Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Magnús Scheving er íþróttamaður ársins Mun jafiivel halda áfram að keppa Magnús Scheving er sjálfsagt einna vinsælastur íslenskra íþrótta- manna en hann er ekki einungis af- reksmaður heldur hefur hann lag á því að glæða það sem hann kemur nálægt með sjaldgæfum persónu- töfrum líkt og Jóni Páli heitnum var lagið. Hann varð Evrópumeist- ari og kom heim með silfrið af heimsmeistaramótinu í þolfimi á ár- inu og lýsti því jafnframt yfir að hann hefði ákveðið að hætta keppni. Hver er mikilvœgasti áfanginn á árinu? „Ég veit ekki hverju ég á að svara. Ég hef aldrei farið neðar en í annað sætið. Og að ná yfir níu í heims- meistarakeppni er frábær árangur sem ég er mjög stoltur af.“ Ertu enn staðráðinn í að hcetta keppni? „Núna er ég ekki staðráðinn í því. Núna er ég kominn inn í ISÍ og þá hafa forsendurnar breyst. Ég er bú- inn að standa í þessu sjálfur hingað til og það hefur verið erfiðara að komast á mótin en keppa. Núna er þetta viðurkennt sem íþrótt og það íéttir mér róðurinn ef ég vil halda áfram keppni." Ætlarðu að freista þess að reyna aftur að ná í heimsmeistaratitilinn? „Ég veit það ekki og vil ekki svara því strax en það er verið að reyna að koma þolfimi inn í Ólympíuleikana og það yljar mér aðeins að hugsa til leikanna árið 1996.“ Fjárhagslegt hrun Er bjart framundan í íþróttalífmu á nœsta ári? „Ég er með efnilega krakka í þjálf- un og þau eru betri en ég var upp- haflega. Þolfimin á bjarta framtíð fyrir sér ef það er haldið rétt á spil- unurn. Ég er líka með hóp unglinga sem sýnir leikfimi en allir hafa átt kost á því að komast í þennan hóp sem vilja. Slíkar sýningar hafa ekki verið hér á landi síðan á sjöunda áratugnum og ég er stoltur af þessu og bjartsýnn fyrir hönd krakkanna. En hvað varðar íþróttirnar almennt þá held ég að það eigi eftir að draga til tíðinda í fótboltanum. I mörgum félögum blasir við fjárhagslegt hrun og flótti leikmanna yfir í önnur lið. Þegar peningar eru komnir í spilið og það er hægt að kaupa sigur riðlast allt kerfið og menn Serjast ekki til sigurs í sínu félagi heldur fara þang- að sem fjármagnið er. Þetta er þó óhjákvæmileg þróun enda hafa okk- ar sterkustu leikmenn unnið mjög óeigingjarnt starf. En ég held að við eigum eftir að ná árangri í ólympískum lyftingum og okkar sterkasta íþróttaefni er Guðmundur Stephensen borð- tennismaður en hann á eftir að ná mjög langt.“ Stór mót framundan En hvert er mikilvœgasta verkefnið hjá þérá árinu? „Ætli það sé ekki að byggja upp þolfimi innan ÍSl og mína stöðu í greininní. Efég tek þá ákvörðun um að keppa eru stór mót framundan, heimsmeistaramót í París, Evrópu- mót í Sófíu og fleiri mót, auk þess sem ég þarf að kenna víða og í mörgum löndum bæði á Spáni og annars staðar.“ Við höfum ákveðið að útnefna þig sem íþróttamann ársins? „Mér líst mjög vel á það og þakka innilega fyrir þann heiður. Fjölmiðl- ar hafa brugðist vel við og komið þolfiminni á. Við byrjuðum seint hérna heima en á móti kemur að Is- lendingar eru gífurlega snöggir að taka við sér þegar þeir vilja það við hafa,“ sagði Magnús Scheving að lokum. -ÞKÁ Jóhannes er Verkalýðsleiðtogi ársins Við erum í fram boði allan ársins hring Nú þegar það er staðreynd við upphaf nýs árs að verðbólgan er á núlli er kannski fyrst hægt að tala um raunverulegar kjarabætur. Sá sem á kannski einna mestan þátt í því að halda verðlagi á matvöru niðri, sem er stór liður í þessu öllu saman, er Jóhannes Jónsson sá rauðskeggjaði spúttnik í matvöru- kaupmennskunni. „Það er auðvitað stórkostlegt réttlætismál fyrir þá sem eru að halda heimili að verðlagi sé haldið í skefjum. Þegar almenningur tekur manni jafn vel og það hefur sýnt sig með Bónus verður þetta hugsjón," sagði Jóhannes í Bónus. „Ég held að verslunin í heild hafi tekið á með stjórnvöldum til að halda niðri verðbólgu en stjórnvöld hafa ekki tekið jafn vel á með sjálf- urn sér. Það er öllum fýrir bestu að launahækkanir verði ekki því um leið og það hækkar hleypur það út í verðlagið og úr verður sá skrípa- leikur sem kemur engum til góða. Ég hef trú á að því að þessi leið verði farin áfram. Það er enginn stjórnmálamaður svo óábyrgur að fara þá leið að sleppa öllu lausu. Þetta þarf að haldast í hendur.“ munum vinna ötullega á sömu braut,“ sagði hinn glaðbeitti Jó- hannes í Bónus að lokum. ■ Það var á sýningu varðandi kristilegt útvarp og sjónvarp í Bandaríkjunum sem Eiríkur Sig- urbjörnsson, sjónvarpsstjóri á Omega, hitti predikarann Benny Hinn. „Ég sagði honum að við hefðum haft þætti hans til sýningar og hann brást glaður við.“ Samræð- unum lyktaði þannig að Benny Hinn bað Eirík að útvega stærsta samkomuhús sem væri fáanlegt á íslandi og þann 21. ágúst kom hann hingað og hélt vakningarsamkomu í Kaplakrika við mikla aðsókn. „Um fjögur þúsund manns sóttu samkomuna en mörg þúsund urðu frá að hverfa,“ sagði Eiríkur. „Það var glás af fólki sem fékk snertingu frá guði og mikla blessun og sumir hverjir fengu lækningu. Ég þekki fólk sem var með blóð- sjúkdóma og læknaðist og frægt varð dæmið urn litla drenginn sem átti að skera í hnéð en eftir blessun Bennys varð hann alheill. Auk þess voru á samkomunni hjón með ungan dreng sem hafði fæðst með hjartagalla og þurfti að nota gang- ráð. I dag er gangráðurinn hins Hungur og Þorsti í trúna „Ég myndi segja að þessi sam- koma hafi verið það merkilegasta sem gerðist í trúmálum á árinu og hún vakti gífurlega athygli. Fyrir utan umfjöllun sjónvarps og út- varps voru skrifaðar sextíu blaða- greinar um samkomuna en henni hefur nú verið sjónvarpað um öll Bandaríkin og víðar og það er gíf- urleg landkynning. Benny Hinn og þeir sem fylgdu Eiríkur Sigurbjörnsson er Trúmaður ársins Maðurinn sem flutti inn vegar óþarfur. Það voru fjölda- margir aðrir sem fengu lækningu og þeir voru fleiri sem upplifðu mikla uppörvun og blessun. Móðir mín sem er astmaveik og hefur gengið í gegnum miklar þrengingar fékk stórkostlega blessun og ég sjálfur sem hef verið frelsaður í 20 ár hef aldrei upplifað aðra eins blessun.“ Benny Hinn setti ekki upp að- gangseyri að samkomunni. „En við huðum fólki að láta fé að hendi rakna í þakklætisskyni og það brást vel við því.“ Benny Hinn honum hingað voru undrandi á því hvað þeir fengu hlýjar móttökur en þeir héldu að íslendingar væru harðir og innilokaðir en það sem þeir ráku sig strax á var gífurlegt hungur og þorsti í trúna.“ Núna er Benny Hinn með vakn- ingarsamkomur á sjónvarpsstöð- inni Omega kvölds og morgna og Eiríkur segir dæmi um að fólk hafi læknast heima í stofu við að fylgjast með prédikaranum. Prentari fær heyrn „Ég veit um heyrnarsljóan prent- ara sem sat og fylgdist með því heima í stofu þegar Benny Hinn bauð fólki að leggja hendur á veika og auma bletti á líkamanum og biðja með sér. Að lokinni bæninni stökk prentarinn upp með tárin streymandi niður kinnarnar og lækkaði niður í sjónvarpinu. Hann hafði fengið lækningu. Það er mikil neyð í landinu og við fáum mikið af hringingum til okkar á sjónvarpsstöðina frá fólki sem er í þrengingum og sumt af þessu fólki hefur hringt aftur þegar Við erum allir vinnumenn Sigga Dóra er Menningarviti ársins En hvernig líst þér á að vera út- nefndur Verkalýðsleiðtogi ársitis? „Mér líst bara vel á það, ég á marga vini sem eru verkalýðsleið- togar, ágætis menn. Og við erum líka allir vinnumenn í einhverjum skilningi.“ En hefur þig aldrei langað til að fara út ípólitík? „Ég rek mína pólitík í gegnum Bónus og verslunin er í framboði og kosin alla daga, þess vegna verð ég að halda vöku minni ólíkt stjórnmálamönnum, sem fara fram á fjögurra ára fresti. Ég held að það væri öllum fyrir bestu ef það væri hægt að halda áfram á sömu braut með stöðugu verðlagi, engri verðbólgu og óbreyttum launum, en það þarf að hífa upp þá lægst launuðu og það má gera í gegnum skattakerfíð.“ En hvernig leggst nýja árið íþig að öðru leyti? „Það er bjart framundan og við Flutti Reykjavik til Vopnaíjarðar Sigríður Dóra Sverrisdóttir, eða bara Sigga Dóra eins og hún er jafnan kölluð, tók það upp hjá sjálfri sér að flytja menninguna til Vopnafjarðar þar sem Vopnafjörð- ur gat ekki flutt sig til Reykjavíkur í hvert sinn sem íbúarnir þurftu andlega upplyftingu. Það byrjaði þannig að á síðasta ári hafði Sigga frumkvæði af því að kaupa heila leiksýningu og setja upp á Vopna- firði en síðan hefur bænum vaxið ásmegin jafnt og þétt og menning- armálanefndin sem hún veitir for- stöðu hélt vorhátíð nú í ár þar sem söngvarar frá Vopnafirði og úr Reykjavík leiddu saman hesta sína og Svanur Kristbergsson flutti ljóð sín. Sigríður var einnig fram- kvæmdastjóri Vopnfirðingadaga nú í sumar, en þeir voru tíu talsins og var fylgt úr hlaði með sýningu á verkurn Errós en það var áður en sýningin var í Reykjavík og Stefán frá Möðrudal, sá kunni naívisti sem er nýlega fallinn frá sýndi verk sín og dvaldi á heimaslóðum í góðu yf- irlæti en um ferðina og Stefán var gerð sjónvarpsmynd sem verður sýnd í sjónvarpinu nú í marsmán- uði. Auk þessa var farið á söguslóð- ir og áhugasamir fóru í heljarlang- an göngutúr sem tók ellefu klukku- stundir. Auk þess var fenginn leik- ari úr Þjóðleikhúsinu til að setja upp götuleikhús með börnum. Að lokum var stiginn dans á land- námsjörðinni. Sigga skipulagði einnig bókmenntakynningu nú fyr- ir jólin er þar mættu 140 manns til að hlusta á 7 höfunda lesa úr verk- um sinum. Draumurinn er sagnanökkvi MORGUNPÓSTURINN hringdi í Siggu Dóru þar sem hún var að störfum í leikskólanum og spurði hvað henni fyndist hafa verið merkiiegast á árinu í menningar- málum. „Ég sé auðvitað ekki nema brot af því sem stendur til boða í Reykja- vík af eðlilegum ástæðum," sagði Sigga Dóra. „En ég sá uppfærsluna á Snædrottningunni og fannst hún mjög góð. Það var einnig mjög merkilegur atburður að Kristján Jóhannsson skyldi koma hingað og syngja fyrir Islendinga og kannski merkilegast að hann skyldi ekki snúa við og skella dyrunum á eftir sér þegar honum var sýndur þessi dónaskapur. Það hefði ég gert.“ En hvaðfinnst þér brýnast að gera á.nýju ári? „Ég vil sjá að það verði jafn vel hugað að útbreiðslu íslenskrar menningar á landsbyggðinni og að útflutningi hennar til annarra landa. Það þarf aukið fjármagn til að efla menninguna og breiða hana út um landið og minn draumur er heljarmikill sagnanökkvi sem yrði rúta með rithöfundum og tóníist- armönnum, myndlistarmönnum auk listfræðinga til að fræða okkur um það sem er að gerast í myndlist. Þessi rúta myndi síðan fara um landið og eyða einum degi í hverju einasta þorpi. Áhöfnin á Sagna- nökkvanum gæti verið breytileg og sjálfsagt að gefa sem flestum tæki- færi. Það nrá jafnvel hugsa sér að efna til samkeppni að einhverju tagi í bæjunum sjálfum, um þá leikþátt, sem síðan yrði fluttur af atvinnu- fólki,“ sagði þessi atorkusami menningarfrömuður þeirra Vopn- firðinga. -ÞKÁ m aðstæður þess hafa batnað og Ijóst er að fyrirbænir okkar hafa borið árangur." Þúsundir munu frelsast Það eru mjög bjartar horfur og það verður mikil andleg vakning árið 1995,“ segir Eiríkur. „Þúsundir af fólki munu snúast til lifandi trú- ar á krist. Ég er í söfnuðinum Orði lífsins en það er rnjög indælt lítið samfélag sem á eftir að verða öflugt á nýja árinu. Við erum venjulegt fólk í þessum söfnuði nteð húmor og gerurn mistök eins og aðrir. Það hefur komið mörgum á óvart hvað við erum í raun eðlileg. Það eina er að það er ekki veggur á milli okkar og guðs,“ sagði þessi bjartsýni kristniboði að lokum. Síðast en ekki síst er ljóst að ekki spillir það fyrir öflugri trúarvakningu að Benny Hinn mun fylgja vinsældum sínum á Islandi kröftuglega eftir með þremur vakningarsamkomum á nýja árinu, nánar tiltekið í júlí. -ÞKÁ I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.