Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNPÓSTURINN ÚTLÖND FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Forrest Gump var svo mikill ein- feldningur og svo góö sál og hon- um gekk svo vel með sínar litlu gáf- ur að Bandaríkjamenn horfðu á myndina um hann fullir aðdáunar og söknuðar eftir tíma sem þeir héldu að hefði verið betri og sak- lausari. Það var altalað að Dagmar Wöhrl, fyrrum Ungfrú Þýskaland, væri fegursta kona sem hefði sest á þýska þingið. Þegar svo kom í Ijós að hún hafði eitt sinn leikið í klámmynd runnu tvær grímur á flokkssystkini hennar í flokki Kristi- legra demókrata. Auðkýfingurinn J. Howard Marshall er 3.42 sinnum eldri en nýja konan hans, kynbomban Anna Nichole Smith. Hann er 89 ára og hún 26. Hún fullyrti að hún hefði ekki gifst honum vegna pen- inganna, heldur væri þetta sönn ást. Marlon Brando gaf út ævisögu sína og hennar var beðið með of- væni. I blöðum birtust myndir frá því hann var ungur og fallegur eins og guð. Það voru hins vegar hálf- gerð vonbrigði að ævisagan reynd- ist hundleiðinleg og full af karla- grobbi. Bill Gates, milljarðamæringur og Microsoft-kóngur, hefur ekki verið þekktur fyrir að hafa áhuga á öðru en tölvum og bílum. Því kom það allnokkuð á óvart þegar hann keyþti handrit eftir Leonardo da Vinci og greiddi sem nemur millj- arði íslenskra króna fyrir vikið. Hvers eiga heimskir að gjalda? Umdeildasta bók ársins er rit þar sem því er haldið fram að blökkumenn hafi lægri greindarvísitölu en hvítir og séu því dæmdir tilað vera undirstétt. Umtalaðasta bók ársins er án efa The Bell Curve eftir Charles Murray og Richard Hernstein og sem kom nýlega út í Bandaríkjun- um. Þar halda höfundarnir því fram að munurinn á greindarvísi- tölu svartra og hvítra sé að meðal- tali 15 stig. Af þeim sökum bíði blökkumanna það hlutskipti að vera undirstétt á meðan hvítir verði ofan á í skjóli betra gáfnafars. Vegna þessara kenninga urðu Murray og Hernstein sem reyndar er nýlátinn, í hópi mest hötuðu manna í Ameríku, þeir voru út- hrópaðir sem einhvers konar ný- nasistar. Ýmsir urðu þó til að koma þeim til varnar, þar á meðal öld- ungurinn Hans Eysenck, einn virtasti sálfræðingur í heimi. Hann sagði að menn mættu ekki láta pól- itíska rétthugsun villa sér sýn á staðreyndir, það væri ekki nóg að henykslast, heldur þyrfti að taka vitræna afstöðu til röksemda Murrays og Hernstein. Röksemdafærsla þeirra byggir meðal annars á því að greindarpróf séu nær óyggjandi mælikvarði á gáfnafar, það sé til dæmis fylgni milli greindarprófa sem lögð eru fyrir börn og námsárangurs síðar í lífinu sem ekki sé hægt að draga í efa. Greind sé að mestu leyti arf- geng, sem nemur allt að 8o af hundraði og greindarvísitala sé mjög misjöfn meðal þjóðfélags- stétta og líka meðal kynþátta. Öll greindarpróf sem hafa verið gerð síðan 1920 sýni sömu niðurstöðu; að blökkumenn séu að meðaltali 15 stigum lægri í greindarprófum en hvítir menn, en 20 stigum lægri en fólk af mongólskum kynþætti. Fjargviðrið hefur verið mest vegna þeirra ályktana sem Hernstein og Murray draga af rannsóknum sín- um. Kenning þeirra er sú að drjúg- ur hluti atvinnuleysis, fátæktar og glæpa ráðist af lágri greindarvísi- tölu, þótt auðvitað sé líka ýmislegt annað sem veldur. Af þessu má draga ýmsar ályktanir og mörgum þykja þær býsna háskalegar. Felur þetta kannski í sér einhvers konar þrælasamfélag þar sem lágstéttirnar framvísa lélegri greindarvísitölu sinni til ókominna kynslóða á með- an hin gáfaða yfirstétt fjölgar sér í makindum innbyrðis? Höfundarn- ir taka ekki svo djúpt í árinni þótt margir hafi túlkað niðurstöðurnar á þennan veg. Allt leiti inn að með- altalinu, segja þeir; börn þeirra heimskustu séu yfirleitt heimsk, en þó oftast talsvert klárari en foreldr- ar þeirra. Börn þeirra greindustu séu yfirleitt greind en þó oftast tals- vert heimskari en foreldrar þeirra. Börn hins yfirgnæfandi fjölda sem er í meðallagi heimskur séu ýmist heimsk, í meðallagi eða vel greind. Þannig skapi lögmál eríðanna hreyfingu upp og niður samfélags- stigann. Samfélagið er óðum að færast í það horf að vélar vinna þau störf sem áður voru unnin með striti. I þau störf sem eftir eru þarf talsvert vit og í þau velst fólk sem hefur að minnsta kosti þokkalega greindarvísitölu, En hvað á þá að gera við þá sem hafa lélega greind- arvísitölu? Bíður þeirra atvinnu- leysi og fátækt? Þetta er þjóðfélags- vandamál sem Hernstein og Murray segja að hverfi ekki þótt menn neiti að hugsa um það, sér- staklega í löndum þar sem hlutfall blökkumanna er hátt. En allt er þetta semsé umdeilt. Intemetið slær í gegn Þrátt fýrir að gagnanetið Internet hafi verið starfrækt um árabil var það fyrst á þessu ári, sem það sló í gegn. Notendafjöldinn skiptir nú milljónum, en netið nota menn til tölvupóstsendinga, upplýsingaöflunar og dreifingar. Hér á landi komast menn einkum í samband við netið í gegnum tölvukerfi Pósts og síma eða Miðheima hf., en það er einkafýrirtæki, sem helgar sig Internet-tengingu. Nokkrar umræður spunnust um ofbeldisleiki og klám- myndir, sem finna mætti á netinu, en vegna hins anarkíska eðlis þess — enginn á netið — er lítið við því að gera. UIt »i»Mi Oo ■aofcmartn flptiont Birttlory | : i'ftl fel | "1- | o-v. ^ l >>4 1 *■«» [ rW | { * MIÐvlHEIMAR MiðlHÍmar rófca ollum ueihúum glrftílegra jula. ;«TW>W WlíW • {«;• NíílXKwM Kvikmyndin Fæddir morðingjar varð tilefni mikilla deilna um hvort ofbeldi í kvikmyndum hvetti ungt fólk og óharðnað til óhæfuverka. Það virtist að vissu leyti staðfest- ast þegar braust út skotbardagi í miðborg Parísar í byrjun október. Á endanum iágu í valnum þrír lög- reglumenn, einn vegfarandi, og 22 ára tilræðismaður, Audry Ma- upan. Handtekin var unnusta hans Florence Rey og ákærð fyrir morð. Hún er aðeins 19 ára, af góðu heimili og hafði gengið vel í skóla. í vistarverum þeirra skötu- hjúanna fundust vopn og blaða- úrklippur sem fjalla um bíómynd- ina Fæddir morðingjar. Susan Smith setti allt á annan endann í smábænum Union í Suður-Karólínufylki í Bandaríkj- unum þegar hún tilkynnti að svertingi með byssu hefði rænt tveimur sonum sínum, þriggja ára og fjórtán mánaða. Þessa sögu sagði hún líka David, manni sín- um sem hún var nýskilin við. Sus- an Smith grét í sjónvarpi en nokkrum dögum síðar fannst í vatni skammt frá bænum bíll hennar og í honum lík drengjanna sem hún hafði drekkt. Hún hafði átt vingott við mann sem kærði sig ekki um að hafa börn í kring- um sig. Jacqueline Kennedy Onassis var glæsileg frú i forsetatið sem kennd var við Camelot og kannski ekki síðri sem glæsileg ung ekkja forseta sem heimsbyggðin syrgði. Svo giftist hún ófríðum Grikkja sem vissi ekki aura sinna tal og hlóð hana eðalsteinum. Hún lifði seinni mann sinn og þótti í seinni tið dularfull persóna með nánast ójarðneskan blæ. Hún lést 64 ára að aldri. Burt Lancaster hóf feril sinn sem vöðvatröll og fimleikamaður. Síðar kom á daginn að þetta var mikil- hæfur kvikmyndaleikari sem vann leiksigra i bíómyndum bæði vest- an hafs og austan. Hið breiða bros Burt Lancaster slokknaði þegar hann lést úr hjartaslagi, áttræður að aldri. Eugene lonesco var Rúmeni að ætt en bjó mestallt líf sitt i Frakk-■ landi. Hann var einn helsti forvíg- ismaður absúdismans i leikritun. Leikrit hans Nashyrningarnir og Sköllótta söngkonan virðast stundum hrein della en samt eru þau skrifuð af lygilegri nákvæmni. lonesco var 81 árs þegar hann andaðist. Richard M. Nixon var eini forseti Bandaríkjanna sem þurfti að fara úr embætti með skömm. Enginn frýði honum vits og i utanríkismál- um lyfti hann grettistökum. Hann lét aldrei í það skina að hann iðr- aðist athæfis síns i forsetaemb- ætti, en samt var hann farinn að endurheimta nokkra virðingu und- ir andlátið - kannski kusu menn frekar að lita á bjartari hliðar hans. Nixon dó, 81 árs að aldri. Kim II Sung var hlaðinn lofi í lif- anda lífi og á yfirborðinu voru allir íbúar Norður-Kóreu eldheitir að- dáendur hans. Þeir grétu hann við andlátið, en kannski voru þeir frekar að gráta hlutskipti sitt eða óvissuna sem biður landsmanna eftir dauða foringjans sem helst var likt við sjálfa sólina. Við emb- ætti leiðtogans tók sonur hans, Kim Young II. Kurt Cobain var poppstjarna sem lifði hratt og brann upp. Hljóm- sveit hans Nirvana spilaði hart og ágengt rokk sem foreldrum þótti heldur óáheyrilegt. Cobain ánetj- aðist heróinfíkn og fyrirfór sér að- eins 27 ára. Elias Canetti var rithöfundur af óræðu þjóðerni sem eyddi mest- anpart ævinnar i bókaskáp og fann þar bækur sem fáir aðrir vissu að væru til. Svo dustaði hann af sér rykið og skrifaði bæk- ur sem virðast lygnar á yfirborðinu en eru skringilega meinfyndnar. Canetti fékk Nóbelsverðlaun 1981 og andaðist 89 ára að aldri. Melina Mercouri varð heimsfræg fyrir kvikmyndina Aldrei á sunnu- dögum. Hún var landræk á árum herforingjastjórnarinnar i Grikk- landi en sneri aftur eftir fall henn- ar, var kosin á þing og fékk emb- ætti menningarmálaráðherra. Hún lést 68 ára og náði ekki því tak- marki sinu að fá Breta til að skila aftur fornminjum sem þeir stálu á Akrópólishæð fyrir tveimur öldum. Karl Popper lést í hárri elli. Hann var einn merkasti heimspekingur aldarinnar og alla tið ódeigur i baráttunni gegn óvinum lýðræðis og frelsis, hvar sem þeir létu á sér kræla.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.