Helgarpósturinn - 15.06.1995, Síða 4

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Síða 4
ISLENDINGAR ERU ROLEGA HAMINjjjySAMIR A17. JUNI Islendingar og Frakkar eiga það sameiginlegt að gleðjast afar mikið þegar þeir halda þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan, en það gera Frakkar tæpum mán- uði á eftir (slendingum, eða 14. júlf. Mikill mannfjöldi safnast fyrir á Champs Élysée og skemmtir sér á meðan (slendingar bregða sér í sama tilgangi I mið- bæinn. Það sem er hins vegar ólíkt með Frökkum og Islendingum er það að Frakkar eiga það stundum til að sýna yfirgengilegar tilfinningar í svona miklum mannfjölda. Það er bæði gott og slæmt. Það er ein- mitt þess vegna sem franska lögreglan er alls staðar sýnileg og í við- bragðsstöðu á þjóðhátíðar- daginn. I Frakklandi ægir enda öllum þjóðflokkum saman, en I þessum ham eiga ekki alltafallir skap saman. fslendingar eru á hinn bóginn rólega ham- ingjusamirá 17. júní, en eiga það til, sérstaklega unga fólkið, að sleppa fram af sér beislinu um kvöldið. ( Frakklandi skemmta sér all- ir aldurflokkar saman langt fram eftir kvöldi á meðan ungt fólk er meira áberandi hér þegar líða tekur á kvöldið. Svo er það klæðnaður- inn og búðirnar. (slendingar erumjög hátíðlegirá 17. júni; í sparifötunum auk þess sem þeir loka öllum búðum. Frakkar eru hins vegar öllu frjálslegri, ekki bara í klæðaburði heldur hafa þeir allar búðir opnar. SAM HRINGBORÐIÐ ER SKRIFAD AF HÓPI FÓLKS AF ERLENDUM UPPRUNA SEM ER BÚSETT A fSLANDI. Magnús Skarp- héðinsson sem auk margs ann- ars er skólastjóri Sálarrannsóknar- skólans mun áð- ur en langt um líður stýra þrem- ur öðrum skól- um; Álfaskólan- um, Draugaskól- anum og Skóla óhefðbundinna fræða: Magnús Skarphéðinsson bráðlega skólastjóri fjögurra skóla.. „Það er til dæmis álfabyggð í ákveðnum garði í Breiðholti og við þá talar eigandi garðsins daglega. En mannkynið er bara ekki komið á það þroskastig að það geri sér grein fyrir tilveru þeirra. Ég tel að það séu á að giska þrjár til fimm aldir í að fólk hreinlega fatti þetta." sm m „Það er eiginlega verið að taka smá þjófstart, því þótt Álfaskól- inn sé kominn á lista yfir Whats’on in Reykjavík fyrir ferðamenn, verður hann ekki formlega stofnaður fyrr en í lok mánaðarins. Það er því er enn verið að vinna að námsefni. Námsefni fyrir hina skólana tvo, Draugaskólann og Skóla óhefð- bundinna fræða verður svo I fyrsta lagi tilbúið með haustinu. Skólarnir verða annars aðeins deildir innan Sálarrannsóknar- skólans og hugsaðir jafnt fyrir ís- lendinga sem útlenda ferða- menn.“ Hvaða námsefni hyggstu leggja fyrir nemendur Álfaskólans? „Ég er að safna saman öllu sem vitað er um álfa, um þá staði sem álfar hafa búið á og búa á, í dag, í Reykjavík og nágrenni og um merkilega atburði tengda álfum. Skólinn, sem mun taka um það bil þrjár klukkustundir, byggir upp á því að fara með náms- mennina í skoðanaferðir, flytja fyrirlestra og ræða svo málin þar sem ályktanir verða dregnar af því sem á undan er gengið. Reyndar eru álfar latína fyrir mér en munurinn á mér og mörg- um öðrum er sá að ég er búinn að liggja í álfapælingum mörg ár. Þar af hef ég talað við fjölmarga sem í raun hafa hitt álfa og talað við þá. Það er til dæmis álfá- byggð í ákveðnum garði í Breið- holti og við þá talar eigandi garðsins daglega. En mannkynið er bara ekki komið á það þroska- stig að það geri sér grein fyrir til- veru þeirra. Ég tel að það séu á að giska þrjár til fimm aldir í að fólk hreinlega fatti þetta. Þangað til getur þorri mannkyns aðeins safnað frásögnum um álfa og verið góður við þá. En Álfaskól- inn er meira því hann er líka rannsóknarstofnun. Við höfum skráð niður allar nútímaálfasög- ur og eigum mikið af eins konar X-files. Við viljum hvetja fólk til þess að færa okkur fleiri sögur í gagnasafnið." Er Draugaskólinn af svipuðum toga? „Hann er náttúrulega styttra á veg kominn í undirbúningi. Já, efni hans verður svipað að upp- byggingu það er að segja með gönguferðum um miðbæinn og kvosina þar sem farið verður í gegnum sögur af draugum og af atburðum sem átt hafa sér stað í ýmsum húsum í bænum, auk fyr- irlestra og umræðna." En hvað með Skóla óhefðbund- inna frœða? „Með haustinu hyggjumst við hefja kennslu í því sem lýtur að óhefðbundnum lækningum enda nóg til af fólki sem kann mikið fyrir sér í þeim efnum og getur miðlað öðrum. Lengra í sjón- deildarhringnum eru svo fög eins og óhefðbundin eðlisfræði, óhefðbundin heimspeki og óhefðbundin efnafræði. Þetta verður þó miklu meira umfangs en Álfa- og Draugaskólinn því kúrsarnir verða allt að 12 vikna langir eins og þeir eru þegar í Sálarrannsóknarskólanum, eða svipaðir og á menntaskólastigi." Er þá hœgt að útskrifast með prófsem drauga- eða álfafrœðing- ur? „Það verða engin prófskírteini, að minnsta kosti ekki úr Álfa- og Draugaskólanum. Námið er alltof stutt til þess. Við kjósum að kalla þetta skóla því þetta er meira en bara túrismi. Ég hef reyndar svo- lítið ofnæmi fyrir þvi hvernig túr- ismi er rekinn á Islandi. Það er farið með þessi grey á einhverjar uppskrúfaðar uppákomur þar sem þeir fá ekkert að sjá nema gerviþjóðbúninga og gerviút- reiðar og svo framvegis. Við er- um miklu nær okkur menningu ef við kennum ferðamönnunum eitthvað um drauga og álfa. Það er nefnilega málið að flestallir sem ekki eru iokaðir fyrir þessu finnst þetta mjög merkilegt mál.“ Þekkir þú marga sem hafa orð- ið einhvers áskynja um huldu- heima? „Sem dæmi hef ég lesið í yfir sjötíu ævisögum raunverulegar reynslusögur fólks af álfum. Og vel að merkja allt er þetta mjög heiðvirt fólíc sem maður getur lesið út úr öðru í ævisögum þess. Svo þekki ég mjög marga núlifandi Islendinga sem séð hafa álfabyggðir og skráð sögur þeirra. Þessar upplýsingar verð- ur allar að finna á álfarannsókn- arstofnuninni.“ Eru álfabyggðir stórborgir? „Nei, þetta eru fámenn samfé- lög. En það er eitt svolítið flókið í þessu, það er að menn skynja ekki alltaf það sama, eða sjá inn á ólík tíðnisvið. Samkvæmt mín- um upplýsingum eru til að minnsta kosti 15 tegundir álfa, allt frá blómálfum upp í húsálfa sem og huldufólk sem er í mannsmynd. Huldur sem eru mjög algengar í Skandinavíu hafa hins vegar aldrei sést hér- lendis, en það eru dvergvaxnar verur með langa hala. Og svo má ekki gleyma því að nokkrir ís- lendingar hafa séð tröll.“ Svona risavaxin með vörtur? „Já, af lýsingum að dæma. Þau hafa reynst sex til átta metra há.“ GK Sautjándavedrið í 50 ár Bdd alltaf rigning - bara stundum Framundan er mesti pylsuáts-, blöðru-, rellu- og fánaburðardag- ur á íslandi, 17. júnf. PÓSTURINN mælir því með þessum einföldu þumalputtareglum við undirbún- ing dagsins: Því meiri sem vindur- inn er, þess minni fána, rellur og blöðrur skál setja í hendur barna. Flatarmál viðkomandi fyrirbæra skal aldrei nema fleiri fersenti- metrum en sem nemur tutt- uguogfimmfaldri þyngd barnsins í kílóum talið, ef miðað er við andvara (1 vindstig). Við hvert vindstig umfram andvara skal lækka margföldunarstuðulinn um 1,5+N (N= fjöldi vindstiga umfram 1). Um pylsuát gilda þessar ein- földu reglur: Ef mígrignir allan tímann, skal aðeins eta pylsur innandyra. Ef hann gengur á með skúrum, skal hlaupa til um leið og hann styttir upp. Ef beðið er of lengi er hætta á að hann byrji að rigna aftur áður en pylsan er hálfnuð. ÞJÓDHÁTÍQARVEÐRID CECIUUM TIÐiniA Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur meðalhitinn á 17. júní í Reykjavík síðastliðin 50 ár verið 9,4 gráður á Celsíus. Lægsti meðalhitinn mældist hins vegar ekki nema 4,8 stig, en það var árið 1959. Hlýjasti Sautjánd- inn á lýðveldistímanum var hins vegar árið 1966, en þá mældist hvorki meira né minna en 15,3 stiga hiti. 17. júní 1991 var sólríkasti þjóðhátíðardagur sögunnar, en þá skein sólin í 18 tíma af 24 mögulegum. Ef teknir eru allir þjóðhátíðardagarnir 50 fram til þessa kemur hins vegar í ljós að sólin hefur skinið í tæpa fimm tíma að meðaltali. Ellefu sinnum hefur ekki sést til sólar og sex sinnum til viðbótar hefur ekki sést til sólar nema í klukkustund eða minna. Meðalúrkoman hefur verið 1,8 millilítrar, en mest hefur hún orðið 10,1 millilítri árið 1984. Minnsti vindhraði sem mælst hefur á 17. júní síðan lýðveldið var stofnað var 4,3 hnútar að meðaitali, það var árið 1977. Með- alvindhraðinn hefur hins vegar verið 11,3 hnútar, sem samsvarar góðri golu og náigast það að vera stinningsgola. Vindasamasti þjóðhátíðardagur sögunnar var árið 1959, og var hann jafnframt sá kaldasti. Þann dag mældist meðalvindhraðinn vera 26,8 hnútar, sem telst vera stinnings- kaldi, og mesta vindhviðan náði 45 hnúta hraða, sem telst vera stormur. MEDALSAUTJÁMDI FRAMUIUDAIU Þegar þetta er skrifað töldu veðurstofumenn mestar líkur á hægri golu um allt land á laugar- daginn kemur, léttum skúrum víðast hvar um landið, og hita á bilinu 7 til 12 stig, hlýjast sunnan- lands. Hitinn í Reykjavík mun að öllum líkindum verða í kringum 10 stig. Semsagt, við eigum von á alveg týpískum meðalsautjánda veðurfarslega séð, ef litið er til fyrri þjóðhátíðardaga.B

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.