Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 10
IU ARFRA HVARFI VALGEIRS Valgeir hvarf frá heimili sínu skömmu eftir miðnætti þann 19. júní 1984 og hefur ekki sést síðan svo sannað sé. Kvöldið áður hafði Valgeir set- ið heima hjá sér og verið að teikna. Um miðnættið sofnaði sambýlingur hans og þegar hann vaknaði var Valgeir horf- inn. Sjónvarpið var þá í gangi og öll Ijós kveikt en reiðhjól Valgeirs var horfið. Leit hófst þó ekki fyrr en um mánaða- mótin en það var einkum fíkni- efnadeild lögreglunnar sem rannsakaði hvarfið. Málið fór síðan til RLR í ágúst og er þar enn. Rannsókn hefur legið niðri frá síðasta hausti og heimildir innan lögreglunnar hafa sagt að í raun sé bara formsatriði að málinu hafi ver- ið haldið opnu. Þar hafi lítið sem ekkert verið unnið í mál- MISHEPPIUAÐ SMYGL Rannsókn lögreglunnar beindist fljótlega að fyrirætlun- um um stórfelldan innflutning á amfetamíni mánuðina fyrir hvarfið. Vitað er að Valgeir fór til Hollands i lok nóvember 1993 til þess að kaupa 1 til 1,5 kíló af amfetamíni en kom tómhentur til baka við litla hrifningu fjármögnunaraðila. Valgeir var kominn í skuld við fíkniefnasala ytra og ertalið að þeir hafi tekið peningana upp í skuld en sjálfur hélt hann því fram að hann hefði verið rændur. Einnig er mögulegt að hann hafi sjálfur notað pen- ingana eða efnin í eigin neyslu. Valgeir fór aftur út í desember og við heimkomuna var stúlka, burðardýr hans, tekin með 267 grömm af am- fetamíni, eða hluta af því sem koma átti í fyrstu ferðinni. MORÐHÓTANIR Sá sem fjölskylda Valgeirs og lögreglan grunaði helst var fjármögnunaraðili innflutn- ingsins og stóð í hótunum við Valgeir. I tvígang hið minnsta fór Valgeirtil Hollands árið sem hann hvarf en tókst ekki að koma amfetamíni til baka. Valgeir og sá ætluðu meðal annars að hittast daginn fyrir hvarfið til þess að „settla mál- ið". Þessi aðili fór eftir hvarfið á heimili Valgeirs og tók minn- isbók Valgeirs og reif allt úr henni fram að 19. júní áður en hann skilaði henni. Einnig stóð hann í hótunum við kunningja Valgeirs eftir hvarfið hvort sem það bendir til sektar eða sak- ieysis. Hinn grunaði var vold- ugur og í góðum samböndum í Hollandi að mati lögreglunn- ar en hafði farið halloka síð- riiviivi i uuMuun 13. jum 1 1 Valgeir Víðisson á mjög langan afbrotaferil að baki og fíkniefnamálin hófust við 15 ára aldur. Hann var um tíma umsvifamikill sölumaður en síðustu tvö árin lá leiðin hratt niður. Undir lokin var hann mjög djúpt sokkinn og hafði skapað sér óvild fjölmargra. Það er samdóma álit allra sem rætt hefur verið við vegna þessa máls að Valgeir hafi verið myrtur vegna viðskipta hans í fíkniefnaheiminum. Hann hafði lengi verið umfangsmikill í sölu fíkniefna, stór milliliður með því að kaupa fíkniefni í stórum skömmtum af innflytjendum og selja áfram til smásala, en einn- ig flutti hann sjálfur inn efni og seldi beint til neytenda. Annars staðar á opnunni eru síðustu mánuðir Valgeirs raktir og þau fíkniefnamál sem hann tengdist þá. Valgeir skuldaði voldugum mönnum í fíkniefna- heiminum stórfé, bæði hér heima og erlendis og er talið fullvíst að það tengist hvarfi hans. PJÚPT SOKKIIVIIVI I EITURLYF Undir það síðasta var Valgeir kominn í mjög harða fíkniefna- neyslu. Hann hafði reyndar ver- ið lengi í neyslu og sölu og lög- reglan telur að hann hafi verið mjög umsvifamikill 1991-1992. Þá lifði hann mjög hátt en eftir það lá leiðin hratt niður á við. Lögreglan hafði öruggar heim- ildir fyrir heróínneyslu hans í Amsterdam og hér heima var hann þekktur sprautunotandi með tilheyrandi lyfjanotkun. Að auki þjáðist hann af banvænum lifrarsjúkdómi sem stafaði af sprautunotkuninni. Undir það síðasta bjó Valgeir á Laugavegi 143 í kjalíaraholu ásamt öðrum sprautunotanda og konu í mik- illi neyslu. Valgeir var á þessum tíma orðinn vel þekktur í fíkniefna- heiminum og í slagtogi við vafa- sama aðila. Sem sölumaður hafði hann slæmt orð á sér und- ir það síðasta. Meðal annars fékk hann spítt sem hann blandaði til heíminga og skilaði aftur. Með Jjví skapaði hann sér óvild þess manns og kaupenda þeirra beggja. Þá hefur verið nefnt að vigt og gæði hafi ekki verið upp á það besta, bindindi ekki virt og hann hafi komið ungu fólki á nálina. Fjölmargir töldu sig því svikna í viðskipt- um við Valgeir. . Storskuldu FPR ILLA UT UR FIKIUIEFIUUM Valgeir Víðisson er fæddur 11. júlí 1964 og hefði því orðið þrí- tugur hálfum mánuði eftir hvarf- ið. Lengi vel bjó hann með föður sínum og vann tilfallandi störf en þó ekki reglulega. Þeir sem til þekkja segja að hann hafi að mestu haft lifibrauð sitt af sölu fíkniefna. Um tíma braskaði hann með bíla, seldi veiðimönn- um ánamaðka á sumrin og greip svo annað veifið í störf sem buð- ust. Sem unglingur var hann um skeið í Eyjum og stundaði þá sjó um tíma. Um það leyti sem sonur hans fæddist vann hann heilan vetur við beitingar í Kópavogi. Hann vann þá vel og hafði losað sig mikið til úr fíkniefnaviðskipt- um. Einnig hafði hann unnið eitt- hvað við húsaviðgerðir. Á unglingsárunum og fram yfir tvítugt tilheyrði Valgeir klíku sem var á kafi í neyslu fíkniefna. Flestir þeirra eru hættir neyslu en einn þeirra fullyrðir að Val- geir hafi farið í meðferð á Vogi fyrir nokkrum árum. Honum hafi þó ekki verið mikil alvara með því heldur hafi hann verið að ná sér niður eftir mikla neyslu. Valgeir var lágvaxinn og hæg- látur framan af. Flestum ber saman um að hann hafi átt erfitt uppdráttar og fíkniefnin hafi ver- ið hans leið frá vandanum. Með tímanum sökk hann dýpra í neysluna og fór að umgangast vafasamara fólk. Hann fór illa út úr neyslunni og með tímanum varð hann sífellt erfiðari í skap- inu. Hann fór lítið út á meðal fólks og var lítt áberandi í undir- heiminum en allir vissu hver hann var. Valgeir Víðisson. Afbrot hans tengd fíkniefnum hófust við 15 ára aldur en um tíma varð hann mjög stór á markaðin- um og lifði hátt. Síðustu misserin sökk hann í mikla neyslu með tilheyrandi fjárþröng og skapaði sér óvild fjölda aðiia undirheimanna. LAIUGUR ABROTAFERILL Valgeir á langan afbrotaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur. Flest tengjast þau neyslu fíkni- efna, innflutningi þeirra og sölu. Auk þess hefur hann orðið upp- vís að þjófnuðum og fleiri afbrot- um. Fjöldi afbrotanna hleypur á nokkrum tugum en dómar og dómsáttir eru færri enda dæmt samhliða í mörgum málum. Sam- tals hefur Valgeir verið dæmdur óvinsæll sölumaður undir lokin 226 skammta af LSD. Við yfir- heyrslur vísaði hann einnig á 670 skammta til viðbótar af LSD sem hann hafi póstlagt í Amsterdam og sent heim. Jafnframt upplýsti hann að Valgeir og kunningi hans hefðu átt megnið af sýrunni eða 600 skammta sem þeir hefðu fjármagnað. Við húsrannsókn hjá Valgeiri fundust auk þess 8,6 grömm af hassolíu og ýmis áhöld. Dómur féll í október 1986 og hlaut Valgeir eins árs fangelsi að frádregnum 5 gæsluvarð- haldsdögum. Fyrr á árinu hafði hann enn gengist undir dómsátt fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. FÍKIUIEFIVALEIÐAniGUR UM EVROPU í mars 1987 var höfðað mál á hendur Valgeiri við fimmta mann. Valgeir hafði ásamt tveimur félögum sínum keypt 70-75 grömm af amfetamíni í Rotterdam í júlí 1985. Efnið fluttu þeir til Spánar og seldu 15-20 grömm á Torremolinos. Þaðan var farið til Marokkó þar sem keypt voru 800 grömm af hassolíu og keypti Valgeir auk þess 60 grömm af hassi. Undir lok mánaðarins smygluðu þeir efnunum til Amsterdam og földu þau. Síðan réðu þeir tvö burðardýr um haustið til að sækja efnin en þau voru hand- tekin á Schiphol með 675 grömm af hassolíu, 106 grömm af hassi og 24 grömm af amfet- amíni. Ekki var hægt að dæma Valgeir og félaga fyrir þann þátt sem átti sér stað á Spáni og í Marokkó. Dómurinn var því að- eins 6 mánaða fangelsi. Frá þessum tíma hefur ekki verið kveðinn upp dómur yfir Valgeiri svo kunnugt sé og ekki fengust upplýsingar um hvort hann hefði gengist undir dóm- sáttir á undanförnum árum. En í júlí á síðasta ári var þingfest hjá Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur Valgeiri þar sem hann er sakaður um að hafa reynt að smygla 267 grömmum af amfet- amíni til landsins í desember 1993 auk þess að hafa í sjö skipti verið með fíkniefni í fór- um sínum. til fangelsisvistar í eitt ár og níu mánuði. Valgeir var aðeins 15 ára þegar hann komst fyrst í kast við lögin eða í ársbyrjun 1980. Þá gekkst hann undir dómsátt með sektar- greiðslu vegna þjófnaðar en ákæru var frestað skilorðsbund- ið til tveggja ára vegna ungs ald- urs. Síðar á árinu greiddi hann sekt vegna ölvunar á almanna- færi í Vestmannaeyjum. Fyrstu afskipti lögreglunnar af Valgeiri vegna fíkniefnamála voru árið 1981 þegar hann var 15 ára. Hann féllst á greiðslu sektar fyrir fíkniefnaneyslu. Þessi tvö brot reyndu ekki á áðurnefnt skilorð. Afbrotaferillinn hefst þó fyrst fyrir alvöru þegar Valgeir er ný- orðinn tvítugur eða á miðju ári 1984. Þá gekkst hann undir sátt vegna fíkniefnamála og tengdist fleiri afbrotum. Fyrsta fangelsis- dóminn hlaut Valgeir í ársbyrjun 1985 fyrir þjófnað. Dómurinn hljóðaði upp á eins mánaðar fangelsi en var skilorðisbundinn í þrjú ár. Nokkrum mánuðum seinna gekkst hann undir enn eina dómsáttina í formi sektar fyrir fíknefnaneyslu. UMTALSVERÐ FIKIUIEFIUASMYGL Valgeir var tvítugur þegar hann var dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi í mars 1985. Ári áð- ur hafði lögreglan handtekið Val- geir með sex umslög af amfeta- míni og við húsleit hjá honum fundust 23 umslög til viðbótar með sama efni, 2 umslög af kóka- íni, tveir skammtar af LSD, 3 grömm af hassi og ýmis áhöld til fíkniefnaneyslu. Valgeir sat í gæsluvarðhaldi í 21 dag á meðan rannsókn fór fram. Við yfir- heyrslur viðurkenndi hann að hafa keypt 20 grömm af amfet- amíni og 3 grömm af kókaíni á Kanaríeyjum í desember 1983 og smyglað því til landsins í janúar. Þá blandaði hann 15 grömmum af mjólkursykri út í amfetamínið og sagðist hafa selt fimm grömm en sjálfur neytt kókaínsins. Hass- ið sagðist hann hafa keypt hér á landi en fundið sýruna á skemmtistað. Um svipað leyti varð Valgeir uppvís af öðru fíkniefnasmygli. í nóvember 1984 var kunningi hans handtekinn á Keflavíkur- flugvelli með 104 grömm af am- fetamíni, gramm af kókaíni og Víðir Valgeirsson hefur leitað sonar síns linnulaust í eitt ár. Allt bendir til sektar eins manns en ekkert er aðhafst. Nú vill hann finna líkið svo hægt sé að jarða það þannig að martröðin taki enda. „Allir í fjölskyldunni eru mjög daprir yfir þessu og finnst það algjör martröð að ekkert gangi. Við höfum ver- ið að leita og leita en þessari martröð linnir ekki fyrr en eitthvert svar fæst,“ segir Víðir Valgeirsson en ekkert hefur spurst til sonar hans, Valgeirs Víðissonar frá því að hann hvarf fyrir ári síðan. OMURLEG BIÐ „Þetta er búin að vera mjög erfið bið fyrir okkur öll og í raun alveg ömurleg. Erfiðast var kannski að skýra þetta fyrir sjö ára gömlum syni Valgeirs. Ég fór með honum niður á lög- reglustöð þar sem þeir ræddu við hann og reyndu að útskýra leitina og að hann væri kannski dáinn. Það kom líka prestur heim sem ræddi við hann og ég gat leitað til lögregiunnar þegar það var erfitt hjá honum. Það er svo erfitt að skýra út fyrir svona litlum krökkum. Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir hann. Það er agalegt að missa pabba sinn.“ Víðir segir að lögreglan í Reykjavík hafi verið hjálpleg. Þeir hafi boðið upp á áfallahjálp og hann hafi rætt bæði við prest og sálfræðinga. „En ég held að ég hafi ekki grætt mikið á því. Ég hef verið á kafi í þessu máli og því ekki haft tíma til að taka þetta út. Það getur verið að áfallið eigi eftir að koma þótt það hafi verið mjög erfitt hjá mér á köflum. Það er svo ömur- legt að lenda í svona. Fólk held- ur alltaf í vonina og maður vill finna sinn aðstandanda svo maður geti jarðað hann. Þá veit maður alla vega hvar hann er niðurkominn. Verst er að þetta er af mannavöldum og það er verið að fela líkama mannsins.“ ALLT BEIUDIR A EIIUIU MAIVIIU Víðir segir að ekkert hafi í raun komið fram sem skýri hvar Valgeir sé niðurkominn. Það sé hins vegar alveg öruggt að hon- um hafi verið fyrirkomið eins og hann taldi reyndar frá upphafi. Víðir segist frá upphafi hafa grunað sama manninn um að vera valdur af hvarfinu. Sá viti allt um málið hvort sem hann hafi fyrirkomið honum sjálfur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.