Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 39 „Halló stelpur. Ég er 22 ára strákur sem býr í Reykjavík og ég hefáhuga á að kynnast stelpum hérna í borginni eða í nágrenni hennar. Þœr stúlkur sem höfða til mín eru barmmiklar og kinkí ogþœr sem vilja lifa lífinu til hinsýtrasta, þannig að efþú hefur áhuga þá myndi ég gjarnan vilja hitta þig og kannski bjóða þér út að borða eða gera eitthvað íþeim dúr. Efþér líst áþessa auglýsingu hafðuþá endilega samband ogýttu á 1. Takkfyrir.“ Það er beðið eftir þér á Stefnumótalínunni Aðeins 39,90 mínútan Heldur þú að árið 1995 verði nokkuð voðalega slæmt ár? Hlín Agnarsdóttir LEIKSTJÓRI OG TILVONANDI TÁNINGUR: „Nei, ég held að þetta verði alls ekki slæmt. Samkvæmt kortinu hans Gulla stjörnu, sem hann gerði fyrir mig ‘89, þá er upphaf ársins ‘95 tilvalið til ferðalaga og ef sú spá rætist þá er vel af stað farið. Svo get ég kannski keypt mér eins og eina Bítlaplötu líka, ef ég á eitthvað eftir af kaupinu. En það allra mikilvæg- asta er að ég fer aftur á byrjunarreit og verð sextán ára aftur á næsta ári. Þannig að þetta verður örugglega mjög gott ár fyrir mig.“ Þorkell Gudfinnsson SPARISJÓÐSSTJÓRI Á ÞÓRSHÖFN: „Nei alveg örugglega ekki.“ Hjörtur Howser TÓNLISTAR- OG DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR: „Nei, það leggst vel í mig, þetta verður gott ár. Seinni hluti þessa árs hefur verið það góður, hér hef- ur ríkt svo mikill friður og veður verið það gott að það getur ekki verið annað en gott framundan. Allir verða vinir og allir verða ríkir og sól mun skína í heiði.“ Ólafur Helgi Kjartansson SÝSLUMAÐUR A IsAFIRÐI „Nei, ég held að það verði gott ár. Samkvæmt spám þjóðhagsstofn- unar er bjart framundan í efna- hagsmálum og ég vona bara að það birti yfir landsmönnum í samræmi við það. Ég þori engu að spá um kosningarnar en geri ráð fyrir að fólk fái þá stjórn sem það á skilið.“ Ingibjörg Pálmadóttir ALÞINGISKONA „Ég treysti því að það verði mjög gott ár. Ég vil trúa því að við fáum góðar fréttir varðandi fiskigengd, og ef það gengur eftir þá mun efnahagur þjóðarinnar batna. Svo á ég von á að árið færi okkur nýja og betri ríkisstjórn með Framsókn í forystu. Þannig að ég hlakka til nýs árs eins og alltaf, þar til annað kemur í ljós. Það er nefnilega betra að líða en kvíða, og þess vegna kvíði ég ekki nýju ári.“ Birgir Hermannsson AÐSTOÐARMAÐUR UMHVERFISRADHERRA „Nei, þetta verður áreiðanlega gott ár enda góð ríkisstjórn búin að vera við völd, sem hefur starfað öt- ullega og af miklum heilindum í þágu lands og þjóðar og búið þegnum sínum allt í haginn und- anfarin fjögur ár. Árangur þessa óeigingjarna starfs mun skila sér rækilega á næsta ári og mun þá al- þjóð gera sér endanlega grein fyrir stórkostlegu framlagi Alþýðu- flokksins til almannaheilla og upp- byggingar betri lífskjara hér á okk- ar harðbýla en þó gjöfula landi. I kosningunum mun flokkurinn vinna stærri sigur en nokkru sinni og Jón Baldvin heldur áfram sigur- göngu sinni sem utanríkisráðherra fram til aldamóta, en þá tekur hann við sem forsætisráðherra. Ég sé fýrir mér að Alþýðubandalagið muni leysast upp og ganga í Félag frjálslyndra jafnaðarmanna eins og það leggur sig, fyrir utan örfáa villuráfandi sauði, sem enda í Framsókn. Kvennalistinn þurrkast út í kosningunum, eða jafnvel fyrr, með sinn úr sér gengna femínisma. Líklega ganga þær allar í Alþýðu- bandalagið og þaðan í frjálslynda jafnaðarmenn. Og fylgi Jóhönnu verður auðvitað að engu um leið og menn gera sér aftur grein fyrir ágæti Alþýðuflokksins. Þannig að það er ótrúlega bjart framundan. Alveg hreint ótrúlega.“ Bogi Reynisson BASSALEIKARI I SlLVERDROME „Ég er bjartsýnn á nýja árið, ætla að spila hassann í tætlur á þúsund hljómleikum í Japan, Bolungarvík, New York og víðar og meika millj- ónir í leiðinni.“ Margrét S. SlGBJÖRNSSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI HÚSSTJÓRNARSKÓLANS A Hallórmsstað „Nei, nei. Ég er mjög bjartsýn svona yfirleitt og það hvarflar aldr- ei að mér að vera með einhverjar fyrirfram neikvæðar hugmyndir um ffamtíðina, læt mér aldrei detta í hug annað en að komandi ár verði gott.“ Magnús R. Einarsson TÓNLISTAR- OG DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR „Nei, ég held að það verði alveg frábært ár. Það lítur mjög vel ÚL Ég er að vísu ekki búinn að kaupa ra- ketturnar ennþá til að skjóta því gamla út en það kemur allt saman. Það gerist örugglega alveg fullt af skemmtilegum hlutum á nýja ár- inu, bæði hjá mér persónulega og líka í vinnunni. Þannig að ég hlakka bara til.“ Einar Helgason BÓNDI A HRAPPSSTÖBUM I, VOPNAFIRÐI „Ég hefði nú ekki haldið að það batni mikið en hvort það verður nokkuð slæmt er önnur saga. Ætli það verði ekki bara svipað og árið í ár. Það veltur á svo mörgu hvernig þetta verður; kosningunum, hvort Smuguveiðarnar stoppa og hvort loðnan kemur og mörgu fleiru. Og auðvitað GATT-samningunum. Þeir geta átt eftir að breyta geysi- lega miklu, gjörbylta verðlagskerf- inu og jafnvel þjóðfélaginu öllu. Ef staðið verður við samninginn verður loksins hægt að fara að versla á heiðarlegan hátt eftir að niðurgreiðslur verða lagðar af er- lendis — og hérna auðvitað líka. Þegar það gerist mun samkeppnis- aðstaða íslenskra afurða stórbatna því þá verður ekki hægt lengur að fá þessa hræódýru erlendu afurðir. En ætli þetta verði ekki svona miðlungsár, sumir hafa varla í sig og á og aðrir alltof gott. Aðalatrið- ið er að jafna kjör fólks, en það gerist varla á árinu. En það gæti farið að síga í rétta átt og verður kannski komið í lag svona um aldamótin.“ Hrafn Jökulsson RITSTJÓRI ALPÝÐUBUÐSINS „Nei, ég held að það verði alveg gasalega gott og skemmtilegt ár sérstaklega fýrir Alþýðuflokkinn og alla aðra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu.“ VlLBORG SlGURÐARDÓTTIR SlMSTÖÐVARSTJÓRI I GRlMSEY „Nei, nei, nei, alls ekki. Menn verða bara að líta björtum augum á lífið og tilveruna. Það er alveg númer eitt að vera bjartsýnn, enda veitir ekki af hér í Grímsey." Örn Árnason LEIKARI „Það er ekki hægt að svara þessu fýrir aðra en það verður voða ánægjulegt fýrir mig eins og öll hin. Maður ræður auðvitað ekki öllu um framvinduna, en voða miklu. Þetta fer mest eftir því hvað fólk gerir, við erum okkar gæfu- og smugusmiðir sjálf. Við erum svo fúllyndir, Islendingar, sérstaklega í skammdeginu, en ef við brosum aðeins meira þá gengur þetta allt saman betur.“ Silja Adalsteinsdóttir BÓKMENNTAFRÆÐINGUR OG RITHÖFUNDUR „Maður vonar bara það besta.“ Varið í bíó með Aali rs Gangið niður dimma ganga kvíkmyndahúsanna með Agli Bióborgin_______H Laugarásbio Konungur Ijónanna The Lion King Fallegt á að horfa, stundum mátulega væmið og stundum hæfilega ógnvekjandi. Stjarna númer fjögur er fyrir islensku talsetninguna. Kraftaverk á jólum Miracfe on 34th Street ** Érjólasveinninn til eða er hann bara klikkæingur? Endurgerð á frægustu jóiamynd allra tima, en varla til bóta. i bliðu og striðu When a Man Loves a Woman ** Nákvæm týsing á alkóhól- isma I væmnum thirtysomething-stíl. Bíóhöilin Konungur Ijónanna TheLionKing * * * * Dýr mega éta önnur dúr en bara íhófi. Par skilur frá Dýrunum i Hálsaskógi. Talsetningin er frábær. Sérfræðingurinn The Specialist * Gengur út á að sýna likamsparta á Stone og Stallone. SóIgleraugun eru samt best. James Woods er svo góður sem vondi kartinn að maðurkemst varia hjá þviað halda með honum. Leifturhraði Speed *** Keanu Ftee- ves er snaggaralegur og ansi sætur. Skýjahöllin ** Fyrirböm sem elska hunda og hugsa ekki mikið út isögu- þráð. Háskóiabíó La Belle Epoque Glæstir timar ** Smáklám frá Spáni. Annars fjallar myndin um eigintega ekki neitt — nema það er smávegis talað um pólit- ik. Junior * Með þvi að gera litið sem ekkl neitt er Schwarzenegger betri leik- ari en Emma Thompson sem leikur óþolandi meðvitaða kvenpersónu með rykkjum og skrykkjum. Lassie ** Skýjahöllin, 100 milljónum dýrari, en ekkiendilega betri. Parfekki bráðum að gera mynd um góðan kött? Konungur i álögum Kvitebjörn kong Valemon * Norski álagaísbjöminn er sauðmeinlaus og ævintýrið kauðskt. Forrest Gump ***** Annað hvort eru menn með eða á móti. Ég er með. Góðurgæi Good Man ** Evrópu- menn eru fullir, heimskir og spilltir, en negrar hjátrúarfullir, heimskir og spilltir. Griman The Mask *★* Myndin er bönnuð innan tólf ára og þvi telst það lögbrot að þeir sjái hana sem skemmta sér best — tíu ára drengir. Regnboginn Stjömuhliðið Stargate *** Guðimir vom geimfarar og Jay Davidson er einnafþeim. Ef maður gengur inn um réttar dyr lendir maður i Egyptalandi hinu forna. Bakkabræður i Paradis Trapped in Paradise * Jólamynd sem kemur engum íjólaskap en eyðileggur það varia heldur. Fteyfari Pulp Fiction ***** Tarant- ino er séniog Travolta frábær. Undirleikarinn L’accompagnatrice ** Aðaltilgangurinn erað láta leikar- ann Richard Bohringer, hitta fallega og svarteygða dóttur sina, Romane. Ann- ars erþetta dauft. Lilli er týndur Baby’s Day Out * Óheppnu bakkabræðumir eru ekki vit- und fyndnir. Sagabíó Junior * Schwaizenegger er miklu trúverðugri sem óléttur karimaöur en sem háskólamaður með gleraugu. Skuggi The Shadow *** Djengis- kan er tekinn ofan úr skáp, vill leggja undir sig heiminn en mætir Skuggan- um, ofjarli sinum. Peir hefðu samt átt að sleppa aðalkvenpersónunni. Stjörnubio Einn, tveir, þrir Threesome *** Allt gengur þettaútá uppáferðir og er möst fyrirkaria og konurá aldrinum 14 til 20. Biódagar *** Margt fallega gert en það vantar þungamiðju. Jón Sigur- björnsson er svo góður að hann er þess virði að labba þarna upp á loft. Næturvörðurinn Nattevagten *** Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann i danskri kvikmyndagerð. Verið varkár og eldklár um áramótin!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.