóttir, sem er þekkt sem „amman í Grjótaþorpi“, flúði heilsu sinnar vegna úr íbúð- um aldraðra við Lindargötu. Hún var ekkert að skafa af gagnrýni sinni vegna stofnanavistunar aldr- aðra og sagði „að það ætti ekki að vera að troða öldruðum inn á sér- heimili eins og göntlu rusli.“ María Hreiðarsdóttir Gagnrýndi vananirá þroskaheftum María Hreiðarsdóttir, 24 ára starfsstúlka á Borgarspítalanum, er þroskaheft og gagnrýndi hún harð- lega ófrjósemisaðgerðir á fötluðum og þroskaheftum. Hún hélt fýrir- lestur á vegum Landssamtaka um þroskahjálp í september og kippti þessu feimnismáli undan teppinu. Skúli Helgason Barðistfyrir bókhlöðuna Skúli Helgason, framkvæmda- stjóri söfnunarátaks stúdenta til styrktar Þjóðarbókhlöðu, safnaði 25 milljónum króna handa bók- hlöðunni með félögum sínum. Söfnunarátakið var einstakt dæmi um sjálfboðaliðastarf á árinu sem skilaði ffábærum árangri. SlGURGEIR ÞóRVALDSSON Umhverfisvænn lögreglumaður Sigurgeir Þorvaldsson, fýrrum lögreglumaður á Keflavíkurflug- velli sem kominn er á fullorðins- aldur, var ekki á því að leggja árar í bát. Undanfarin fimm ár hefur hann gengið fjóra tíma á dag unt Suðurnes og safnað gosdrykkjar- dósum á víðavangi. Auk þess sem hetjudáð hans er umhverfisvæn og hefur haldið honum í góðu formi hefur hún gefið honum eina millj- ón króna í aðra hönd. SóPHIA HANSEN Létengan bil- bugásérfinna Sophia Hansen hélt áfram barátt- unni íyrir forræði dætra sinna og lét engan bilbug á sér finna. Sophia var alls ekki á því að gefast upp þrátt fyrir allt það mótlæti og sví- virðingar sem hún varð fyrir í Tyrklandi á árinu. Sævar Ciesielski Áfangasigurí Geirfinnsmálinu Sævar Ciesielski gefst ekki upp fýrr en í fulla hnefana og varð vel ágengt í baráttu fyrir æru sinni á árinu. Skeleggur málflutningur hans og markviss vinnubrögð urðu til þess að stjórnvöld gátu ekki annað en tekið hann alvarlega þrátt fýrir að hann hafi verið dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir rúmum 17 árum. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari vék sæti og Ragnar H. Hall var skipaður sem sérstakur saksóknari til að fjalla um beiðni Sævars um endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmálanna fyr- ir Hæstarétti. Valgerður Matthíasdóttir / takkaför Hemma Gunn Valgerður Matthíasdóttir sýndi þá fádæma hetjudáð að fylla skarð sjálfs Hemma Gunn rétt fyrir út- sendingu þegar gamla fótbotahetj- an var dottin í það. Vala stóð sig frábærlega í þættinum en það er ekki fyrir hvern sem er að stíga í takkaförin hans Hemma. ÆVAR. J ÓHANNESSON Bjó til ókeypis lyf úr lúpínumtum Ævar Jóhannesson vakti daga og nætur við að útbúa seyði úr lú- pínurótum en að sögn styrkir það ónæmiskerfi líkamans. Ævar sér meðal annars fýrir hundruðum krabbameinssjúklinga sem hann lætur hafa undraefnið endurgjalds- laust en eftirspurnin er slík að fjöl- skylda hans notar allan frítíma sinn til að framleiða 200 lítra af lúpínu- rótaseyði á dag. annáll NÓVEMBER 18. nóvember. Amgrimur Jóhannsson lýsir yfir vilja sínum um að flytja starfsem- ina úr landi. 11. nóvember Ríkisendurskoðun skilar skýrslu um úttekt sina á heílbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Guðmundur Ámi biðst lausnar og Rannveig Guðmunds- dóttir tekur við embættinu. 12. nóvember I Ijós kemur að dagpen- ingar og ferðakostnaður ríkisins vegna maka ráðherra nam 4,25 milljónum á sið- asta ári. 15. nóvember Tveir lögreglumenn kæra Lindu Pé fyrir að ráðast á opinbera starfsmenn með ofbeldi. 18. nóvember Austumska fyrirtækið Rupert Hofer lýsir yfir áhuga á Sorpu. 20. nóvember FIA og Atlanta semja og verkfalli aflýst samhliða. Seltzer-fyrirtæk- ið ákveður að ioka gosdrykkjaverksmiðju sinni á næsta ári ocj flytja til Bretlands. 21. nóvember Agúst Einarsson, pró- fessor, segir sig úr Alþýðuflokknum og gengur til liðs við Jóhönnu. Sveinn Allan Morthens, fyrrverandi formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norð- urlandi vestra, segir sig úr flokknum. 22. nóvember Vopnasafn og brugg finnst á bóndabæ í Rangárvallasýslu. Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði af rekstri Samskipa en ekki 50 milljóna króna tapi eins og gert var ráð fyrir. 23. nóvember Olís og Skeljungur sækja um lóðir undir bensínstöðvar til að svara lóðaumsóknum Irving Oil. Sævar M. Ciesielski afhendir Ara Edwald bréf og greinargerð þar sem hann fer fram á að hann verði hreinsaður af dómi um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. 24. nóvember Sinfóníuhljómsveitin ætlaði að leika fyrir 400 nemendur í Aust- urbæjarskólanum en Ingvar Ásmunds- son, skólameistari Iðnskólans, meinaði þieim aðgang að íþróttahúsi Vörðuskóla. Upplýst að fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélaganna til einstaklinga hafi auk- ist um 80 prósent á tveimur árum. 25. nóvember Séra Hjálmar Jónsson ber sigurorð af Vilhjálmi Egilssyni, alþing- ismanni, í prófkjöri Sjálftæðisflokksins, á Norðurlandi vestra. Ríkisspítalar höfða mál á hendur sjúkraliðum fyrir Félags- dómi vegna undanþágulista. Kennarar leggja fram kröfugerð sína og krefjast verulegra kauphækkana. Svanfriður Jón- asdóttir, forseti bæjarstjómar Dalvíkur og fyrrum varaformaður Alþýðubandalags- ins og aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grimssonar, gengur til liðs við Jóhönnu og segir sig um leið úr flokknum. 27. nóvember Stjórnmálahreyfingin Þjóðvaki stofnuð undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Halidór Ásgrimsson kjör- inn formaður Framsóknarflokksins með 97 prósent atkvæða. Ásta R. Jóhannes- dóttir situr stofnfund Þjóðvaka en mætir ekki á flokksþing Framsóknarflokksins. Davíð Oddsson ræðir við Li Peng, for- sætisráðherra Kína, þar sem hann dvelur í opinberri heimsókn. 29. nóvember Davíð Oddsson hittir forseta Kína, Jian Zentín, í Beijing. Mann- réttindamál bar ekki á góma. Ríkisendur- skoðun telur að rikið hafi selt íslenska endurtryggingu hf. á 144 milljóna lægra verði en fengist hefði ef fyrirtækið hefði verið leyst upp og eignir þess seldar. Sala rikisfyrirtækja og eigna þeirra skilaði rikissjóði 826 milljónum frá 1991 fram á mitt þetta ár. 30. nóvember Þórhildur Undal skipað- ur umboðsmaður bama. DESEMBER 1. desember Þjóðarbókhlaðan opnuð með viðhöfn. Ríkissaksóknar vísar frá kæru sýslumannsins á Akranesi á hendur fulltrúa hans. 6. desember Guðrún Helgadóttir lýsir því yfir að hún muni víkja úr 2. sæti fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík fyrir komandi kosningar. 9. desember Hagkaup og Bónus bjóða bækur á 25 og 30 prósenta lægra verði en tíðkast í bókaverslunum. 10. desember Jakob Magnússon og Helgi Ágústsson sendiherra í London kallaðir heim vegna úttektar Ríkisendur- skoðunar á fjármáium menningarfulltrú- ans. Siv Friðleifsdóttir vinnur yfirburða- sigur í prófkjöri Framsóknarmanna á Reykjanesi. 14. desember Janus Jóhannes Ólason selur hlutabréf sin f Olís fyrir 57 milljónir. Fréttir berast af því, að islenskar pen- ingastofnanir hafi verið notaðar til pen- ingaþvottar að undanfömu. 16. desember Starfsstúlku á skóladag- heimili Austurbæjarskóla sagt upp störf- um eftir að hún neitaði að hylma yfir vinnusvik forstöðukonunnar. Ragnar H. Hall skipaður sérstakur saksóknari til að fjalla um beiðni Sævars Cieselskis um endurupptöku Guðmundar- og Geir- finnsmálunum fyrir hæstarétti. 18. desember Snjóflóð fellur á Súðavík og gjöreyðileggur ibúðar- og fjárhús á bænum Saurum. Eini íbúi hússins, Kari Georg Guðmundsson, komst lífs af. 22. desember Gengið endanlega frá starfslokum Sigurjóns Sighvatssonar hjá Propaganda. 23. desember Irving Oil úthlutað lóð fyrir starfsemi sina við Sundahöfn. sv ÞV TITILL FLYTJANDI 01 01 N0THINGMAN PEARLJAM 04 02 MURDER WAS THE CASE SNOOP DOGGY D0GG 05 03 THEMAN WH0S0LD THE NIRVANA 02 04 LÖG UNGA FÓLKSINS UNUN 07 05 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES 09 06 G0TT MÁL (REMIX) TWEETY 03 07 BETTER THINGS MASSIVE ATTACK 06 08 T0M0RR0W SP00N 12 09 L0VESPREADS STONE R0SES 11 10 TILL NOW BUBBLEFLIES 13 11 WHATEVER 0ASIS 16 12 FELL ON BLACK DAYS S0UNDGARDEN — 13 CRUSH WITH EYELINER R.E.M. — 14 WICKED ANNABELLA JETBLACKJ0E 08 15 THEWILD ONES SUEDE 17 16 THANK Y0U F0R HEARING ME SINEAD O’CONNOR 19 17 A C0NSPIRACY BLACK CROWES — 18 PRETTY PENNY STONE TEMPLE PILOTS — 19 ATVINNULEYSI ER K0MIÐ.... BUBBI MORTHENS 14 20 ÉG GEF MÉR K0LRASSA KRÓKR. 5 vinsælustu lög ársins á X-inu 977... 1 LOSEfí BECK 2 Z0MBIE CfíANBEfífílES 3 WHAT’S THEFfíEQ..? fí.E.M. 4 BLACK H0LE SUN SOUNDGAfíDEN 5 fíOCKS PfílMAL SCfíEAM Perlusultumenn eru aðra vikuna í röð á toppi x- domino’s listans. Nothingman er afnýju skífunni, Vitalogy. Gáfnaljós vikunnar eru góðkunningjar listans, R.E.M. semfara beint á 13. bekk með nýja lagið, Crush With Eyeliner, sem erjafnframt hœsta nýja lagið. 1 lag stendur í stað, 4 lög koma inn á listann í vikunni, 10 lögklifra en fallistarnir eru 5 talsins. X-Domino’s listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrár- gerðarmönnum X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurleikinn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um’ann!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.