Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN ÚTLÖND 29 Bretland Riðar krúnan til falls? Breska dmttningar- fjölskyldan hefur ekki legið á liði sínu við að verða ein- hvers konar hláturs- efni heimsins. Samt heldur meirihluti breta enn tryggð við konungdæmið. í frægri ræðu 1992 sagði Elísa- bet II Bretadrottning að það ár hefði verið annus horribilis fyrir sig og fjölskyldu sína. Kannski er hægt að fullyrða að árið 1994 hafí verið annus miserabilis fyrir allt það fólk. Er jafnvel hægt að segja að breska konungdæmið riði til falls? Kannski, já. Hin langdregna sápu- ópera um fjölskyldu Bretadrottn- ingar, sem hefur líkfega selt fleiri blöð en nokkurt annað fréttamál fyrr og síðar, hefur smátt og smátt verið að breytast í algjöran farsa. Meira að segja íhaldsöm blöð sem hafa verið afar holl konungdæm- inu og gætt hófsemi í fréttaflutn- ingi eru farin að birta vangaveltur um hvort ekki sé heppilegast að allt þetta lið fari ffá. Á leiksviði í London hefur und- anfarið verið vinsælt leikrit þar sem áhorfendur hlæja að því hvað verður um fjölskyldu drottningar eftir að hún hefur misst alla tign og er flutt í verkamannablokk. Ekki er það alveg út í hött, þótt kannski megi efast um forspá höf- undarins, Sue Townshend. Enn virðist meirihluti bresks almenn- ings álita að rétt sé að Windsor- fjölskyldan sitji áfram og að Karl Bretaprins taki við hásætinu af móður sinni. Jafnvel þótt hann skilji endanlega við konu sína. En víst er að álit þessa fólks hef- ur ekki vaxið effir að uppvíst varð um ástarævintýri Díönu prinsessu og James Hewitts majórs. Frá því skýrði hann í alræmdri bók og varð fyrir vikið ríkur og úthrópað- ur. Ekki bætti úr skák þegar fóru að berast sögur um dónaleg símtöl Díönu og að hún hefði í ofanálag verið kvikmynduð við ástarleiki með téðum Hevvitt. Ekki lá Karl prins af Wales held- ur á liði sínu. Ásamt kunnum blaðamanni gaf hann út bók þar sem kom fram að hann hefði þrí- vegis átt í ástarsambandi við frillu sína Camillu Parker Bowles og fengið þar þá ást og umhyggju sem Díana ekki veitti honum. Enn- fremur veittist hann að föður sín- um Filippusi prinsi og lýsti hon- urn sem kaldlyndum harðstjóra sem hefði gert æsku sína að tára- dal. Þetta var árið þegar svokallaður hvítur skríll eða „white trash“ lagði undir sig ameríska fjölmiðla og virtist ekki kunna að skammast sín — eða langaði kannski ekkert til þess. John Wayne Bobbitt, sem eitt sinn þurfti að sæta því að kona hans skar undan honum getnaðariiminn, lék í klámmynd. Skautadansmærin Tonya Harding var alin upp í húsvagni og þegar illa gekk reyndi hún að láta fótbrjóta helsta keppinaut sinn, yfirstéttarmærina Nancy Kerrigan. Ekkjan Courtney Love tróð upp með pönkhljómsveit, tattóveruð og klædd í smábarnakjóla. Ftoseanne Barr skildi við mann sinn Tom Arnold og sagðist sjá eftir því einu að vera ekki orðin ekkja. Bandaríkjamenn fylgdust hugfangnir með, þetta var óneitanlega uppreisn að neðan. Woodstock var einhvers konar hápunktur í menningu ‘68- kyn- slóðarinnar. Það var 1969 og síð- an eru liðin 25 ár. Börn Wood- stock-kynslóðarinnar hópuðust á nýtt Woodstock, það var mikil nostalgía í loftinu, margir sáust reykja hasspípur eða lauma upp í sig piilu. Músíkin þótti alveg jafn slæm og á upprunalegu Wood- stock-hátíðinni, en það kom ekki að sök þegar fór að rigna, allt flaut í drullu og æskufólkið fór í leðjubað — alveg eins og var þá. Margir hinna eldri glottu kalt og sögðu að þetta væri hláleg eftir- mynd og brall í gróðapungum. Girlies eða babes er sögð vera ný tegund kvenna sem gefi gamal- dags femínisma langt nef og vilji mikið kynlíf, mikla skemmtun og hafi alls enga óbeit á karlmönnum. Helstu fulltrúar þessara kvenna eru sagðar þær Courtney Love, Neneh Cherry, Uma Thurman og Winona Ryder. Maður ársins Mandela Maður ársins að áliti erlendrar fréttadeildar Morgunpóstsins hlýtur að vera Nelson Mandela sem kjör- inn var forseti Suður-Afríku með yfirgnæfandi meirihluta í kosning- um í apríllok. Mandela hefur reynst vera friðflytjandi hinn mesti sem fólk af öllum kynþáttum lítur upp til. Honum hefur tekist, að minnsta kosti í bili, að tryggja að hin miklu umskipti í landinu hafa farið frið- samlega fram. Hvítir treysta hon- um ekki síður en svartir sem líta á hann sem vitran landsföður sem stillir til friðar hvar sem átök eru í uppsiglingu. Mandela, þessi tugt- húslimur til 22 ára, hefur reynst vera rólegur maður og virðulegur sem lætur fátt hagga sér. í lok árs kom út ævisaga hans og var þýdd á rnörg tungumál. Niðurstaðan er sú að það sé ekki mikill munur á hin- um opinbera Mandela og einka- manninum: hvarvetna heldur hann sinni stóísku ró, það er vísast hún sem gerði honum kleift að lifa af niðurlægingu og langa fangelsisvist og það er hún sem gerir hann að heimsleiðtoga í fremstu röð. V'" ' Prinsinn giftist dóttur kóngsins, það var hjónaband Michael Jackson og Lisa Marie Presley. Saman- lögð auðæfi þeirra eru stjarnfræði- leg, en samt gengur þrálátur orð- rómur um að þau séu að skilja „Ég kann ekki einu sinni að nota stöðumæli, hvað þá almetiningssíma.(‘ Díana prinsessa þegar hún var sök- uð um að hafa hringt dónasímtöl úr almenningssímaklefa. „Ég held að það sé mikilvægara að vera hamingjusöm móðir en óhamingjusöm söngstjarna. “ Cecilia Bartoli, 25 ára óperusöng- kona sem er að leita sér að manni. „Síðustu 500 árin hefur enginn leiðtogi Rússlands látið sjálfviljugur afemb- ætti. Svo kannski má segja að lýðræði standi ekki mjög föstum fótum í því landi. “ Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. „1992 notuðu Þjóðverjar 170 milljón smokka, Bret- ar notuðu 160 milljón. Frakkar notuðu 100 millj- ón. Okkur getur farið fram, en við þurfum aðflýta okkur.“ Philippe Douste-Blazy, heilbrigðis- ráðherra Frakklands. „Maður getur varla búist við því að Yassir Arafat bjóði manni út að dansa, þótt hann sé reyndar alvegfrábær tangódansari. “ Suha Tawil, kona Arafats. „Hann erfrábær fyrrverandi forseti. Það er sytid að hannfór ekki beint í það starf. “ Thomas Mann, bandarískur stjórn- málafræðingur, um Jimmy Carter. „Égfagna vopnahléi IRA vegna þess að næstu mánuðina munu þeir sennilega ekki drepa neinn — en þið getið ekki ætlast til að ég sé þakklátur.“ Alan Mc Bridie, Norður-íri sem missti konu sína í sprengjuárás IRA. „Það er satt að ég hreppti stelpuna, en eins og afi minn sagði alltaf— meira að segja blindur kjúklingur finnur stundum hveitikorn.“ Lyle Lovett, eiginmaður Juliu Ro- berts. „Ég tók Tom afsíðis og sagði við hann — heyrðu vinur, ég bara lék Tor- tímandann en þú varst giftur honum.“ Arnold Schwarzenegger við Tom Arnold, fyrrverandi eiginmann Roseanne Barr.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.