Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 18
18
MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
Hallgrímur bestur - Sjón frumlegastur
Skáldsögur
Þetta voru skáldsagnajól. All-
flestir starfandi skáldsagnahöfund-
ar okkar voru með bók á markaðn-
um og samkeppnin um hylli les-
enda var því býsna hörð. Sölutölur
sýna að Olafur Jóhann Ólafsson
skákaði keppinautum sínum enn
eina ferðina og virðist vel á veg með
að öðlast sömu hylli meðal lesenda
og Kristmann Guðmundsson og
Guðrún frá Lundi hér áður fyrr.
Gagnrýnendur hældu skáldinu
ákaft fyrir skáldsöguna Sniglaveisl-
una sem þeir sögðu vera framúr-
skarandi stofudrama. Öllu nær
sannleikanum hefði verið að kalla
þá bók stofubrandara af fremur
þreyttri sort, og bókin er líklega la-
kasta verk höfundarins til þessa.
Annar höfundur sem mikið hrós
fékk, og öllu verðskuldaðra, var
Hallgrímur Helgason sem sendi
frá sér aðra skáldsögu sína Þetta er
allt að koma, þar sem þjóð- og
menningarlíf síðustu þrjátíu ára var
sýnt í spéspegli. Þessi ósvífna og
hugvitsamlega bók er örugglega
bók ársins.
Annar ungur höfundur, Sjón,
sendi frá sér sitt besta verk, sérlega
frumlega bók sem bar hið fallega
nafn Augu mín sáu þig.
Hugmyndin að Höfuðskepnum,
skáldsögu Þórunnar Valdimars-
dóttur var býsna góð og höfundi lá
greinilega mikið á hjarta en fæst af
því komst til skila í heldur hroð-
virknislegum texta.
Megas sendi frá sér fyrstu skáld-
sögu sína. Björn og Sveinn sem var
kannski langdregnasta bók ársins,
ákaflega þunglesin þótt öðru hvoru
glytti í góðan, jafnvel læsilegan
texta. Helgi Ingólfsson var annar
höfundur sem sendi frá sér sína
fyrstu bók, Letrað í vindinn, vel
skrifaða og spennandi sögu um
svik, launráð og karllegar perver-
sjónir í Rómaborg hinni fornu.
Bókin vakti mun minni athygli en
hún átti skilið.
Þetta voru ungliðarnir og ný-
græðingarnir en gömlu brýnin létu
ekki sitt eftir liggja. Fríða Á. Sig-
urðardóttir var fremst í þeirra
hópi, átti afburðabókina, í luktum
heimi, sem íjallaði um sálarkrísu
miðaldra karlmanns. Fríðu tókst að
draga upp einstaklega sterka mynd
af hinum kvalda karlmanni og
aukapersónur voru ekki síðri. Eins
og í fleiri verkum Fríðu mátti finna
sterkan siðferðilegan tón í bókinni,
en hann hafa margir íslenskir
skáldsagnahöfundar vísvitandi
forðast að slá, kannski af ótta við að
slá feilnótu. Fríða vann þarna af
miklu öryggi og vandvirkni og
henni tókst að skapa sögu sinni sál-
fræðilega dýpt sem of sjaldgæft er
að sjá í íslenskum skáldverkum.
Skáldkonan var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna fyrir
þetta verk sitt, en óskráðar reglur
þess efnis að höfundur megi ekki
hreppa þau verðlaun tvisvar með
stuttu millibili ættu að koma í veg
fyrir að henni hlotnist sú vegsemd.
Annar höfundur sem sýndi að
honum er síst af öllu að fatast flug-
ið er Thor Vilhjálmsson sem átti
eina best unnu bók ársins, þá ofur
myndrænu og vel skrifuðu Tvílýsi
sem á hvaða ári sem er myndi telj-
ast verðug verðlaunabók.
Verðlaunaskáldið Guðbergur
Bergsson sýndist hins vegar vera í
léttri afslöppun og var ekki að sýna
klærnar í góðlátlega glettinni sögu
Ævinlega sem virtist bera það með
sér að höfundur hennar hefði skrif-
að hana með bros á vör.
Það var einnig léttara yfir Vig-
dísi Grímsdóttur en árin á undan
og það jafnvel þótt meirihluti per-
sóna í bók hennar Grandavegi 7
væru látið fólk. Eins og fleiri bækur
Vigdísar var þessi nokkrum tugum
blaðsíðna of löng, en hvað sem því
líður þá verður því ekki neitað að í
henni var víða að finna ofur falleg-
an texta, og um margt var þetta bók
unnin af miklum næmleika. Bók
Vigdísar mætti ofur vel flokka sem
óvenjulega fjölskyldusögu sem ger-
ist í tveimur heimum.
Einar Kárason var á hefð-
bundnara róli í fjölskyldusögu
sinni Kvikasilfri, framhaldi af
Heimskra manna ráðum. Bókin
jafnaðist kannski ekki á við þá fyrri
en var aldrei leiðinleg og í henni
mátti finna góð tilþrif, sérstaklega í
veldar lesendum að læra á sín skáld.
Þeir vita að Einar Kárason færir
þeim fjölskyldusögu þar sem slatti
af kúnstugum fylliröftum mun lík-
lega koma við sögu, Vigdís segir
sögu af baráttu hins ytra og innri
heims, Fríða sögu fólks sem lifir í
angist og leitar svara við tilgangi
lífsins.
Misskiljið mig ekki, þessir höf-
undar kunna til verka, en þeir eru
óneitanlega nokkuð fyrirsjáanlegir í
efnisvali. Nöfn þeirra eru vöru-
merki og við þekkjum innihaldið
Ljóðabók
ársins
Stokkseyri
eftir Isak Harðarson
Ævisaga/endur-
minning ársins
/ barndómi
eftir Jakobínu Sigurðardóttur
Ofmetnasta
bók ársins
Sniglaveislan
eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson
Vanmetnasta
bók ársins
Letraö í vindinn
eftir Helga
Ingóifsson
Frumlegasta
bók ársins
Augu þín sáu mig
eftir Sjón
Óþarfasta
bók ársins
Voridal
Endurminningar
Friðriks Þórs
Friðrikssonar
Hallærislegasta
bók ársins
Ég man
eftir Þórarin Eldjárn
Ólæsilegasta
bók ársins
Björn og Sveinn
eftir Megas
Skemmtilegasta
bók ársins
Þetta er allt að koma
eftir Hallgrím Helgason
Vonbrigði ársins
Efstu dagar
eftir Pétur Gunn-
arsson
Endurkoma
ársins
ísak Harðarson
í Stokkseyri
Bókin sem
kom mest á óvart
Krummi
skráð af Árna
Þórarinssyni
Besta
byrjendaverkið
Letrað í vindinn
eftir Helga
Ingólfsson
Eftirminnilegasta
skáldsagnapersónan
Tómas ÍLuktum heimi
eftir Fríðu Á.
Sigurðardóttur
Eftirminni-
legasta
aukapersónan
Haukuri
Grandavegi 7
eftir Vigdísi
Grímsdóttur
seinasta hluta hennar.
Pétur Gunnarsson hélt sig
einnig í fjölskyldudeildinni í Efstu
dögum, fyrstu skáldsögu sinni í
fjögur ár. Þar varð ekki vart endur-
nýjunar, heldur var hún dapurleg
útþynning á eldri bókum höfund-
arins.
Þessi bók Péturs vekur óneitan-
lega upp vangaveltur þess efnis
hvort íslenskir höfundar séu
hræddir við að taka áhættu í efnis-
vali og túlkun. Þetta á ekki við um
yngri höfunda eins og Hallgrím
Helgason og Sjón, en bækur þeirra
báru vott um ferskleika og
skemmtileg efnistök. Eldri höfund-
ar okkar virðast hins vegar margir
sitja sem fastast á sinni þúfu og taka
ekki þá áhættu sem fylgir því að
færa sig úr stað. Þessi tregða auð-
en gæði vörunnar geta verið mis-
munandi frá ári til árs.
Ljóð og ævisögur
Ljóðskáldin voru ekki öfunds-
verð þetta árið og verk þeirra voru
óneitanlega í skugga skáldsagn-
anna. Meðal betri ljóðabóka voru
Engill í snjónunr eftir Nínu Björk
Árnadóttur, Þrisvar sinnum þrett-
án eftir Geirlaug Magnússon og
Stokkseyri eftir l’sak Harðarson.
Jóhanna Sveinsdóttir átti einnig
skemmtilega spretti í Guð og
mamma hans.
Stórt stökk hefur orðið í fram-
faraátt í íslenskri ævisagnaritun.
Ruslið er nær algjörlega horfið og
vandaðar bækur streyma á markað.
Eftir áratuga störf og heldur
dræmar móttökur átti Gunnar Dal
langþráð sigurstökk með bókinni
Að elska er að lifa sem rataði beina
leið að náttborði þjóðarinnar, seld-
ist senxsagt grimmt.
Síðasta bók Jakobínu Sigurð-
ardóttur, í barndómi, reyndist
besta endurminningabók ársins og
var jafnframt síðasta bók skáldkon-
unnar.
I ljós kom að Þórarinn Eidjárn
mundi sitthvað úr æsku sinni, alls
480 atriði sem hann setti í minn-
ingarbókina Ég man, sem er ómiss-
andi bók í safn þeirra sem vilja
ganga nostalgíunni á hönd. Þeir
sem finna sig engan veginn í sjálfs-
dekri við æsku sína munu hins veg-
ar engan veginn átta sig á tilgangi
bókarinnar.
Friðrik Þór Friðriksson sagði
sögur af sjálfum sér í bókinni Vor í
dal sem leið fýrir stórfellda sjálfs-
ánægju höfundarins og var líkleg
óþarfasta bók á bókamarkaði þetta
árið.
Það hefði verið auðvelt að spá
því að bókin um Hrafn Gunn-
iaugsson yrði þreytt söngl um
píslarvætti mikils listamanns. Bók-
in reyndist langt frá öllu skíku,
heldur uppfull af hressilegum tökt-
um, bráðskemmtileg og nasklega
unninn. Hún fór því miður fyrir of-
an garð og neðan hjá flestum les-
endum sem virtust ekki átta sig á
því að hér var afbragðs skemmtun á
ferð.
Aðrar ævisögur sem ástæða er til
að nefna eru bókin með virðulega
heitið í þjónustu forseta og ráð-
herra eftir Birgi Thorlacius,
Skáldið sem sólin kyssti eftir Silju
Aðalsteinsdóttur, sögu Halldóru
Briem eftir Steinunni Jóhannes-
dóttur, æviminningar Aðalheiðar
Hólm Spans sem Þorvaldur
Kristinsson skráði og Herbrúðir
eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdótt-
ur.
Niðurstaða
Þetta var gott bókaár. Menn skil-
uðu sínu yfirleitt vel og fátt var um
skandala. Hins vegar sitjum við
upp með spurningar þess efnis
hvort íslenskir höfundar séu ekki (
með einstaka undantekningum)
orðnir of fýrirsjáanlegir í efnisvali
og efnistökum. Hins vegar vil ég
ekki ganga verulega hart fram í
þessari gagnrýni nema efnisval höf-
unda sé algjörlega útjaskað, og það
tel ég ekki eiga við um marga.
Annað er ekki síður umhugsun-
arvert og það eru hin sterku skil
sem virðast vera að eiga sér stað í ís-
lenskum bókmenntaheimi milli
karla og kvenna. Það er engu líkara
en kynjabarátta sé þar í uppsigl-
ingu, samanber frægan þátt um
bókmenntir lýðveldisins og um-
ræður í kjölfar hans. Þetta er ekki
aðeins umræða sem snertir bók-
menntafræðinga heldur einnig
skáldin. Hallgrímur Helgason hef-
ur látið hafa eftir sér að það sé ekki
lengur hægt að skrifa karlabók-
menntir eins og hér hefur verið gert
síðustu ár, það sé orðið hallærislegt.
Það er ástæða til að taka undir þetta
sjónarmið, en vel að merkja þá
virðast rithöfundarnir sem skrifað
hafa karlasögurnar ekki kannast við
að hafa skrifað þær, og meðan þeir
vita ekki hvað þeir hafa verið að
gera þá er ekki von til að þeir breyti
taktinum.
Karlasögur virðast ekki vera á
neinu undanhaldi, kannski af því
körlum fellur vel við þær. Karlleg
nostalgían grasserar einnig í verk-
um eins og Ég man og hinni sjálf-
hverfu Vor í dal. Það má hins vegar
velta því fyrir sér hvort ekki hefði
heyrst hljóð úr strákahornum hefði
einhver stelpan velt sér svo rækilega
upp úr æsku sinni.
Það kann að vera vert að hug-
leiða það.
Steingrímur Hermannsson
If you can’t beat
them, ioin them
Þetta var árið sem Steingrímur settist í helgasta steii
stjórnmálamanna, þann við Arnarhól, og naut þar
samvista við Birgi ísleif Gunnarsson. Og hann átti
það skilið. Eftir áralanga baráttu fyrir því að vöxt-
um yrði handstýrt úr Seðlabankanum og öll verð-
trygging tekin úr sambandi komst hann loks í
stjórnklefann. En eins og oft vill verða þegar menn
loks ná markmiði sínu þá var allur vindur úr Stein-
grími. Hann nennir ekki stýrið að snerta. En hann
hefur það samt alls ekki slæmt. Hann hefur það
barasta fínt. Því eins og byltingarmanninum svíður
ríkisvaldið þegar hann er að komast til valda þá
verður það besti vinur hans þegar hann nær þeim.
ArngrImur Jónsson
Barði verkfallið
ábakaftur
Arngrímur Jónsson hjá Atl-
anta sýndi fádæma hörku og
raunsæi í vinnudeilu sinni við
flugmenn félagsins sem eru aðil-
ar að FÍA í nóvember. Arngrím-
ur gerði lýðum Ijóst að ef hann
beygði sig undir kröfur verka-
lýðsfélagsins væri rekstrar-
grundvöllur Atlanta brostinn og
hann neyddist til að flytja starf-
semi þess úr landi. Að hans sögn
hefði þjóðarbúið þá tapað 900
miíljónum króna á ári.
Þjóðkirkjan
Ast yfir
sóknar-
mörk
,D.ýr
arsins
Gýmir
Gceðingurinn felldur
Gæðingurinn Gýmir var mikið í
fréttum eftir landsmótið á Hellu í
júlí en óprúttinn eigandi hans
dældi í hann deyfilyfjum og lét
hann hlaupa sárfættan á nrótinu. í
miðju hlaupi kubbaðist vinstri
framfótur Gýmis í sundur en hann
var svo dópaður að hann tók ekki
eftir því og hljóp bara áfram með
bútinn dinglandi. Strax eftir hlaup-
ið varð að fella gæðinginn og varð
þessi atburður til þess að nánara
eftirlit verður haft með lyfjagjöf
hrossa í framtíðinni og reglur um
ástand þeirra fyrir keppni teknar til
endurskoðunar.
Hofsboli
Bolinn synti á hafút
Hofsboli frá Hofi í Vatnsdal vildi
ekki enda á jólahlaðborðinu og tók
á rás þegar hann var leiddur til
slátrunar hjá Sölufélagi Austur-
Húnvetninga á Blönduósi. Bolinn
hljóp í sjóinn og synti á haf út og
hvarf sjónum manna í myrkrinu.
Skepnan fannst daginn eftir og var
grafinn með viðhöfn í heimahög-
um sínum.
Táta
Tík í tvígang ífréttum
Tíkin Táta vakti eiganda sinn þegar
eldur kom upp í húsi hans Sléttu á
Bergi í Keflavík 19. desember og
mátti hann þakka besta vini
mannsins fyrir að brenna ekki inni.
Táta var ekki fýrr sloppin úr þess-
ari eldraun fyrr en keyrt var á hana
og mátti hún þakka fýrir að sleppa
lifandi undan klóm brimfáksins.
Bauga
„Prestarnir gera það líka“ hét Tannlaus en tórir enn
sýning sem Sigurður Örn Brynj- Ærin Bauga á Leifsstöðum lifði sín
ólfsson teiknari hélt fyrir meira en 16. jól, tannlaus en við góða heilsu.
áratug síðan. Á henni voru teikn-
ingar af prestum að gæla við synd-
ina eða jafnvel bara á klósettinu. SÖB var líklega að benda okkur hinum
á að þrátt fyrir helga köllun og guðlegt hlutverk þá voru grey prestarnir
bara venjulegt fólk undir hempunni.
Þeir sem misstu af þessari sýningu á sínum fengu allan sanninn um að
SÖB hafði rétt fyrir um prestana í sumar, allavega hvað áhrærir þau séra
Gylfa í Grensási og séra Solveigu Láru á Nesinu. Þau urðu skotin þvert á
öll sóknarmörk og gegnum tvö brúðkaupsheit. En örin hitti ekki aðeins
hjartað á þeim tveimur heldur stóð föst í taugakerfinu á tveimur sóknar-
nefndum. Og titringurinn sem var því samfara skók hinna evangalísku
þjóðkirkju svo minnstu máttu muna að einhverjir hrykkju af lestinni.
Jafnvel biskupinn sjálfur, sem reyndi að róa öldurnar eins og lærifaðir
hans forðum, en fékk yfir sig hverja gusuna af annarri. Helstu óvinir
hans í klerkastétt hefðu viljað sjá á eftir honum ofan í hyldýpið eins og
Pétur forðum en hafandi enga hönd að grípa í varð þeim ekki að ósk
sinni.
En þetta mál ásamt öðrum óskunda sem reið yfir kirkjuna varð hins
vegar til að draga úr áhrifum biskups. Prestarnir urðu stóryrtari í hans
garð, minnugir samstöðuleysis hans í kjaradeilunni um árið. Þetta var
ekki ár biskups né kirkjunnar. Og ekki heldur prestanna ef því er að
skipta, nema þá helst þeirra tveggja fyrrnefndu.