Helgarpósturinn - 15.06.1995, Síða 12

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Síða 12
12 FI FvlmT u DAG U R157TJ U N11995 Áhugaverðir íslendingar nefna athyglisverðustu persónur sem þeir hafa kynnst Um mánaða- mótin losnar ein þriggja staða innkaupafull- trúa í Innkaupa- og markaðsdeild Sjón- varpsins. Staðan hef- ur þegar verið aug- lýst og bárust 30 um- sóknir. Sú sem lætur af störfum heitir Laufey Guðjónsdótt- IR og hefur um langa hríð unnið hjá stofn- uninni og gengt stöðu innkaupafull- trúa ásamt tveimur karlmönnum, en starfið felst meðal annars í ferðum utan til þess að velja og versla inn efni fyrir Sjónvarpið. Athygli vekur að langflestar umsóknirnar eru frá konum komnar sem margar hverjar vinna þegar hjá stofn- uninni. Skýringin á því er sögð sú að ljóst liggi fyrir að kvenmaður hreppi hnossið þar sem tveir karlmenn skipi þegar hinar stöðurn- ar tvær; karlmenn telji enda orðið úti- lokað nú á dögum að þeir fái stöðu sem þegar sé komin hefð fyrir að kona skipi. Innan Sjónvarpsins gengur það svo fjöll- unum hærra að Anna Hinriksdóttir dóttir Hinriks Bjarnasonar yfir- manns Innkaupa- og markaðsdeildarinnar hljóti stöðuna, og verði þar með vinstri hönd föður síns, en hún vinnur þegar á Sjónvarpinu sem þýðandi. Hinrik sagði í samtali við póstinn það hins veg- ar algerlega úr lausu lofti gripið enda hefði dóttir hans ekki svo mikið sem skilað inn umsókn um stöðuna... Hver einstaklingur kynnist á ævi sinni fjölda annarra einstak- linga sem verða honum miseftir- minnilegir. Pósturinn fékk nokkra mæta menn til að nefna þá per- sónu sem þeir hefðu kynnst um ævina sem þeim þætti athyglis- verðust. Og til að koma í veg fyrir að tilnefningar þeirra minntu á þakkarræður Óskarsverðlauna- hafa þar sem mæður og makar fá mesta hólið var þeim meinað að nefna fjölskyldumeðlimi og nán- ustu ættingja. Og verkefnið vafð- ist ekki fyrir þessum ágæta hópi. HANNES HÓLM- STEINN GISSUR- ARSON Það eru þrír menn sem mér eru sérlega eftirminnilegir. Hinn fyrsti er Friedrich August von Hayek, sem ég held að sé einhver djúpsæasti hugsuður tuttugustu aldar. Hann var tígulegur, hávaxinn, austur- rískur aðalsmaður með yfirbragð og siðfágun margra alda, mikils lærdóms og mikillar visku. Annar maður sem mér er mjög eftirminnilegur, og er sem betur fer enn á lífi og raunar í fullu fjöri, er Milton Friedman. Hann sindrar af gáfum, hann er geysilega skarp- ur, fljótur að hugsa og snöggur að átta sig, en ég hygg að hann muni ekki vera talinn eins djúpsær hugsuður og jafn vitur maður eða eins mikill heimspekingur og Hayek. Þriðji maðurinn er austurríski heimspekingurinn Karl Popper. í viðræðu virðist hann ekki jafn sterkur persónuleiki og þeir fyrr- nefndu. Mér virtist hann afskap- lega ljúfur maður og skemmtileg- ur. Hann hafði að vísu orð fyrir að vera hryssingslegur kennari og erfiður í umgengni, en ég hafði allt aðra reynslu af honum. Þessir þrír menn eru allir menn sem ég get ekki annað en borið djúpa lotningu fyrir, virt og dáð, ekki aðeins vegna þess að ég hef lesið verk þeirra heldur líka vegna þess að persónur Laxness og Hriflu-Jónas, vin- ur þeirra, Elías Mar, viður- kennir að þeir séu honum enn ráðgáta. þeirra voru tilkomumiklar. ELÍAS MAR Ég nefni nú fyrst Halldór Laxness. Friedman og Hayek, menn sem Hannesi Hólmsteini þykja tilkomumiklir persónuleikar. Hann er margbrotinn maður og afskaplega þroskaður í öllum lær- dómi, en samt sem áður afar þægilegur í allri viðkynningu. Það er auðvelt að vera einlægur við hann því hann er ljúfmennskan sjálf. Hann er alls ekki hátíðlegur eins og svo margir halda sem ekki hafa kynnst honum. Ég er búinn að þekkja hann í fjörutíu ár eða lengur en ég verð að viðurkenna að mér finnst ég þó ekki enn vera búinn að átta mig alveg á honum. Halldór er nefnilega dularfullur persónuleiki. Hann er mér ennþá mikil ráðgáta þessi maður. Hinn maðurinn sem ég þori varla að nefna því ég kynntist hönum svo lítið og kynntist hon- um svo seint var Jónas frá Hriflu. Hann var afskaplega áhugaverður maður. Ef maður væri spurður: „Var hann góður maður eða vond- ur maður?“ þá gæti maður ekki svarað. Það er ekki hægt að flokka hann þannig. Hann var geníal að vissu leyti, framsýnn og marg- brotinn, en misskilinn af samtíð- armönnum sínum og það voru í honum þverbrestir. Hans stóri galli var líklega sá að hann var of lítill diplómat. Það var sumt líkt með Halldóri og honum, til dæmis þetta afspyrnu góða minni, þessi geysimikli dugnaður og fram- kvæmdasemi. Ég kynntist Jónasi síðustu fjögur árin sem hann lifði og það var mjög merkilegt að kynnast honum. Ég hef stundum saknað þess að hafa ekki kynnst honum ungur maður en það er ekki víst að ég hefði haft gott af því þá, hann var dóminerandi persóna og reyndi ætíð að beygja aðra undir vilja sinn. GUJDMUNDA ELIASDOTTIR Síðustu árin er það séra Jakob Rolland, franskur, kaþólskur prestur í Landakotskirkju. Hann hefur breikkað trúarsvið mitt og haft gífurlega mikil áhrif á mig. Maður þarf ekki á sálfræðingi að halda meðan maður hefur svona prest. En svo vil ég nefna músíkant, Guðmund Ingólfsson píanóleikara. Tveir heimsborgarar úr for- ystu jafnaðarmanna, þeir Jón Baldvin og Willy Brandt á góðri stund þegar þeim hafði tekist að hrista af sér siða- vanda frú þess síðarnefnda. Hann var mikill vinur minn og ég grét sárt þegar hann dó. Þegar Guðmundur Ingólfsson settist að hljóðfærinu þá var enginn endir á því hvaða tóna hann gat töfrað fram. Að æfa með honum var mik- il upplifun því það var eins og hann kæmist inn í mann. Þannig kom hann mér fyrir sjónir og þannig kynntist ég honum. En ég kynntist honum of seint á ævinni, því miður. Ég hefði átt að kynnast honum miklu fyrr. Þegar ég var krakki var aðal sjarmörinn, dr. Helgi Pjeturs. Mér þótti hann þá vera merkilegasti maður sem ég hafði nokkurn tíma augum litið. Hann var ákaflega fal- legur og mikil reisn yfir honum. Hann var vanur að brosa til okkar barnanna, sem menn yfirleitt ekki gerðu þá, og nikkaði sem mér þótti mikill heiður. Ég leit mikið upp til þessa manns. Ég vissi ekki þá hversu mikill jöfur hann var. Þetta eru þeir menn sem koma í hugann fyrst ég ekki má nefna maka. Annars hefði ég nefnt Sverri Kristjánsson. Hann hafði allt sem ég óskaði að einn maður hefði til að bera. REGÍNA THORARENSEN Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum. Hann er ábyrgur og góður læknir, stjórnsamur, gam- ansamur og hressilegur. Hann er mér minnisstæðastur ásamt Aðal- steini Jónssyni á Eskifirði, Alla ríka, Guðmundur Ingólfsson, töfrandi listamaður sem Guð- munda Elíasdóttir hefði viljað þekkja lengur. FELAGSIBUÐIR IÐNNEMA Skólavörðustíg 19-101 Reykjavík Símar 551 4410 & 551 4318 Rétt til úthlutunar herbergja og íbúða hjá Félagsíbúðum iðnnema eiga allir samningsbundnir iönnemar sem greitt hafa tilskilin félagsgjöld til Iðnemasambands Islands og nemendur sem koma úr eftirtöldum skólum og eru í, eða að hefja iðnnám. Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra, Sauðárkróki, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi, Fjölbrautaskólinn Breiðholti, Framhaldsskóli Vestf jarða, ísafirði, Framhaldsskóli Vestmannaeyja, Framhaldsskólinn á Húsavík, Hótel- og veitingaskóli Islands, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Iðnskólinn í Reykjavík, Tannsmíðaskóli Islands, Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað, Vélskóli íslands, (félagar í Iðnnemafélagi vélstjóranema). Til úthlutunar verða alls 26 íbúðir og 34 herbergi. Umsóknarfrestur fyrir vist á haustmisseri og/eða fyrir allt skólaárið 1995-1996 er til 1. júlí 1995. Stefnt er að þ ví að umsóknum verði svarað um miðjan júlí. Uthlutunarreglur og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Félagsíbúða iðnnema og Iðnnemasambands Islands á Skólavörðustíg 19, símar 551 0988 og 551 4410. Einnig á að vera hægt að nálgast úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð hjá ofantöldum skólum. Félagsíbúðir iðnnema Skólavörðustíg 19 sími 551 0988 fax 551 4411

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.