Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDACUR 17.15 Hinn-X-Tveir (e) 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ævintýri Tinna Krabbinn meðgullnu klærnar í dós. 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Gabbgengið 20.00 Fréttir & veður 20.35 Nýjasta tækni og vísindi 21.10 Makaval Skattmann verður skotinn í dóttur delans hvers skattamál hann átti að rannsaka. 23.00 Ellefufréttir FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingar og vonbrigði 20.00 Fréttir & veður 20.40 Sækjast sér um líkir 21.15 Rex lögregluhundur Fyrsti af 15 austurrískum saka- málaþáttum um löggu og hund- inn hans. Guð hjálpi okkur. 22.45 Þúsund gullpeningar Kínversk kona var seld til Amer- íku fyrir aldamót og nú er sumsé búið að gera um hana bíó. 00.30 Rod Stewart unplugged Kóngurinn loksins mættur LAUCARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.55 Sterkasti maður heims - forkeppni (e) 11.25 Hlé 16.50 Mótorsport (e) 17.20 Sterkasti maður heims - úrslit (e) 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 StarTrek 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Hin helgu vé Pojkdrömmar heitir hún á sænsku og er það líklega við- eigandi heiti á þessu huggulega uppgjöri Hrafns við graða strák- inn í sjálfum sér. Myndin fékk meðal annars sérstök verðlaun kaþólskra kvikmyndarýnenda i Portúgal, sem segir jú sitt... 22.15 Aðfjallabaki Mynd um leiðangur hesta- manna um hálendið, fyrirmynd- ar laugardags- og þjóðhátíðar- efni. 22.45 Malcolm X Misheppnaðasta mynd Spike Lee, sem er greinilega full heit- trúaður Malcolmisti til að gefa sannfærandi mynd af þessu vigreifa goði milljóna blökku- manna. SUIUMUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 15.00 Lýðhátiðin 1944 15.55 HM I knattspyrnu Úrslit i beinni. 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Knutur og Knútur Dönsk mynd um strák og stelpu. 19.00 Ur ríki náttúrunnar 19.30 Sjálfbjarga systkin 20.00 Fréttir og veður 20.35 Áfangastaðir - Steinrunnin tröll Þáttur um steindranga. 21.00 Jalna 21.50 Helgarsportið 22.15 Dagbók Evelyn Lau Sandra Oh leikur hóru og dóp- ista. Fólk er ýmsu vant þegar blaðamenn eru annars vegar og er hætt að kippa sér upp við alla þá vitleysu, sem þeim dettur í hug að spyrja það um. En hvernig skyldi fólki, jafnvel þrautreyndum þolendum blaðamannahnýsninnar, verða við þegar einhver snápurinn hringir í það og spyr einfaldlega Hvað.er að þér ? Hrafh Gunnlaugsson kvikmyndamógúll „Það sem er að mér er lífs- orka. Þessi lífsorka er alltaf að koma mér í einhverjar kon- frontasjónir við establismentið og fólin.“ Audur Haralds rithöfundur með meiru „Hvað er að mér? Hvað er að mér? Þakka þér fyrir, þetta er geysi- leg umhyggja, en ég hefði nú frekar viljað fá blóm. Verður aukaútgáfa? Veistu, ég get nú ekki sagt að ég nenni að ræða þetta. Þetta er mikið og langt mál og ég er að hugsa um að setja þetta bara á örorkuumsóknina mína. Þetta hljómar nú hálfaulalega hjá þér, vinur. Ég er bara ekki í skapi til að svara þessu núna, það rign- ir...“ Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður „Almennt sólarleysi. Það er það sem er að mér, mig vantar sól. Það hefur ekki sést sól hér [í Stokk- hólmi] í marga, marga daga, og þetta var líka svona í Bretlandi. Ég hef bara ekki séð sól síðan ég flaug frá íslandi. Þetta hrjáir mig frek- ar mikið, og einkennin eru svona frekar grá, en maður reynir að hlæja í gegnum grámóskuna. Það er víst ekkert annað við þessu að gera.“ ferðarlítill. Ég er ofboðslega leið- inlegur í samkvæmum og minni helst á þýsk skemmtiatriði og breskan mat. Ég er með illþefj- andi fætur. Ég er haldinn ólækn- andi bíódellu og leikaraaðdáun. Ég á alltof mikið af peningum. Ég er ekki Sabína með stóru brjóst- in og eiturslönguna sem skemmtir á Café Bohem bráð- lega. Og það þykir mér eiginlega verst." meiðir mig svo sem ekkert, það er að mér. Svo er ég með fæð- ingarblett á mjög skrítnum stað. Hann er líka að mér.“ Elísabet Jökulsdóttir skáldkona „Hvað er að mér? Ég veit það ekki, það er verið að rannsaka það, ég er bara ekki búin að fá niðurstöðuna ennþá. Ég var nefnilega á spítala í rannsókn fyrir viku. En ég gef ekki upp á hvaða deild ég var.“ Gísli Snær Erlingsson, verðandi kvikmyndamógúll „Bíddu nú við, hvað er eigin- lega að mér núna? Ég er ástfang- inn. Ég er ekki nógu vel gefinn. Ég er alltof smáveixinn og fyrir- Eyþór Arnalds tónfistarmaður „Ofvirkni, forvitni, óhófleg kaffineysla og manía. Ég verð alltaf manískur á vorin. Ég held að þar með sé þetta nokkurn veginn upptalið. Er þetta ekki bara fínt?“ Sóley Elíasdóttir leikkona „Hvað er að mér? Ég veit það ekki, það er svo margt að mér. Mér finnst ofsa- lega gott að reykja. Svo er ég með nefrennsli og kartnögl á litlutá, en hún Árni Sigfússon borgarfulltrui „Ég er með hálsbólgu og bú- inn að vera með hana í tvo daga. Að öðru leyti er ég alheill." Örn Árnason leikari „Ekki neitt. Alla- vega í augnablik- inu, bara ekki baun í bala. Kannski örfá aukakíló, en það Tt að taka þau af sér, það er bara eins og að skipta um nærbuxur. Þar fyrir utan er ég yfir mig hamingju- samur og glaður. Fullt af verk- föllum og svona og bara voða gaman að vera til.“ ■ er svo Eftir tuttugu ára baráttu fyrir málstad homma og lesbía á íslandi, sextán ára útlegð í Danmörku og ótal plötur, leikrit og tónleika hérlendis jafnt sem erlendis fær Hörður Torfason fyrstu verðlaunin á ferlinum. Og þau fær hann að sjálfsögðu frá erlendum samtökum. Við erum eins og vatnið við flæðum alls staðar Hörður Torfason. „Mér finnst þetta voðalega gott á mig," segir hann um mannréttindaverðlaunin sem hann veitir viðtöku í Stokkhólmi á föstudagskvöldið. „Mér fannst þetta voðalega gott á mig eftir öll þessi ár,“ seg- ir Hörður Torfason söngvaskáld og leikstjóri um Þórshamars- verðlaunin sem hann fær afhent við hátíðlega athöfn í Reginsleik- húsinu í Stokkhólmi annað kvöld. Þórshamarsverðlaunin eru mannréttindaverðlaun sem TUPILAK, menningarsamtök samkynhneigðra á Norðurlönd- um, veita árlega til listamanna, „sem með lífi sínu og starfi hafa verið mikilvægir í baráttu sam- kynhneigðra á Norðurlöndum," eins og segir í fréttatilkynningu samtakanna. „Auðvitað urðu það að vera út- lensk samtök sem tóku sig til og veittu mér fyrstu viðurkenning- una sem ég fæ fyrir störf mín sem listamaður," segir Hörður. „Þeir vita og skilja hversu miklar fórnir ég hef þurft að færa. Hér- iendis kæri ég mig ekki um að vera á framfæri neinna peninga- manna sem sjá sér hag í að verð- launa mig í bak og fyrir til að græða á mér peninga.“ FYRSTUR ÚR FELUM í rökstuðningi stjórnar TUPI- LAK er vikið að því þegar Hörður kom fyrstur íslenskra homma úr felum í viðtali við Samúel fyrir réttum tuttugu árum, og þurfti að flýja land fyrir vikið. Hann hélt þó áfram að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra hér á landi og var aðalhvatamaður að stofnun Samtakanna^ ‘78, auk þess sem hann kom til íslands á hverju vori eins og farfuglarnir, setti upp leikrit og hélt sína klassísku afmælistónleika áður en hann flaug utan að hausti. Hörður flutti hins vegar aftur til íslands fyrir fjórum árum og hef- ur búið hér síðan. En hefur eitt- hvað breyst á þessum tuttugu árum sem liðin eru frá birtingu viðtalsins fræga? „Já. Við erum komin langt á veg, fyrst og fremst vegna þess að við höfum unnið í því að breyta viðhorfi okkar sjálfra, sem aftur hefur breytt viðhorfi fólks til okkar. Við erum eins og vatnið, sérstaklega á þessum síðustu og bestu tímum, við flæðum alls staðar. En talsvert vantar þó ennþá uppá hvað laga- lega stöðu okkar varðar. Og svo er auðvitað ennþá hætta á að hommar séu teknir fyrir og barð- ir sundur og saman þó dregið hafi úr því. Það er einna helst þar sem Samtökin ‘78 mættu standa sig betur, í áróðrinum gegn svona hegðun." EIVIGini HETJA í fréttatilkynningu TUPILAK er einnig farið vængjuðum orðum um hugrekki og heiðarleika Harðar í lífi hans og starfi, og sagt að það hugrekki sem hann sýndi þegar hann kom úr felum hafi gefið íslenskum hommum og lesbíum „von um líf í reisn, von sem ekki var til fyrir þann tíma.“ Hörður segist þó alls ekki vera jafnhugrakkur og af er látið. ',,Ég sé sjálfan mig ekki sem neina hetju, og ég er ekkert til- takanlega hugrakkur. Ég er oft hræddur og efast um það sem ég er að gera. En óneitanlega er gott að vita til þess að verk mín og gjörðir hafi orðið til þess að hjálpa öðru fólki. Ég hef þurft að fórna miklu fyrir það sem ég hef gert, en alltaf tekist að sigrast á þeim þrautum sem fylgt hafa í kjölfarið. Fólk verður samt að hafa I huga að enginn einstak- lingur vinnur afrek sín aleinn, það eru alltaf aðrar manneskjur honum tengdar sem valda því að honum tekst að framfylgja sann- færingu sinni.“ Hörður flýgur út á morgun og fer beint í hljóðprufu, því hann á að syngja nokkur lög á hátíðar- sýningunni í Reginaleikhúsinu, sem haldin er í tengslum við verðlaunaafhendinguna. Auk Harðar fær sænsk-ungverski rit- höfundurinn Ana L. Valdés við- urkenningu fyrir sitt framlag í baráttunni, og samkynhneigðra fórnarlamba Nasista verður minnst á táknrænan hátt. „Svona viðurkenning er auð- vitað mjög örvandi og ég hlakka mikið til að mæta á hátíðina, jafnvel þótt ég neyðist líklega til þess að halda ræðu, og það á út- lensku," sagði Hörður að lokum. Og hló. -æöj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.