Helgarpósturinn - 15.06.1995, Page 27

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Page 27
[FlMMTUD7jrGUR~'1,57~jbwn,9Tff5 27 me° beif*. ar ^erðTT^*®^ ars£*óttur7.Un9u /ista^'ílnu- Rsa-satssR; Hvað freistaði fólks mest á árinu 1994? Tölurnar hér að neðan eru yf- irlit yfir nokkra fjölsótta og áhuga- verða atburði sem íslendingar ákváðu að upplifa í fyrra. Handknattleikur Ísland-Hvita Rússland: 2850 ÁHORFEIUDUR. Knattspyrna Bikarúrslitaleikur KR og ÍA 1994: 5339 ÁHORFENDUR. Landsleikur íslands og Sví- þjóðar: 14970 ÁHORFEIUDUR. Colf Islandsmótið í golfi 1994 á Akureyri: 250 ÁHORFEIUDUR. Kvikmyndir Sannar lygar: 47000 ÁHORFEIUDUR. Fjögur brúðkaup og jarðarför: 57000 ÁHORFEIUDUR. Leikhús Gauragangur í Þjóðleikhúsinu, leikárið 1993-94: 19086 ÁHORFEIUDUR. Eva Luna í Borgarleikhúsinu, leikárið 1993-4: 20366 ÁHORFEIUDUR. Listahátíð Reykjavíkur 1994 Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur: 5500 ÁHORFEIUDUR. Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar: 5000 ÁHORFEIUDUR. Önnur skemmtan Sýningar Norræna hússins árið 1994: 5000 GESTIR. Listasafn íslands: 56693 CESTIR. Húsdýragarðurinn: 173204 GESTIR. Bláa lónið: 125000 BAÐGESTIR. Á hverju hefur fólk áhuqa? Lipstikk umturnast á nýrri skífu Eðalrokkbandið Lipstikk (áður Lipstick Lovers) hefur nú tekið sönsum, en auk þess að vera bú- ið að íslenska nafn sitt eins og unnt er, er hljómsveitin farin að syngja á íslensku. „Já, það urðu margir hissa vegna þess að flest- ir héldu að við yrðum síðasta bandið til þess að syngja á ís- lensku,“ segir Bjarki Kaikumo söngvari Lipstikk sem telur sig þó ekki neinu skipta hvort hann syngi á því ástkæra ylhýra eða á ensku, en á þjóðhátíðardaginn kemur út fyrsta breiðskífa sveit- arinnar, Dýra- líf eftir samnefndu lagi á skífunni. „Allt efni á piöt- unni er nýtt fyrir utan kannski einstaka gamlar hugmyndir,“ segir hann, en í stað þess að fara í hvert jólaboðið af öðru brugðu félagarnir sér undir feld yfir jóla- hátíðina þar sem lagasmíðarnar urðu til. Ellefu lög eru á plötunni auk fjögurra ör-laga. „Þau eru notuð sem krydd á plötunni og eru allt frá 20 sekúndum upp í þrjár mínútur.“ Hann segir þau meðal annars vera í rússneskum polkastíl og klám-djass, hvað sem það nú merkir. Hljómsveitin er búin að starfa á fjórða ár og er nokkuð hag- fræðilega þenkjandi ef litið er til þess að síðastliðið sumar dró hún saman seglin í því erfiða ár- ferði sem þá var. „Við stefnum heldur ekki á stóru húsin í sumar nema þá í samvinnu við aðra.“ En þess má geta að þessa dag- ana standa Bjarki og félagar í viðræðum við Tweedy og SSSól. „Þetta er bara orðið öðruvísi en áður þegar hljómsveitir á borð við Paradís voru kannski að selja endalaust inn í kofa eins Njáls- búð. Hitinn var svo mikill að kannski jafnmargir sem höfðu keypt sig inn voru úti og inni. En það var líka á þeim tíma þegar fólk yfir tvítugt sótti einnig sveitaböllin." Lipstikk hefur að undanförnu gefið áðdáendum sínum smjör- þefinn af nýju plötunni. „Það sem við erum að gera nú er allt öðruvísi en við höfum gért að undanförnu, þannig að margir af okkar aðdáendum fengu sjokk. Ekki að þeim hafi líkað illa held- ur kom þeim þetta á óvart. Það er nú samt tenging, eða einhverj- ir snertifletir á milli Lipstick Lo- vers og Lipstikk." Huað hafið þið upp á bjóða nú? „Rokk, vel unnið í melódíum Bjarki Kaikumo og félagar hans í Lipstikk með nýja lúkkið, það er að segja með skorið hár allir utan einn. Þeir senda frá sér splunku- nýtt efni á þjóðhátíðardag- inn með útgáfutónleikum á Tveimur vinum eftir viku. og raddútsendingum. Fólk er hrifnara af melódísku rokki. Og lög verða ekki neitt neitt nema fólk fylgi með. Þegar það gerist skapast heildin. Það skiptir öilu máli að ná til fólks á tónleikum, ég tala nú ekki um ef þeir þekkja orðið lögin,“ segir Bjarki en vill samt meina að lögin séu þess eðlis að því oftar sem hlustað er á þau því betri verði þau. Og svona til þess að koma því að segir Bjarki að þrátt fyrir að hann sé ævinlega andlit hljóm- sveitarinnar út á við merki það ekki að hann sé öðrum æðri í hljómsveitinni, allir séu jafnvígir. Aðrir meðlimir hljómsveitarinn- ar eru Árni Gústafsson sá nýi sem Bjarki setti á hjásvæfulista sinn, Anton Már, Ragnar Ingi og Sævar Þór. -gk Sextán daga menningarhátíð framundan með jafnmörgum listamönnum og íbúum á Laugarvatni. 124 listamenn á Laugarvatni Myndlistarkonurnar Alda Sig- urðardóttir hjúkrunarfræðingur og Kristveig Halldórsdóttir leik- skólastjóri báðar búsettar Laug- arvatni standa nú á haus við að koma saman viðamikilli listsýn- ingu sem opnar formlega á Laug- arvatni á Iaugardag. Á sýninguna sem hefur verið í undirbúningi síðan í haust mæta 104 myndlist- armenn og 40 aðrir listamenn. „Það verða því jafnmargir lista- menn og íbúar eru á Laugarvatni næstu sextán dagana, fyrir utan gestina,“ sagði Alda í samtali við PÓSTINN og bætir því við, að á sýninguna sem ber yfirskriftina Gullkistan, standi til að draga til sín ferðamenn og listunnendur úr Reykjavík. „Við ætluðum okkur upphaf- lega að hafa þennan viðburð ein- göngu í Héraðsskólanum og vild- um við með þessu lyfta honum upp úr þeirri niðurníðslu sem hann er í, en svo jókst þátttak- endafjöldinn svo rosalega að bættum báðum Eddu-hótelun- um, Húsmæðraskólanum og veit- ingahúsinu Lindinni við.“ En þess má geta að í Héraðsskólan- um á Laugarvatni sat Halldór Lax- ness gjarnan við skriftir yfir sum- armánuðina. Heiti sýningarinnar Gullkistan er dregið af þjóðsögu sem tengd er Miðdalsfjalli, en efst á fjaliinu er hnúkur sem nefnist Gullkista. Til þess að gera langa sögu stutta fara sögur af því að þar sé falin gullkista sem ekki sé auð- velt að ná. En í tilefni Jónsmessu þann 23. júní verður miðnætur- ganga á fjallið tengd þessum list- viðburði. Af öðrum viðburðum má nefna barnaleikritin Góðan daginn iitla svín og Ástarsögu úr fjöllunum sem sýnd verða í íþróttasal Hér- aðsskólans, klassíska tónleika, að ógleymdum Sóistöðutónleik- um með dúettinum Súkkat sem verða í íþróttahúsi Héraðsskól- ans næstkomandi miðvikudag. ■ L SUfinu- bíó BÍÓBORGIM Hinir aðkomnu Puppet Masters O Geimverurnar úr Alien nota aðferðir úr In- vasion of the Body Snatc- hers, hitta hetjurnar úr X- files en falla eins og í Inn- rásinni frá Mars. Ed Wood ★★★ Inni í annars flottri mynd er gat og inni í gatinu Johnny Depp. Strákar til vara Boys on the Side ★★ Ó-óó stelpur. Pólitískt rétt útgáfa af Thelma & Louise. BÍÓHÖLLIIU Fjör í Flórída Miami Rhapsody ★★ Eins og spar-útgáfa af Woody Allen. Fólkið er samt fallegt. Algjör bömmer A Low Down Dirty Shame O Shame gerirþetta allt-illa. Rikki ríki Richie Rich ★ HÁSKÓLABÍÓ Vélin La Machine O Grátt, slepjulegt, gleðisnautt — og leiðinlegt. Rob Roy ★ Liam Neeson er sexí í skotapilsi en Jessica Lange verður kjaftstopp af skoska hreimnum. Star Trek: Generations ★★ Sérfræðingar sjá epísk- an sagnabálk, hætt við að öðrum leiðist. Höfuð upp úr vatni ★★★ Sagan heldur máski ekki vatni en myndin er stíl- hrein, kvikmyndatakan af- bragð og konan sæt budda. Ein stór fjölskylda ★★ Reykjavíkurrealismi, oft fyndinn. LAUGARÁSBÍÓ Snillingar I.Q. ★ Tim Rob- ins og Walter Matthau eru óvenju hallærislegir, Meg Ryan er hallærisleg eins og venjulega en það örlar á snilligáfu hjá Stephen Fry. Heimskur, heimskari Dumb, Dumber^ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. REGIUBOGiniM Eitt sinn stríðsmenn Once Were Warriors ★★ Maóríakona gerir uppreisn gegn karlaveldí og vestræn- um kúltúr. Saga með sterk- um sápukeim. Kúlnahríð á Broadway Bullets over Broadway ★★★★★ Gómsæt kó- medía. Shawshank fangelsið The Shawshank Redempti- on ★★★★ Grátklökk mynd en líka fyndin. SAGABÍÓ í bráðri hættu Outbreak ★★★ Spennandi, en ekki fyrir sótthrædda. STJÖRMUBÍÓ Exotica ★★★ Póstmóder- Litlar konur Little Women ★ Fólk sem er jafn gott hvern einasta dag og okkur hinum tekst stundum að vera á jólunum. Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beetnoven.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.