Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL 17 Þrátt fyrir að Tíminn hafi verið allra fjölmiðla duglegastur við flutning ógeðfelldra frétta á þessu ári er ógeðfelldustu frétt ársins ekki að finna í því blaði heldur í blaði „allra landsmanna“ Morgun- blaðinu. Frétt þessi birtist snemma árs, nánar tiltekið þriðjudaginn t. febrúar, og þrátt fyrir að ellefu mánuðir væru eftir af árinu komst engin frétt með tærnar þar sem þessi hefur hælana, hvað varðar ógeðfelldleika. Umrædd frétt sagði frá því að Pizza 67 á ísa- firði byði upp á þorra pizzur. Var tekið fram að slíkar pizzur þekkt- ust hvergi nokkurs stað- ar í veröldinni nema á fsafirði. Og skyldi engan undra. í fréttinni var lýsing á þorrapizzunni: Þorrapizzan saman- stendur af 16 tommu pizzabotni sem hlað- inn er hefðbundnum íslenskum þorramat; sviðasultu, lunda- bagga, bringukollum, súrum hrútspungum, hákarli, harðfiski, hangikjöti og slátri auk þess er tÚ rófustappa, flat- kökur og smjer. Þótt flestir kynnu að láta sér nægja að skrifa þetta lét fréttarit- ari Morgunblaðsins á ísafirði, Baldur, sig hafa það að smakka herlegheitin. Hann skrifar í frétt- ina að pizzubotninn smakkist vel með þorramatnum og fór síðan á flug með pennanum: ...hér fellur vel hvort að öðru, grunnur frá matargerðarlist ftala og rammíslenskur matur sem á sér langa hefð. Dhammanando Bhíkkhu Munkurí lopapeysu Dhammanando Bhikkhu, búddamunkur og andlegur leiðtogi um 300 Tælendinga á fslandi, gekk berfættur urn borgina í öllum veðrum klædd- ur munkakufli sínum. Hann aðlagaðist vel íslenskum aðstæðum og er nú kominn í ullarsokka og íslenska lopapeysu, fyrstur tælenskra munka. Dhammanando veitti landsmönnum lexíu í meinlætalifnaði en hann er ánægður með lífið þótt hann búi aðeins í einu herbergi og nærist að mestu á hrísgrjónum. Kjánalegast á árinu? KlDDI KANlNA, KAUPMAÐUR f HUÓMALIND „Pólitíkin í heild sinni er komin á kjánalegt plan. Enginn er lengur óhultur og fólk má ekki einu sinni orðið prumpa í friði. Samanber Bryndís Schram og dagpeningaumræðan í kringum hana. Pólitík á að vera á ein- hverju öðru plani en þessu.“ Ógeðfelldast á arinu? MagnOs Guðmundsson, MAÐUR ARSINS I JAPAN „Það voru tilraunir Green- peace-manna til að spyrða mig við Klu Klux Klan og aðra slíka hægri öfgahópa. Það fannst mér verulega ógeðfellt og slík- ur sóðaskapur að engu tali tek- ur. Greenpeace hélt greinilega að þessi ógeðfelldi uppspuni væri einhver söluvara.11 Skepna ársins Óli afruglari selur viðskiptavini sína Bryndís Schram Lýsistrata Það er sama hversu mikið Jón Baldvin hefur mært Bryndísi í gegnum árin, undir lok þessa árs var Bryndís búin að fá nóg. Hún lét ekki bjóða sér þetta lengur. Hún og bóndi hennar hafa mátt þola alls kyns pillur í gegnum árin fyrir áfengiskaup og vinagreiða á kostnað ríkisins, svínakjötssmygl, spillingu og guð má vita hvað ekki. Þegar hún var síðan sökuð um að hafa fengið óhóflega dag- peninga í sinn hlut vegna ferða sinna erlendis með bónda sínum, sagði hún stopp, hingað og ekki lengra. Hin hagsýna húsmóðir settist niður og reiknaði út að hún skuldaði þessari þjóð ekki neitt, heldur skuldaði þjóðin henni 160 þúsund krónur. Hún hefði hitt alls kyns fólk launalaust sem maðurinn hennar hefði otað að henni og meira að segja tekið það með sér heim án þess að heimta af því húsaleigu. Það ætlar hún ekki að gera aftur, ekki fyrr en kemst á friður með henni og manninum hennar og þjóðinni hans. Þrátt fyrir mikið úrval af siðlaus- um stjórnmálamönnum og emb- ættismönnum þá er siðlausasti maður ársins rafvirki, Óli afruglari. Óli hafi auglýst þjónustu sína í nokkur ár og byggt upp góðan kúnnahóp, sem gat sparað sér smá- pening með því að svíkja Stöð 2 um áskriftarverðið með margfölduðum lykilnúmerum frá Óla. Þetta gekk vel mánuðum og árum saman. Óla græddist fé og kúnnarnir hans spöruðu sér aurinn. En Stöð 2 tap- aði fúlgum. En einn daginn þegar Óli var orðinn þreyttur á umstanginu við ört vaxandi rekstur og Stöð 2 hafði auk þess keypt sér öflugri afruglara en Óli gat ráðið við fór hann upp í Lyngháls og réði sig til vinnu hjá fýrrum fjandmanni og höfuðand- stæðingi. Stuttu síðar fóru viðskiptavinir Óla að átta sig á að þeir höfðu fylgt með í kaupunum á honum til Stöðvar 2. Þeir fengu lykilnúmer sem virkuðu engan veginn og þegar þeir kvörtuðu var þeim bent á að þeir væru Óla-menn og því ekki velkomnir í áskrift. Það er í sjálfu sér ljótt að stela, jafnvel frá Stöð 2, en það getur ekki réttlætt það að laða til sín fólk í vafasöm viðskipti og selja þau síðan erkiíjandanum þegar hópurinn er orðinn nógu stór. Ef þetta hefði gerst í frímínútunum í Melaskóla hefði Óli hlaupið grátandi heirn þann daginn. 4. Hugmynd ársins: Drive-in þjóðhátíð. 5. Bókatitill ársins: Þjóð á leið á Þing- völl. 6. Matti Matt ársins: Dyravörðurinn á Kaffibarnum. HíjHyrunur 'trjO>>r mpp & urrir.^.uuc-frii Araitic uði? 7. Óþægindi ársins: Alþýðublaðið. Það tekur hálfan daginn að leita það uppi í bænum og svo fer restin af deginum i að lesa það. 8. Smuga ársins: Davíð hvergi smeykur smó í Smugu milli fóta. Úr forsætinu fnæsti Gró: „Þú færð ei meiri kvóta!“ 9. Jón Baldvin árs- ins: Jakob Frímann Magnússon. Því bet- ur sem hann stendur sig, því meiri skammir fær hann frá þjóðinni. 10. Ár ársins: 1944. Me/ra verður ekki um ambögur né aftur snúið. Nítján hundruð níutíu og fjögur nú er búið. annáll APRÍL 7. april Tillögur sem Inga Jóna Þórðar- dóttir, frambjóðandi Sjátfstæðisflokksins við borgarstjómarkosningamar, vann fyrir Markús Öm Antonsson þegar hann var borgarstjóri finnast hvergi þrátt fyrir að borgarsjóður hafi greitt 2,4 milljónir fyrir vinnu hennar. Sævar M. Cieselski sakar Hallvarð Einvarðsson, núverandi rikissak- sóknara, um að hafa með ólögmætum aðgerðum komið því til leiðar að hann haft saklaus verið dæmdur fyrir að hafa átt aðild að hvarfi Guðmundar Einarsson- ar og Geirfinns Einarssonar um miðjan áttunda áratuginn. 13. apríl Ámi Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mætast í fyrsta sinn á opinberum kappræðufundi. 14. apríl Hlynur Þór Magnússon, fyrr- verandi fangavörður, lýsir grimmúðlegri meðferð á sakbomingum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en hann var aldrei kallaður til vitnis í harðræðisrannsókn sem fram fór á sínum tíma. Hlutafé Is- landsbanka rýmar um 1,3 milljarða á rúmu ári vegna tapreksturs. Jafnaðar- mannafélag Islands stofnað af nokkrum stuðningsmönnum Jóhönnu Sigurðar- dóttur. 25. apríl Pétur H. Blöndal kjörinn i bankaráð Islandsbanka. 30. apríl Ingi Bjöm Albertsson hættir við að fara í sérframboð við borgarstjórnar- kosningamar sama dag og framboðs- frestur rennur út. Geðsjúkur, vopnaður maður hótar Þorsteini Pálssyni, dóms- málaráðherra, lifláti í bréfi sem hann skildi eftir þegar hann útskrifaði sig sjálfur af Kleppssprtalanum en víkingasveitin nær honum áður en ráðherrann kemst í hættu. MAÍ 11. maí Héraðsdómur veitir Sævari M. Ciesielski leyfi til að kynna sér gögn sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum en voru aldrei lögð fram fyrir dómi. 12. maí Dían Valur Dentchev hefur hungurverkfall og segist svelta sig til dauða í baráttu sinni fyrir umgengnisrétti við son sinn. 17. maf Heilbrigðisyfirvöld lýsa yfir áhyggjum sínum af skæðum lifrarbólgu- faraldri af C-stofni meðal sprautufíkla og benda á stórkostlega hættu á alnæmis- smiti í þessum hópi. 24. maí Eintak hefur útgáfu á mánu- dagsblaði. 28. maí Reykjavíkuriistinn fellir borgar- stjómarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins með því að fá 53,0 prósent atkvæða í kosningunum á móti 47 prósentum Sjálf- stæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn missir meirihluta sinn I Hafnarfirði. Meirihluti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fellur. Al- þýðubandalagið getur helst talist sigur- vegari sveitastjómarkosninganna í heild. JÚNl I. júnf Itlugi Jökulsson beðinn að taka sér frí frá störfum sem pistlahöfundur á Rás 2 vegna harðrar gagnrýni á Sjálf- stæðisflokkinn rétt fyrir kosningar en sagt síðar um daginn að um misskilning sé að ræða. 21. dagur hungurverkfalls Dians Vals Dentchevs. 5. júní Kristinn Steinar Sigríðarson verð- ur hlutskarpastur í samkeppni um hönn- un á þjóðbúningi fyrir karla í tilefni af lýð- veldisafmælinu. 9. júní Ingimundur Sigfússon lætur af störfum hjá Heklu eftir nær 30 ára starf vegna deilna við systkini sín. II. júnf Jón Baldvin Hannibalsson sigr- ar Jóhönnu Sigurðardóttur með 226 at- kvæðum gegn 156 i formannsslag á flokksþingi Aiþýðuflokksins. Guðmundur Ámi Stefánsson ber sigurorð af Össur Skarphéðinssyni í varaformannsslagnum með naumum meirihluta atkvæða. 13. júní Páll Magnússon skrifar undir starfslokasamning hjá íslenska útvarps- félaginu. 14. júní Norska strandgæslan klippir veiðarfærin aftan úr þremur íslenskum fiskiskipum á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. 15. júni 35. dagur hungurverkfalls Dians Vals Dentchevs. 17. júnf Islendingar halda upp á 50 ára afmæli lýðveldisins. Þúsundir manna fastir i bílum sínum og komast ekki til há- tíðartialdanna á Þingvöllum. 19. júní Troðfullt á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardalshöll. Meðal gesta voru forsetinn og borgarstjórinn. Valgeir Víðisson hverfur sporlaust frá heimili sínu en rannsókn hvarfsins beinist strax að tengslum hans við fíkniefna- heiminn. 21. júní Jóhanna Sigurðardóttir segir af sér ráðherraembætti. 22. júnf Dían Valur Dentchev á síðustu blóðdropunum eftir að hafa verið í hung- urverkfalli í 42 daga. 23. júní Þingvallanefnd meinar ásatrúar- mönnum að halda sumarblót sitt á Þing- völlum. 26. júnf Landlæknisembættið kannar heilsu Díans Vals sem hefur lést um 25 kíló og vegur aðeins 45 kíló eftir 46 daga hungurverkfall.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.