Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN ÚTLÖND 27 íslam Uppgangur ofsatruarinnar Bókstafstrúarmenn fara hamförum víða um hinn íslamska heim. Gæti hugsast að Vestur- lönd væru að missa afsíðasta tækifærinu til að afstýra nýju köldu stríði—eða stríði þarsem gæti jafnvel hitnað í kolunum. I ritstjórnargrein í nýlegu hefti timaritsins The Economist segir að lýðræðisríkjum í vestri stafi ógn úr þremur áttum næstu árin og fram á næstu öld. Hann hefur áhyggjur af ótryggu ástandi í voldugu og ríku Kína, hann spyr hvort Rússar muni líta á sig sem keppinauta Vestur- landa eða bandamenn og hann veltir því fyrir sér hvort muni sker- ast enn frekar í brýnu milli vesturs- ins og hins íslamska heims. Uppgangur íslamskra ofsatrúar- manna hefur verið mjög í hámæli síðustu vikuna, ekki síst eftir að fjórir Alsírbúar voru felldir í Mar- seille eftir að hafa rænt flugvél. Ofsatrúarmenn í Alsír svöruðu fyr- ir sig með því að myrða kaþólska lderka. Víðast í hinum íslamska heimi sækja ofsatrúarmenn á, allt frá Bangladesh og Indónesíu í austri til Alsírs og Frakklands í vestri. Af Þótt hún kynni ekkert að syngja og ekki heldur að skrifa gaf fyrirsætan Naomi Campbell út plötu og skáldsögu. Hvort tveggja fékk hroðalega útreið hjá gagnrýnendum en Naomi lét það ekkert á sig fá. Evrópubúum horfa Frakkar með mestum áhyggjum á uppgang ofsa- trúarinnar, enda búa milljónir múslima þar í landi. Þeir hafa end- að vísað múslimum sem þeir telja að efni til hryðjuverka úr landi og skorið upp herör gegn því að stúlk- ur af múslimaættum gangi með höfuðklúta í skólum landsins. Blóðugt borgarastríð geisar handan Miðjarðarhafsins í Alsír. Það er vel hugsanlegt að ofsatrúar- menn þar muni ná völdum innan skamms og jafnvel í fleiri ríkjum hins íslamska heims. Þetta gæti haft ýmsar afleiðingar fyrir Vesturlönd: Þau hafa flest verið að reyna að loka dyrum sínum fyrir fleiri innflytj- endum úr suðri og austri, en flóð- bylgja flóttamanna undan ofsa- trúnni gæti verið illviðráðanleg. Það þarf heldur ekki mikið hug- myndaflug til að sjá fyrir sér ein- hvers konar kalt stríð — eða jafnvel í heitari kantinum — yfir Miðjarð- arhafið. Leiðarahöfundur The Economist slær þó þann varnagla að 1995 kunni að vera síðasta tækifærið til að halda slíku stríði í skefjum. Múslimskir bókstafstrúarmenn hatast út í flest það sem vestrænt er, fjöldamenningu og kvenfrelsi, en hann segir að þeir séu þó af ýmsu sauðahúsi. Ekki séu þeir allir jafn andsnúnir Vesturlöndum eða lýð- ræði. Sumir þeirra séu fremur um- bótamenn í anda John Wycliffe eða Jóhanns Huss og stefni að hæfilegri siðbót. Vestrið eigi að stefna að því að umgangast slíka menn með virðingu og starfa með þeim, en sofna þó ekki á varðstöð- unni gegn hinum róttækari ofsa- trúarmönnum. Aðeins þannig sé von um einhvers konar griðasátt- mála milli Vesturlanda og íslams. Þessu sé hins vegar auðvelt að klúðra og þá geti geti Vesturlönd lent í langdregnu stríði við hinn ís- lamska heim. Borgarastríðið í Alsír sé prófraun á þetta. Það breytir því þó ekki að hlut- skipti þeirra sem aðhyllast vestræna hugmyndafræði í löndum múslima er slæmt, sérstaklega kvenna. Það hefur verið sagt að víglínan í stríði bókstafstrúarmanna liggi um hjörtu 500 milljóna kvenna sem þeir vilji kúga til auðsveipni. Khal- ida Messaoudi, andófskona í Al- sír, hefur orðað það svo að sigur „þjóðernis-íslamismans11 eða „græna fasismans" eins og hún kallar það myndi jafngilda kvik- setningu fyrir milljónir alsírskra kvenna. Hún segist óttast að vest- ræn lýðræðisríki skilji ekki hvílík ógnarstjórn sé í uppsiglingu í Alsír. Hér takist á tvær gjörólíkar samfé- lagshugmyndir; önnur byggi á lýð- ræði og mannréttindum, hin á ofsatrú og forneskju. Þar þurfi lýð- ræðissinnar hvarvetna að leggja sitt lóð á vogarskálar, og þá ekki síst konur á Vesturlöndum. ■ Blóðið litaði fljót og læki, alls staðar iágu lík eins og hráviði. Enginn veit með vissu hversu margir létu lífið, kannski milljón manns, gríðar- legur manngrúi lagði á flótta og hírðist í fióttamannabúðum þar sem geisaðí taugaveiki og kólera. Starfsmenn hjálparsveita voru niður- brotnir og að niðurlotum komnir. Heimurinn fylgdist með grimmdar- æðinu í Rúanda með hryllingi þegar dauðasveitir manna af Hútúætt- bálki fóru um og myrtu alla Tútsímenn sem þeir náðu til. Þarna var þjóð sem hafði misst vitið og þegar Tútsímenn náðu völdum eftir borgarastríðið forðuðu Hútúmenn sér hver sem betur gat til að forð- ast grimmilega hefnd. A uppleið... Tony Blair varð óvænt formaður Verka- mannaflokksins breska síðastliðið haust við skyndilegt fráfall John Smith. Það er almenn skoðun að þessi ungi og huggulegi stjórn- málamaður hafi alla burði til að verða næsti forsætisráðherra Bret- lands. Hann er í óða önn að teyma flokk sinn frá vinstri og nær miðj- unni og flestir flokksmenn láta sér vel líka, enda hefur flokkurinn ver- ið utan stjórnar í fimmtán ár. Edouard Balladur forsætisráðherra Frakklands, hefur reyndar átt í mestu brösum á árinu vegna ýmissa spillingarmála sem hafa komist í hámæli og orðið til þess að margir nánustu banda- menn hans hafa helst úr lestinni í stjórnmálum. En eftir að Jacques Delors ákvað að gefa ekki kost á sér í forsetaframboð virðist harla líklegt að Balladur verði kjörinn næsti forseti Frakklands, enda ætti hann að geta unnið nokkuð örugg- an sigur á helsta Jacques Chirac, helsta keppinauti sínum á hægri vængnum. Newt Cingrich hafði einhver heyrt minnst á þann mann fyrr en í bandarísku þing- kosningununr í október? Nú er hann forseti fulltrúadeildar banda- ríska þingsins, einhver harðasti andstæðingur Clintons forseta og þar ætlar hann ekki að liggja á liði sínu. Eins og Clinton viðurkennir Gingrich að hafa reykt hass en ólíkt forsetanum segist hann hafa tekið það ofan í sig. En hann er harður hægrimaður sem hefur sagt að ekki sé hægt að halda uppi siðmenn- ingu í samfélagi þar sem 12 ára börn séu að eignast krakka, 15 ára unglingar séu að drepa hverjir aðra, 17 ára unglingar deyji úr eyð- ni en þeir 18 ára útskrifist með prófskírteini sem þeir geta ekki einu sinni lesið. Quentin Tarantino kláraði engan skóla heldur fór hann að vinna á vídeóleigu. Þar varð hann vinsæll meðal kúnn- anna, enda hafði hann séð allar myndirnar í hillunum. Það virðist hafa verið nægur skóli fyrir þennan unga kvikmyndaleikstjóra sem fékk verðlaun í Cannes fyrir mynd sína Pulp Fiction. Myndir hans eru fullar af ofbeldi, en með skrítnum persónum, tilvitnunum í lágmenn- ingu og undirfurðulegum húmor slá þær nýjan tón. Helmut Kohl vann engan sigur í þýsku þing- kosningunum í nóvember. Stjórn hans rétt lafði. En hann er búinn að sitja í embætti í fjórtán ár og sit- ur áfram. Nú sér hann á bak kær- ustu bandamönnum sínum í Evr- ópu, Mitterrand Frakklandsfor- seta og Delors formanni ffam- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Eftir situr hann, langsterkastur og reyndastur þjóðarleiðtoga í Evr- ópu. Á fundi Evrópusambands- leiðtoga nýskeð voru rnenn rneira að segja farnir að kalla hann „Herra Evrópu“. Gerry Adams þótti ekki húsum hæfur þangað til í haust. Bresk stjórnvöld vildu ekki af honum vita né öðrum meðlim- um frska lýðveldishersins. Svo lýsti lýðveldisherinn yfir vopnahléi og allt í einu voru leiðtogar orðnir gestir í sölurn breska stjórnkerfis- ins. Adams fór til Bandaríkjanna og baðaði sig í frægðarsól með frægum leikurum. I bili ríkir frið- ur, en margir óttast þó að málefni Norður-frlands séu komin í slíkar ógöngur að óhugsandi sé að sætta mótmælendur og kaþólikka. Irmgard Möller sat í fangelsi í 22 ár. Hún tilheyrði svokallaðri fyrstu kynslóð hryðju- verkamanna og var í slagtogi með Andreas Baader, Gudrun Esslin og Ulriku Meinhof. Flestir félagar hennar eru ekki lengur á lífi en hún þraukaði í fangelsinu allt þangað til hún var látin laus í nóv- ember. Hún hefur ekki sýnt mikil iðrunarmerki og á móti henni var tekið með kampavíni og rauðum fánum. Talið er að fleiri meðlimir Rauðu herdeildanna verði látnir lausir í kjölfarið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.