Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 yndlist Farvegir og uppsprettur Hugleiðingar um myndlist á liðnu ári I myndlistarheiminum endur- speglast ástand íslenskrar menn- ingar og í menningunni endur- speglast svo heilsa samfélagsins al- mennt. í byrjun getum við gefið okkur að sérhvert samfélag búi yfir óteljandi ónotuðum möguleikum; (mynd)listin sýnir með sínum sér- staka hætti hvar veikleika og styrk þessa samfélags er helst að finna. Á krepputímum eins og nú, gengur hin opinbera menningarstefna fremur út á að fela og hylja en að sýna og opna. Listsköpun sem um- ræða og listsköpun er alltaf um- ræða, snýst ávallt um að sýna og opna; menning sem snýst sífellt meira um það að fela glatar smárn saman sjónum á eigin möguleikum til endurnýjunar og kafnar loks undan eigin þunga og í vissum skilningi samfélagið um leið. (Mynd)listarheimurinn á íslandi í dag sýnir ýmis veikleikamerki, sjúkdómseinkenni, en kannski er of snemmt að skilgreina hann sem sjúkan. Hann einkennist af skorti á fjöri, léttleika og áræðni. Sjálfs- ímynd listamannanna, listfræðinga og menningarráðamanna er sundr- uð, þannig að þeir eiga í miklum erfiðleikum með að gera sér grein fyrir hvort það sem þeir sjálfir eru að gera eða sjá eftir aðra sé einhvers virði eða ekki, og þessa sundruðu sjálfsímynd reyna þeir svo að bæta upp með sjálfsblekkingum og al- gerri undirgefni við kennivöld og yfirvöld, bæði innlend og erlend. Nær einskis aðhalds gætir í opin- berri umræðu. Myndlistarmenn- irnir eru flestir hræddir unr sinn hag á krepputínrum og safnast kringum hinar stóru opinberu myndlistarstofrianir eins og mý á mykjuskán. Umræða og gagnrýni í blöðurn verður sífellt óákveðnari þar sem hinir svokölluðu gagnrýn- endur skýla sér æ oftar bak við það sem kallast mætti „óupplýst hlut- leysi“. Samanburður við alþjóðlega myndlist verður einnig þoku- kenndari og smjaður fýrir útlend- ingurn eykst í réttu hlutfalli við veikan og sundraðan myndlistar- heim. Ofvöxtur hefur hlaupið í meðalmennsku og fúsk. Von ís- lenskrar (mynd)listar er sú að gera einungis það besta að almennri við- miðun, setja tilrauna- og nýjunga- menn á oddinn í stað meðfærilegu svip- og litlausu meðalnrannanna hvar sem því verður við komið og snúast jafnframt gegn andleysinu, undirlægjuþættinum og þeirri kæf- andi stöðnun sem um skeið hefur fylgt opinberri menningarstefnu. Endurskoðun og endurmat helstu gilda íslenskrar myndlistar og nryndlistarsögu í því skyni að skapa nýjar viðmiðanir er að verða nauð- syn sem íslensk menning hefur varla bolmagn til að fresta mikið lengur. íslenskur myndlistarheim- ur hefur um skeið verið eins og í álögurn. Því fleiri „opnanir“ sem verða hvort heldur í hugum lista- mannanna, kerfisþrælanna, list- unnenda eða fólksins í landinu, því fyrr léttir hinni súru gerningaþoku af íslenskum myndlistarheimi. Kreppuský er yfir (mynd)listar- heiminum. Sem auk deyfðar og litl- eysis kemur um þessar mundir fram í því ískyggilega ástandi að nú er ekkert sjálfstætt myndlistargall- erí starfandi á íslandi. Valkostirnir fyrir myndlistarmenn sem vilja sýna verk sín er að sjúga spena hins opinbera sem lumar á bestu að- stöðunni og ræður nú nær öllum peningum í myndlistarheiminum, krydda rekstur búða og kaffihúsa, eða að sýna þar sem opið er eftir samkomulagi í heimagalleríum vina og vandamanna. Nýlistasafnið Best útfærða sýning ársins var yfirlitssýning á verkum Magnúsar Páls- sonar á Kjarvalsstöðum, þar sem saman fór afar persónuleg blanda af léttleika og dýpt. Sýningin sýndi endanlega fram á að Magnús er einn frjó- asti og sjálfstæðasti listamaður sinnar kynslóðar — og sem mest er um vert — að verk hans og hugsunarháttur virðist enn búa yfir óvæntum sprengikrafti. Listahátíð I Reykjavík var fremur heimóttarleg hvað myndlist snertir. Sýningin Skúlptúr, skúlptúr, skúlp- túr á Kjarvalsstöðum var ætlað að vera úttekt á íslenskri þrívíddarlist eftir unga (slendinga. Sýningin var öll mörkuð óákveðni og hálfvelgju af hálfu skipuleggjenda og lista- mannanna sjálfra. Sýningin var til að byrja með alltof fjölmenn og þegar upp var staðið nær tilgangs- laus. Hæfilegt hefði verið að fækka sýnendunum niður í fimm, þar sem efstur á blaði hefði verið Þorvaldur Þorsteinsson með slökkvistöð sína, eina verkið sem teljast mátti til tíðinda á sýningunni. Hina fjóra hefði mátt velja með hlutkesti. Kannski heyrði það einnig til tíðinda að Gunnar Árnason, einn gagn- rýnasti gagnrýnandi landsins, skyldi bregða á það ráð að segja: ...“það er virkilega spannandi að sjá breiddina og fjölbreytnina í skúlp- túrlistinni..." Hvað ánægjulegustu sýningar árs- ins voru lokasýningar Myndlista- og handíðaskóla (slands og sýning ungra myndlistarmanna í bíla- geymslu Borgarkringlunnar. Á þessum sýningum mætti hiklaust segja að bestu verkin gefi óvana- lega góð fyrirheit um íslenska myndlist á næstu árum, einkum þó verk eftir ungar konur. Svo merki- legt sem það kann að vera, þá er nú svo komið málum að bestu nemendumlr IMHI virðast vera að gera ekki síðri verk en all flestir kennarar þeirra, en verk kennar- anna skipuðu drjúgan sess á skúlp- túrsýningunni á Kjarvalsstöðum á Listahátíðinni. Innan MHÍ er nú talið til helstu dyggða að þar láti allir hver aðra „í friði“ og þykir nýskip- aður skólastjórinn ekki minnsti frið- arsinninn. En ef sú stefna verður al- gerlega ofan á að MHl verði sífellt meira í friði fyrir myndlistinni og þróun hennar, er líklegt að tilefnun- um til að kætast fari fækkandi eftir því sem fram í sækir. Nú er öllum orðið Ijóst hvílík tregða fylgir því kerfi og skipulagi sen rek- ið er í kringum myndlistarumsvif borgarinnar. Gagnger endurskoðun og valddreifing má ekki lengur bíða og ættu nú nýir valdhafar ekki leng- ur að bíða boðanna. Gunnar Kvaran forstöðumaður virðist sjá ofsjónum yfir Erró, og list hans vera orðin fyrir honum að marg- slunginni þráhyggju. Sýning Errós í haust að Kjarvalsstöðum var eins og allir bjuggust við. En af hverju er alltaf verið að hrópa það upp, sem flestir virðast alltaf hafa vitað, að Erró er einn helsti listamaður sinnar kynslóðar á íslandi? En er undir- strikun þeirrar sjálfsögðu stað- reyndar 200 milljóna virði fyrir ís- lenska menningu? Vonandi gefst þeim Gunnari og Erró tækifæri til að fara í langt frí saman. Listasafn Islands undir stjórn Beru Nordal virðist óðum vera að finna sinn rétta farveg í faðmi hefðarinn- ar. Og því meiri sem fjarlægðin er á viðfangsefnið, því betri árangri má búast við. Þannig var vel staðið að sýningunni I deíglunni, semeinkum fjallaði um hræringar í ís- lenskri mynd- list milli 1930 og ‘44. Og einnig var sýning Ás- gerðar Búa- dóttur ákaf- lega falleg. En þegar nálgast nútím- inn verður allt óljósara og vafasam- ara. Þannig orkaði tvlmælis hvaða ástæður nema kynbundnar lágu að baki veitingu Serra-verðlaunanna til reynir að halda uppi vafasömum framúrstefnufronti á hálfopinberri horreim. I myndlistarheiminum á Islandi í dag getur ekki verið völlur á neinum nema þeim sem eru beint eða óbeint í vinnu hjá hinu opin- bera; og draumur er að komast á Is- landskynningu í útlöndum, fá fría ferð, mat og brennivín á opnun. Um þessar mundir má jafnframt segja að nær fullkominn trúnaðar- brestur sé á milli fremstu myndlist- armanna á íslandi síðustu tvo til þrjá áratugi og svokallaðra lista- verkasafnara. Hannes Lárusson Sólveigar Aðalsteinsdóttur en Bera var formaður stjórnar þess sjóðs. Þegar-kgmur að túlkun og mati á (slenskri samtímalist eru gráu svæðin mörg, en þó jaðrar við að kalla megi að nokkur hefð sé að skapast hvað varðar opinberar sýn- ingar erlendis; þannig var það nán- ast eftir bók Beru að „útlendingar" skyldu velja Kristján Guðmunds- son, Finnboga Pétursson og Rögnu Róberts á íslandskynningu á Spáni á næsta ári. En ekki var mikið stuð á sýningu Sigurðar Guðmundssonar uppi á lofti Sólon íslanduss enda var flygill hússins augljóslega besta verkið á þeirri sýningu. Á annarri hæð Péturs Arasonar, flaggskipi íslenskra heimagallería, urðu þau tíðindi helst að við heims- fræga útlendinga bættust dauðir ís- lendingar. Helsta trompið á Lista- hátíðinni, Kabakoff, endaði í nokkrum innrömmuðum skissum og Ijósrituðu viðtali. Önnur hæð heldur þó vonandi áfram að þjóna tilgangi sínum sem upplýsinga- banki fyrir nemendur og kennara MH(, ekki virðist veita af. Pétri bættist óvæntur liðsauki þegar Birgir Andrésson opnaði Gallerí Birgir Andrésson síðastliðið haust að Vesturgötu 20. Kristján Guð- mundsson sýndi innan af búðinni hjá Sæv- ari Karli sýningu sem var tilbrigði við fundna sýn- ingarskrá og hélt þar sínum hlut með hreinlegri sýningu, einnig er Hreinn Frið- finnsson í ör- uggu formi eins og hann sýndi fram á í Nýlista- safninu í haust. Sýning Huldu Hákon á Kjarvals- stöðum uppfyllti ekki væntingar sem eðlilegt er að gera til lista- manns sem nýtur jafn mikillar opin- berrar hylli, kannski er athafna- svæði hennar einkum í útlöndum. Sama má segja um sýninguna Sýn með sex konum sem virðist ekki hafa þolað að koma út úr hlýjunni hjá Jakobi Magnússyni I London. Halldór Ásgeirsson beinir eldi- bröndum sínum enn að hrauninu. ( litlu skonsunni, Gallerí Birgir Andr- ésson, náði hann nýlega fram einu af sínum heilsteyptustu verkum. Verk Halldórs á listkynningu Penn- ans undirstrika einnig að hraunflug- ur hans eru til alls vísar og búnar að ná fluginu. Lýðveldishátíðin Sagaþjóðarinnar íhnotskum Þjóðinni fannst að hún ætti að halda upp á 50 ára afmæli lýðvelds- ins en komst samt aldrei í almenni- legt hátíðarskap. Fram eftir ári var reynt að gera sitthvað til að minna á tímamótin en það kafnaði flest allt í sveitarstjórnar- kosningum og öðru daglegu basli. Sjálf lýðveldishátíðin á Þingvöllum kæfði síðan endanlega alla löngun land- ans til að gleðjast. „Ég var með þrjár peysufatakerl- ingar í bílnum, allar bílveikar, í sjö klukkutíma á leiðinni á Þingvöll. Þegar við loksins kom- umst þurftu þær að púðra á sér nefið, eins og gefur að skilja, en þá voru allir kamrar fúllir svo að flóði út af. Ég veit ekki hvaða hug- myndir þessir menn hafa um sögu lýðveldisins en þeim virðist þykja hæfa að minnast hennar með þess- um hætti.“ Einhvern veginn svona voru við- brögð eins hátíðargestanna og eitt- hvað á fimmtánda þúsund hafði sömu að segja. Stór hluti skemmti- kraftanna voru einnig fastir í bíla- lestinni en gátu þó ekki haft ofan af fyrir hinum. Nefndarmenn í þjóð- hátíðanefnd sögðu að sjálf hátíðin á Þingvöllum hefði tekist vel og væri ógleymanleg þeim sem nutu, eink- um fýrir hádegi þegar enn mátti ganga örna sinna. Það er líkast til eins gott að fleiri komust ekki á vettvang. Þrátt fyrir að svo fáir kæmust á Þingvöll fóru allar fjárhagsáætlanir úr böndunum. Það var svo dýrt að flytja erlenda heiðursgesti að engu var líkara en þeir hafi mátt taka bílana með sér heim. Þeir átu líka meira en reiknað var með. Sviðið var dýrar en búist var við, skemmti- kraftarnir fleiri, það var meira í kömr- unum en bjartsýnustu menn höfðu áætl- að og því dýrara að tæma þá og svo fram eftir götunum. Það var engu líkara en áætlanirnar sem farið var eftir hafi verið fimmtíu ára eins og lýðveldið sjálft. Um haustið var sett nefnd í málið til að rannsaka hvað hefði farið úr- skeiðis. Hún komst að því að ekki hafði verið farið eftir neinum áætl- unum ef þær voru þá gerðar ein- hvern tímann. öll hátíðarhöldin voru stjórnlaus vitleysa. Lokaniður- staða nefndarinnar var að allt hefði farið úr skorðum en það væri eng- um að kenna. Og þessi niðurstaða er vel við hæfi á afmæli lýðveldisins og eins og samandregin fimmtíu ára saga þess: Það hefur allt farið úrskeiðis en það er engum að kenna. Eina góða frétt kratanna kom til landsins í fanginu á Össuri rétt fyrir jólin. Hann var eins og íslenskur jólasveinn með þetta skegg sitt búinn að krækja sér í jólabarn í suðlægum löndum. Barnakrækir. Og eftir endalausa röð af skandölum stjórnmálamanna og embættismanna allt árið varð þessi frétt eins og léttir, þessir menn gátu þá stundum hegðað sér eins og almennilegir. 1. Meyfæðing árs- ins: Þjóðvaki. 2. Guðmundur Árni ársins: Markús Öm. Hann sagði ekki bara af sér sem borgarstjóri heldur missti líka af þingsæti en gaf ekki út bók, svaf einnig ágætlega og borðaði vel, lítur vet út og er bara hress. 3. Korter ársins: Tími Árna Sigfús- sonar í borgar- stjórastól.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.