Helgarpósturinn - 15.06.1995, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Qupperneq 15
HwOHlS FIMMTu DaGu R15“ Ú N nr995 V 11. Hefur þú trú á því að Kristján Jóhannsson stórtenór sé jafnmagn- adur elskhugi og hann heldur sjálfur fram? Já: 44% Nei: 56% Meirihluti þátttakenda var ekki á því að Kristján væri líkleg- ur til stórafreka milli rekkjuvoð- anna, en þó var þessi meirihluti ekki mjög afgerandi. Konurnar voru öllu tortryggnari á færni Kristjáns í hvílubrögðum, 62 prósent trúðu ekki að hann væri kyntröll, en 47 prósent karlanna trúðu hins vegar sögum kyn- bróður síns. Einn þeirra rök- studdi trú sína með þeim orðum að Kristján væri „sannur Akur- eyringur" og annar hafði enga trú á því að Kristján færi að monta sig af þessu ef þetta væri ekki rétt. „Nei, hann er afleitur,“ svaraði ein kona og virtist tala af einhverri reynslu og annarri fannst vaxtarlagið ekki gefa mikla færni til kynna: „Nei, hann er svo þungur á sér.“ 12. Hvort vildir þú frekar fara í rúmid meo Björk eda Emiliönnu Torrini? Emilianna Torrini er greini- lega sjóðheit í huga íslenskra karla þessa dagana. Hún varð fyrir valinu hjá 59 prósent karl- kyns þátttakenda í könnuninni og skaut þar með Björk ref fyrir rass, en 41 prósent karla vildi frekar megastjörnuna. Þetta snerist hins vegar við hjá kven- þjóðinni en 62 prósent þeirra vildu fara í rúmið með Björk á móti 38 prósent með Emiliönnu. Mikill áhugi kvenna á Björk tryggðu henni meiri vinsældir en Emiliönnu því þegar á heild- ina litið vilja 52 prósent að- spurða sofa hjá Björk en 42 pró- sent Emiliönnu. Rökin fyrir valinu voru æði mismunandi. Þannig sagðist einn sem valdi Emiliönnu ekki treysta konum sem æfa karate. Og annar vildi Björk, „því það væri miklu flottara að segja frá því.“ Nokkuð margir þátttakend- ur af báðum kynjum gátu hins vegar ómögulega gert upp á milli þeirra og vildu komast í bólið með þeim báðum, jafnvei á sama tíma. Þess má geta að bæði kyn voru beðin um að svara þessum lið og gátu konurnar litið svo á að um afarkosti væri að ræða. 13. Hvort viidir þú frekair fara í rúmið með Agli Ólafssyni eða Pali Hósinkrans? Egill Ólafsson sigraði hinn unga kollega sinn Pál Rósin- krans með miklum yfirburðum hjá báðum kynjum í þessari kosningu. 72 prósent karla völdu Egil umfram Pál og 70 pró- sent kvenna. Þegar á heildina er litið vildu því 71 prósent allra fara í rúmið með Agli en aðeins 29 prósent aðspurða með Páli. Eins og hér að ofan gáfu menn sér mismundandi ástæður fyrir valinu. Þannig sagðist einn karl vilja Egil, „því þá myndi Tinna kannski slást í hópinn.“ Annar vildi Egil „þegar hann er ekki með skeggið, annars rispar hann.“ Þá virtist einn skelfast það orðspor sem fer af kyngetu Egils og svaraði: „Með Páli, af því hann virðist frekar mein- laus.“ Konurnar vildu Egil vegna „reynslunnar" og af því að hann er „eini íslenski popparinn sem hefur sex-appeal.“ Þá voru nokkrar sem vildu þá báða upp í til sín í einu. Þess má geta að bæði kyn voru beðin um að svara þessum lið og gátu karlarnir litið svo á að um afarkosti væri að ræða. 14. Eiga Studmenn ad taka upp þrádinn að nýju? Já: 42% Nei: 58% Ekki fékkst nú meirihluti fyrir upprisu Stuðmanna en margir eiga greinilega hlýjar minningar frá tilvistardögum þeirra. Nokkr- ir vildu fá að orna sér eitthvað áfram við þessar minningar og sögðu ekki kominn tíma á endur- komu þeirra strax en vildu engu að síður sjá þá sameinaða ein- hvern tímann aftur. 15. Hvor er flottari á svidi Helgi Bjöms eða StebbílHilmars? Mjög miklum meirihluta að- spurðra finnst Helgi Björnsson sýna flottari tilburði á sviði en Stefán Hilmarsson. Hlutföllin skiptust þannig að 78 prósent fannst Helgi flottari en Stefán. Voru karlar og konur mjög sam- mála í þessum efnum. Helst voru það furðulegir kippir Stef- áns á sviðinu sem fóru í taugarn- ar á fólki en einn taldi honum þá til tekna og sagði að Stebbi væri flottari af því að hann væri „svo spastískur“. Helgi þykir hins vegar ódrepandi töffari og líkja menn honum jafnvel við stærstu hetjur dægurlagasögunnar: „Helgi, af því hann er eins og Jagger." Einhverjir fýlupúkar neituðu að svara spurningunni og gáfu eftirfarandi ástæður fyrir þeirri cifstöðu: „Báðir jafn hallærisleg- ir.“ „Þeir eru báðir hræðilegir." „Vondur, verri.“ og „Come on“. 16. Ef þú mættir vera ís- lensk poppstjama í eina nótt, hver vildir þú vera? Karlar: Björk 22% Egill Ólafsson 15% Helgi Björns 7% Stebbi Hilmars 7% Bubbi 5% Sigga Beinteins 5% 5 prósent aðspurðra höfðu engan áhuga á því að vera popp- stjarna eina nótt. Aðrir sem voru nefndir en fengu minna en 5 % voru: Dr. Gunni, Emilianna Torrini, Jónas Sen, Raggi „sót“ Gunnarsson Skriðjökull, Páll Banine, Bjöggi Haildórs, Haukur Morthens, Herbert Guðmunds- son, Davíð Magnússon og Páll Óskar. Það er athyglisvert hve stór hluti karla vill vera Björk. Það má kannski skýra með þeirri staðreynd að Björk er mega- stjarna og vilja menn eflaust fá að prófa að baða sig upp úr at- hygli sem slíkar hetjur fá. Næst flestir karlar vildu vera Egill Ól- afsson, en það virðist fyrst og fremst mega þakka hverri hann er giftur. Þannig sagði einn: „Eg- ill Ölafsson. Tinna Gunnlaugs er svo helvíti sexý.“ Og annar: „Nótt með Tinnu væri ekki slæm svo ég segi Egill.“ Og sá þriðji „Egill Ólafs, bara til að geta sofið hjá Tinnu.“ Margir fleiri nefndu Egil vegna Tinnu en svör þeirra voru ekki prenthæf og voru því ritskoðuð. Nokkrir vildu vera Stebbi Hilmars. Einn graður vildi vera í hans sporum „eftir gott sveitaball.“ en annar, sem aug- sýnilega fyllir ekki flokk aðdá- enda Stefáns, sagði: „Stebbi Himars og nota tækifærið og hætta í bransanum.“ Konur: Björk 46% Davíð Magnússon 8% Rúnar Júlíusson 8% Bubbi 8% Sigga Beinteins 8% Vildu ekki vera poppstjarna 8% Aðrar stjörnur sem konurnar nefndu en fengu undir 5 prósent voru meðal annars: Hallbjörn Hjartarson, Kristján Jóhanns- son, Stebbi Hilmars, Emilianna Torrini, Sigga Beinteins og Páll Óskar. Afgerandi stærstur hluti kvenna vill vera Björk í eina nótt. Virtist ríkidæmi söngkon- unnar spila þar töluverða rullu. Ein sagði „Björk af því hún er milljónamæringur.“Önnur: „Hún er sæt og á mest af peningum.“ Og sú þriðja orðaði þetta beint út: „Björk, eða bara að fá lánað Visakortið hennar.“ 17. Hver er best kiæddi popparinn? Karlarnir: Egill Ólafsson 27% Davíð Magnússon 8% Björgvin Halldórsson 8% Helgi Björnsson 5% Aðrir sem voru nefndir en fengu undir 5% atkvæða, voru meðal annars: Jakob Frímann Magnússon, Bjarki í Lipstick, Rúnar Júlíusson, Bubbi, Óttar Proppé ( sem Prófessor Pimp). Það þarf ekki að koma á óvart að Egill Ólafsson sigrar hér með miklum yfirburðum. Hann er ávallt smart, snyrtilegur og vel til fara og fylgist einnig vel með nýjum trendum. Davíð Magnús- son, gítarleikari Bubbleflies, skorar ágætlega og deilir öðru til þriðja sætinu með hinu mið- aldra poppgoði Björgvini Hall- dórssyni. Þeir félagar gætu þó varla verið ólíkari í tauinu, Dav- íð með breskt „indie“ popp lúkk í skateboardskóm og með bux- urnar niður á hné, en Björgvin í topp merkja fatnaði. Þá þykir Helgi Björnsson hafa ágætis „lúkk“ en menn eru þó mishrifn- ir af því eins og sést í lið 18. Konurnar: Björk 43% Emilianna 16% Andrea Gylfadóttir 9% Ragnhildur Gísladóttir 7% Svala Björgvinsdóttir 5% Móeiður Júníusdóttir 5% Aðrar nefndar en fengu undir 5% atkvæða, voru meðal annars: Heiða í Unun, Ellen Kristjáns- dóttir, María Baldursdóttir, Le- onice, Magga Stína, Hanna Vald- ís, Ellen Kristjánsdóttir og Sigga Beinteins. Engin þykir hafa tærnar þar sem Björk hefur hælana. Björk hefur enda náð þeim status að klæðast fatnaði frá sumum virt- ustu hönnuðum heims, sem margir sækjast reyndar eftir því að hún skipti við sig. Þá þykir Björk vera orðin svokallaður „trendmaker“, það er að segja fyrirmynd annarra kvenna um heim allán hvað snertir klæða- burð. Sú sem næst kemur Björk á listanum er Emilianna Torrini, en hún er einmitt ágætt dæmi um áhrif Bjarkar á aðrar konur. Þá þykir Andrea Gylfadóttir klæða sig „sexý“ og Ragnhildur Gísladóttir er sögð stílhrein og smekkleg til fara. 18. Hver er verst kiæddi popparinn? Karlarnir: Helgi Björnsson 30% Stefán Hilmarsson 24% Bubbi 11% Pétur Kristjánsson 7% Sverrir Stormsker 6% Rúnar Júlíusson 6% Aðrir nefndir en fengu undir 5% atkvæða, voru meðal annars: Grétar Örvarsson, Rúnar Örn Friðriksson (í Sixties), Snigla- bandið (eins pg það leggur sig), Ofur Baldur (í Langbrók), Berg- þór Pálsson, Vinir vors og blóma, Þór Eldon og Megas. Helgi Björnsson þykir lúðaleg- astur en liann var þó einnig tai- inn til best klæddu popparanna. Þar nefndi hins vegar enginn Stefán Hilmarsson, sem kemur fast á hæla Helga, og það er því spurning hvort Stefán eigi ekki efsta sæti þessa lista skiiið? „Lúkkið" þykir ekki gott á Stebba en hann getur vonandi huggað sig við það að einn sagði „þótt hann sé slæmur núna var hann miklu verri með svarta lit- aða hárið.“ Þá koma Bubbi og Pétur Kristjánsson einnig sterkir inn hvað hallærislegheit varðar. Konurnar Andrea Gylfadóttir 23% Björk 16% Jóna de Groot í Tin 11% HeiðaíUnun 11% Anna Mjöll 11% Sigga Beinteins 11% Svala Björgvinsdóttir 7% Aðrar sem voru nefndar, en fengu undir 5% voru meðal ann- ars: Leonice, Heiðrún Anna, Jó- hanna Linnet, Elísa María (í Kolrössu krókríðandi) og Emili- annaTorrini. Andrea Gylfadóttir og Björk eru á báðum listunum eins og Helgi. Sýnir það sjálfsagt best hve smekkur fólks er misjafn. Það sem er helst talið Andreu til vansa er skortur hennar á þeim hæfileika „að sníða sér stakk eft- ir vexti," eins og einn þátttak- enda orðaði það, og átti sjálfsagt við að honum fyndist hún stund- um klæðast full þröngum fötum miðað við líkamsburði. Það eru hins vegar kjólarnir hennar Bjarkar sem þykja skrýtnir, og minntist ein kona sérstaklega á kjól sem hún var í við MTV verð- launaafhendinguna í Berlín síð- asta haust. Þótti henni kjóllinn „óklæðilegur og virka mjög óþægilegur." Fjórar söngkonur skipta milli sín þriðja til fimmta sætinu á þessum lista. Af þeim fékk Anna Mjöll flestar athuga- semdir, þótti hún sérlega hallær- isleg og amerísk í útliti. Bjartur gaf á dögunum út ljóða- bókina „Stundum alltaf“ eftir Harald Jónsson, myndlistar- mann og skáld. Har- aldur hefur áðn: birt greinar og ijóð í tímaritum eins og tímariti Máls og menningar og tíma- riti Bjarts og frú Etn- ilíu. Meðal anuars birtist dagbók; r! ot hans í síðasta hefti Bjarts og frú I ilíu en það var ltclgað dagbókarb int nokkurra þeirr sem kallaðir hafa - rið ungliðaskáld. Ljóðin í „Stundum al!taf“ segir Haraldui að séu „diffraðar skáld- sögur“ og I i nú mönnum að ! .... 19. Hver yrdi flottastur í hlutverki Frank JIU Furter í Rocky Horror Picture Show? Páll Óskar: 62% Egill Ólafsson: 17% Helgi Börnsson: 11% Sigurjón Kjartansson 5% Um þessa niðurstöður þarf ekki að liafa mörg orð, Páll Ósk- ar sigraði með fádæma yfirburð- um og fékk fleiri atkvæði en allir hinir til samans. „Páll Óskar væri langflottastur, hann er svoddan perri," sagði einn og annar: „Páll Óskar, engin spurn- ing.“ Meðal þeirra sem voru einnig nefndir sem vænlegir kandídatar, voru Bergþór Páls- son, Hallgrímur Helgason og Ottó „Nashyrningur" Tynes. Einn þátttakenda vildi nefna í annað hlutverk í söngleiknum og fær sú tilnefning að fljóta með til gamans. Vildi sá meina að Ólafur Tómasson, símamála- stjóri, yrði hörkugóður í hlut- verk Riffa.“ 20. Kvoit voru Milljémmæringamir betn með Páli Oskari eða Bogomil Font? 73% Bogomil Font 27% Pál Óskar. Þessar niðurstöður voru eins og hér að ofan mjög afgerandi, en nú Páli Óskari í óhag. Nokkrir urðu þó Salómónslegir og sögðu þá jafngóða. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.