Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 LEIKHÚS Hvað er íslenskt leikhús? í stað þess að skrifa hefðbundið áramótauppgjör veltir Hallgrímur Helgason því fyrir sér hvað sé ís- lenskt leikhús og hvort það sé til... Við íslendingar eigum tíu teg- undir af myndlistarmönnum, 6oo rithöfunda og annað eins af ljóð- skáldum, alltof marga kvik- myndagerðarmenn, jafnvel nokk- ur tónskáld, en aðeins eitt leik- skáld. Hvernig stendur á því? Hvers vegna leggur enginn það fyrir sig að skrifa leikverk, aðrir en brotlentir rithöfundar, ljóðskáld í pásu eða aðrir prósagerðarmenn sem búnir eru að skrifa onaf sér húsið og þurfa á snöggri milljón að halda? Ekki eru það peningarn- ir sem aftra; leikverk eru best borgaða ritvinnslan á markaðn- um. Kannski getum við Islendingar ekki skrifað leikverk? Kannski er- um við bara „sagnamenn“? Jafnvel nóbeluðum Kiljan fataðist flugið þegar hann kleif á svið eftir fjöru- tíu ár í skáldsagnagerð. Jólasjón- varpsuppfærslan í ár, Þið munið hann Jörund, varð manni til áminningar; þetta var ekki eins gott verk og rnaður hélt. Óskin, eða Galdra-Loftur, sem löngum hefur verið talið besta íslenska leikverkið fék þann dóm eins okk- ar besta gagnrýnanda að vera „að rnörgu leyti gallað verk“. Af stofnana-uppfærslum ársins sem er að líða voru einungis þrjár nýjar innlendar; söngleikurinn Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson sem verður að teljast eina aktífa leikskáld okkar nú um stundir, Ófælna stúlkan eftir ljóð- skáldið Anton Helga Jónsson og sú er heppnaðist hvað best; Sann- ar sögur af sálarlífi systra sem var það kannski vegna þess að hún var unnin upp úr skáldsögum. Hvað er leikhús án verka? Er til nokkuð sem heitir „íslenskt leik- hús“ ef enginn er til að skrifa fyrir það? Er hlutverk leikhúsanna það sama og hlutverk Sinfóníuhljóm- sveitarinnar?: Að færa olrkur lif- andi flutning á meistaraverkum annarra landa og fyrri tíma. Eins konar Þjóðminjasafn með inn- flutningsleyfi. Jafnvel frjálsu leikhóparnir feta sama farið. Það er ýrnist Pinter, Shepard eða Tennessee Willi- ams. Félagarnir í Frú Emilíu, því off-broadway-leikhúsi okkar sem hvað mest og ferskast líf er í, halda sig við klassíkina og setja varla upp aðra en Shakespeare og Tsjekhow. Er ástæðan sú að þeir telji hinunr sérstæða uppfærslustíl sínum best borgið í ljósi viður- kenndra verka fremur en í skugg- anum af nýjum og spennandi? Eða eru hreinlega engin verk til? Þrátt fyrir klásúlu í úthlutunarreglum Leildistarsjóðs um að þeir hópar skuli ganga fyrir sem vilji setja upp nýtt íslenskt verk virðist skila litlu. Hér á landi, ólíkt því sem þekk- ist víða annars staðar, eru ekki til nein sjálfstæð lítil leikhús „með öllu“, frá höfundi til hvíslara. (Að vísu má nefna tvö dæmi, en annað er fyrir börn (Möguleikhúsið) og hitt, sem gæti orðið, fyrir konur (Kaffileikhúsið)). Það er stað- reynd að bestu leikhöfundarnir Leiklistarviðburður ársins Krókódílastrætið Theatre de Complicité, í Borgarleikhúsi á Listahátíö Leiksýningar ársins Gauragangur (Þjóðleikhúsið, leik- stj: Þórhallur Sig- urðsson) Kírsuberjagaröurinn (Frú Emilía, leikstj: Guðjón Pedersen) Einnig voru nefnd- ar McBeth (Frú Emilía, leikstj: Guðjón Ped- ersen) Gleðigjafar (Borgarleikhúsi, leikstj: Gísli Rúnar Jónsson) Sannar sögur af sálarlífi systra (Þjóðleikhúsið, leikstj: Viðar Egg- ertsson) Sannur vestri (Frjáisi leik- hópurinn, leikstj: Halidór E. Lax- ness.) Leiksigrar ársins Kristbjörg Kjeld í Kirsuberjagarðin- um Ingvar Sigurðsson í Gauragangi Einnig voru nefnd Þóra Friðriksdóttir í Sönnum sög- um. Edda Heiðrún Backman í Kirsuberjagarðinum. Valdimar Örn Flygenring í Sönnum vestra. Árni Tryggvason í Gleðigjöfum. Sigrún Edda Björnsdóttir í Óskinni. Baltas- arKormákur í Blóðbrullaupi. Kol- brún Erna Pétursdóttir í Og þá mun enginn skuggi verða til. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Sönnum sögum. Vonbrigði ársins Óskin (Galdra-Loftur) (Borgarleik- hús, leikstj: Páll Baldvin Baldvins- son) McBeth (Frú Emilia, leikstj: Guðjón Pedersen) Einnig nefnd Eva Luna og Blóðbrullaup Björtustu vonimar Hilmir Snær Guðnason Jóhanna Jónas Sjónvarpsleikefni ársins Jólastundin (Ríkissjónvarpið, höf- undar: Gunnar Helgason, Felix Bergsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Sigrún Edda Björnsdóttir.) Útvarpsleikefni ársins Hótel Volkswagen (Heimsendir á Rás 2, höfundur: Jón Gnarr.) Það sem kom mest á óvart Leikstjórn Baltasars Kormáks á Hár- inu Tinna Gunnlaugsdóttir í Fávitanum Hilmar Jónsson í Seiði skugganna Bestu fréttir ársins Að Möguleikhúsið skuli hafa komist ifast húsnæði Verstu fréttir ársins Að hæfileikar Eddu Björgvinsdóttur skuli ekki nýttir. Viðburðir ársins, valdir af hópi leikhúsáhugafólks, leikhúsfólks og gagnrýnenda. spretta upp úr leikhúsinu sjálfu, eru annað hvort leikarar sem fara að skrifa eða proppsarar sem komast í pappír. Hér virðast hins vegar ekki myndast skilyrði fyrir slíkan uppvöxt. Er það vegna þess að leikhúsheimurinn einangrar sig um of frá öðrum listkynum sín- um? Þegar ég, myndlistarmaðurinn, rithöfundurinn, hóf á haustdög- um að rita leiklistargagnrýni, fannst sumu leikhúsfólki það fyndið og grínaði því að mér að nú ætti einhver leikarinn að fara að skrifa um myndlist í MORG- UNPÓSTINN. Þetta var ekki gal- inn samanburður en þegar maður hugsar hann lengra, kemst maður að því að leikarar fara almennt ekki á myndlistarsýningar, hafa engan áhuga á myndlist (sem útaf fyrir sig er svosem skiljanlegt, jafn leiðinleg og myndlist er nú orðin) og fylgjast reyndar mjög takmark- að með því sem er að gerast í öðr- um listgreinum. Þeir eru bara „í sínu“. Og ef þeir eru ekki „í sínu“ hlutverki, eru þeir „í sínu“ horni. Víðs vegar um bæinn hanga at- vinnulausir leikarar, sitja við sí- mann og naga sínar öfundarlöngu neglur í afbrýði út í hina sem eru að leika. Helst dreymir þá hins vegar um að komast í að döbba teiknimyndir hjá annarri hvorri sjónvarpsstöðinni, eða auglýsing- ar, af því að það er betur borgað. Líkt og tónlistarfólk eru leikarar „túlkandi listamenn“ og munur- inn á þeim og „skapandi lista- mönnum“ er helstur sá að þeir fara ekki lengra en í símann án þess að fá borgað fyrir það. Hjá leikurum gengur fjölskyldan fyrir, og húsnæðismálalánin, hin list- ræna köllun kveður ekki nógu frekt á sálardyr þeirra svo þeir fórni fyrir hana þægilegu lífi og íjölskyldulimum. Þess vegna verð- ur aldrei til sjálfstætt „skapandi leikhús", til orðið af þörf og gleði; engir sénsar eru teknir, sárafáar sjálfstæðar sýningar eru settar upp, líkt og myndlistarmenn (sem víla það ekki fyrir sér að búa heima hjá mömmu fram yfir fer- tugsaldurinn til þess að minnka við sig brauðstritið) gera hér nokkrum sinnum í mánuði. Dæmin til eftirbreytni eru þó til; frumsamdar sýningar eins og Og þá mun enginn skuggi verða til og Sápa, og leikhús líkt og Hug- leikur og Möguleikhúsið, það síð- astnefnda verandi með réttu, og Dægurhetjur þrátt fyrir sínar aldurstakmarkan- ir, eina „íslenska leikhúsið“ og eins konar módel sem byggja ætti eftir: Leikararnir semja sjálfir og setja upp' 1 þannig umhverfi gætu hugsanlega þroskast höfundar, og þó ekki væri nema einn, sem væru fyrst og fremst leikskáld, tækju sig alvarlega sem slík og myndu skrifa eitt verk á ári eða svo. Eins og staðan er nú eru íslensku verkin sem hér eru sett upp yfirleitt fýrsta og eina (og oftast síðasta) verk höfundarins sem á að baki tuttuga ára skáldsagnaferil, en langar nú til „að spreyta sig á“ leikforminu. Stóru leikhúsin verða líka að læra að ala upp höfunda, líkt og leikara og leikstjóra, treysta þeim og trúa á þá, ekki sparka þeim strax eftir floppstykkin heldur gefa þeim séns þar til toppstykkin koma. Hvað er þá íslenskt leikhús? Það VAR Skugga-Sveinn og Piltur og stúlka, síðan Fjalla-Eyvindur, rev- íur og leikgerðir á Islandsklukk- unni, svo Jökull, Jörundur og leikgerðir á Þórbergi og Einari Kárasyni en er nú að verða Gaukshreiðrið, Blóðbrullaup og leikgerðir á Shakespeare og Do- stojevskí. Við eigum orðið lítið eftir af innlendri frumlegri rækt. Með síauknum utanlandsferð- um á síðustu árum, ferðum á leik- listarþing og helgarpökkum til London, auk hingaðkomu er- lendra leikhúsmanna, hefur kannski verið hugsað of mikið um að hefja íslenskt leikhús uppá al- þjóðlegt plan. Sýningarnar eru orðnar fágaðar og atvinnumanns- legar með klassískt sparlega mó- dern leikmyndum og yndisauk- andi tónlist í bakgrunni, búning- um „á heimsmælikvarða" og leik „sem stæðist samanburð við hvað sem er annars staðar í heiminum". Oft á tíðum er þýðingin það eina sem minnir mann á að maður sitji í Þjóðleikhúsinu en ekki í Staatst- heater í Bonn eða Old Wick í London. Leikstjórar okkar eru út- lærðir og spekúleraðir og hafa séð allar bestu sýningar hins vestræna heims síðastliðin tíu ár. Þeir fáu sem hafa þróað með sér eigin og persónulegan stíl hafa skeytt hann saman úr þegnum áhrifum frá er- lendum stórmeisturum og stund- um svo augljóslega að áhrifin sjást með berum augum. Listrænn inn- flutningur er í lagi en innflytjend- urinir verða þó að minnsta kosti að taka vöruna úr umbúðunum áður en þeir hlaupa með hana úr tollinum og uppá svið. Stundum grillir í vörumerkin aftan á bún- ingunum og dagsetninguna: „Best before: 4.5.1992“. Þeir sem elta það nýjasta utan frá eru stöðugt dæmdir til að verða tveimur árum á eftir og mesta sveitamennskan er fólgin í því að leita of langt yfir skammt, hinn sanna heim-ska reynir að færa heiminn heim í stað þess að lyfta lókal-hlutum uppúr kyrk- ingslegum lággróðrinum og faera heiminum það sem heima er. Hér er allt morandi í góðum sögum og blómstrandi talentum ef menn bara þora að vera þeir sjálfir og standa á eigin fórum í stað þess að vera stöðugt að hugsa um hvort sporin sem stigin eru samræmist alþjóðlegum kröfum í kóreografíu. Við erum stundum of feimnir við að vera þeir ekta góðu sveitamenn sem við erum, nema þegar kemur að spaugi og sprelli sem eingöngu er hugsað fyrir okkur og ekki í neinu er- lendu samhengi. I gríninu erum við okkar eigin herrar og þess vegna eru kannski Imbakassinn og Radíus hin einu sönnu íslensku leikhús? Áramótaskaupið er okkar ósviknasta form. Anton Ingvason Puðraðiá norðmenn Anton Ingvason stýrimaður á Há- gangi II gaf skít í hik og hikst ís- lenskra stjórnvalda í Smugudeil- unni og tók gæslu Hágangs II í eig- in hendur þegar norskir sjóliðar hugðust freista uppgöngu í togar- ann. Anton puðraði einfaldlega með haglaranum framan í norsar- anna og var fagnað sem hetju þegar hann kom til landsins. Bengt Scheving Thorsteinsson Bannaði millun- um að djúsa Bengt Scheving Thorsteinson stóð uppi í hárinu á íbúum í Efsta- leiti 10-14 sem reistu bjórstofu fýrir framan íbúðina hans. íbúar húss- ins eru allt vel stætt eldra fólk og vandaði Bent þeim meintu drykkjuboltum ekki kveðjurnar. Arnór H. Bjarnason Böstaði brugg- verksmiðju á frívaktinni Arnór H. Bjarnason lögreglu- þjónn fékk áminningu fyrir að bösta bruggverksmiðju í frítíma sínum í sumarbústað í Mosfellsbæ. Arnór undi áminningunni ekki og kærði úrskurðinn sem var felldur úr gildi. Arnór er góð fyrirmynd fyrir aðra opinbera starfsmenn því hann lætur ekki starf sitt stjórnast af stimpilklukkunni og með fram- göngu sinni kom hann í veg fyrir ólöglega verslun með áfengi. Dían Valur Dentchev Hungurverkfall í 49 daga Dían Valur Dentchev greip til þess örþrifaráðs að fara í hungur- verkfall 12. maí til að knýja fram að umgengnisréttur hans við son sinn yrði virtur. Stjórnvöld mættu hon- um með hörku og hundsuðu kröf- ur hans þar til íslenski Búlgarinn var nær dauða en lífi og hafði misst meira en 1/3 hluta af líkamsþyngd sinni. Á 49. degi hungurverkfallsins var loks samið um umgengnina og Dían nærðist að nýju. Það sam- komulag var hins vegar brotið af barnsmóður Díans og hann hefur ekki fengið að sjá drenginn sinn en er síst á því að gefast upp og hefur skotið málinu til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. ÁSDÍS Stefánsdóttir Lifðiaf Iffshættulega Ifffæraflutninga Ásdís Stefánsdóttir er fertug kona sem var búin að bíða í Gauta- borg eftir að fá nýtt hjarta og ný lungu í eitt og hálft ár og fékk nýtt sett 9. september. Ásdís er búin að vera mikill sjúklingur frá barnæsku en „þrjóskan hélt í henni lífinu" eins og eiginmaður hennar orðaði það. Bjarney Gunnarsdöttir Bjargaði Iffi drengsins Bjarney Gunnarsdóttir, 14 ára, bjargaði sjö mánaða syni systur sinnar, Garðari Frey þann 27. nóvember er bíll sem systir hennar ók fór fram af bryggjunni á Skaga- strönd. Bjarney synti með Garðar í land þar sem hann fór í heitt bað hjá ömmu sinni. FidelIa Ásta Emmanúels Komumræðu afstaðumkyn- þáttafordóma Fidelía Ásta Emmanúels, sem er íslensk blökkukona fædd í Nígeríu, velti steininum ofan af meintum kynþáttafordómum í Grafarvogi í október og nokkur umræða um Is- lendinga og kynþáttafordóma fylgdi í kjölfarið. Skemmdarverk voru unnin á bíl Fidelíu af ná- grönnum hennar en miskunnsamir eigendur Lakkhússins í Kópavogi gerðu við hann endurgjaldslaust. Helgi Bachmann Nfuára ævintýraprins Helgi Bachmann, níu ára, er ung- hetja ársins en hann er rithöfundur og fékk gefna út fyrstu bók sína hjá Æskunni. Bókin heitir Ævintýra- prinsinn og fékk hún góða dóma. Hilmir Snær Guðnason Slófgegná sviðinu Hilmir Snær Guðnason leikari útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í vor og sló síðan í gegn í Hárinu. Leikarinn ungi lét þar ekki staðar numið og hreppti bitastæðasta hlutverk ársins sem fávitinn í sam- nefndu stykki í Þjóðleikhúsinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.