Helgarpósturinn - 15.06.1995, Síða 16

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Síða 16
Þar sem það er fast- ur íiður há- tíðarhald- anna á sautjánd- anum að það rigni eldi og brenni- steini birtir HELGARPÓST- URINNhér hið sívin- sæla 17. júní-spil, sem öll fjöl- skyldan getur skemmt sér við inni í hlýjunni. Spilið gengurútá að koma venjuleg- um meða- Ijóni ósködduð- um í gegn- um hátíðar- höldin. Notið einn tening ef þið viljið njóta spils- ins til fulln- ustu. Tvo teninga ef þið eruð að flýta ykkur ogþrjáef ykkur fer að leiðast þófið. Gleðilega hátíð og góða skemmtun! 09:55 Þú hrekkur upp með andfælum þegar öllum kirkjuklukkum bæj- arins er liringt og finnst þú ný- skriðinn upp í eftir allt of langt og' allt of stíft gærkvöldið. Rétt nianst að þú hafðir verið á Kaffi Reykjavík, æst Hannes Hólmstein upp á háa c-ið með því að kalla Margréti Thatcher bölvaðan sósíalista og reynt að fá ókeypis Foster’s-bjór með því að framvísa vikugömlu og velnotuðu boðs- korti. Manst skyndilega eftir að þú lofaðir að fara með krakkana á hátíðarhöldin og aðeins fimm mínútur þangað til að blómsveigur- inn verður lagður. Rýkur í leppana og hringir í leigubíl í þeirri von að þín fyrrverandi hafi ekki stólað á þig og sé inætt með börnin í kirkjugarðinn. Ert með samviskubit og þarft að bíða eina umferð. 10:05 Þegar leigubílinn rennur upp að kirkjugarðinum er lúðrasveit- in Svanur byrjuð og þú sérð ein- hverja þyrpingu á leið með blóm- sveiginn að leiðinu hans Jóns. Styttir þér leið yfir nokkur leiði en rekur þig í kross og dettur með miklum óhljóðum. Fólkið með kransinn hrekkur við, lítur í áttina til þín og þú asnast til að veifa eins og til að tilkynna að það sé í lagi með þig, en það vek- ur aðeins enn meiri athygli á þér. Þegar þú kemur að hópnum segir þú stundarhátt — til að breiða yf- ir fallið — við næsta mann „það er naumast að Vigga lítur vel út í dag“ akkúrat á því augnabliki sem Guðrún Ágústsdóttir snýr við eftir að hafa lagt kransinn frá sér. Þér hefur tekist að móðga bæði forsetann og forseta borgarstjórn- ar, færð hóstakast og lætur þig smátt og smátt hverfa úr hópnum á bak við næsta tré. Bíddu þar í tvær umferðir. 10:15 Svanirnir ætla aldrei að hætta að blása og þú vomar á bak við tré í kirkjugarðinum eins og FBI- maður að fylgjast með mafíósa- útför. Tveir ellefu ára strákar sjá í gegnum þetta, koma til þín og spyrja hvort þú sért að njósna. Áður en þú nærð að hugsa seg- irðu þeim að þú sért að fylgjast með kynferðisglæpamanni og þeir megi engum segja. Þeir flýta sér til hinna skátanna og á ör- skotsstundu leysist heiðursvörð- urinn upp og skátarnir taka að vappa um kirkjugarðinn að leita sér að glæpamönnum. Þú hugsar „ó, guð“, ákveður að reyna að ná í skottið á hátíðahöldunum niðri á Austurvelli og læðist út úr garðinum. Farðu aftur um einn reit. 16:05 Einhver við hliðina á þér segir að nú eigi að sýna fallhlífarstökk í Hljómskálagarðinum og þú ert viss um að það er eitthvað sem strákurinn þinn vildi sjá. Þú tekur því á rás eftir Lækjargöt- unni og þegar þú ert kominn fyrir utan Miðbæj- arskólann sérðu hvar stökkvararnir kasta sér út. Þú grípur í handlegginn á næsta manni og spyrð hvar þeir eigi að lenda. Sá segist ekki vita það en bendir á að einn stefni hraðbyri vestur í bæ, annar upp í Þingholt og sá þriðji eitthvað út í Vatnsmýri. „Mér sýnist þeir sætta sig við að lenda einhvers staðar í Reykjavík,“ bætir hann við og þykist vera fyndinn. Þú sérð að þetta tækifæri að finna soninn er fokið burt með stökkvurunum. Ákveður samt að láta þig berast með straumnum út í Hljómskálagarð og færð eitt aukakast til að koma þér þangað. 20:30 Þú þorir ekki að hringja í þína fyrrver- andi og börnin og ákveður að athuga tónleikana í Lækjar- götu. Þér er sagt að fyrsta hljómsveitin heiti Botnleðja og finnst það henta þér ágætlega. Þá gengur Heiða í Unun framhjá þér og tekst að reka móikana- burstann í augað á þér. Þá gefstu upp og ferð heim. Þú mátt fara að sofa. 10:40 Þú ert mætt- ur tímalega þegar Vigdís, Davíð og allir hinir koma inn á Austurvöll, en hvergi sérð þú þína fyrrver- andi né börnin. Þar sem þú ert að skima eftir þeim byrjar maðurinn við hliðina á þér að velta því fyrir sér upphátt hvort kransinn hans Jóns hafi ekki verið stærri í fyrra. „Finnst þér tilhlýðilegt hjá þeim að skera niður kransinn?" spyr hann þig og þegar þú lítur á hann sérðu að þetta er sami maðurinn og vildi ræða við þig á sama stað fyrir síðustu jól um hvernig Norðmenn hefðu alltaf gefið okkur minna og minna jólatré með hverju árinu. Þú hefur enga eirð í þér að hlusta á þetta tuð og reynir að smokra þér frá manninum, en hann elt- ir þig. Þegar þú heldur að þú sért búinn að stinga hann af heyrirðu hann segja „ég er ekki frá því fjallkonan sé líka óvenjustutt í ár.“ Þú reynir að beita manninn hörðu, snýrð þér eld- _ ,.v snöggt við og segir stundarhátt „þegi þú maður“ '‘“'jpfen ]encjjr j því að Davíð Oddsson er nýstiginn í pontu. Allur söfnuðurinn horfir illum augum á manninn sem segir forsætisráðherra að halda kjafti á 17. júní og þú tekur sérstaklega eftir stelpunni, sem þú varst að reyna við í gær, þar sem hún stendur í miðjum Kvennakór Reykjavík- ur. Ekki árennilegt kompaní, þú flýrð af hólmi inn á Café París og býður þar tvær umferðir. Þú gengur beint í flasið á yfirmanni þín- um fyrir framan Hljóm- skálann, þeim sem er sífellt að hnýsast í einkalíf þitt. Hann verður glaðbeittur á svipinn en síð- an bara beittur og spyr þig hvers vegna þú sért ekki með börnin á þessum degi. „Ja, þau hafa verið að leika bæði hér í Hljómskálanum og úti í Lækjargötu og leikstjór- inn vildi helst ekki að við foreldrarnir fylgdum þeim á milli. Eitthvað að gera með sviðskrekkinn býst ég við,“ lýgur þú án minnstu umhugsunar. „Nú, en garnan,” segir yfirmaðurinn. „1 hvaða leikriti." „Ja, það fjallar eiginlega um upphaf byggðar í Reykjavík." „Ég held ég hafi ekki séð það. Sáum við það Beta?“ spyr hann eiginkon- una og ætlar sér auðsjáanlega að nota hana sem lygamæli. „Nei, það held ég ekki Jónsi minn,“ svarar nornin. „Þau voru ekki á neinu sviði eða þannig," segir þú. „Þetta var bara sett upp á gangstéttunum, það fór mjög lítið fyrir þessu." „Já,“ segir hann og dettur ekkert annað í hug. Þér tekst því að skjóta því að börnin séu ábyggi- lega búin núna, orðin þreytt og svöng og þú get- ir bara ekki tafið lengur, gaman að sjá þau og allt það en skyldan kallar. Þau þekki hvernig þetta er. Og þú hálf valhoppar í burtu vitandi að þau stara þögul og vantrúa á eftir þér. Eitt snöggt viðlit til baka sannar að þú hefur rétt fyrir þér. Þú veifar því út í loftið eins og til að heilsa ein- hverjum og skutlar þér inn í næsta runna, úr vökulli augsýn yfirmannsins. Þú slappt með skrekkinn og mátt færa þig fram um einn reit. —!• ingir í 11:00 Þú hringir þína fyrrver- andi á Café Par- ís og kemst að því að hún er ekki í góðu skapi og ætlar sér ekki að verða það. Hún segir að þú get- ir séð börnin ef þú kærir þig um það í skrúðgöngunni sem leggur af stað frá Hlemmi tuttugu mínútur yfir eitt. Sjálf búist hún ekkert frekar við að rekast á þig. Þú stingur upp á að þú náir í hana og börnin upp í Hlíðar og smátt og smátt sefast hún. Hún gefur þér sjens og þú færð eitt aukakast.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.