Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 annáll JANÚAR 1. jan. Stefán íslandi óperusöngvari deyr. Nýjar reglur um lækkun virðisauka- skatts á matvörum úr 24,5 prósentum í 14prósenttakagildí. 10. jan. Björgunarskipið Goði sekkur, sex áhafnarmeðlimum er bjargað af þyrl- um vamarliðsins, einn drukknar. Ofsa- veður geisar víða um land, sérstaklega á landinu norðvestanverðu og veldur tölu- verðu tjóni. 12. jan. Islenskur karlmaður um þrítugt, Þór Karlsson, handtekinn á flugvellinum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, með 450 grömm af kókaíni I fórum sínum. 14. jan. Ríkisstjórnin setur bráðabirgða- lög til að binda enda á verkfall sjómanna. 15. jan. Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti ákveða sameiginlegt framboð til borgar- stjórnarkosninga. 18. jan. 3000 hænur drepast er hænsnabúið að Grímsstöðum í Kjós brennur. 19. jan. Báturinn Máni ÍS 54 sekkur, tveir áhafnarmeðlimir bjargast, einn ferst. Halím Al dæmdur í 100 daga varðhald eða 100 dollara sekt í Tyrklandi fyrir að meina dætrum sínum að umgangast móður sína. 20. jan. Vikublaðinu Eintaki hleypt af stokkunum. 26. jan. Tveir drengir úr Keflavík, Július Karlsson og Óskar Halldórsson, týnast og finnast ekki aftur þrátt fyrir fjölmenna leit björgunarsveitarmanna i marga daga á eftir. Fulltrúar fjölmargra lifeyrissjóða fóru á námskeið til London til að fræðast um fjárfestingar á innlendum mörkuðum við litla hrifningu Gvendar Jaka sem sagði slíkt idíótískt. 28. jan. Sjónvarpið sýnir þátt um Le- oncie. Skömmu síðar kemur I Ijós að klipptur hafði verið út bútur þar sem Le- oncie sagði frá og sýndi nærþuxur með kratarósinni á sem Jón Baldvin Hanni- balsson gaf henni á skemmtun fyrir nokkrum árum. FEBRÚAR 3. feb. McDonald’s á (slandi verður upp- víst að því að selja mat sem kominn var langt fram yfir ráðlagðan neysludag. 14. feb. Björk Guðmundsdóttir fær tvenn „Brit“-tónlistarverðlaun I Bretlandi fyrir plötu sína Debut. 17. feb. Áform um endurreisn Korpúlfs- staða lagðar á hilluna og þar með hug- myndin um að koma Errósafninu þar fyr- ir, eftir að níutíu milljónum hafði verið eytt í hönnun og úttekt á húsinu. 18. feb. Maður sem kallar sig Lovejoy, Simon Fischer öðru nafni, kærir Björk fyr- ir lagastuld. 20. feb. Látinn er Dagur Sigurðarson skáld. 23. feb. Ríkisstjórnin riðar til falls eftir hatrammar deilur um búvörulögin. 24. feb. Viðskiptaveldi Herlufs Clausens riðar til falls, einbýlishúsið boðið upp að kröfu bankanna og allar eignir veðsettar upp í topp. Skemmdarvargur sem rispað hafði upphafsstafi RLR á hundrað bíla fer aftur á stjá. MARS 1. mars Rannsóknarlögreglan stöðvar peningakeðjuna Auðbjörgu sem Lands- málafélagið rak eftir keðjubréfafaraldur sem tröllreið þjóðinni. 2. mars. Unnusta Herlufs Clausens, Sigríður Ingvarsdóttir umboðsmaður Sotheby's á Islandi, bjargaði frægu ein- býlishúsi hans af uppboði. 10. mars. Guðmundur Árni fær lægstu einkunn ráðherranna í skoðanakönnun, 3,5, en Jóhanna er hæst með 7,4. Sævar M. Ciesielski og Erla Bolladóttir lýsa yfir sakleysi sínu og annarra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og valinkunnir einstaklingar hvetja til þess að málin verði endurupptekin hjá Hæstarétti. Hæstiréttur dæmir Þórð Jóhann Eyþórs- son í 20 ára fangelsi fyrir morð, sem var hans annar manndrápsdómur og sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp á þessari öld. 14. mars Markús Öm Antonsson segir af sér sem borgarstjóri vegna slæmrar stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðana- könnunum og Ámi Sigfússon tekur við. 15. mars. Ákæra lögð fram í stóra fíkni- efnamálinu svokallaða og var átján mönnum gefið að sök að hafa smyglað til landsins 34 kílóum af hassi og 4,2 kílóum af amfetamini. 17. mars. i skoðanakönnun kemur fram að 43,0 prósent kjósenda vilja Ingibjörgu Sólrúnu sem næsta borgarstjóra en 26,6 prósent vilja Áma Sigfússon. 30. mars Markaðsverð hlutabréfa í Eim- skipafélagi (slands rýmar um 11,5 pró- sent á þremur árum. Ástæðan að veru- legu leyti rakin til hlutafjárkaupa í óskyld- um atvinnurekstri. APRÍL 2. apríl Hrafn Gunnlaugsson lætur af starfi framkvæmdastjóra Sjónvarpsins og Pétur Guðfinnsson tekur aftur við eftir árs leyfi. 9 9 Árið hans Guðmundar Árna Sighvatur gaf og Sighvatur tók Ef Guðmundur Árni nrætti ráða þá hefði hann sjálfsagt viljað hlaupa yflr þetta ár eða jafnvel skrúfa tím- ann aftur á bak til þess tíma þegar allt var gott í bæjarstjórastólnum í Hafnarfirði. En það er bara ekki hægt, við sitjum uppi með árið sém er kennt við fall Guðmundar Árna Stefánssonar úr ráðherrastóli. Allt frá því Sighvatur hringdi heim í Guðmund Árna á miðju ári 1993 og spurði hann svona í forbífarten hvort hann gæti hugsað sér að verða ráðherra, hefur verið í gangi „hönnuð atburðarás“. Því eins auð- veldlega og Sighvatur gaf honum ráðherratignina, eins átakalaust tók hann hana af honum aftur, eða svo telur Guðmundur Árni. Sjóaðari menn en Guðmund Árna hefði án efa grunað eitthvað þegar honum var úthlutað heil- brigðismálunum. Á meðan fékk brandarakallinn Össur umhverfis- málin til að leika sér með. Það hefði átt að segja honum eitthvað. Upp- hafið að endalokunum kennir Guðmundur Árni við birtingu greinar í Pressunni um aðkomuna að heilbrigðisráðuneytinu. Síðan fóru að berast fréttir af uppgjöri í Hafnarfirði en eftirmenn hans brutu samtryggingu stjórnmála- manna og létu rannsaka fortíðina. Kom fyrir lítið þó að Guðmundur Árni segði að lítið væri að marka úttektir sem framkvæmdar væru af endurskoðendum úr Reykjavík. Staðan var einfaldlega ekki góð: Hafnfirðingar voru komnir á gjör- gæslustig og beið ekkert annað en faðmur félagsmálaráðherrans. Til þess kom þó ekki. Frændgarður Baltasar Korm^kur Ar harsms Ætli þetta hafi ekki verið ár hárs- ins; Hársins hans Baltasar. Það var sýnt svo oft að annað hvort hafa krakkarnir farið oftar en fimm sinnum eða allir borgarbú- ar upp að sjötugu hafa séð sýning- una. Og sýningarnar voru svo margar að Hilmir Snær hné niður og gat ekki meir en reis upp á þriðja degi og hélt áfram að leika. Það verður vandséð hvað Baltasar getur gripið til ráðs næsta sumar ef hann vill endurtaka leikinn. Kannski poppleikinn Óla. Guðmundar Árna kont einnig til uniræðu. Svör Guðmundar voru svona: „Sú tilviljun að kona mannsins sem íbúðina Ieigði, er dóttir bróður afa míns, hafði engin áhrif á afgreiðslu málsins.“ Eða; „Afi minn og faðir hans voru bræð- ur.“ Að lokum var mágur hans, Jón H. Karlsson valinn „mágur ársins" í Viðskiptablaðinu. Listahátíðin í Hafnarfirði fékk síðan listrænan endi. Enginn skildi almennilega hvað hafði gengið á; lengst af fannst hvorki bókhaldið né framkvæmdastjórinn. Skýring- arnar komu að lokum og kom þá í ljós að boðsmiðar höfðu verið keyptir fyrir alla Hafnfirðinga og listaverk keypt á metfé. En nú fóru meira að segja kratar að hafa sínar efasemdir. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna reið á vaðið og gagnrýndi Guðmund Árna fyrir embættisfærslur hans. Samband ungra jafnaðarmanna vildi líka gera eitthvað í málinu. Skömmu síðar var haldinn opinn umræðufundur um siðferði í stjórnmálum þar sem svo til ein- göngu var rætt um Guðmund Árna. I upphafi október ákvað síð- an formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, að biðja Ríkisendurskoðun að skoða Guð- mund og reyndar sig sjálfan. Skýrslan kom í lok nóvember og „dýpkaði holurnar“ að dómi surnra. Guðmundur Árni sagði af sér 11. nóvember og settist niður tíu dögum seinna við samningu bókar um lífsskeið sitt. Það tók innan við hálfan mánuð. I bókinni talar hann vel um flesta og fer litlum sögum af sölu hennar. Guðmundur Árni að koma út úr ráðuneyti sínu eftir síðasta dag sinn sem heilbrigðisráðherra. „Ég var rétt kominn út fyrir dyr Hafnarhússins þegar ég sá mann hlaupa út úr bíl sínum handan við götuna og kom stormandi að mér. Myndavélablossarnir skullu á mér. Þetta var þá minn gamli samstarfsmaður hjá Helgarpóstinum, Jim Smart, sem var að mynda fyrir Morgunpóstinn," sagði Guðmundur Árni í bók sinni. Miðbœrinn vaknar til lífsins Á þessu ári hafa ýmsár breyting ar orðið á skemmtanabransanum og barmenningin tekið nokkrum breytingum. Þær geta þó vart talist veigamiklar. Aðalbreytingin hefur falist í því að þungamiðjan er kyrfllega komin aft ur niður í miðbæ. Vitaskuld lifa staðir á borð við Ömrnu Lú, Glæsibæ og Hóte' ís- sæmileg- Sffi JsStTt> > n' asta lífi, en það er ekki þar sem ; hlutirmr eru ' að gerast. Við Laugaveginn hafa staðir á borð við Kaffibarinn og Kofa Tómasar frænda haslað sér völl, vinsældir Sól- ons íslanduss hafa hvergi dvínað, Tunglið hefur heldur betur gengið í endurnýjun lífdaga, Café Ro- mance hefur stækkað við sig, Berl- ín lifir góðu lífi, Hótel Borg hefur opnað nýja vídd í drykkjumögu- leikum borgarbúa og síðast en ekki síst hefur Kaffi Reykjavík slegið í gegn með eftirminnilegum hætti. Og enn sem fyrr er Gaukurinn í góðu formi, með Amsterdam á aðra hönd og Glaumbar á hina og í Hafnarstræti malar toppbúllan Hafnarkráin gull. Maður á ekki í vandræðum með að fara á pöb- baskrið í miðborg Reykjavíkur. En það hefði meira mátt breytast en þetta. Til dæmis hefði mátt lækka áfengisverð svona almennt og yfir- leitt, en sérstaklega hefði mátt lækka það til magnkaupenda, það er að segja veitingastað- anna, sem aftur gætu þá boðið það á lægra v e r ð i drykkju- m ö n n u m til óbland- innar gleði. Þá veldur líka vonbrigðum að takmarkanir á af- greiðslutíma bara og veitingahúsa skuli ekki hafa verið endurskoðaðar eða helst afnumdar. Gleðigandur eins og undirritaður getur bara ekki hugsað sér að þurfa að hætta að skemmta sér klukkan þrjú á nóttu bara af því að einhverjum herrum á alþingi eða í dómsmála- ráðuneytinu finnst að ég hafi ekk- ert að gera með að vera lengur á fótum. Og sannast sagna finnst mér það einfaldlega ókurteisi í garð þjóðarinnar að vera að skipta sér af skemmtun hennar með þessum hætti. Þetta lagast þó von- andi allt innan tíðar. Allt um það. Nú eru áramótin alveg að dynja yfir, þannig að maður þarf að fara birgja sig upp af Dom Perignon, sem er besti gosbrennsinn á markaðnum. Ég mæli með því að menn sötri það á miðnætti með bestu vinum sín- um, en taki svo strikið niður í bæ. Sjálfur ætla ég að fara fyrst á hinn nýopnaða Skuggabar Hótel Borg- ar, koma svo við hjá Jóa á Café Ro- mance, en ljúka kvöldinu á ballinu í Ingólfscafé þar sem ég hyggst heilsa nýju ári og megninu af helstu stuðboltum og drottning- um bæjarins. Þar ætla ég líka að nota tækifærið og strengja ára- mótaheit um breytta og betri siði á nýju ári. Ég ætla að strengja þess heit að drekka miklu meira af dýru og göfugu koníaki en ég hef gert frarn að þessu. Lifið heil. Á barnum með Apdrési Látið Andrés Magnússon leiða ykkur um iðandi kös baranna Hver sasði hvað og hvenær? „Mér sýnist þetta vera hönnuð atburðarás.“ Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra í sumar. „Það er alveg Ijóst að einhvers staðar er einhver að leggja niig og mín störf í fullkomið ein- elti.“ Guðmundur Árni í DV 3. september. „Við erum ekki að elta uppi Guðmund Árna Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóra, heldur erum við að gera allsherjar út- tekt á þárreiðum bæjarins.“ Magnús Jón Árnason, núverandi bæjarstjóri í Morgunblaðinu 4. september. „Það var út af fyrir sig alveg sjálfsagt að ráða hann til að leggja mat á hvaða leiðir væru færar til sparnaðar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar þrátt fyrir að hann sætti skatta- rannsókn." Guðmundur Árni um sérverkefni Björns Önundarsonar í DV 6. september. „Pólitískur frami Guðmundar Árna er dæmi um, hve langt rnenn geta komizt á kjaffavaðli, kunnáttuleysi og kjarklegri spillingu, ef kjósendur eru nógu heimskir." Jónas Kristjánsson ritstjóri DV 6. september. „Þegar nógu miklum skít hefur verið kastað er erfitt að þvo hann allan af, það verður alltaf eitthvað eftir.“ Guðmundur Árni í DV 8. september. „Þessi umfjöllun minnir á galdraofsóknir miðalda.“ Guðmundur Oddsson, oddviti Alþýðuflokksins í Kópa- vogi í DV 9. september. „Það vekur athygli mína varð- andi þessa hönnuðu atburðarás að formaður stjórnar þessa fé- lags er Margrét S. Björnsdóttir, aðstoðarmaður Sighvats Björg- vinssonar." Guðmundur Árni í DV 16. september. „Það eina sem ég kom nærri því, var að ég lofaði því að hann fengi þessi tilteknu verk- efni. Ég gerði enga starfsloka- samninga við hann, það gerði náttúrlega vinnuveitandinn.“ Guðmundur Árni Stefánsson á blaðamannafundi mánudaginn 22. september um ráðningu Björns Önundarsonar. „Umræða um siðferði í stjórn- málum —já takk“ Fyrirsögn á leiðara í Alþýðublað- inu 28. september. „Dæmið ekki svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir.“ Guðmundur Árni Stefánsson á blaðamannafundi 11. nóvember þegar hann sagði af sér. „Ég held að fólk hafi kunnað að meta það að ég kom hreint fram í málinu allan tímann og lagði öll spilin á borðið.“ Guðmundur Árni Stefánsson í Morgunpóstinum 14. nóvember eftir að úrslit skoðannakönnunar um álit almennings á afsögn hans varð Ijós. „Bókin mun valda titringi." Guðmundur Árni Stefánsson fyrr- verandi ráðherra í Morgunpóstin- um 28. nóvember þegar sagt var frá bók hans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.