Helgarpósturinn - 15.06.1995, Page 3

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Page 3
4- FIMmTUDAGu R15“ U N nr995 Framganga EvjÓLFS Sveins- SONAR sem framkvæmda- stjóra DV hefur vakið tölu- verða athygli ekki síst þegar hann ákvað að spara 8 milljónir króna með brotthvarfi ritstjór- ans Ellerts B. Schram og frétta- stjórans Guðmundar Magnús- SONAR. Markaðsvæðing blaðsins heldur nú áfram því SVAVA GröNDFELD hefur nú verið ráð- inn ritstjórnarfulltrúi blaðsins. Svava var markaðsstjóri blaðs- ins lengi vel en fór síðan til Bandaríkjanna í markaðs- og fjölmiðlanám. Með ráðningu hennar er gert ráð fyrir að markaðstengja ritstjórnina en hún mun einnig eiga að leysa af í fréttastjórn blaðsins. Hún er þegar farin að sitja ritstjórnar- fundi blaðsins en mun væntan- lega leysa JÓNAS Haraldsson og Elías Snæland Jónsson af þeg- ar fram líða stundir. Af þeim þremur söngleikjum sem verða settir upp í Reykjavík í sumar hafa þegar verið ákveðnir frumsýningardagar á tveimur: Söngleikurinn Jósep og hans undraverða skrautkápa verður frumsýndur í Tjarnarbíói þann 9. júlí en það er Ferðaleikhúsið sem setur hann upp og söngleikurinn Jesus Christ Superstar sem aðilar tengdir Borgarleikhúsinu standa að, verður frumsýndur 14. júlí. Þess má geta að æfingar á þeim síðarnefnda eru vel á veg komnar og er þess að vænta að í lok vikunnar fari að heyrast lög af væntanlegri plötu á útvarpstöðvunum. Frumsýningardagur hefur hins vegar ekki verið endanlega ákveðinn á Rocky Horror Picture Show í Héðinshúsinu en samkvæmt upplýsingum PÓSTSINS verður frumsýnt skömmu eftir 20. júlí. Nýlega var gengið frá ráðningum í aukahlutverk Rocky Horror. Af þeim 250 manns sem mættu í opna prufu hafa 13 á aldrinum 16 til 30 ára verið ráðnir til þess að syngja í kórnum. Þótt það fólk sé með öllu óþekkt eru þó margt hámenntað dans- og söngfólk þar að finna. Þá má geta þess að liðsmönnum Lofts hefur bæst við ElíN HELGA SVEINSBJÖRNSDÓTTIR dansari úr Hárinu frá því í fyrra... \ r hfttOMBl'CKAm gevalia káff.f 5 00 o JJ J KÓLÓMBÍUKAFFI Afburða ljúffengt hreint Kólombíukaffi með kröftugu og frískandi bragði. Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess. Kólombíukaffi var áður í hvítum umbúðum. MEÐALBRENNT Einstök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. GE IU Im ii ■, E-B KYÍiti Hf-rtibtinla f>rir sjðlf»irk«r Imfllkðiumr. GEVALIA K U’I- I S»» E-BRYGG sérblanda Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikönnur í huga. Aðeins grófara, bragðmikið og ilmandi. MAXWELL IIOUSE Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. HOffí- GEVAUA -Það er kaffið! todtanrouat Kajjt Klsa/ittt Itt ktlo ■ I FJOLNIR VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR SVEIGJANLEIKINN ER FORSENDA ÁRANGURS STRENGUR hf. - í stöðugri sókn Stórhöföa 15, Reykjavík, sími 91 -875000 3viðtal ERFLOKKS- FORYSTAN STRAX BÚIN AÐ TEMJAÞIG EINAR ODDUR? „Ég hef alltaf verið rosa- lega hollur flokksmaður, en það þýðir ekkert fyrir menn að vera að snúa út úr ummælum mínum við aðra umræðu út af fisk- veiðimálinu, það er bara út í hött. Það er ekkert verið að temja einn eða neinn, það sem ég sagði var ein- faldlega tekið úr sam- hengi. Við skulum hlusta á þriðju umræðuna. Einar Oddur Kristjáns- son alþingismaöur sagðist greiða um- deildu fiskveiðifrum- varpi atkvæði sitt „af tillitssemi" við flokks- félaga sinn Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. Fyrir kosning- ar hafnaði hann alfarið stefnu hins sama Þor- steins í sjávarútvegs- málum. -t”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.